Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 17

Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 17
Föstudagur 4. janúar 1974 TÍMINN 17 ELLEN DUURLOO: Geymt en ekki gleymt 64 sóknareyðublaðið, þá sá hún, að þess var krafizt að börn hennar skrifuðu undir að þau hvorki vildu né gætu séð fyrir henni. bað var ekkert vandamál varðandi þrjú þau fyrstu, en svo var það yngsta dóttirin, frú Markussen, sem hafði ekki séð móður sina eftir að hún giftist herra Markussen Hvorki hún né maður hennar vildu kannast við fátæklegan uppruna hennar. Gamla konan var ekki eitt andartak i vafa um að þau myndu skrifa undir, en hugsunin um að þurfa að biðja þau um það, og fá ef til vill neitun, fékk hana til þess að hætta við þessa umsókn. Hún sótti ekki um ellistyrk en reyndi að sjá fyrir sér á einhvern hátt. Hún hafði varla til hnifs og skeiðar til þess að byrja með, og siðan fór eins og ég var búinn að segja þér frá. Lena hafði tekið fram vasaklút- inn sinn á meðan Jan sagði henni frá þessu. — Hamingjan góða, Jan , þetta er alveg hræðilegt, en þetta hlýt- ur þó að vera mjög sjaldgæft. — Ég á við sjaldgæft, að svona nokkuð komi fyrir, þú ert nú svo svartsýnn, Jan minn. — betta er sannarlega engin undantekning, enégjáta aðéglit lifið raunhæfari augum en þú ger- ir, mamma min. En svo að við snúum okkur aftur að henni Trinu, þá finnst mér það ágæt lausn, að Július léti hana fá pláásið hennar Theu, og mér finnst, að á þann hátt munum við launa henni bezt fyrir allt stritið hjá okkur. Ég vona að sá dagur sé ekki langt undan, þegar að fók eins og Trina á ekki allt undir góðvilja vinnuveitenda sinna. —■ Já, en ég skil ekki hvernig þetta verður hægt, en það er gott ef við fáum pláss á Vartov íyrir Trinu. — Mikið verður samt undarlegt að fá nýja konu i'hús'ið i hennar stað. betta var það lengsta, sem Lena komst i þvi að hugsa um þjóðfélagsvandamál. Hún hafði nú sem allt af nóg að gera i sam- bandi við sig og fjölskyldu sina. Fjölskylda hennar átti hug hennar allan. Auðvitað tilheyrði Trina fjölskyldunni á vissan máta, og ef hún var ekki fær um að gegna störfum sinum af heilsufarsástæðum, eins og Jan sagði og hann ætti að hafa mest vit á þessu, nú þá var auðvitað skylda hennar að gera allt sem i hennar valdi stæði fyrir Trinu. bannig varð þetta til lykta leitt, svo að allir máttu við lynda. Jan var ánægður með þessi málalok, að svo miklu leyti sem hann var nokkurn tima ánægður. Jan var þegjandalegur hugsuöur, einmana og sjaldan ánægður með hlutina. Hann brá einungis út af meðfæddum þegjandaleik sinum, ef eitthvað hafði sterk áhrif á hann og þá einna helzt við fólk, sem honum þótti mjög vænt um, eins og til dæmis móður sína. Hann vissi þó að þar talaði hann fyrir daufum eyrum. Gæfa eða böl einstakrar persónu hafði áhrif á hana, og hún hófst oft handa til að veita þá hjálp, sem hún gæti látið i té, en henni var ómögulegt að sjá hlutina i stærra samhengi, svo ekki væri minnzt á þjóðfélagsleg málefni. Ætli að hún þekki i rauninni hugtakið þjóðfélag, hugsaði Jan með sér og brosti ofurlitið háðu- lega. Nú jæja, það sama mátti vist segja um flestar konur. Sjálfur reyndi hann að segja alla hluti i stærra samhengi og forðaðist að veita smámunum of mikla athygli. Hann var vanur að hafa bæði augu og eyru opin, hvert sem hann fór, og vanalega fyllti það, sem hann sá, hann svartsýni og angurværð, en jafn- framt baráttuhug. Hann var ákveðinn i að gerast læknir, læknir fátækra. Hann ætlaði að reyna að bæta það þjóðfélag sem hann bjó i af veikum mætti. Óréttlætið var alltof mikið i heim- inum. En allt of margir lokuðu bara augunum fyrir þvi jafnvel þeir, sem óréttindum voru beittir. beittir. liann ætlaði'... En svo greip hann einskonar uppgjafartilfinning. Hvað gæti hann eiginlega gert? Jú, hann gæti hjálpað litlum hópi manna eins og móðir hans gerði nú. Litl- um hópi manna sem hann myndi umgangast að prófi loknu. Hann myndi aldrei breyta neinu i sjálfu þjóðfélaginu, hann hafði enga hæfileika til þess. Honum varð hugsað til Ellu systur sinnar, og svartsýnin og þunglyndið náði enn sterkari tök- um á honum. Hver var eiginlega ástæðan fyrir sorglegum örlögum hennar? Honum