Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 2

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Fimmtudagur 29. nóvember 1973. Bókasafnarar — Bókasöfn Skáldsagan „Sonur minn Sinnfjötii” eftir Guðmund Danielsson er nýkomin út á norsku. Auk hinnar almennu útgáfu voru gefin út 125 eintök, prentuð á sérstakan pappir, árituð og tölusett af höfundi. Nokkur eintök af þessari útgáfu verða til sölu hjá: Bókaverzlun Lárusar Blöndal, Skólavörðustig og Vesturveri, simar: 15650 og 19822. Húsnæði óskast í AAosfellssveit Vinnuheimilið að Reykjalundi óskar að leigja ibúð, helzt i nágrenni staðarins. íbúðin þarf að vera laus til afnota eigi sið- ar en 1. mai n.k. Upplýsingar gefur Július Baldvinsson i sima 66200 eða 66205 eftir kl. 20. Reykjalundur. W|PAC Þokuluktir úr riðfríu stáli með Quarz-Halogen Ijósi T5T ARMULA 7 - SIMI 84450 OPIÐ: Virka daga kl. 6-10e.h. Laugardaga kl. 10-4 e.h. BILLINN BILASAL/ HVERFISGÖTU 18 - sirm 14411 i BÍLAIEIGA CAR RENTAL 72 21190 21188 ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM ESSO STÖÐIN BORGARNESI BÍLALEIGA Car rental (^,0141660 & 42902 Æbílaleigan felEYSIR CARRENTAL V24460 I HVERJUM BIL PIONEER ÚTVARP OG STEREO CASETTUTÆKI Mælirinn fullur — Hver eru störf sýslumanna? Þessari spurningu veltum við Skaftfellingar oft fyrir okkur. Að sjálfsögðu er ekki ætlazt til að sllkir opinberir starfsmenn eyði löngum tima í setur á sýsluskrif- stofum sveitarinnar og veiti þjón- ustu þeim mönnum, er þangað leita i ýmiss konar erindagjörð- um varðandi sýslumannsem- bættið. Gott þætti okkur, er vinn- um almenn störf i þjóðfélaginu, að mega ráða okkur fulltrúa á kostnað fyrirtækis, sem viö vinn- um hjá, og koma síðan ekki nærri þeim störfum,sem okkur er trúað fyrir. Eru það störf sýslumanna að stunda hrossasprang eða önnur störf óviðkomandi embættisverk- um sýslumanns? Er sýslu- mönnum útvegað húsnæði til af- nota fyrir starfsfólk, sem vinnur i þeirra þágu? Hvernig skyldi slikt vera fært til skatta? Til að kóróna allar sinar gerðir hefur sýslumaður okkar Skaft- fellinga nú hafið örvæntingar- fullar tilraunir til að bjarga sin- um, vægast sagt, illræmda hrossabúskap. Miðvikudaginn 14. nóvember siðast liðinn boðaði Einar Oddss sýslumaður alla sýslunefndar- menn i Vestur-Skaftafellssýslu á fund aðLeikskálum i Vik. Ekki er það talið fréttnæmt, þótt boðað sé til sýslunefndarfundar, en i þessu tilfelli var fundarefnið allfurðu- legt, og átti ég ekki von á slikri endaleysu frá Einari Oddssyni. Málið var sem sagt það, að Einar Oddsson ætlaði sér að fá sýslunefndarmann til að mót- mæla eða rifta jarðakaupum Hvammshrepps á Suðurvik og Norðurvik, á þeim forsendum, að allur almenningur i Hvamms- hreppi væri óánægður með kaup- in. Stroku- strókarnir — ný drengjasaga STROKUSTRÁKARNIR er ný drengjabók eftir Svein Hovet, i þýðingu Sigurðar O. Björnssonar. Þar segir frá tveimur hressum, norskum strákum, Asbirni og Þór, sem lenda óvænt i klandri og taka það til bragðs að strjúka á heiðar upp af ótta við lögregluna. Þeir finna stóran helli fjarri alfaraleiðum og telja hann hið ákjósanlegasta fylgsni og hyggj- ast setjast þar að. En vistin i hell- inum veröur heldur draugaleg, þegar skyggja tekur. Þeir veiða silung i fjallavatni sér til matar, og verða jafnframt vitni að þvi, að tveir draugalegir náungar stunda veiðiþjófnað uppi á heiðinni. Víðtæk leit er gerð að drengjunum, þeir finnast lok’s, en heimkoman verður allt önnur, en þeir höfðu gert sér i hugarlund. Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri gefur bókina út. Hún er 102 blaðsiður. —SB Mér er ekki kunnugt um einn einasta mann hér í Hvamms- hreppi, sem hefur látið opinber- lega í ljós óánægju með þessi kaup, utan þeirrar klíku, sem hef- ur haft Suðurvik á leigu undan- farin ár. Hvaö er þarna að gerast? I stuttu máli sagt, það eru eigin hagsmunir Einars Oddssonar, sem ráða gerðum hans i þessu máli. En sem betur fór stóð Einar AÐ UNDANFÖRNU hefir verið unnið að endurskipulagingu og samræmingu á ýmsum þáttum i starfsemi Flugfélags Islands og Loftleiöa, þar á meöal á skrif- stofuhaldi og annarri starfsemi félaganna erlendis. Akveöið er, að á stöðum, þar sem bæði félögin hafa haft skrifstofur að undan- förnu, verði þær samcinaðar og sölu-og kynningarstarfsemi sam- ræmd. Ennfremur verði stöðvar flugfélaganna á flugvöllum er- lendis sameinaðar. Glasgow-skrifstofur félaganna verða hinar fyrstu, sem samein- ast, en hinn 5. desember n.k. mun öll starfsemi félaganna flytjast i sameiginlega skrifstofu, sem þann dag verður opnuð að 11, Royal Exchange Square. Þessi Guðfaðirinn GUÐFAÐIRINN, hin fræga saga Mario Puzo, er nú komin út i islenzkri þýðingu Hersteins Páls- sonar. Það er Bókaforlag Odds Björnssonar á Akureyri, sem gefur út. Guðfaðirinn hefur verið talin einhver mest spennandi skáld- saga, sem skrifuð hefur verið á seinni árum, enda orðið metsölu- bók viða um heim. Samnefnd kvikmynd, sem gerð var eftir sögunni, með Marlon Brando i aðalhlutverki, hefur slegið öll met i aðsókn. Hér er i fyrsta sinn flett LtNUDANSARAR heitir niunda bók hins vinsæla Desmonds Bagley. Flestir munu kannast við fyrri bækur hans, að minnsta kosti Gullkjölinn, Fjallavirkið og Skriðuna, en þær eru nú orðnar ófáanlegar á islenzku. Til að gefa hugmynd um efni nýju bókar- innar, er hér vitnað i káupusiðu: ■ Giles Dennison vaknaði með hræðilega timburmenn i hóteli, sem hann kannaðist ekkert við, i borg, sem hann hafði aldrei séð áður. Þegar hann sá andlit sitt i Oddsson einn uppi, með alla nefndarmenn á móti sér, er sýnir glöggt, hversu fráleitur mál- flutningur Einars var i þessu máli. Einari Oddssyni væri sæmra að rækja sitt embætti eins og góðum sýslumanni sæmir, vera t.d. við einn til tvo daga I viku, og leggja niður sitt búskaparbrölt, eða þá segja embættinu lausu. s.G. staður er f hjarta borgarinnar, örskammt frá Queen’s Street járnbrautarstöðinni. Loftleiðir hafa undanfarin ár haft skrifstofu sina að 11, Royal Exchange Square, á götuhæð. Nú hefir feng- izt aukið húsnæði fyrir starfsem- ina á næstu hæð fyrir ofan. Sölusvæði Glasgow-skrifstofu flugfélaganna verður Skotland og Irland. Framkvæmdastjóri á þessu sölusvæði og skrifstofu- stjóri I Glasgow verður Stuart Cree, sem undanfarin ár hefir veitt skrífstofu Flugfélags ís- lapds forstöðu, og aðstöðarfram- kvæmdastjóri George Souther- land, sem verið hefir skrifstofu- stjóri Loftleiða i Glasgow. Stöðvarstjóri á Glasgow-flugvelli verður Þorgils Kristmanns. er komin á íslenzku rækilega ofan af glæpastarfsemi hinnar alræmdu Mafiu, skyggnzt inn I undirheima New York borgar, fylgzt með nánasta einkalifi Corleone-fjölskyld- unnar, þar sem Guðfaðirinn er ættarhöfðingi og alls ráðandi. Mario Puzo er frábær rit- höfundur, sem kann þá list að gæða frásögnina miklum hraða og vaxandi spennu, svo erfitt er að leggja bókina frá sér, fyrr en hún er lesin til enda. En það skal tekið fram, að bók þessi hentar ekki fólki með viðkvæmar taugar. —SB baðherbergisspeglinum, var hann i fyrsta sinn á ævinni gripinn raunverulegri skelfingu. Andlitið, sem hann sá, var ekki hans eigið andlit. Þannig hefst bókin. Lesandinn mun verða Sunday Times sammála um, að Desmond Bagley eigi ekki sinn lika i gerð spennandi og viðburðarikra ævintýrasagna. — Suðri gefur bókina út, hún er 288 blaðsiður, prentuð i prentsmiðju Árna Valdimarssonar, Torfi Ólafsson islenzkaði. _sb Glasgow-skrifstof- urnar sameinaðar Línudansarar — nýjasta saga Desmonds Bagley irniudiumn SKIPHOLTI 35, SÍMI 31055, REYKJAVÍK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.