Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 8
TÍMINN Sunnudagur 23. desember 1973. 1 Stærsta stundin var, þegar ég sá I fyrsta skipti dóttur mlna, Geraldine segir Margaret Robinson KRAFTA ég hef f sjónina Margaret Kobinson, 38 ára, fæddist blind, en hefur nú fengift sjónina eftir uppskurö, sem gekk kraftaverki næst. Hér segir hún frá daglegu lifi sinu, eins og aö- eins sú manneskja, sem ekki hef- ur séð áður, getur sagt frá. Það eru smáatriðin, sem ég tek mest eftir.. hvernig blöðin skipta litum i gult, rautt og brúnt, hversu fallegir fuglarnir eru og hversu skemmtilega regnhlif get- ur litið út. Eftir 38 ár i myrkri, verð ég næstum að berjast til þess að láta augun gegna þvi hiutverki, sem önnur skynfæri hafa hingað til annazt. Eyru min eru alveg úr jafnvægi, þvi fram að þessu hef- ég orðið að vera þeim algerlega háð. Og sama er að segja um þreifiskyn mitt. Alla ævi mina hef ég „séð” með fingurgómunum. Nú virðast þeir skyndilega svo klunnalegir. Þegar ég hitti fólk, sem ég get nú séð, verð ég að beita mig hörðu til að rétta ekki hendurnar og þreifa á þvi. Það er stórkostlegt kraftaverk, að ég get séð núna. Samt gleymi ég þvi oft, að ég hef fengið sjón- ina. Þegar ég ætla yfir götu, stend ég og hlusta: ég gleymi alveg að nota augun. Læknarnir segja, að ég venjist þvi fljótt, en það er nú samt svolitið þreytandi. Þetta er allt eins og draumur. Ég get séð dóttur mina, Geraldine, sem áður var „augun” min, næstum siðan hún fór að ganga. Nú horfi ég á hana og veit, hversu hamingjusöm ég er. Allt er nýtt fyrir mér, trén, göturnar, húsin, litirnir, fólkið, ljósið. Ég get staðið timunum saman og hrrft á litina i oliubrák ofan á rigningarpolli. Stundum horfir fólk á mig, eins og það haldi að ég sé rugluð. Stundum hefur það rétt fyrir sér. eg er rugluð af hamingju. Ég stari á fólk, fylgi með augunum andlitsdráttum þess og svipbrigð- um, eins og ég sem barn fylgdi andlitsdráttum þess með fingrun- um, um leið og ég hugsaði um, hvers vegna ég væri ekki eins og annað fólk. Foreldrar minir voru vissir um, að ekki væri allt i lagi með mig, strax þegar ég var ungabarn. Þau tóku eftir að ég sneri höfðinu eftir hljóði, sem t.d. kom frá hringlu, en ég horfði ekki á hrigluna sjálfa. Ég var yngst af systkinum minum. Systkini min fengu ströng fyrirmæli úm að nefna aldrei blindu við mig eða látamig á nokkurn hátt finna, að ég væri öðruvisi. A þann hátt vonuðust pabbi og manna til, að lif mitt yrði bærilegt. Þess vegna hélt ég, að allir aðr- ir væru eins og ég, skynjuðu heiminn með snertingu. Og það er i raun og veru ekki svo merkilegt. Þegar maður er fæddur blindur, getur maður ekki vitað hvernig það er að sjá. Ég var vön að leika mér. i garð- inum, og þegar ég heyrði fótatak, sagði ég „hæ”. Ég hlýt að hafa verið ömurleg sjón, þvi ég gekk alltaf með höfuðið hallandi, til að heyra betur. Ég man eftir, hvað ég skemmti mér við að slá tveim- ur steinum saman til að mynda mismunandi hljóð. Ég skreið um i garðinum til að finna stærstu steinana, þvi þeir gáfu frá sér hæstu hljóðin. Stundum hætti ég mér út úr garðinum, þegar ég heyrði börn vera að leika sér á götunni. Ég man greinilega, að það voru sex skref frá garðinum, yfir gangstéttina og á götuna. Blinda hindrar ekki forvitni barns. A sjúkrahúsinu gat ég sagt til um, i hvernig skapi læknar og hjúkrunarkonur voru. áður en ég fff^U fj^ii tl&i. .t&l tsvgVicJ ENN EIN JÓLABÓK FRÁ HlLMI ENN EIN JÓLABÓK FRÁ HILMI ENN EIN JÓLABÓK FRÁ HILMI HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK HILMISBÓK ER VÖNDUÐ BÓK HILMISBÓK ER VÖNDUD BÓK Bókin, sem hrekur fólk úr kjaliarafylgsnum sálariífsins JONAS KRISTJANSSON wn j&Ttoftpi KHsstm

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.