Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 9

Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 9
Sunnudagur 23. desember l!)7:i. TÍMINN 9 /ERK ?ngið hafði talað við þau. Ég gat heyrt mun á fótataki þeirra og á hvern hátt þau lokuðu dyrunum. Heyrð- ist BANG, var vissara að vera stillt stúlka. Ég gat ekki þolað sjúkrahúsið. Vlór liður illa enn þann dag i dag, aðeins við tilhugsunina um sótt- hreinsunarþefinn og skrjáfið i stifuðum einkennisbúningum hjúkrunarkvennanna. Ég man vel eftir, hvað mér fannst óg ein- mana, þegar ég var lögð inn til að gangast undir fyrsta uppskurð- inn. — Nú ætla góðu konurnar að sjá um þig, sagði faðir minn, og ég heyrði hann fara. Það var fyrst þegar ég fór i skóla, að upp fyrir mér rann, að ég var ekki eins og önnur börn. Skólinn var hræðileg reynsla, ruglingslegt sambland af hurðar- skellum, stólum sem ýttust til, og hávaða i börnum Pabbi fylgdi mér i skólann fyrsta skóladaginn. Ég var sett i hægindastól, meðan þeir fullorðnu töluöu saman — aðallega um mig. Fram að þeim degi hafði ég vanizt þvi, að talað væri til min með nafni, menn sögðu: ,,Margaret gerir þetta og Margaret gerir hitt”. En i skólan- um sneri kennarinn sér að öllum bekknum. Ég skildi i fyrstunni ekki, um hvað allt þetta snerist. Þegar ég átti að fara frá borð- inu minp, var ég alveg glötuð. Ég rakst á borð og veggi, og ég há- öskraði. Þetta var i fyrsta skipti, sem ég gekk um á ókunnum stað. Þá sagði einhver: „Taktu i hönd- ina á mér, Margaret”. Þetta var einmitt það, sem ég var vön að heiman. En ég skildi ekki enn, að ég var öðruvisi. Ég gat ekki skilið, hvers vegna ég mátti ekki fara út með hinum börnunum i friminútunum. Að lokum komst ég að þeirri niður- stöðu, að það hlyti að vera af þvi að ég væri svo horuð. Ég hafði oft heyrt móður mina segja, að ég væri svo hræðilega horuð. Að lokum fór ég auðvitað að skilja, hvað „augu” þýddu, og að augu min væru ekki eins og i öðr- um börnum. En hugtakið blinda hafði samt enga þýðingu: ég hafði aldrei kynnst öðru en myrkri.Þess vegna átti ég bágt með að skilja, hvers vegna önnur börn vildu ekki leika sér við mig. Ég lék mér mest heima við Mikael bróður minn. Við bjuggum til drullukök- ur. Mikael kom með vatn og kenndi mér að hræra leðjunni saman. En svo varð hann þreytt- ur á að leika sér við mig og hljóp til hinna barnanna á götunni. Ef ég fylgdi eftir, var ég yfirleitt rekin inn i garðinn aftur. A götunni voru börnin i bolta- leik. Ég vissi, hvað bolti var, þvi ég hafði sjálf einn i garðinum. Stundum náði ég i bolta annarra barna og þrýsti honum að mér, þangað til þau urðu reið við mig. En það gerði ekkert til — ég vildi heldur þola reiði þeirra, heldur en að vera ekkert meðal þeirra. Takið eftir hvernig blint barn þrýstir leikfanginu sinu að sér. Týni blint barn einhverjú, þá er það alveg horfið. Þess vegna hljóp ég oft heim með bolta ann- arra barna og geymdi þá i garðin- um. Þar gat ég alltaf fundið þá. Stundum leyfðu önnur börn mér að vera með i leik. Það var venju- lega, þegar þau fóru i feluleik. Svo átti ég að leita, þvi þá áttu börnin i engum erfiðleikum með að fela sig. Það heyrðust skrikir, þegar ég ráfaði um til að finna börnin. Við lékum okkur vanalega i ísiBiii waawwMaw p 1& húsgrunni i nágrenninu. Mér þótti gaman að vera þar. einkum þeg- ar vindur var. Þá sungu simalin- urnar svo skemmtilega. Vinnu- skúr var hjá grunninum. Hann var byggður úr járnbrautartein- um, og það þekkti ég að heiman, þvi pabbi átti skúr byggðan úr teinum. Ég man, að það stóð fata með sterkt lyktandi sápu. Þegar hin börnin fengu reið- hjól, fékk ég stundum að sitja á bögglaberanum hjá þeim. Þang- að til ég varð 12 ára var ég aðeins fjóra klukkutima á dag i skólan- um, bæði vegna blindu minnar, og einnig vegna þess að ég var lit- il og veikbyggð. Talað var um að setja mig i blindraskóla, en aldrei varð neitt úr þvi. Skömmu eftir tólf ára afmælis- daginn minn varð mikil ólga i fjölskyldunni. Akveðið hafði verið að ég gengist undir enn einn upp- skurðinn. Sá fyrsti, sem var gerð- ur, þegar ég var sex ára, bar eng- an árangur. Eftir annan uppskurðinn gat ég greint mun dags og nætur, en meira varð það ekki. Arangurinn hafði alls ekki tilætluð áhrif á mig. Nú byrjaði ég allt i einu að skilja, hvers ég fór á mis. Ég fékk óskaplega löngun til aö vera eins og aðrir. Ég varð viss um að það væri til annar heimur, handan hinnar gráu slæðu, sem skildi mig frá öðrum. Ekki batnaði það, þeg- ar vinkonur minar luku skóla- námi, fengu sér vinnu og töluðu um kærastana sina. Ég gleypti hvert orð þeirra — og öfundaði