Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 17
Sunnudagur 23. desember 1973.
TÍMINN
17
— Spælt egg, smurostur og
ávaxtamauk er næstum allt sem
hún borðar, segir hann. Kvöldmat
borðar hún um 6-leytið og vill
hafa hann mjög kryddaðan.
Stundum les hún blöð, en æsandi
sögur og fréttir eru klipptar burt
áður. Pósturinn er einnig lesinn
yfir, áður en hún fær hann.
Gömlu vinir hennar frá góðu
dögunum, sem enn eru á lifi, til
dæmis Lillian Gish og Adolph
Zukor, koma ekki lengur i heim-
sóknir. Mary eyðir mestum tim-
anum i að horfa á sjónvarp, lesa
og tala i simann.
Sagt er, að hún hafi varðveitt
talsvert af hinni góðu kimnigáfu
sinni, svo og fjármálaviti. Hún
tekur enn þátt i góðgerðarstarf-
semi og fylgist vel með þvi, sem
gerist i leikaraheiminum. En hún
vill ekki lengur gera neitt sjálf
eða umgangast annað fólk.
— Hún hefur legið aðgerðarlaus
allt of lengi, segir Matty Kemp,
sem ásamt Buddy rekur fyrirtæk-
ið, sem leigir og selur út mynd-
irnar með Mary. — Allt sem hún
hefur áhuga á eru minningarnar
og undarlegar vangaveltur.
Mary Pickford hefur lifað ó-
vanalegu og hröðu lifi, yfirfullu af
rómantik, veizlum og glaumi. En
þar hafa lika verið sorgir? Tveir
skilnaðir, sem voru hneyksli þá,
og svo missti hún tvö systkini og
móður á skömmum tima.
Framar nokkurri annarrri
manneskju á Mary Pickford heið-
urinn af þvi, að kvikmyndin var
viðurkennd sem listgrein i
skemmtanaiðnaðinum. Hún var
fyrsta kvikmyndastjarna heims-
ins og var mest umtalaða og
þekktasta kona heims i meira en
20 ár.
Vanmetin sem
listamaður
Mary Pickford er af brezkum
og irskum ættum, en fæddist i
Kanada. Æskuheimilið i Toronto
bar öll merki fátæktar. Faðir
hennar dó, er hún var fjögurra
ára og móðirin vann baki brotnu
til að sjá fyrir fjölskyldunni.
Mary varð eins konar ösku-
buska nútimans. Hún kom og
giftist prinsinum — ekki einum,
heldur þremur. Mary og Douglas
Fairbanks voru fyrsta drottning
og kóngur Hollywood. Pickfair
var samkomustaður stjarnanna.
Eiginmenn númer eitt og þrjú
voru einnig stjörnur þöglu mynd-
anna,og enn eru til konur, sem fá
undarlegt blik i augun, þegar þær
heyra nafn Buddy Rogers nefnt.
En velgengni Mary var svo mikil
og adáendaskari hennar svo stór,
að bæði Rogers og fyrsti eigin-
maðurinn, Oven Rogers, féllu i
skuggann. Meira að segja frami
Fairbanks skipti engu máli,
þegar hann kvæntist Mary.
Mary var stjarna i 24 ár, og
þegar hún settist i helgan stein
eftir fyrstu mynd sina með hljóði,
árið 1932, hafði hún leikið i meira
en 200 þöglum myndum.
— Ég vildi draga mig i hlé,
meðan ég var enn á tindinum
sagðÍNþún til skýringar. En það
var likð vegna þess, að þær mill-
jónir, sem dáðu hana, gátu ekki
tekið henni sem fullvaxinni konu,
án gylltu slöngulokkanna og með
rödd, sem alls ekki átti heima i
hljóðmyndum.
Hún var vanmetin sem leik-
kona þá og sem skcpleikari var
hún alls ek>«n' Tnetin. Það var
myndi^ íaf litlu stúlkunni með
gyJ^T lokkana, sem fólkið vildi.
Þit tók ekkert eftir þvi, hve
afHáanlega vel hún lék i mörgum
mynda sinna.
Fórnarlamb
eigin hégóma
Þaö var Thomas A. Edison,
sem skiröi hana „unnustu allrar
Ameriku”. Siðar gerði „unnusta
alls heimsins” kvikmyndaleik að
draumastarfi. Það hafði verið illa
launað starf, einkum fyrir konur,
en nú varð það hið best launaða.
