Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 9
Fimmtudagur 29. nóvember 1973. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þór- arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson. Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Ritstjórnarskrif- stofur i Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrif- stofur i Aöaistræti 7, simi 26500 — afgreiöslusími 12323 — aug- lýsingasími 19523. Askriftagjald 360 kr. á mánuöi innan lands, i lausasölu 22 kr. eintakið. Blaöaprent h.f. L ----------------------------- - - Hafnamálin Það var ein höfuðröksemd þeirra, sem beittu sér fyrir afnámi einmennings- og tvimenings- kjördæmanna með stjórnarskrárbreytingunni 1949, að hinu gamla fyrirkomulagi fylgdi alltaf mikil pólitisk fjárfesting, en svo voru þau framlög kölluð, sem þá runnu til ýmissa fram- kvæmda i dreifbýlinu. Það var m.ö.o. talinn einn helzti ágalli einmenningskjördæmanna, að dugandi þingmenn legðu þá á það meira kapp en ella að útvega framlög til hafnabóta og vegagerðar eða einstakra atvinnufram- kvæmda i kjördæmi sinu. Þetta var semsagt, áður en allir kepptust við að lofsyngja byggða- stefnuna sem þá var talin mesti ljóður á ráði Fr amsóknar f lokksins. Rikisstjórn sú, sem kom til valda eftir stjórnarskrárbreytinguna 1949, ætlaði ekki að láta saka sig um pólitiska fjárfestingu. Þess vegna skammtaði hún naumara til ýmissa framkvæmda i dreifbýlinu en áður hafði verið gert. Sennilega bitnaði þetta þó á fáum fram- kvæmdum meira en höfnunum. Nú skyldi horfið frá þeirri pólitisku fjárfestingu að dútla við hafnagerðir á mörgum stöðum, eins og gert hafði verið á timum einmenningskjördæm- anna. Það skyldi sýnt i verki, að komið væri til sögu nýtt skipulag og nýir herrar, sem ekki létu stjórnast af pólitiskri fjárfestingu. Afleiðingin af þessu hefur orðið sú, að algert öngþveiti rikir nú i hafnamálum viða um land. Sums staðar hafa dugandi sveitarstjórnir ráð- ist i framkvæmdir á eigin spýtur og efnt til stórskulda, sem hvila nú sem þungur baggi á byggðarlaginu. Annars staðar hefur litið eða ekkert verið gert. Sú staðreynd hefur hins veg- ar sannazt enn betur en áður, að framlög til hafnabóta eru ekki pólitisk fjárfesting, heldur lifsnauðsyn margra byggðarlaga, ef þar á að haldast áfram blómleg og vaxandi byggð. Hafnirnar eru nefnilega frumskilyrði þess, að hægt sé að nýta þá útgerðarmöguleika, sem annars eru fyrir hendi. Það hefur orðið eitt af verkefnum núver- andi rikisstjórnar að beita sér fyrir þvi, að hafin verði ný sókn i hafnamálum. Verulegt spor var stigið i þá átt með setningu nýrra hafnarlaga á siðasta þingi. En betur þarf, ef duga skal. Það verður að taka mál margra hafna alveg nýjum tökum og stóruaka framlög til hafnabóta. Vonandi ber það merki um nýjan skilning og breyttan hugsunarhátt, þegar ýmsir þingmenn Sjálfstæðisflokksins þykjast nú miklir tals- menn þess, að framlög séu aukin til hafna* bóta. Þetta er annar og réttari tónn en þegar talsmenn þessa flokks voru að benda á\ hafnabætur og aðrar opinberar framkvæmdir i dreifbýlinu sem pólitiska fjárfestingu og stjórnmálalega spillingu. Hafnabætur i dreif- býlinu eru sannarlega ekki pólitisk fjárfesting, heldur eitt mesta nauðsynjamál, jafnt viðkom andi héraða og landsins i heild. En það er ekki nóg að krefjast framkvæmda. Það þarf einnig að útvega fjármagn til þeirra. Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú boðað frumvarp um stórfellda lækkun á vissum tekjustofnum rikisins, án þess að boða nokkra aðra tekju- öflun eða sparnað á móti. Á sama tima kref jast svo þingmenn hans stóraukinna framkvæmda eins og hafnabóta. Hver tekur slikar tillögur alvarlega, ef þær benda ekki jafnframt á leiðir til tekjuöflunar.? Þ.