Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 7
Sumiudagur 22. desember 11(72.
7
Vingjarnleg
orð hafa
meira
að segja en
beztu lyf
hefur það áhrif á andardráttinn,
starfsemi hjartans og efnaskipt-
in, segir prófessor Erik Skinhöj,
sem hefur i mörg ár barizt fyrir
manneskjulegri meöferð á
sjúklingum á sjúkrahúsum.
— Akaft hræðslukast getur i
vissum tilvikum orðið lifshættu-
legt, segir hann. Þess vegna er
það ekki eingöngu af tillitssemi,
heldur einnig frá læknisfræðilegu
sjónarmiði séð, krafa sjúklings-
ins, að fá sem gleggstar upplýs-
ingar. Það er alveg tilviljun, ef
læknir gefur sér tima til að setja
sig vel inn i sjúkdómslýsingu
sjúklingsins. Það er ekki vegna
þess að þá skorti tima —
sjúkrahúslæknar nú til dags, hafa
sjaldan of mikið að gera — heldur
skortir þá i rikum mæli skilning á
aðstöðu sjúklingsins. Það þarf að
breyta grundvallarviðhorfum
lækna. Sérgreining innan lækna-
stéttarinnar er að sjálfsögðu
nauðsynleg — en samtimis þvi er
hætta á að sérfræðingarnir hafi
ekki heildaryfirsýn, og komi til
með að umgangast sjúklingana
sem vélar, en ekki sem
manneskjur. Þetta er mesta
vandamál læknavisindanna i dag.
Horft til baka til gömlu
heimilislæknanna
Læknar hafa einnig tilhneig-
ingu til að gleyma þvi, að sami
sjúkdómur, er mjög mismunandi
og hefur i för með sér mismun-
andi vandamál fyrir einstakling-
inn. Dæmi eru til um það, að
sjúklingurinn hefur endað sem
öryrki jafnvel þótt hann hafi
fengið fullkomlega rétta læknis-
meðferð. En jafnframt hafði
gleymzt að taka tillit til félags-
legra aðstæðna.
Þetta á t.d. við um 51 árs gaml-
an verkamanna, sem vann við
vegavinnu og meiddi sig á sköfl-
ungnum. Sárið gréri, en jafn-
framt þvi fylgdi smálömun i fæt-
inum. Hann fékk sér hækju, sem
brotnaði um leið og hann byrjaði
aftur. t staðinn fékk hann sér
vaðstigvél og setti inn i þau inn-
legg, úr svampi. Verkstjórinn
ásakaði hann um drykkjuskap,
þvi að hann féll svo oft fram yfir
sig, þegar fóturinn snérist undir
honum. Það endaði svo að hann
var rekinn og eftir að hann hafði
unniö við múrverk um tima og
mistekizt það einnig var hann
settur á örorkulifeyri. — Það er
enginn vafi á þvi, að það hefði
verið hægt að lækna hann, ef hann
hefði aðeins fengið stuðning á
meðan fóturinn var að jafna sig,
segir Erik Skinhöj. Og slikt hið
sama á sér stað um marga aðra.
Við þurfum — aðeins á annan hátt
— að hverfa aftur til hinna gömlu
góðu heimilislækna, þvi að þeir
létu sér ekki aðeins annt um ein-
stakan sjúkdóm, heldur einnig
andlegt, likamlegt og félagslegt
velferði sjúklingsins.
Krafan er sú, að læknirinn geri
sér grein fyrir félagslegum og
siðferðislegum skyldum sinum.
Ekki sizt á það við um spurning-
una um það, hvort læknirinn á að
segja sjúklingnum frá þvi, þegar
hann liður af sjúkdóm, sem getur
leitt til dauöa. Nokkrir læknar
álita að það eigi skilyrðislaust að
segja frá þvi — aðrir vilja þegja.
Min sannfæring er sú að það fari
eftir hverjum einstökum sjúklingi
segir Skinhöj ekki eftir ákveðnum
reglum.