var kunnugt um að hún hafði stytt sér aldur, þó svo að það væri reynt að láta heita svo, að hún hefði dáið úr hjartaslagi.... Tóm vitleysa... bað lék enginn vafi á þvi, að það hafði verið um sjálfsmorð að ræða, en af hverju? Hann vildi ekki spyrja móður sina, af þvi að honum var ljóst að eitthvert hræðilegt leyndarmál lá að baki þessu öllu. Hvers vegna hafði John aldrei látið sjá sig eftir dauða Ellu. Hann hafði ekki einu sinni verið viðstaddur jarðarförina. betta var allt ákaflega undarlegt. Hann hugsaði mikið um þetta og... Hann hafði setið við herbergis- gluggann sin og lesið, þegar þau komu heim þetta örlagarika vor- kvöld. bau leiddust upp að húsinu og höfðu virzt ákaflega hamingju söm. Hann hafði verið hálfgert barn, þegar þetta átti sér stað, en hann skildi þó þegar i stað, að þau voru búin að trúlofa sig og hlökkuðu til þess að segja íjölskyldunni tiðindin. Hvað hafði siðan komið fyrir? Tæpum klukkutima siðar sá hann John yfirgefa húsið — það var allt annar John en sá sem kom þangað með Ellu skömmu áður. Hann hafði virzt tauga- óstyrkur og gekk mjög álútur. Jan heyrði iskrið i hliðinu þegar hann lokaði þvi, og siðan hafði hann ekkihitt John. Ella hafði ekki komið i kvöld- kaffið og hann sá hana ekki fyrr en hún lá dáin i rúminu sinu. Frá þessum degi hafði orðið mikil og ill breyting á fjöl- skyldunni. Faðir hans hafði ekki einungis syrgt uppáhaldsdóttur sina, hann hafði einnig elzt um mörg ár, og svo smámsaman færðist hann yfir i eigin hugar- heim. Hann varði nú öllum tima sinum uppi i holunni, en hann bjó ekki til neitt af viti eins og áður fyrr. Hann rótaði i skápum og skúffum og talaði við sjálfan sig eða fólk sem ekki var viðstatt. Hann talaði til dæmis oft við hina látnu dóttur sina. Iiann talaði einnig við 1 barónessu Bellu v. Lutten, Jan til mikillar undrunar. Að visu vissi hann að ekki var mark takandi á hjali geðveiks fólks, en engu að siður þótti honum kynlegt að hugur Jean. Pierre virtist snúast svona mikið um þessa Bellu. bað væri þó nær- tækara að hann talaði um John, en þar sem Bella var móðir Johns, þá var þetta kannSki ekki svo undarlegt. Jan hugsaði mikið um þetta og hvaða leyndarmál það gæti verið, sem lægi að baki þessu öllu. Ein- hvern tima kæmist hann kannski að þvi, að minnsta kosti vonaði hann það, af þvi að þetta hvildi á honum eins og mara. bessir sorglegu atburðir höfðu einnig haft mikil áhrif á eldri bræður hans, en þeir virtust komast fljótar yfir þetta en hann. bað var vist meira i þá spunnið en mig, hugsaði Jan með sér. Sömu- leiðis er meira varið i Beötu! Jan átti nokkra skólafélaga, sem honum féll vel við, og þeim sömuleiðis við hann. Nána vini átti hann þó ekki, sá sem stóð honum næst var skáld nokkurt, sem var nokkrum árum eldri en Jan, Vagn Hvid. En hann las lexi- ur ásamt félögum sinum og að þvi ioknu voru þeir vanir að kveikja sér i pipu og rabba saman. Jan var feiminn en ekki ein- rænn. begar hér, er komið sögu var Jan rúmlega tuttugu og þriggja ára, en hann sýndist eldri. Hann var mjög iðinn ungur maður, og honum var ljóst að það reið á miklu að hann lyki prófi sem fyrst. Ef hann læsi af kappi gæti hann tekið embættispróf að ári. Hann hafði i hvggju að byrja að starfa sem læknir strax að prófi loknu. En hann langaði ekki til að vera einn af þessum vinsælu heimilislæknum. sem kæmu i húsvitjanir i bil og með háan hatt til þess eins að spyrja hvernig höfuðverkur frúarinnar væri, eða hvernig henni Emmu litlu heilsaðist eftir mislingana. Nei hann ætlaði að verða ákaf- lega venjulegur læknir, sem hjálpaði venjulegu fólki, fátæku fólki, sem þyrfti á hjálp hans að halda. Nei, þetta fólk þurfti ekki á hjálp að halda, það átti einungis skilið réttlæti. Og einhver varð að koma þvi i skilning um, hvilikum órétti það væri beitt. — bað voru fæstir sem vissu að þeir voru órétti beittir. betta fólk þarfnað- ist þess að einhver kæmi og gerði þvi grein fyrir réttindum þess. Einhver sem segði, að allir væru jafnir. betta var sá Jan, sem Manúela kynntist. Sá Jan, sem Manúela varð ást- fangin af og sá Jan sem varð ást- fanginn af Manúelu. begar, fyrsta kvöldið sem Manúela kom i heimsókn til Deleuran