Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 30

Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 30
30 TÍMINN Sunnudagur 23. desember 1973. Þegar vínveitingastaðir lokast Vinveitingahúsin hafa löngum veriö umdeildir staðir. Bindindismenn hafa yfirleitt taliö aö þau væru sizt til bóta og þeir hafa gjarnan talið það ósigur fyrir sinn málstað þegar þeim fjölgaði. Aörir halda þvi fram, að frjáls sala og neyzla áfengis á finum stöðum væri mjög til bóta, þvi fylgdi siðlegri meðferö áfengis, meinlausari drykkjuskapur. Gott ef ekki hefur verið talað um áfengismenningu i þvi sambandi. Nú hefur það gerzt, að vin- veitingastaðirnir hætta starf- semi af þvi að þjónar eru i verk- falli. Þá bregður svo við að miklu friðvænlegra verður i borginni. Lögreglan hefur litið að gera þær nætur, sem áöur voru erfiðastar, aðfaranætur laugardaga og sunnudaga. Þá vita menn betur eftir en áöur hvaða hlutverki vin- veitingahúsin þjóna i menningarlifi höfuðstaðarins. Ætla má, að þjónarnir hafi með þessu verkfalli unnið það á, að opin- berir vinveitingastaöir verði framvegis nokkru færri en ella. Nú skal ekki loka augunum fyrir þvi, að þeir sem ekki vilja skemmta sér áfengislaust munu ýmsir verða til leiðinda og vandræða, hvort sem vinsala er leyfð eðaekkiá skemmtistöðum. Nægir i þvi sambandi að minna á ýmsar útisamkomur, þar sem meðferð áfengis var ekki leyfð. Þó er alls ósambærilegt ástand þeirrra og það sem viðgengst, þar sem ekkert viðnám er veitt. Þaö heldur auðvitað enginn, að sigrazt verði á áfengisbölinu með þvi einu að leggja af vinveitingar á skemmtihúsum og matsölustöðum. En reynsla siðustu daga sannar að lokun þeirra gerir ástandið mun skap- legra. Ekkert er hægt að fullyrða um það i heild, hver áhrif Iokun vfnveitingahúsanna hefur á neyzlu áfengis almennt. Ætla má, að meira sé drukkið annars staðar en ella, en þó mun vera óhætt að treysta þvi, að áfengisneyzla minnkar við lokunina. Svo mikið er vist, að þau vandræði og ófriður, sem lögreglan þarf að láta til sfn taka, hafa stórminnkað. Þeir skipta þvi nú þegar nokkrum tugum, sem hafa losnað við skömm og skapraun, vegna þess að barþjónar hafa verið óvirkir. Þeir allir hafa ástæðu til að gleðjast yfir lokuninni. Og það hafa lika allir þeirra vinir og velunnarar — og þar með allir góðgjarnir og góðviljaðir menn. Allir mannvinir hafa ástæðu til að fagna. Olvunin á föstudagskvöldum og laugardagskvöldum bendir til þess, að þorri manna hefur vald á þvi hvenær hann byrjar drykkjuna. Menn gera það yfirleitt ekki nema þegar fridagur er að morgni. Þegar þeir eru svo komnir á skemmti- stað, þar sem vin er veitt, vilja þeir gjarnan fá sér smávegis i glas. En þá fer eins og oft vill verða, að fólk langar meira til að halda áfram en nokkurn tima að byrja. Þá er meira drukkið en ætlað var i upphafi. Þegar svo fólkið kemur þúsundum saman ölvað út á göturnar á sama tima verða oft árekstrar. Að visu fer oft gamanið af eftir að komið er i heimahús, þó að verði klakklaust komizt , ef þar er haldið áfram við drykkinn. Og fyrst reynslan er sú, að sizt meira kveði að þvi, að lögreglan sé kvödd i heimahús til að skerast i leikinn, þegar skemmtunin snýst upp i skelfingu, þá virðist mega treysta þvi, að sú áfengisneyzla, sem niður fellur á veitinga- húsunum færist ekki inn á heimilin, nema þá að mjög litlu leyti. Menn eru yfirleitt góðviljaðir og þvi er engin ástæða til að halda annað, en til veitinga- staðanna hafi verið stofnað i góðri trú, eða að þau a.m.k. spilltu engu. Menn eru ekki ill- gjarnir, en veikleiki okkar er sá, að telja okkur trú um að það sé rétt — eða að minnsta kosti meinlaust — sem okkur langar til eða við teljum okkur hagnast á. Menn, sem vilja vera frjálsir að þvi að neyta áfengis sér til gamans, reyna oft að telja ser trú um aö það sé öllum meinlaust. Þá.sem hafa hagnað af að selja áfengi langar lika til að trúa þvi, að það sé meinlaust. Sú reynsla, sem þessir dagar gefa af lokun vinveitinga- húsanna, á að hjálpa okkur til að mynda okkur rökstudda og rétta skoðun. Þessi mál sem önnur ber að meta i vöku en ekki I vimu. { AugJýsuT { | í límanutn I Orðsending til viðskiptamanna okkar Skrifstofur okkar, vöruafgreiðsla og vara- hlutaverzlun verða lokaðar á aðfangadag jóla, 24. desember. Ennfremur verður varahlutaverzlunin lokuð vegna vörutalningar 27. og 28. desember og 2. janúar •Ð/uiiia44Aéla/t A/ Suðurlandsbraut 32 HOSNÆÐISMÁLASTOFNUN RiKisiNS Mmmm Bráðabirgðaumsóknir framkvæmdaaðila í byggingariðnaðinum Húsnæðismálastjórn hefur ákveðið, að frá og með 1. janúar 1974 skuli öllum þeim framkvæmdaaðilum, er byggja ibúðir i' fjöldaframleiðslu, gefast kostur á að senda Húsnæðismálastofnuninni bráða- birgðaumsóknir um lán úr Byggingasjóði rikisins til smiði þeirra. Skal komudagur slikra umsókna siðan skoðast komudagur byggingarlánsumsókna einstakra ibúða- kaupenda i viðkomandi húsum. Bráðabirgðaumsóknir þær, sem hér um ræðir, öðlast þvi aðeins þann rétt, sem hér er greindur, að þeim fylgi nauðsynleg gögn, skv. skilmálum, er settir hafa verið. Nánari upplýsingar um þetta mál verða gefnar i stofnuninni. Reykjavik, 20.12. 1973. HÚSNÆÐISMÁLASTOFNUN RÍKISINS LAUGAVEGI77, SÍMI22453 r Oskum viðskiptavinum vorum, svo og landsmönnuni öllum, gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári Þökkum viðskiptin á líðandi ári H.F. HÖRÐUR GUNNARSSON Heildverzlun SKÚLATUNI 6 - SÍMI 10-725 - REYKJAVÍK

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.