Þ. ERLENT YFIRLIT Bandaríkin vantreystu orðið Papadopoulosi Nýja stjórnin verður ekki betri l'huiiion Gisikis ÞAÐ STYRKIR mjög þann grun, að Bandarikjastjörn fiafi haft hönd i bagga, þegar Papadopulosi, einræðisherra Grikklands,var steypt úr stóli um siðustu helgi, að forsætis- ráðherra hinnar nýju rikis- stjórnar er Andamandios Androutsopoulos, sem hefur verið talinn helzti umboðs- maður Bandarikjanna i Grikklandi siðasta áratuginn. Hann hlaut lögfræðimenntun sina i Bandarikjunum og starfaði sem lögfræðingur i Chigaco i allmörg ár.áður en hann hélt heimleiðis. Þegar Papadopoulos myndaði rikis- stjórn eftir herforingjabylt- inguna vorið 1967, varð Androutsopoulos fjármála- ráðherra hinnar nýju stjórnar og fékk þannig m.a. það hlut- verk að tryggja fjárhagsleg samskipti Bandarikjanna og Grikklands. Þátttaka hans i þeirri stjórn, þótti þá bera merki um, að hún væri stjórnvöldum Bandarikjanna ekki óþóknanleg. Siðar varð Androutsopoulos innanrikis- ráðherra, en lét af þvi starfi á siðastliðnu sumri. Fljótlega eftir það brá svo við, að halla tók undan fæti hjá Papa- dopoulosi. Vist er lika það, samkvæmt frásögn áreiðanlegra banda- riskra blaða, t.d. New York Times, að bandarisk stjórn- völd höfðu um nokkurra mán- aða skeið vitað, að verið væri að undirbúa innan griska hersins að steypa Papado- poulosi af stóli. Hitt mun hins vegar ekki hafa verið þeim fullkunnugt, hvenær látið yrði til skarar skriða,þar sem slikt yrði að gerast fyrirvaralaust við hentugt tækifæri. Þetta tækifæri gafst, þegar Papado- poulos lét ráðast á stúdentana við verkfræðiháskólann, og það leiddi til mannfalls, sem mæltist mjög illa fyrir utan Grikklands. Eftir það voru dagar Papadopoulosar taldir. Þá var ljóst, að Papadopoulos var orðinn verkfæri, sem ekki var lengur hægt að notast við. Flest bendir nú til þess, að bylting Papadopoulosar vorið 1967 hafi verið gerð i samráði við bandarisku leyniþjónust- una. Bandarikjamenn höfðu miklar áhyggjur af þvi stjórnarfari, sem þá var i landinu. Nokkuð er það, að Bandarikin veittu stjórn Papadopoulosar allan þann styrk, sem hún þurfti, meðan hún var að treysta sig i sessi. Það olli Bandarikjamönnum hins vegar erfiðleikum og áhyggjum, að herforingja- stjórnin sætti mikilli gagnrýni margra bandalagsþjóða þeirra, og þó einkum hinna minni þjóða innan Atlants- hafsbandalagsins, t.d. Dana og Norðmanna. Á þessu ári bættust Hollendingar i þann hóp, eftir að stjórnarskipti höfðu orðið i Hollandi. Til að koma til móts við kröfur um lýðræðislegri stjórnarhætti i Grikklandi var Papadopoulos látinn slaka til fyrr á þessu ári, og heita þvi að mynda borgarlega stjórn, sem hefði það fyrir markmið að láta fara fram tiltölulega frjálsar þingkosningar. Papadopoulos kom siðan slikri stjórn á lagg- irnar, eins og nýlega var rakið i erlendu yfirliti. Allt þetta ráðabrugg sætti þó harðri gagnrýni fulltrúa gömlu stjórnmálaflokkanna i Grikk- landi, þar eð þeir töldu útilok- að, að fyrirhugaöar kosningar yrðu frjáisar, en auk þess yrðu völd þingsins sama og engin, samkvæmt þeirri stjórnar- skrá, sem Papadopoulos hafði sett. Allar horfur voru á, að þeir myndu hafna þátttöku i slikum kosningum. Þing- kosningarnar, sem Papado- poulos hafði lofað, voru þvi liklegar til að verða sjónar- spil, sem enginn tæki mark á. Þær myndu þannig frekar ýta undir kröfur um iýðræðislegt stjórnarfar i Grikklandi en hið gagnstæða. Það virtist þannig ljóst, að stjórn Papadopoulosar myndi ekki geta fullnægt þeim kröf- um, sem ýmis riki höfðu gert