þær af öllu hjarta. Ég varð mjög niðurdregin, og það orsakaði leiðinleg og ósann- gjörn rifrildi við móður mina. Aumingja mamma, þetta hlaut ab bitna á einhverjum. Ég rellaði i henni að fá að fara á dansleiki með hinum stelpunum. Fyrst vildi hún ekki heyra á það minnzt, en að lokum gaf hún sig, eftir að vinkonurnar lofuðu að lita eftir mér. Ég þrýsti mér að dansfélögum minum og bað þá um að halda mér fast, þangað til einhver vin- kvennanna kom. — Ég sé ekki vel útskýrði ég. Ég sagði aldrei nein- um, að ég væri blind. Einn góðan veðurdag, þegar ég var i heimsókn i bænum Bland- ford, rakst ég á hermann, Ken að nafni. Við hlógum og gerðum aö gamni okkar, og hann varð góður vinur minn. Aðrir vinir minir sögðu, að Ken liti vel út. Ég varð fljótt mjög hrifin af honum. t byrjun sagði ég Ken ekki frá sjón minni. Vinkonur minar hjálpuðu mér dyggilega með að geyma leyndarmál mitt. Og ég hóf að gera smábreytingar á lifi minu. Ég hætti að nota sykur i te, þvi ég átti alltaf i erfiðleikum með að hitta bollan. Þegar ég gekk við hliðina á Ken, setti ég alltaf handlegginn um mittið á honum til að fylgja hreyfingum hans. Ken hlýtur að hafa fundizt ég vera uppáþrengjandi! t annað eða þriðja skipti, sem við vorum saman, fórum við i gönguferð i skemmtigarði i Blandford. Þá varð mér það á að yfirgefa Ken, þar sem við sátum á bekk. Þegar ég kom aftur lagði ég höfuðið á öxl hans, og tók handlegg hans og lagði hann um mittið á mér. Hann brást ekki við eins og vanalega og allt i einu sagði ókunnug karlmannsrödd: — Ég held, að þér hafið farið að vit- lausum bekk, ungfrú. Um leið heyrði ég rödd Kens kalla: — Margaret, hvar ertu? Ég gekk á hljóðið, full sneypu. Nú neyddist ég til að segja hon- um frá blindu minni, en fullyrti um leið kröftuglega, aö blinda hindraði ekki að maöur lifði venjulegu lifi. Kannski þess vegna spurði Ken, hvort ég vildi ekki koma og heimsækja hann til Aldershot, en þangað hafði hann flutzt. Aldershot! Það gat orðið alveg eins erfitt og að fara til tunglsins. Ég hafði aldrei ferðazt á eigin spýtur. Ég talaði dag eftir dag við járbrautarstarfsmann og yfir- heyrði hann um, hversu margar stöðvar væru á leiðinni til Alder- shot og hvernig lestirnar gengju. Að lokum leystist vandamálið á þann hátt, að vinur minn á járn- brautarstöðinni fékk lestarstjór- ann til að aðstoða mig og sjá um að ég færi af á réttum stað. Við Ken giftum okkur árið 1958, en þá var ég orðin ófrisk. Mér þótti erfitt að segja frá þvi heima: ég blygðaðist min mikið. Nú er það gjörbreytt. Ég veit ekki, hvernig ég hefði lifað án Geraldine. Þetta var ekki raunverulegt hjónaband. Ken heimsótti mig tvisvar eða þrisvar sinnum eftir fæðinguna, en svo var hann send- ur til Austurlanda. Ég reyndi að telja fólki trú um, að fljótlega færi ég þangað lika. Eg var dauðhrædd um. að barnið mitt yrði blint eins og ég. En eftir að fæðingin var afstaðin, heyrði ég fótatak hjúkrunarkon- unnar og hún sagði: — Til ham- ingju, góða min. Þú ert búin að eignast hrausta, vel skapaða dóttur, sem er að öllu leyti eins og hún á að vera... Mér létti svo mikið, að ég grét. Við Geraldine fluttum beim til mömmu i Broadstone. Við heyrð- um ekkert frá Ken, fengum ekki einu sinni peninga frá honum, og næsta ár var eins og viti. Hefði ekki verið blindrafélagið og fé- lagsmálahjálpin, veit ég ekki hvað ég hefði gert. Mér fannst ég vcra einangraðri og meira cinmana en nokkru sinni fyrr. Geraldine varð Ijög- urra ára, og hún fann út á eigin spýtur, að eitthvað væri að aug- unum minum. Ég gat ekki séð i litabækurnar hennar, bafði hún sagt. Alveg ósjálfrátt varð hún „augun” min, næstum um leið og hún lærði að ganga. A vissan hátt rændi ég barnæsku hennar. Eftir þvi sem árin liðu, varð hún hjúkr- unarkona min og aðstoðarmann- Margaret og Charles Kobinson. Þau giftust fjórum mánuAum eftir hinn velheppnafia uppskurö. eskja — hún varð fulloröin lyrir sjö ára aldur. Við Ken skildum, og þá hitti ég Charlcs. Hann var einn af lélög- um bróður mins, og hann fór að koma með kærkomnar smágjalir. Oharles er þrettán árum eldri en ég, og hann er bezti maður, sem ég hef kynnzt. Iiann lék i hljóm- svcit og var alltaf kalaður Banjo, Framhald á 3(>. siðu. MániogBjössi sparibaukamirfin Samvinnubankanum Eg heiti Máni baukur og rnitt kjörorö er: Meiri vandi er aö gæta fengins fjár en afla þess. En gáfulegt! Ég heiti nú Bjössi baukur og ég segi alltaf aö betri er króna í Bjössa en tvær í sjoppu / SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, REYKJAVÍK OG ÚTIBÚ HANS.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.