Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 5

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 29. nóvember 1973. TÍMINN 5 LAXDÆLA SAGA Helgafell hefur sent frá sér Laxdæla sögu i útgáfu Halldórs Laxness. Laxdæla saga er róm- antiskust hinna meiri háttar forn- sagna. Meginstofn hennar er ástarsaga Guörunar Ösvifurs- — í annari útgáfu ÚT ER komin UNDRAF'LUG- VÉLIN, fjórða bókin i flokknum um Arna og Rúnu i Hraunkoti, eftir Ármann Kr. Einarsson. Þetta er önnur útgáfa hins vinsla bókaflokks. Þær bækur, sem komnar eru heita: Falinn fjár- sjóður, Týnda flugvélin og Flug- ferðin til Englands. Auk þess hafa bækurnar Tvö ævintýri, Gullroðin ský og Yfir fjöllin fagurblá verið gefnar út öðru sinni og eru þessar sjö bækur þær fyrstu i ritsafni Armanns. 1 undraflugvélinni kemur nú til sögunnar hin fræga persóna Olli ofviti. Árni gerist nú flugmaður á litlu þyrlunni, sem enski flug- stjórinn gaf honum og flýgur beint inn i undur og ævintýri tæknialdar. Það er bókaforlag Odds Björns- sonar á Akureyri, sem gefur út bækur Ármanns. 1 bókunum eru teikningar eftir Halldór Péturs- son. Undraflugvélin er 188 blaðsiður. —SB dóttur, hetjur sögunnar konungs- ættaðir, islenzkir höfðingjar með háttu suðrænna riddara. ÞegarHalldór Laxness lét gefa út Laxdælu með nútima staf- setningu árið 1941 var það upphaf nýrrar stefnu i útgáfu fornsag- anna. Nú eru Islendingasögur gefnar út með þeim rithætti til lestrar i skólum. Rök Halldórs fyrir nútimastafsetningu á forn- sögunum voru ljós og einföld,sög- urnar eru lifandi bókmenntir á lifandi máli. En útgáfan 1941 mætti harðri mótspyrnu. Þegar auglýst var að hún stæði til, setti Alþingi i flýti ný iög til að koma i veg fyrir hana. Tókst með naumindum að koma bókinni út. áður en lögin gengu i gildi. Sú útgáfa, sem nú kemur, er útgáfan frá 1941, endurbætt og er þetta vandaðasta og aðgengi- legasta útgáfa. sem til er af Laxdæla sögu. Mvndir i bókinni eru eftir Guðrúnu Svövu Svavarsdóttur, Gylfa Gislason. Hring Jóhannes- son og Þorbjörgu Höskuldsdóttur. Bókin er 230 blaðsiður með nafna- og myndaskrá. Vikingsprent prentaði. —SB ODESSA SKJÖLIN — leit að SS-foringja ODESSA skjölin, heitir ný bók eftir Frederick Forsyth, i þýðingu Hersteins Pálssonar. Sögu- þráðurinn er á þessa leið: Peter Miller, blaðamaður i Hamborg, kemst af tilviljun yfir dagbók Gyðings, sem verið hafði i tor- tímingarbúðum Nazizta i Riga og haldið lifi, þó að með ólikindum væri. Nánari athugun á mál- efnum SS-sveita þeirra, sem frömdu múgmorðin i Riga og viðar, sýnir, að yfirvöld i V- Þýzkalandi hafa næsta litinn áhuga á að leita helztumorðingja SS uppi. Þetta verður til þess að Miller heitir þvi að finna yfir- ntann búðanna i Riga, sem talið er að hafi allt að 80 þúsund mannslif á samvizkunni. Hann kynnist strax tregðu yfirvalda við að láta menn hnýsast i mál af þessu tagi, en Miller eflist aðeins við það. Leikurinn berst viða um Þýzka- land og brátt hafa samtök fyrr- verandi SS manna, ODESSA, komizt að hvað um er að vera og þá telst Miller svo hættulegur, að ekki komi til mála annað en finna „endanlega lausn'.’ Leikurinn æsist enn, en Miller heldur sitt strik... Inn i söguþráðinn fléttast átök þau, sem átt hafa sér staö milli Israelsmanna og Egypta alveg fram á þessa daga og auka þau bæði á spennu og sannleiksgildi bókarinnar. Odessa skjöldin er 244 blaðsiður, Isafoldarprent- smiðja gefur út. —SB Trúnaðar- maður Nazista nr. I — saga úr norska hernáminu TRÚNAÐARMAÐUR Nazista nr. 1. heitir bók eftir Per Hansson, i þýðingu Skúla Jenssonar. Er þetta sönn frásögn af ömurleg- asta þætti allrar hernámssögu Noregs — frásögn af Norðmann- inum, sem varla átti sinn lika meðal þýzkra Gestapomanna, sakir grimmdar og mannvonzku. Sagan er byggð á frásögn ættingja, kennara, vinnuveitenda og annarra, sem