innan Atlantshafsbandalags- ins um lýðræðislegt stjórnar- far i Grikklandi. Frá þeim gat þvi verið að vænta þeirrar til- lögu, að Grikklandi yrði visað úr Atlantshafsbandalaginu vegna ólýðræðislegs stjórnar- fars. Eftir að svo var komið, var Papadopouios frekar til byrði en gagns fyrir Bandarikin. Þetta sannaöist svo enn betur, þegar stúdentar við verkfræðiháskólann i Aþenu lögðu hann undir sig og héldu þar uppi öflugum mót- mælum gegn Papadopoulosi og stjórnhans Hann beitti að lokum hervaldi til þess að brjóta mótmæli stúdentanna á bak aftur. Þetta leiddi til blóð- ugra átaka, sem hafa mælzt mjög illa fyrir utan Grikk- lands, og voru likleg til að leiða til mikilla umræðna á utanrikisráðherrafundi Atlantshafsbandalagsins, sem verður haldinn i næsta mánuði. Með talsverðum rétti má segja, að stúdentarnir við verkfræðiháskólann i Aþenu hafi átt verulegan þátt i að fella Paadopoulos, en fyrst og fremst hefur honum þó verið steypt af stóli, vegna þess að hann var ekki lengur þénugt verkfæri hinna raunverulegu húsbænda sinna. Frá sjónar- miði þeirra var orðið óhjákvæmilegt, að eitthvað nýtt kæmi til sögunnar. UM FYRIRÆTLANIR her- foringja þeirra, sem nú hafa tekið völdin i Grikkl., er enn litið vitað. Að uppruna eru þeir sama tóbakið og Papado- poulos og félagar hans. Sumir þeirra voru áður taldir konungssinnar, eins og hinn nýi forseti, Phaidon Gisikis, en ekki létu þeir þó neitt til sin taka, þegar Konstantin gerði hina misheppnuðu uppreisn sina haustið 1967 og skoraði á herinn að standa með sér. Oliklegt verður að telja, að þeir reyni að endurreisa konungdóminn. Hins vegar er ekki talið útilokað, að þeir ryeni að leita samstarfs við hina eldri stjórnmálamenn, t.d. Karamanlis, sem var for- stætisráðherra Grikklands 1958-’63, og hefur dvalizt i Frakklandi siðan. Þessi álykt- un er m.a. dregin af þvi, að tveir ráðherrar i nýju stjórn- inni voru um skeið nánir sam- verkamann hans. lieldur þykir það þó ósennilegt, að Karamaniis vilji frekar blanda blóði við hina nýju stjórnendur en Papadopoulos. Flest bendir til þess, aö hin nýja stjórn.verði mjög lik þvi, sem stjórn Papadopoulosar var. Hún muni byggja völd sin á ofbeldi, fangelsunum og pytningum, eins og hann gerði. Þess vegna munu frjálslyndir menn um allan heim halda uppi sizt minni baráttu gegn henni en gegn stjórn Papadopoulosar, sem helzt verður minnzt vegna þess ofbeldis, sem hún beitti. Um hinn nýja forseta, Phaidon Gisikis, er það helzt vitað, að hann fæddist 1917, og gekk i herinn ungur að aldri. Hann hlaut heldur litinn frama,þangað til eftir bylting- una 1967. Um skoðanir hans er fátt vitað annað en það, að hann var talinn ihaldssamur konungssinni, áður en Papadopoulos kom til valda. Frama sinn á hann mest Papadopoulosi að þakka. Fyr- ir rúmu ári var honum falin stjórn fyrsta herfylkis Grikk- lands, en undir það heyrir meginhluti hersins. Sú að- staða gerði honum mögulegt aö framkvæma byltinguna nú. Þó telja ýmsir, sem kunnugir eru, að hann hafi ekki lagt á ráðin, heldur hafi það verið Dimitritrios Ioannidis, yfir- maður herlögreglunnar. Hann er þvi að mörgum talinn hinn sterki maður Grikklands um þessar mundir. Ioannidis er sagöur hafa verið andvigur kosningabrölti Papadopoulos- ar og viljað halda áfram strangri stjórn hersins. Papa- dopoulos er sagður hafa boðið honum ráðherraembætti, en Ioannidis taldi, að það myndi veikja áhrif sin. Vafalaust hefur hann haft rétt fyrir sér. Ef Ionnidis fær að ráða, mun stjórnarfarið i Grikklandi ekki færast til aukins frjálslyndis við fráför Papadopoulosar. — Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.