Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 24
24
TÍMINN
Sunnudagur 23. desember 1973.
ELLEN
DUURLOO:
Geymt
en
ekki
Ellu allan sannleikann, hún
myndi aldrei láta sig annars.
Þetta var hræðilegt áfall fyrií
hana, henni var það ljöst, en hún
átti ekki annarra kosta völ. Hún
reyndi að segja henni þetta eins
varfærnislega og henni var unnt.
Hún hélt i höndina á Ellu um leið
og hún sagði henni frá þessu.
Ella greip ekki fram i fyrir
móður sinni i eitt einasta skipti.
Undarlegur kuldi læddist um
hana alla. Þessi kuldi lamaði
hana, lamaði hugsanir hennar,
lamaöi útlimi hennar. Hún tók
eftir hverju orði sem móðir
hennar sagði, og þó svo að hún
reyndi að gera það eins
varfærnislega og hægt var undir
þessum kringumstæðum, þá
fannst Ellu eins og hvert orð væri
eins og svipuhögg. En hún sagði
ekki eitt einasta orð, hlustaði
einungis á það sem móöir hennar
hafði að segja henni. Sólin skein
ekki lengur á fagurbláum himni,
grasiö var ekki lengur fagur-
grænt, börnin léku sér ekki lengur
I skugganum við Kastanjutréð.
Allt var orðið grátt, grátt, grátt,
Hún fann ekki til neinnar þarfar
á því að öskra eða berjast fyrir
rétti sinum og hamingju. Hún átti
engan rétt á þessari hamingju, og
enginn myndi koma henni til
hjálpar, af þvi aö enginn gat
hjálpað henni eins og nú var
komiö. Það eina sem hún varð vör
viö var þessi lamandi kuldi.
Lenu var ögn rórra, af þvi að
Ella virtist taka þessu rólega og
skynsamlega, og hún endaði
frásögn sina með þessum orðum:
reis á fætur.
Mér er það ljóst, Ella min, að
þetta er mikið áfall fyrir þig en
viö faöir þinn skulum reyna aö
hjálpa þér eins vel og við getum.
Gleymdu þvi ekki aö þú ert i
blóma lifsins, og ég veit að timinn
læknar öll sár, það veit ég af eigin
reynslu. Þú munt hitta annan
ungan mann. Ég skil þaö vel, að
þú getur ekki hugsaö þér að það
geti nokkurn tima orðið en
sannaöu til, þetta mun allt fara
vel, ef við bara hjálpumst öll að.
Ég varð aö segja þér þetta áður
en það var orðið of seint.
Ella sagði hljómlausri röddu:
— Það er orðið of seint,
mamma.
— Hvaða vitleysa, þú heldur
það bara núna, Það er erfiður
timi framundan fyrir þig, það veit
ég en eins og ég sagði áðan:
Timinn læknar öll....
Ella hristi einungis höfuðið og
reis á fætir.
Hún virtist mjög róleg.
Hún var náföl og andlit hennar
var eins og stirðnað, en hún hafði
fullkomlega stjórn á sér.
Hún sagði kæruleysislega:
— Fór Beata ekki út I kvöld.
— Jú, hún fór til Valborgar. —
Þaö er afmælið hennar i dag. Af
hverju spyrðu?
— Ekki af neinu sérstöku. Mig
langar bara til þess að vera ein i
kvöld. — Ég er svo hræðilega
þreytt. Ég vil bara fá að vera i
friði og hugsa málið i ró og næði.
Ég fer kannski snemma að hátta.
Ef ég er sofnuð, þegar Beata
kemur, viltu þá biðja hana að
vekja mig ekki.
— Já, já, ég skal gera það, Ella
min. Ég skil að þetta hefur verið
fullmikið fyrir þig.
t sömu andránni heyrðu þær
fótatak uppi á fyrstu hæð.
Ella tók um handlegginn á
móður sinni.
— Ég vil ekki hitta hann. Ég vil
ekki...
— Ég skil, sagði Lena, og reis á
fætur, en hún heyrði að útidyra-
hurðin lokaðist áður en hún náði
fram að dyrunum.
Ella sneri sér ekki við, til þess
að sjá manninn sem gekk niður að
hliðinu, hún heyrði aðeins gamal-
kunnugt Iskriö i hliðinu, þegar
það lokaðist.