þekktu þennan mann, áöur en striðið skall á, auk þess sem könnuð hafa verið réttarskjöl og rætt við dómara hans, gæzlumann og geðlækna. Þessum manni skrikaði fótur á götu samíélagsins l'yrir strið, og árið 1940 hugsaði hann aöeins um það eitt að hefna sin á þessu — að hans dómi-vonda samlélagi. Gestapo veitti honum færi á hefnd. Bókin er 200 blaðsiður. Skuggsjá geíur út. —S*5 Ný víkingasaga: Hrólfur tek inn til fanga HRÓLFUR tekinn til fanga heitir þriöja bókin um Hrólf, eftir Peter Dan. örn Snorrason islenzkaði bókina, sem er I flokknum Vikingasögur Isafoldar. I þeim segir frá tveimur drengjum, Hróifi, syni Bjarnar Vikinga- konungs á Bjarnarey, og vini hans á svipuðu reki. Þeir komast i óleyfi um borð i Vikingaskipið örninn og koma ekki heim aftur fyrren að mörgum árum liðnum. Serkir flytja þá nauðuga frá Hammaborg, og þeir lenda i ótal ævintýrum og hættum. Næsta bók, sem út kemur i þessum flokki, mun heita Hrólfur á flótta. Sagan um Hrólf er 116 blaðsiður. Bók um Eyjar eft- ir Eyjamann ÍSAFOLDARPRENTSMIDJA hefur gefið út stórt rit eftir Guðjón Armann Eyjólfsson, skólastjóra stýrimannaskólans i Guðjón Armann Eyjólfsson. Eyjum, og nefnist það Vest- mannaevjar — bvggð og eldgos, alls hátt á fjórða hundrað blaðsiður. Þetta rit er skreytt mörgum myndum og teikningum, og eru það allt Eyjamenn, sem þar hafa lagt hönd að verki. Aðalteiknar- inn er Guðjón Ólafsson, og gegnt titilsiðu bókarinnar er litprentun málverks eftir Sverri Haralds- son. Bókarhöfundur, Guðjón Ármann Eyjólfsson, segir, að i þessari bók langi sig til þess ,,að bregða upp svipmyndum frá þeirri byggð, sem horfin er. Sem bakgrunnur er i stórum dráttum yfirlit um sögu og lif i Vest- mannaeyjum”. Yfirlit er einnig i bókinni um jarðsögu Vestmannaeyja með jarðfræðikortum eftir Svein Jakobsson. Með viðtölum og frásögnum af eigin reynslu lýsir Guðjón Ármann eldgosinu: þar er þáttur um fyrirboða, rakið hjálparstarf Rauða krossins og fleiri aðila.og sérstakur þáttur er um Viðlaga sjóð og endurreisn i Eyjum. Aftast er loks skrá úm alla þá, er bjuggu i húsum, sem nú er komin undir hraun. Bók þessa tók samun Björn L. Jónsson læknir eftir ýmsum heimildum, eldri sem yngri, og er hún gefin út af Náttúrulækninga- félagi islands. 1 henni eru taldar milli 60 og 70 jurtir, sem um langan aldur hafa verið notaðar til lækninga, sem drykkjarjurtir og til matar, og ____________—SB Drauma- landið hennar DRAUMALANDIÐ hennar, hetir nýjasta ástarsagan eftir Ingi- björgu Sigurðardóttur. Er þetta sautjánda bók höfundar. Hinar rómantisku sögur Ingibjargar hafa náð miklum visældum fjöl- menns hóps lesenda. Drauma- landið hennar gerist bæði i Reykjavik og Noregi, þar sem Rúna finnur þann rétta. Það er bókaforlag Odds Björnssonar' á Akureyri, sem gefur út bækur Ingibjargar. Draumalandið hennar er 165 blaðsiður. —SB sumar til litunar. Upplýsingar 'eru um vaxtarstað jurtanna, meðferð þeirra, verkanir og notkun, og flestum þeirra fylgja ágætir myndir, teknar úr fslenzkri ferðaflóru eftir Askel Löve, teiknaöar af Dagny Tande Lid. Bókin er 80 blaðsiður i bandi, og kápuna prýða litmyndir af jurtum úr bókinni. íslenzkar lækninga og drykkjarjurtir MR byður 10 teg. fuglafóðurs • varpkögla heilfóður •hveitikorn • hænsnamjöl MR • ungafóður 4 teg. • blandað hænsnakorn • bygg •maískurl toour grasfrœ girðingmfni MJOLKURFELAG REYKJAVÍKUR Sími: 11125 tatra Drif á öllum hjólum. Mismunadrif læsanleg. Vél 212 (Din) hestöfl. Burðarþol 15 tonn. A' ^ Verð með stálpalli, hliðar- og endasturtum, að fullu tilbúinn til notkunar, Ca. 2.750.000,00 kr. Möguleikar á afgreiðslu í desember — EF PANTAO ER STRAX. Hvert hjól er með sjálfstæða f jöðrun. TÉKKNESKA BIFREIÐAUMBOÐIÐ Á ÍSLANDI H.F. AUÐBREKKU 44-46 SlMI 42600 KÓPAVOGI

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.