Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 20

Tíminn - 29.11.1973, Blaðsíða 20
Auglýsingasími Tímans er fyrirgóðan mat ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Kóngafólkið sparar líka: Drottningin með lest og krónprinsinn gengur Frú Sakharov stöðugt hótað NTB-London — Brezka konungs- fjölskyldan hcfur ákveöið aö minnka bifreiöanotkun sfna til aö spara bensfn. Einnig verður upp- hitun konu ngsha llarinna r minnkuð um 10%, að því tilkynnt var frá hirðinni f gær. Jafnframt tilkynntu orkuyfir- völd, að Bretar yrðu að spara mjög við sig rafmagn til að koma I veg fyrir skammhlaup. Það er huggulegt að fá þessi boð jafn- framt veðurfréttum um, að ekki nóvember Frjóls samkeppni leyfileg í Breiðholti UNDANFARID hefur rfkt nokkur miskllö í Breiöholti I vegna verzlana viö Arnarbakka 2. Máliö er svo vaxiö, að ákvcðiö var I lóöasamningi, þegar út- hlutaö var lóöum, hvaöa vörur mætti verzla meö I hverri verzlun. Kona nokkur úr Vest- mannaeyjum fór sföan aö verzla mcö vefnaöar- og hannyröa - vörur i húsnæöi, sem ekki var til þess ætlaö samkvæmt lóöasamn- ingi. Keppinautur hennar, sem fyrir var á síaðnum, kærði þetta, og þótti illt, ef lföa ætti frjálsa sam- keppni, þvert ofan I öll fyrirmæli. M.a. var konunni hótaölögbanni. Húsmæöur i Breiðholti höfðu hins vegar kunnað vel við hina nýju verzlun .Þær tóku sig nú til og söfnuðu hátt á annaö þúsund undirskriftum, þar sem þess var farið á leit.að ekki yröi amast viö konunni frá Vestmannaeyjum. Borgarráð ákvað f fyrradag að verða við tilmælum þeirra Breið- holtskvenna og fella úr lóðasamn- ingnum hið umdeilda ákvæði. Þeir, sem fengið höfðu inni í verzlunarhúsnæði aö Arnarbakka 2. samþykktu þetta allir nema tveir, og var annar aðilinn Verzlunarbankinn, sem er til húsa þar, sem i rauninni átti að vera skósmiðastofa. —HHJ Vilja 11 millj. í stað 3ja Kirkjubyggingasjóöur, sem svo er nefndur, hefur allt siðan 1953 notið fjárframlags frá borginni. 1 fyrra og nú i ár fékk sjóðurinn 3 milljónir króna. Nú hafa forráðamenn safnað- anna ritað borgarráði bréf, þar sem þeir fara þess á leit að sjóðurinn fái ellefu milljónir króna og telja ekki af veita, ef ekki eigi að stöðvast smiði Hallgrimskirkju og annarra guðshúsa, eða seinka mjög a.m.k. Borgarráð hefur ekki enn tekið afstöðu til þessa máls. —IIIIJ Þingeyringar fó lækna fró Landspítalanum Þingeyri S.E. — Læknis- leysið segir til sln á Þingeyri, eins og svo viöa annars staöar á landinu. Átti að leysa vandann meö þvi að senda lækni. tvisvar I viku frá Reykjavik með hinu fasta áætlunarflugi hingaö, og átti hann þá að stoppa hér á annan klukkutima. En svo buðust læknar á lyflækningadeild Landsspitalans, til að koma hingaö til skiptis hálfan mánuð i senn. Er Magnús Karl Pétursson frá lyflækninga- deildinni starfandi hérna núna. Þó að þetta fyrirkomu- lag sé engan veginn full- nægjandi, er þaö mun betra en fyrri kosturinn, og fögnum viö þvi aö þetta varö ofan á. kr- I ■ I Undirrit......óskar eftir að gerast áskrifandi að Timanum Nafn. Heimili. hafi verið kaldara siðan árið 1910. Tilkynnt var frá konungshöll- inni, að framvegis myndi drottn- ingin ferðast með lest i stað einkabifreiðar, þegar hún .þarf að fara eitthvað og Philip hertogi ekur nú litlum bil i stað þess stóra, sem hann notar venjulega. Karl krónprins notar nú bara fæturna, þegar hann sinnir opin- berum störfum i grennd viö konungshöllina og nýlega fór hann i opinbera heimsókn til Spánar með áætlunarflugvél i stað einkaþotu. NTB-Moskvu — Sovézka leynilögreglan, KGB, frestaöi i gær yfirheyrslu yfir Jelenu Sakh.arov, eiginkonu kjarn- eðlisfræöingsins og andófs- mannsins. Áður hafði KGB hótað að neyöa hana til að koma til yfirheyrslunnar. Frú Sakharov, fékk bréf i gær, um að yfirheyrslunni yrði frestað til hádegis i dag. Sakharov kvaðst mjög á móti þvi, að kona hans yrði yfir- heyrð meira. Hún hefur þegar farið fimm sinnum i yfir- heyrslur og siðast var látið að þvi liggja, að henni yrði stefnt fyrir rétt. Svitsjikov ofursti frá KGB sagði á þriðjudaginn, að hann myndi senda flutningabil til að sækja frú Sakharov og alla vini hennar, sem fjandsam- legir væru Sovétrikjunum, ásamt erlendum frétta- mönnum, ef hún kæmi ekki til yfirheyrslunnar i gær. Frúin hefur fram til þessa neitað að svara öllum spurningum ofurstans, en hann hefur einkum spurt hana um samband hennar við tvo andófsmenn, sem biða þess nú að koma fyrir rétt. Enn flækist Watergate fyrir þeim: Einkaritarinn marg- saga um segulböndin NTB—Washington — Gangur Watergate-málsins er nú að verða eins og I beztu Perry Mason- mynd. Rose Mary Woods, einka- ritari Nixons, hefur nú sýnt Watergate-nefndinni, hvernig það muni hafa gengiö til, að hún i ógáti þurrkaöi út mikilvægan hluta af segulbandsspólunum, sem viðkoma málinu. 