— Ég vil ekki valda þér von-
brigðum, elsku mamma min,
næstum hvislaði hún., nei ég vil
þaö ekki...
— Þú gerir það heldur ekki,
barniö mitt, — en við finnum til
meö þér. Siðan sagði Lena I eilitiö
léttari tón: Ella, heldur þú ekki
aö það væri góð hugmynd ef þú
færir að heiman i smátlma, upp I
sveit til dæmis og læröir eitthvað I
sambandi við hússtörf?
— Það getur vel verið, mamma,
en getum við ekki talaö um það
seinna, ég vil helzt fá að vera ein
núna. Segðu pabba að hann megi
ekki verða leiður, enginn af ykkur
má vera neitt leiður, þó...
— Þið getið ekkert aö þessu
gert, —-hann getur ekkert gert að
þessu...
Hún lagði handleggina um
hálsinn á mömmu sinni og kyssti
hana. Siðan gekk hún út úr her-
berginu, það var eins og að hún
væri i einhverri leiðslu.
Lena lét sig fallast niður á stól.
Þetta hafði verið auðveldara en
hún hafði nokkru sinni þorað að
vona. En þetta var mikið áfall
fyrir Ellu, þau máttu ekki gleyma
þvi, Það var eins og hún væri
lömuð I augnablikinu en þegar
þessi lömun hyrfi þá kæmi sjálf-
sagt örvæntingin. Mikið var það
hræðilegt að þurfa að segja dóttur
sinni annað eins og þetta, og að
annað eins og þetta þyrfti að
koma fyrir dóttur manns....
Vesalings barnið.
Mairökkrið færðist yfir her-
bergið. Ella sat I sömu stellingum
og hún hafði setið í fyrir þrem
klukkutímum.
Hafði hún hugsað eitthvað?
Nei, hún gat ekki sagt það.
Henni fannst sem lif hennar væri
eyðilagt. Hún hafði gefið sig á
vald mannsins, sem hún elskaöi i
einskonar gleðivimu.
Og hvað nú — hvað nú.
Horfið, — þetta gæti aldrei
orðið neitt. Hennar beið einungis
grá flatneskjan.
Og svo viðbjóðurinn. Hún hafði
viðbjóð á þessu öllu, henni var
hálfflökurt af viðbjóði.
Þetta var bróðir hennar. Sonur
föður hennar eins og Edvard
Viktor og Jan...
Nei, nei, þetta var hreinn
viöbjóður, hún gat ekki hugsað til
þess arna.
Móöir hennar hafði sagt:
Þú hittir einhvern annan ungan
mann.
En nei, hún gæti aldrei gifzt
neinum manni, án þess að segja
honum frá þessu, og myndi hann
þá ekki fyllast viðbjóði á henni? A
þvi lék enginn vafi. Móðir hennar
hafði einungis minnzt á annan
ungan mann, af þvi að hún vissi
ekki hvað hafði gerzt á milli
hennar og — og — bróður hennar.
Þetta var allt svo viðbjóðslegt,
grátt og flatneskjulegt. Hún fengi
aldrei bætt fyrir þetta...
Það var bankað á dyrnar:
Ella min, viltu fá kvöldteið þitt
hingað inn?
— Þakka þér fyrir, mamma
min, bara tebolla.
Andartaki siðar stóð bakki með
tebolla og tveim brauösneiðum
fyrir framan hana.
— Þakka þér fyrir mamma
min, en mig langar bara I teið, ég
hef ekki lyst á aö borða.
— Reyndu aö borða þetta, Ella
min, þú hefur bara gott af þvi.
Lena beygði sig niður að henni og
strauk henni bliðlega um hárið.
— Ég ætla að fara að hátta
núna, $agði Ella. Viltu gera það
fyrir mig að muna eftir aö biðja
Beötu um að vekja mig ekki,
þegar hún kemur heim.
— Ég skal gera það, Ella min,
hafðu engar áhyggjur út af þvi.
Lena kyssti Ellu á ennið. Ella
hallaði sér eitt augnablik upp að
þrýstnum barmi móður sinnar,
siðan rétti hún úr sér I stólnum,
og sagði: Þú verður að lofa mér
þvi mamma min að taka þetta
ekki nærri þér.