fjölskyldunnar, varð hún eins konar sólargeisli i lifi Jans. Hún var feimin og sagði ekki margt. Hún horfði full áhuga á hvern einstakan, og þó svo að henni fyndist Beata dálitið frá- hrindandi, þá var samt sem áður auðséð að hún naut þess að vera i félagsskap jafnaldra sinna. Sömuleiðis var auðséð að nokkrar úr hópi vinkvenna Beötu féllu henni vel i geð. betta átti einkum við hina hávöxnu dökkhærðu Rie Felt- hausen. Hún var dóttir Felthaus- en kapteins. Hún átti þrjá bræður sem allir voru i námi og þar sem Feithausen var ekki auðugur maður þá kom það mjög við pyngju hans. bað var af þeim sökum sem Rie fór á kennara- námskeið, og kennndi i einum af fjöimörgum kvennaskólum borg- arinnar. Beata reyndi mjög mikið að hafa áhrif á Rie og leiða henni fyrir sjónir, hvar hún ætti heima, það er að segja, á meðal þeirra kvenna sem berðust hvað ötulleg- ast gegn yfirgangi karlmannanna i þjóðfélaginu. Rie var æskuvin- kona Beötu og það var kannski aðallega þess vegna sem Beata reyndi að fá hana yfir á sitt mál, en aiit kom fyrir ekki. Rie var meira að segja Irúlofuð, sem Beötu fannst ákaflega sorglegt. Riehafði orðið ástfangin af skáld- inu Vagn Hvid og hann af henni og nú voru þau trúlofuð. bar sem skáld hafa sjaldan verið vellaunuð, jafnvel þó svo að gagnrýnendur hefji þá upp til skýjanna, þá gátu þau sjaldan séð fjölskyldu farborða með skáld- HVELL G E I R I D R E K I wm iiiiii Föstudagur 4. janúar 7.00 Morgunútvarp. Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Morgunleikfimi kl. 7.20. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. dagbl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.55. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Svala Valdimarsdóttir endar lestur sögunnar um ,,Malenu og litla bróður” eftir Maritu Lundquist. (11). Morgunleikfimi kl. 9.20. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög á milli atriða. Spjallaðvið bændurkl. 10.05 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.30 Með sinu lagi Svavar Gests kynnir lög af hljóm- plötum. 14.30 Sæ-Taó bin fagra Kin- versk ástarsaga frá 15. öld. Jón Helgason þýddi. Edda Kvaran les. 15.00 Miðdegistónleikar. 15 45 Lesin dagskrá næstu viku 16.00 Fréttir. Tilkynnignar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Poppbornið. 17.10 Útvarpssaga barnanna: ,,Saga myndhöggvarans" eltir Eirik Sigurðss. Baldur Pálmason les sögulok (5). 17.30 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.30 Frcttir 18.45 Veður- fregnir. 18.55 Tilkynningar. 19.00 Veðurspá. Fréttaspegill 19.30 Lýðræði á vinnustað Guðjón B. Baldvinsson flyt- ur siðara erindi sitt. 19.45 lleilbrigðismál: Harna- lækningar — fjórði þátlur Sævar Halldórsson læknir taiar um svefntruflanir hjá börnum. 20.00 Sinfóniskir tónleikar frá hollenzka útvarpinu Flytj- endur: Filharmóniusveit hollenzka útvarpsins. Ein- leikari: Pascal Rogé. Stjórnandi: Sergiu Comm- issiona. 21.00 briðja þorskastríðið Kristján Friðriksson lor- stjóri flytur erindi. 21.30 útvarpssagan: „For- eldravandamálið — drög að skilgreiningu” eftir bor- - stein Antonsson Erlingur Gislason leikari les (2). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Eyjapist- ill 22.45 Ilraumvfsur Sveinn Arnason og Sveinn Magnús- son kynna lög úr ýmsum áttum. 23.45 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. IBBiillB Föstudagur 4. janúar 20.00 Fréttir. 20.25 Vcður og auglýsingar 20.30 Norður-trland. Dönsk Norður-trlandi, eins og það er nú, og framtiðarhorfur i irskum stjdrnmálum. býð- andi og þulur Jón O. Edwald. (Nordvision- Danska sjónvarpið) 21.15 Landshorn. Frétta- skýringaþáttur um innlend málefni. Umsjónarmaður Eiður Guðnason. 21.45 Mannaveiðar. Bresk f r a m h a lds m y n d . 23. þáttur. Lestinni kann að seinka. býðandi Kristmann Eiðsson. Efni 22. þáttar: Vincent og Jimmy gera, i samráði við andspyrnu- menn, árás á málmiðju- verið, þar sem nasistar vinna að tilraunum með nýja gerð herflugvéla. Einnig njóta þeir aðstoðar breska flughersins. Eftir mikið mannfall i liði árásar- manna, tekst þeim að ná sýnishornum af fram- leiðslunni og eyðileggja verksmiðjuna. 22.35 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.