1 gær kvaöst hún ekki vita, hvort hún hafi þurkað út samtölin vegna þess, að hún hafi aldrei heyrt annað en són á þeim hluta bandsins, sem samtalið vantar á. Aöur hefur hún sagt, að strax og hún uppgötvaði mistök sin, hafi hún farið inn til forsetans og skýrt honum frá þeim. Sirica dómari er nú að reyna að komast að þvi, hvort frú Woods hafi raunverulega gert mistök, eins og hún segir, þegar hún var að skrifa samtölin upp af bandinu, og hvort hún hafi þá skýrt frá þvi eins fljótt og hún segir. Sirica vill lika gjarnan fá að vita, hvort „mistökin” hafi orðið til þess, að 18 mínútur hurfu af bandinu. Sjálf segist Woods ekki bera ábyrgð á nema fimm til sex fyrstu minútunum. Fram- burður hennar til þessa er svo ruglingslegur, að Sirica og félagar hans eru býsna tor- tryggnir. Woods nefndi það ekki i framburði sinum fyrr i mánuðin- um, að hún hefði getað skemmt böndin i ógáti, þegar henni var falið að skrifa upp af þeim. DAYAN BJARTSÝNN NTB-Jerúsalem — Moshe Dayan, varnarmálaráðherra ísraels sagði i gær, að hin áætlaða friöar- ráðstefna um Mið-Austurlönd i Gcnf i næsta mánuði, gæti oröið skref i friðarátt. Hann bætti þvi við, að Arabarikin myndu vafa- laust reyna að ná þvf við samningaboröið, sem þau hefðu ekki náð á vigvellinum. Heimildir i Kairó sögðu i gær, að Bandarikin hefðu lagt fast að lsraelsstjórn að láta svolitið af afstöðu sinni gagnvart þvi að færa herinn til þeirra lina, þar sem hann var 22. október, þegar vopnahléð gekk i gildi. Þetta atriði hefur reynzt hið erfiðasta i samningaviðræðunum milli herforingja landanna og hefur orðið til þess að við- ræðurnar eru strandaðar. Fundir, sem herforingjarnir áttu að halda með sér i gær, var frestað um einn dag og telja heimildirnar i Kairó, að ástæðan sé einkum fortölur Bandarikj- anna, sem sögð eru setja það skilyrði, að visst samkomulag ist i Genf. IRA olli algjöru umferðaröngþveiti NTB-Belfast. — Mikiö umferðar- öngþveiti varð á þjóðvegum N- trlands i gær, þegar meðlimir IRA komu fyrir vegatálmum úr stolnum bilum og strætisvögnum. Þrjár manneskjur biðu bana af völdum tálmanna. Talsmenn brezku öryggissveit- anna segja, að aögerðir þessar séu sennilega mótmæli gegn þeirri áætlun brezku stjórnar- innar, að komið verði á fót fram- kvæmdaráði, sem bæði kaþólskir og mótmælendur eigi sæti i. Brezku öryggisssveitirnar voru i allan gærdag að fjarlægja tálm- ana. Fyrir hádegi tókst að opna 55 mikilvægar leiðir, en umferðin var i hnút lengi fram eftir degi, vegna þess að myndazt höfðu langar biðraðir ökutækja. Járn- brautarleiðin milli Belfast og Dublin var einnig lokuð. Mótmælendur hafa einnig lýst andstöðu sinni við ætlan stjórnar- innar, einkum þeir öfgafyllstu. Ian Paisley leiðtogi þess hóps, átti i gær að ræða við Whitelaw, hinn brezka ráðherra N-írlands, en Paisley kom ekki. Flugræningjarnir gáfust loks upp NTB-Dubai — Palestinsku flug- ræningjarnir þrir, létu i gær lausa gisla sina og afhentu yfirvöldum i Dubai flugvélina, sem þeir rændu yfir Bagdad fyrir fjórum dögum. Þar með lauk einu lengsta flug- ráni sögunnar. Ræningjarnir fengu loforð um að fá að fara frjálsir ferða sinna og ekki er vitað, hvert þeir fóru. Flugvélin var Jumbo-þota hol- lenzka flugfélagsins KLM. Hún var búin að lenda á fimm flug- völlum i Mið-Austurlöndum og á Möltu, áður en ræningjarnir gáfust upp. Hún lenti i annað sinn i Dubai á þriöjudagskvöld, eftir að henni hafði verið neitað um lendingarleyfi annars staðar. Ræningjarnir og gislarnir yfir- gáfu vélina eftir að hún hafði verið fyllt af eldsneyti. Gislarnir voru allir starfsfólk KLM, meðal þeirra varaforstjóri félagsins. Þeir voru allir fluttir á sjúkra- hús til rannsóknar. v 247 farþegar og átta af áhöfn- inni voru látnir lausir á Möltu á mánudaginn og hélt vélin siðan áfram hringsóli sinu með 11 gisla.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.