Þegar Ella heyrði móður sina
loka á eftir sér inn i borðstofuna,
þá reis hún á fætur, opnaöi hljóö-
lega hurðina á herberginu slnu,
og læddist fram. Hún gekk inn I
svefnherbergi foreldra sinna.
Hún opnaði meðalaskápinn og tók
fram svefnmeðal móður sinnar.
Það var um tvær flöskur að ræða.
1 annarri voru einungis eftir tvær
skeiöar og það myndi móðir
hennar taka I kvöld þegar hún
færi að hátta. Hin flaksan var full,
hún haföi sjálf sótt hana i
apótekið i dag. Hún tók siðari
flöskuna, tæmdi hana i
tannburstaglasiö sitt, fyllti
flöskuna aftur með vatni, sem
stóð I flösku á náttborðinu, og
iæddist siðan aftur til herbergis
þeirra Beötu. Hún háttaði, setti
fötin snyrtilega frá sér, burstaði
og fléttaði hár sitt, og hellti tei i
bolla handa sér. Hún horfði á
kristaltæran ' vökvann i vatns
glasinu og þefaði af honum. Það
var hræðilegur óþefur af þessu.
Hún lagði frá sér glasið og
borðaði eina brauðsneið.
Hún hafði Ihugað þetta ræki-
lega og vissi að ef hún drykki,
meðalið á fastandi maga, þá
myndi hún kasta þvi öllu upp.
Hún hafði ekki borðað neinn
kvöldverð, svo hún pindi I sig
annarri brauðsneið. Siöan lagðist
hún upp I rúmið sitt og tæmdi
innihaldið I glasinu I einum teig.
Það var mjög vont á bragðið, og
hún flýtti sér að fá sér sopa af
teinu. Hún kom þó aðeins niður
hálfum bolla.
Slðan lagðist hún rólega i rúmið
breiddi ofan á sig sænginga og
lokaði augunum....
Beata gætti þess vandlega að
vekja ekki systur sina, sem virtist
sofa vært, þegar hún kom heim
um það bil klukkustundu siðar.
Móðir hennar hafði sagt henni að
Ella hefði verið með slæman
höfuðverk þá um kvöldið.
Beata hugsaði með sér? Getur
maður fengið höfuðverk af ást!
Þessi var svei mér góður!
Síðan fór hún að hátta.
Hún vaknaði um nóttina við það
að Ella hraut. Ella var aldrei vön
að hrjóta, og henni fundust
hroturnar hálf óhugnanlegar, það
var eins og það hrygldi i henni.
Hún gat þó ekki stillt sig um að
flissa við tilhugsunina, um það
hvað John myndi segja, þegar
hann kæmist að þvl að Ella hryti.
Hún gaut hornauga aö rúminu,
sem Ella svaf i, og sá að hún lá
enn á bakinu og svaf með hálf-
opinn munninn. Hún varð að
muna að segja Ellu frá þvi á
morgun að hún yrði að gæta sln að
sofa á hliðinni, þegar hún væri
gift, af þvi að manni hætti til þess
að hrjóta ef maður lá á bakinu,
svo mikið vissi Beata.
Svo sofnaði Beata, og svaf
svefni hinna réttlátu fram til
morguns.
Allt fólkið i húsinu vaknaði viö
hróp Beötu næsta morgun.
Trina hafði bankað á dyrnar
hjá þeim systrum klukkan sjö
eins og hún var vön, og Beata fór
fram úr rúminu til þess að vekja
systur sina. Hún nuggaði sér um
augun og leit yfir til Ellu. Hún lá
enn á bakinu, — en hraut ekki
lengur.
— Ella kallaði Beata, við
verðum að fara á fætur.
— Ella hvorki hreyfði sig né
svaraði henni.
Beata gat ekki einu sinn séð að
hún dragi andann, Ella var aldrei
vön að sofa svona fast hugsaði
hún með sér. Þvert á móti var
Ella vön að koma Beötu fram úr
rúminu á morgnana.
Hún varð skyndilega heltekin
undarlegum ótta.
Hvað var eiginlega að henni
Ellu, gat hún verið lasin?
Beata var glaðvöknuð og gekk
'W' Ég heyrðill
’ v%i talstööinn
Af hverju u
spýrðu aö þvi?