Nýrun á stofu átta
Á sumum deildum er sjúkling-
urinn ekki meðhöndlaður sem
sjúkur maður i félagslegu um-
hverfi, heldur sem meira eða
minna áhugavert sjúkdómstil-
felli. Meðal sjúkrahúslæknanna
er sjaldan talað um „verkamann-
inn Öla” eða „verksmiðjueigand-
ann Nielsen” — heldur sem ,,nýr-
un á stofu átta” eða „mænu-
skaðann á stofu 12” er það allt
of oft, sem það kemur fyrir að
gleymt er að umgangast sjúkling-
inn sem manneskju, sjúklingur-
inn hefur þörf fyrir að fá
nákvæmar upplýsingar um hvað
er að, hvaða aðgerðum verði
beitt. Ef þess er ekki gætt eru
auknar likur fyrir þvi að aðgerðin
heppnist ekki sem skyldi Þvi að
sjálfsögðu tekur batinn lengri
tima ef sjúklingurinn er tauga-
óstyrkur og óöruggur, — en einnig
vegna þess að læknirinn getur
notað óhentugar aðferðir, ef hann
setur sig ekki fyrst nákvæmlega
inn i aðstæður sjúklingsins.
En það getur orðið langt i land
með það, að koma læknum i skiln-
ing um þetta.
Suðvesturland
Jörð sem sæmilega er fallin til fjár-
búskapar, óskast til kaups og ábúðar frá
og með næstu fardögum, með eða án
bústofns.
Allar nánari upplýsingar óskast sendar
blaðinu fyrir áramót, merkt jörð 1974.
„Heilsan er númer tvö”
„Það er i raun og veru algjör
misskilningur að við skulum vera
ennþá kallaðir læknar. Við
erum fyrst og fremst útskrif-
aðir sem visindamenn, sem
höfum áhuga á fjölbreytilegri
starfsemi likamans, út frá
rannsóknarfræðilegu sjónar-
miði. Það að lækna fólk, er núm-
er tvö i röðinni.....”, sagði
ungur læknastúdent, en — Þessi
ungi maður er — vonandi — und-
antekning meðal stúdentanna,
segir Erik Skinhöj. Ef þetta
viðhorf er rikjandi innan lækna-
stéttarinnar þá er ég ekkert hissa
á þvi að náttúrulæknar séu svona
vinsælir. Við læknarnir getum i
rauninni lært mikið af þeim að-
ferðum, sem náttúrulæknarnir
beita við sjúklingana sina —
þeirra mannúðlega hætti. Að taka
þátt i vandamálum sjúklingsins
og segja vingjarnleg orð við hann,
hefur meira að segja en heimsins
beztu lyf. Það er ekki nóg fyrir
lækninn að hafa vald á tæknilegu
hliðinni i sinu fagi. Hann verður
lika að geta sýnt skilning og vera
reiðubúinn að lifa sig inn i vanda-
mál sjúklingsins. Þvi miður er
ekki hægt að velja úr stúdentun-
um eftir siðferðilegum eiginleik-
um þeirra, en við getum gert það
næst bezta, látið sálfræðilegu
hliðina gegna stærra hlutverki i
námsskránni.
Það er spor i áttina, að læknis-
fræðileg sálarfræði sé innleidd
sem sér fag. En það er ekki nóg.
Læknisnámið á að fara fram i
eins rikum mæli og hægt er, hjá
starfandi læknum, staðreyndin er
sú, að þeir hafa miklu betri skiln-
ing á vandamálum einstaka
sjúklings.
Hingað til hefur verið hægt að
ljúka námi án þess að hafa nokk-
urn tima starfaö með heimilis-
læknum.
(Lausl. þýtt og endursag, Kr)
Gleðileg jól
Hauskaa joulua
God jul
POHJOLAN TALO NORRÆNA
NORDENS HUS HÚSIO
rnrn ifimna l
Fjármálaráðuneytið
20. desember 1973.
Söluskattur
Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir
nóvembermánuð 1973, hafi hann ekki
verið greiddur i siðasta lagi 27. þ.m.
Dráttarveztir eru 1,5% fyrir hvern
byrjaðan mánuð frá gjalddaga, sem var
15. desember s.l. og verða innheimtir
frá og með 28. þ.m.
SCHAUB-LORENZ
1 II ÍB) S GARÐASTRÆTI 11
LLUKF SÍMI 200 80
Allt erbá
rennt
er
ÚTVARP
Bylgjusvið:
LW, AM, FM,
SVl, SW2
MAGNARI
2x30 Sin. Wött Tónsvið 15-30.000 Hz
KASSETTUSEGULBAND
Come og Normal
ITT
VERÐ
KR. 54.295,00