Hún vann sér inn meiri peninga
en nokkur önnur starfandi kona i
sögunni. Auðæfi hennar i dag eru
talin nema um 50 milljónum
dollara og hún hefur nýtt pen-
ingana vel.
Þegar hún byrjaði að leika, árið
1909, fékk hún fimm dollara á
dag. Tiu árum seinna átti hún sitt
eigið kvikmyndaver og þénaði
árlega um milljón dojlara.
Mary stjórnar enn auðæfum
sinum lagalega séð, en samband
hennar við bankana og for-
stjórana verður æ minna. Þegar
Mary finnst þetta allt verða sér
ofviða, kallar hún á frænkuna
Gwynne, sem er eini núlifandi
ættingi hennar. Gwynne kemur
frá heimili sinu á Suður-Spáni og
hjálpar konunni. Hún er eina
manneskjan, sem getur truflað
gang hins vélræna dags á Pick-
fair.
May þykir sennilega vænt um
Buddy Rogers ennþá — á sinn
hátt, þó að hún kalli nafn Douglas
Fairbanks upp úr svefninum og
sverji, að hún hafi
séð svip hans um morguninn.
Að vissu marki er Mary Pick-
ford liklega fórnarlamb eigin hé-
gómagirni. — Fólk man eftir mér
sem litlu stúlkunni með gylltu
lokkana, segir hún. — Ég vil ekki
aö það sjái mig sem litla, gamla
konu.
— Hún er mjög mögur núna og
hárið er þunnt og rytjulegt. Þegar
hún tekur á móti einhverjum,
setur hún jafnan upp hárkollu.
Móttökur eru að visu orðnar
sjáldgæfar. Gwynne og Douglas
Fairbanks yngri, stjúpsonur
Mary, segja að það liði dagar
milli þess sem þau sjái hana, þó
svo að þau haldi til i húsinu.
Dóttir Gwynne, Mary Charlotte,
gifti sig á Pickfair 1970 eins og
Gwynne 25 árum áður. Mary, sem
hafði ákveðið að taka þátt i brúð-
kaupinu á neðri hæðinni, hafði
klætt sig upp á, sett upp hárkollu,
en hætti svo við á siðustu stundu.
— Ef ég hefði farið niður, sagði
hún, — hefði það verið kallað
„endurkoma Mary Pickford”.
Vonsvikin yfir
börnunum
Mary datt af hestbaki, þegar
hún var gift Owen Morre og hefur
siöan ekki getað eignazt börn.
Þau Buddy ákváðu að taka fóst-
urbarn. A árunum 1943 og 1944,
meðan Buddy var i flotanum,
tóku þau tvö börn, Ronnie, sex
ára, og Roxanne, sex mánaða.
1 blaðaviðtali um þær mundir,
sagði Mary, að þau hefðu
áætlanir um að taka fleiri börn,
kannski fjögur til viðbótar, en
Mary var þá orðin 51 árs og
Buddy 40/og þeim fannst alveg
nóg um uppeldið á tveimur.
öll ungdómsárin voru Ronnie
og Roxanne stolt og gleði fóstur-
foreldranna. Sifellt var verið aö
mynda fjölskylduna og börnin
voru oft með við opinberar
veizlur. En smátt og smátt varð
Mary leið á börnunum og eftir að
þau urðu 21 árs og myndug, vildi
hún varla af þeim vita meira, en
þau fengu þó frá henni peninga.
Nú eru þau bæði gift. Ronnie á
fimm börn og starfar sem vél-
virki, en Roxanne starfar i fata-
geymslu i spilaviti i Las Vegas.
Þcgar á unga aldri hófMaryað
kaupa upp kvikmyndir sinar og
koma þeim i geymslu, nema
þegar hún leigði þær út til
heimildamyndageröar. Af þeirri
ástæðu hafa nær þrjár kynslóðir
kvikmyndaskoðenda vaxið upp,
án þess að hafa nokkurn tima séð
mynd með Mary Pickford.
Mary kom siðst opinberlega
fram i Paris árið 1956, þegar
franska stjórnin bauð henni að
koma og sjá samantekt úr gömlu
myndunum hennar. Eftir það
sendi hún eina af gömlu
myndunum sinum á Bandarikja-
markað, en með nýju hljóði og
nýrri tónlist. Þetta voru vist
mistök, þvi myndin fékk ekki
góðar viðtökur.