Ekki núna, þú þarft að
vera i skólanum, ekkkl6att
, kennslukona? I
Má ég koma
með þér?
liili
illBl
Sunnudagur
23. desember
Þorláksmessa
8.00 Morgunandakt. Herra
Sigurbjörn Einarsson
biskup flytur ritningarorð
og bæn.
11.00 Guösþjónusta I útvarps-
sal á Þorláksmessu
(hljóðr.) Æskulýðsfulltrúar
þjóðkirkjunnar, séra
Guðjón Guðjónsson og
Guðmundur Einarsson,
annast. Söngsveitin Fil-
harmonia og Sinfóniuhljóm-
sveit Islands flytja kórlög úr
,,Messias” eftir Handel
undir stjórn dr. Róberts A.
Ottóssonar söngmálastjóra.
Krikjukór Akureyrar. Skál-
holtskórinn, Ljóðakórinn og
Kristinn Hallsson syngja
sálmalög. Söngstjórar:
Jakob Tryggvason, dr. Ró-
bert A. Ottósson og Guð-
mundur Gilsson.
Organleikarar: Haukur
Guðlaugsson og Jón
Stefánsson. Trompetleik-
ararnir Lárus Sveinsson og
Jón Sigurðsson flytja stef úr
Þorlákstiðum, og dr. Páll
tsólfsson tónskáld leikur á
orgel Chaconnu slna við stef
úr sama verki.
12.15 Dagskráin. Tónleikar.
13.30 Or Þorláks sögu biskups
Óskar Halldórs^on próf-
essor les. A eftir lestri hans
verður gregorlskur söngur
af hljómplötum.
14.10 „Stóð ég úti I tungls-
ljósi”Guömundur Gíslason
Hagalln rithöfundur les úr
sjálfsævisögu sinni.
14.30 1 kaupum á hlaupum
Páll Heiðar Jónsson
bregður upp myndum úr
jólakauptiðinni.
15.00 Jólakveðjur Almennar
kveðjur, óstaðsettar
kveðjur og kveðjur til fólks,
sem ekki býr I sama
umdæmi. Ef tlmi vinnst til,
verður byrjað á lestri jóla-
kveðja I einstakar sýslur.
16.55 Veðurfregnir. Fréttir.
Tónleikar.
17.10 Útvarpssaga barnanna:
„Mamma skilur allt” eftir
Stefán Jónsson. GIsli
Halldórsson leikari les
sögulok (25).
17.30 Tónleikar.
Tilkynningar.
18.30 Fréttir. 18.45. Veður-
fregnir. 18.55 Tilkynningar.
19.00 Veöurspá. Leikhúsið og
viö. Helga Hjörvar og Hilde
Helgason sjá um þáttinn.
19.35 „Helg eru jól” Sinfóniu-
hljómsveit íslands leikur
jólalög i útsetningu Árna
Björnssonar. Stjórnandi
Páll P. Pálsson.
19.50 Jólakveðjur. Kveðjur til
fólks i sýslum landsins og
kaupstöðum. — Tónleikar.
22.00 Fréttir.
22.15 Veðurfregnir. Jóla-
kveðjur. — framh. — Tón-
leikar. — Danslög (23.55
Frgttir i stuttu máli).
01.00 Dagskrárlok.
Mánudagur
24. desember
Aðfangadagur jóla
7.00 Morgunútvarp.
11.00 Jól i gistihúsi.Geirlaug
Þorvaldsdóttir leggur leið
sína og Hótel Borg og Her-
kastalann i Reykjavík og
hefur hljóðnemann með-
ferðis.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Jólakveöjur til sjó-
manna á hafi úti.Margrét
Guðmundsdóttir og Eydis
Eyþórsdóttir lesa kveðjurn-
ar. — Tónleikar.
15.10 „Gleðileg jól”, kantata
eftir Karl O. Runólfsson.Rut
Magnússon, Liljukórinn og
Sinfóniuhljómsveit tslands
flytja. Þorkell Sigurbjörns:
son stjórnar.
15.30 „Heims um ból”.
Sveinn Þórðarsson fyrrv.
aðalféhirðir segir sögu lags
og ljóðs. Sálmurinn sunginn
á frummálinu á undan