Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 40

Tíminn - 23.12.1973, Blaðsíða 40
MERKIÐ, SEM GLEÐUR HHtumst f haupfélaghtu fyrirgóóan mat $ KJÖTIDNAÐARSTÖO SAMBANDSINS Sunnudagur ■ 23. desember 1973. Þaö var mikiö um aö vera á róluvellinum viö Skúlagötu þegar hún Kristln Eggertsdóttir umsjónarkona vallarins, kallaöi á börnin til aö færa þeim jóiagjafirnar, sem hún haföi sjálf útbúiö. (Timamyndir: Róbert). í JÓLABOÐI HJÁ HENNI Jólakveðja fró Tanzaníu til Ulaya Kaskazini „MHESHIMIWA Balozi, Chief M. Lukumbuzva pamoja na wafanva kazi wa Ubalozi wana watkia watu wa Ulava Kaskazini salamu za kheri za Krismas na Mwaka Mpva”. Þessa kveöju sendir am- bassador Tanzaniu á Norðurlöndum öllum nor- rænum þjóöum á swahili-tungu, og er tilefnið að sjálfsögðu sú liðsemd, sem landi hans og þjóð er véitt úr þessum hluta heims. A islenzku hljóðar kveðjan á þessa leið: „Hans tign, höfðinginn M. Lukumbuzya ambassador, og starfsfólk, sendiráðsins óskar ibúum Norðurlanda gleðilegra jóla og farsæls nýs árs”. Komi virðingartitillinn okkur annarlega fyrir sjónir, þá getum við leitt hugann að þvi, að fyrsti islenzki ráð- herrann, Hannes Hafstein, var kallaður „hans excellency” fyrir sjötiu ár- um. STÍNU Á RÓLUVELLINUM ÞAÐ var mikiö um aö vera hjá börnunum á barnaleikvellinum viö Skúlagötu — á ióöinni bak viö bæjarhúsin — þegar okkur bar þar aö á þriðjudaginn. Börnin létu kuldann ekki á sig fá heldur hömuðust í snjónum á milli þess, sem þau höfðu auga með henni Stinu umsjónarkonu. Astæðan var sú, að þau vissu að senn liði að þeirri stundu, að hún kallaöi þau til sin að litla húsinu sinu og færði hverju þeirra litinn jólapakka og eitthvað gott I poka. Og ekki minnkaði það spenninginn, aö nú átti jóla- sveinninn að koma I heimsókn til þeirra. Þaö hafði hún Stina sagt þeim lika. Hún Stina heitir öðru nafni Kristin Eggertsdóttir, og þarna á róluvellinum hefur hún starfað i yfir 20 ár. A þessum tima hefur hún fylgzt meö uppvexti hundr- uða barna úr nágrenninu, og öll hafa þau virt hana og dáð. A hverjum jólum hefur hún haft það að reglu, að kaupa eitthvert góðgæti fyrir sina eigin peninga og gefa börnunum, sem hjá henni dvelja i það skiptið. Þá hefur hún einnig gert alls konar hluti, jóla- sveina, brúöur, dýr og margt fleira, sem hún hefur látið i poka ásamt „gotti” og smákökum, og fært börnunum i jólagjöf. A þessum jólum voru pakkarn- ir 70 talsins. Þau, sem ekki fengu hann þennán dag, vissu aö þeirra pakki beið hjá henni Stinu þar til þau kæmu næst. Þaö var mikiö um að vera þeg- ar hún Stina dró fram stóra pokann sinn, og kallaði: „Komið þið nú, litlu skinnin min, og fáið pakkann ykkar”. Allir hlupu eins og litlu fæturnir gátu borið þá og strax var farið að | Næsta tölublað Tímansí y kemur út föstudaginn 28. desember, * þar eð ekki er rúmhelgur g dagur fyrr en á þriðja í jólum | — sem aldrei gleymir að gleðja börnin sín Þótt frostið væri 15 stig, var ekki slegiö slöku viö aö smakka á „gottinu” hennar Stinu, og sama þótt eitthvað af vetlingnum færi meö við þá iöju. rifa upp pakkana. Ekki minnkaöi gleðin á litla róluvellinum við það, og mikið af hástemmdum lýsingarorðum á hugulsemi henn- ar Stinu kom frá hópnum. Þótt snjóaði og frostið væri um 15 stig var strax tekið við að narta I „gottið”. Kökurnar voru geymdar þar til siðast, og jafn- framt voru hafðar góðar gætur á litla rauða fuglinum, sem hver og einn haföi fengiö. Hann haföi hún Stina saumað handa þeim og hans átti að gæta vel. Siðar. hófst biðin eftir sjálfum jólasveininum. Þá voru hin eldri búin að koma þeim yngri I skiln- ing um, að karlinn með mynda- vélina og svarta skeggið væri ekki raunverulegur jólasveinn. Þegar við yfirgáfum róluvöll- inn og hana Stinu og börnin henn- ar öll, voru rauðu nefin klesst upp að grindverkinu, og allir biðu spenntir eftir þvi, að jólasveinn- inn, sem hún Stina þekkti og haföi sagt þeim frá, færi að koma. — klp — Þaö var fast haldiö um pakkana, þegarheim var fariö eftir veiziuna á róluveliinum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.