Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 6

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Fimmtudagur 29. nóvember 1973. AAaría H. Ólafsdóttir sýnir í Norræna húsinu A sýningu Mariu eru tveir myndaflokkar: „Þegar amma dó” og „Kolfinnusaga”. Meöan amma hennar háir dauðastriðið á óhrjálegum rúmbálki, leikur hún sérsjálf að ljósbletti á gólf- inu við höfðalag hennar. En framvindan, táknræn og ógn- vekjandi, rýfur lygnu bernskunnar engu að siður og kaldur veruleikinn tirifsar barn- ið gegn vilja sinum á sinn fund og bregöur bitru sársaukaleiftri inn I sál þess. Litli hnoörinn er ekki samur og áður, lykkjuföll óútreiknan- legra atvika verða upp frá þessu skjár friðsællar bernsku inn I viðsjár mannlifsins. Maria kann ekki aðeins til verka, heldur er henni lika áskapað óvenjulegt næmi á viðfangsefnin, er upp- hefur verkin og samsamar þau sérkennilegum, kannski Ivfð symbólskum stfl, sem á stundum krefst þolinmæði. Ann- ars eru skörp vixl á sýningunni, þvi mörg verkanna eru ljós og einkar aðgengileg. Rauði þráð- urinn i þeim er félagshyggja og mannúö, þvi „þótt myndirnar séu frá löngu liðnu timabiii, geta þær engu að siður verið tjáning á öflum, sem uppi eru i dag”. List Mariu er engan veg- inn sull meö viðburði og atvik, en samt verða þau torskilin án hliðsjónar af sögunni og þvi keimlika með merkjasteinum sögunnar, þvi að i myndum hennar er mannlegt eðli „stabflt” I rás aldanna, þegar allt kemur til alls. Maria hefur i stórum dráttum gott formskyn, þótt sitthvað i myndbygging- unni sé ögn framandi við fyrstu sýn. En ég held ég hafi skilið það rétt, að Maríu heföi fundizt fullt eins æskilegt, að biblian hefði verið skrifuð jafnt af körl- um sem konum. Slikir persónu- leikar fara eigin leiðir. <3> DnuíSi Kolfiniiu Islendingar til starfa í Kenýa og Tanzaníu í byrjun næsta órs I) umsóknir bárust um 24 róðu- autastöður i Tanzaniu og ienýu, sem auglýstar voru lusar til umsóknar i sumar. 7 msækendur voru ráðnir, fleiri ér en frá nokkru hinna Norður- uidanna. Þann 1. ágúst s.l. i sumar uglýsti Aðstoð tslands við róunarlöndin ráðunautastöður i ænýu og Tanzaniu lausar til msóknar samkvæmt beiðni önsku þórunarlandastofnunar- mar, en hún sér um framkvæmd norrænnar leiðbeiningarstarf- semi um samvinnurekstur i þessum löndum. Umsóknar- frestur var til 23. ágúst. 1 október- byrjun kom hingað til lands fimm manna nefnd, skipuð yfirmanni dönsku þróunarlandastofnunar- innar, einn fulltrúi frá rikisstjórn hvors lands fyrir sig og 2 menn frá Danmörku og Finnlandi, sem er yfir norræna starfsliðinu i Kenýu og Tanzaniu. Nefndin ræddi viö 12 umsækjendur og voru 7 þeirra ráðnir. Auglýsingin Torfi Halldórsson með nýtt bindi BRJÓSTBI RTA og náungakærleikur heitir annað bindi af endurminn- ingum Torfa á Þorsteini RE 21/ og er það gefið út af Erni og örlygi eins og fyrra bindið. HINN kunni afla- spila- og gleði- maður, Torfi Halldórsson, sem löngum hefur veriö kenndur við bát sinn Þorstein RE 21, heldur áfram sögu sinni, þar sem henni lauk i fyrri bók hans KLARIR t BÁTANA, en sú bók hans kom út á siðasta ári og hlaut hinar beztu viðtökur. Torfi hefur lifað langt og sögu- legt timabil i islenzkum sjávarút- vegi og hefur frá mörgu að segja. Hér tekur Torfi aftur upp þráðinn og segir nú meira af kynnum sin- um af ýmsu fólki viös vegar um landið, auk þess sem hann litur i eigin barm og greinir frá atburð- um, sem hvergi hafa komizt á prent áður. Sumum mönnum er gefin meiri frásagnargáfa en öörum. Einn þeirra manna, sem skaparinn hefur verið óvenju örlátur við á þessu sviði, er einmitt Torfi Hall- dórsson. t hinni nýju bók sinni segir Torfi fjöldann allan af sög- um af sjálfum sér og fólki, sem hann hefur verið samferða á lifs- leiðinni. Það kennir sannarlega margra grasa á akri endurminn- inganna. Menn munu deila um, hvað sé þjóðariþrótt okkar