Andatrú og
stjörnuspeki
Arið 1970 gaf Mary 51 stutta
mynd til safns nokkurs. Hún lék
sjálf i 47 þeirra og gjöf þessi er
talin ómetanleg með tilliti til
sögunnar. Safnið efndi til sýninga
á úrdrætti þessara mynda viða
um heim, en Mary var hvergi við-
stödd.
Hún fór að fara sjaldnar á
fætur. Sett var upp stundaskrá
yfir hvern dag, dagarnir urðu
allir eins. Ef hún fór á fætur, var
það um hádegið. Siðan las hún og
horfði á sjónvarp. Eftirlætisefni
hennar þar er Bonanza. Er hún
var spurð um ástæðuna, sagði
hún,að Lorne Green væri svo lfkur
Buddy hennar.
Henni var ráðlagt að nota linsur
við sjóndeprunni, en harðneitaði
að nota þær. Trúmál og alls kyns
vangaveltur um eilifðarmálin
tóku hug hennar. Hún talaði um
drauga og afturgöngur, og allt
siðan hún var ung, hefur hún haft
tröllatrú á stjörnuspádómum.
Af hlutum utan frá, sem hún
hafði áhuga á, má nefna striðið i
Vietnam, Sharon Tate-morðin og
dauði vina hennar, en allt þetta
gerði hana þunglynda. Hún hætti
að horfa á biómyndir, sagði aö
þær væru skitnar og lausar við
alla alvöru. Þegar Chaplin kom
heim/, til Bandarikjanna i fyrra,
átti hún litið gott um hann að
segja.
— Mér finnst, að þeir ættu
heldur að spyrja einhverjar af
fvrri konunum hans, hvað þeim
hafi fundizt um hann, sagði hún
hryssinslega og bætti við, að það
hefði verið gjörsamlega ómögu-
legt að vinna með Chaplin.
Arið 1919, þegar Mary var 26
ára, hafði hún stofnað kvik-
myndafélagið United Artists,
ásamt þeim Chaplin, Griffith og
Fairbanks. Hún hefur ekki séð
Chaplin siðan 1951 og kærir sig
ekkert um að hitta hann framar.
Á valdi minninganna
Allir þeir, sem nú koma til
Pickfair, eru beðnir að tala við
Mary gegnum innanhússimann.
Viðtöl i fjölmiðla, sem stöðugt
fækkar, eru einnig tekin um
simann. Fyrir tveimur árum átti
að taka sjónvarpsviðtal og Mary
samþykkti að tala, meðan sýndar
væru myndir frá gömlu góðu
dögunum hennar. En þegar til
kom, var hún svo óskýr i máli og
þvoglumælt, að tal hennar var
klippt burt. f staðinn kom Budd
Rogers og sagði frá dýrðartimum
konu sinnar.
Fairbanks yngri er alltaf góður
vinur Mary, þó að faðir hans hafi
látizt fyrir 34 árum. Hann er
alltaf velkominn til Pickfair og
Mary segir, að það sé heimili
hans. Þegar hann er i Los Angeles,
býr hann þar og heldur þar
veizlur;eins og hann vill.
— Hún segist alltaf vilja gefa
mér það af eigum föður mins,
sem enn er i húsinu,segir Fair-
banks, — en fram til þessa hafa
það aðeins reynzt tveir göngu-
stafir.
Mary vill gjarnan gera starfið
rómantiskara en það er. Hún
segir, að allt hafi verið miklu
betra enþaðernú.Um leikkonu-
starfið segir hún:
— Ungar leikkonur verða að
skilja, að þegar þær velja þetta
starf, velja þær lika opinbert lif.
Þær hafa ekki rétt til að valda
áhorfendum vonbrigðum og
heldur ekki til að hafa einkalif.
Ef til vill er hin gamla stjarna
allt of upptekin af minningunum,
þvi hún lifir næstum orðið i for-
tiðinni.
— Frami minn var fyrirfram
ákveðinn, hefur hún sagt. — Þetta
var engin tilviljun. Það var erfitt,
en vel launað. Þó að ég sé ekki
beint ánægð, er ég þakklát. Holly-
wood er orðin eins og afgangurinn
af heiminum, ljót, trufluð og
óörugg.
Nú er Mary sem sagt á niræðis-
aldri og hefur lokað sig inni i átta
ár. Ekkert bendir til þess, að hún
muni nokkru sinni framar öðlast
lifsgleðina og starfsviljann aftur.
— SB