tslendinga, en Torfi Halldórsson telur smyglið vera þar i fyrsta sæti. Eins og hans er von og vis gengur hann hreint til verka og segir frá kynn- um sinum af „þjóðariþróttinni" án nokkurs tepruskapar. Sú frá- sögn á sér liklega enga hliðstæðu i islenzkum bókum, og er þá mikið sagt. varsend til allra Norðurlandanna og voru 6 ráðnir frá Sviþjóð, en 5 frá hverju hinna Norðurland- anna. Við ráðningu var miðað við menntun og starfsreynslu umsækjenda. Þeir tslendingar, sem stöð- urnar fengu fara á námskeið til Kaupmannahafnar I byrjun janúar á næsta ári, en að þvi loknu halda þeir til landsins, sem þeir eru ráðnir til starfa i. Fimm af tslendingunum starfa I Kenýu, en tveir i Tanzaniu. Þeir fá ókeypis ferðir fyrir sig og fjöl- skyldu, einnig fritt húsnæði. Arslaun eru 14000 Bandarikj- adalir, skattfrjálst, og þeim er greitt kaup I 2 mánuöi eftir að þeir hætta störfum i viökomandi landi. Ráðning er til rúmlega 2ja ára i einu og viðkomandi getur endurráðið sig til eins árs eftir þaö. tslendingarnir voru ráðnir i eftirtaldar stöður: einn ráðu- nautur um bankastörf, einn aðstoðarskólastjóri við bréfa- skóla, einn ráöunautur rikis- stjórnar um áætlanagerð, þrir ráðunautar um rekstur sam- vinnufélaga (nokkurs konar kaupfélagsstjórastöður) og einn ráðunautur um rekstrarbókhald. Aldrei fyrr hefur verið auglýst eftir ráðunautum til starfa i þróunarlöndunum hér á landi, og er þetta þvi i fyrsta skipti, sem tslendingar taka þátt I þessu norræna samstarfi. Verðurþessu samstarfi haldið áfram og næsta ár auglýsa Finnar sennilega eftir ráðu- nautum i sambandi við land- búnað, til starfa i þróunar- löndunum. Hinn hvíti galdur — eftir Olaf Tryggvason HINN Hviti galdur nefnist ný bók eftir Olaf Tryggvason frá Hamra- borg. Höfundurinn, hinn landskunni, dulræni spekingur, hefur þetta að segja um efni hennar: t bók þessari er sagt frá fleiri furðulegum atvikum en i fyrri bókum minum, atburðum, sem ég hef sjálfur lifað og eru meðal þeirra andlegu atburða, er öðlast stöðugt vaxandi hlutdeild i sannri menningu. Ég hafði skráð þetta af ýmsum ástæðum, en ekki hugsað mér, að það yrði prentað mál. Tilgangur bókarinnar og ætlunarverk er þvi að vekja menn til umhugsunar um það, hvar þeir eru staddir, hve mikla fegurð og farsæld jarðlifið hefur að bjóða, ef menn ganga að þvi sem daglegu skyldustarfi að hreinsa hugarfar sitt. Stöðugt vaxandi hópur manna hefur sömu lifsviðhorf og Ólafur Tryggvason. Lifsviðhorf, sem byggt er á sálrænum staðreynd- um, þarsem innri rök tilverunnar eru þau sannindi, sem ein veita lifsnautn. Ólafur Trveevason Skuggsjá gefur bókina út, hún er 192 blaösiður. —SB. GAMALL MAÐUR OG GANGASTÚLKA — dstarsaga eftir Jón Kr. Isfeld Jón Kr. isfeld GAMALL maður og gangastúlka, heitir hugljúf, islenzk ástarsaga, sem endar vel. Höfundur er Jón Kr. tsfeld. Sagan fjallar um gamian mann á Elliheimili og gangastúlku. Þau kynnast nánar högum hvors annars og hlutir fara að gerast, sem verða til þess að örlög þeirra fléttast saman. Á kápusiðu stendur: ...Gamli maðurinn fann gleðistraum fara um sig. Loksins, loksins gat hann launað ungu gangastúlkunni sinni það, sem hún hafði gert fyrir hann. En hún hefði lika aldrei lent i þessum ástarraunum sinum, ef hann hefði ekki gengið i veg fyrir hana. Það var langur timi órof- inna, andlegra þjáninga, eins og Sigrún hlaut að hafa haft.... Bókin er gefin út hjá Prentverki Odds Björnssonar á Akureyri. Hún er 162 blaðsiður. —-SB. Basar Sjálfsbjargar Það er á sunnudaginn, sem jólabasar Sjálfsbjargar i Reykjavik verður baldinn i Lindarbæ, Lindargötu 9, og hefst hann kl. 2 e.h. Óþarfi er að teljaupp alla þá eigulegu muni, sem þar verða á boöstólum. Sjón er sögu rikari. öllum ágóða af basarnum verður varið til starfsemi Sjálfs- bjargar, félags fatlaöra i Reykjavik.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.