Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 1
K
fóðurvörur
ÞEKKTAR
UM
LAND
ALLT
hqtellqf™?
SUNDLAUGIN
ereitt af mörgu, sem „Hótel Loftleidir"
hefur til sins ágætis og umfram önnur
hótel hérlendis. En þaö býöur lika afnot
af gufubaöstofu auk snyrti-, hárgreiðslu-
og rakarastofu.
VISIÐ VINUM A HOTEL
1 LOFTLEIDIR. /
V ■ J
Nýmæli í íslenzkri búskaparsögu:
ÆRNAR BÍÐA ÞESS, AÐ KOMIÐ
VERÐI MEÐ HRÚTANA í ÞYRLU
KG. — Stykkishólmi. — Aldrei
mun þaö hafa gerzt í búskapar-
sögu islendinga, aö hrútar hafi
verið fluttir i þyrlum til ánna um
fengitimann. En nú hefur það
verið til umræðu hér á Hólminum
að leita til Landhelgisgæzlunnar
um ián á sin.u flugtæki, þar eð ær
eru svo hundf uðum skiptir hcr á
Breiöafirði úti I eyjum, sem ekki
verður komizt aö vegna Isalaga.
Isalög hafa verið langt um
venju fram, og er það til dæmis,
að manngengur is var af Skógar-
strönd fram i eyjar, svo sem
Brokey, fyrir jól, og hefur sú leið
verið farin á fsum nokkrum sinn-
um að undanförnu.
Þótt nú sé aðeins búið i fjórum
eyjum á Breiðafirði, eru margar
þeirra nytjaðar til beitar — allar
hinar stærri að sumrinu og marg-
ar framan af vetri. En nú hafa
isalögin torveldað mjög flutning á
fé, bæði heim úr eyjum og milli
þeirra með hrúta, og kemur það
sér bagalega, þvi að nú stendur
fengitiminn sem hæst.
Um langan tima hefur höfnin i
Stykkishólmi verið full af is, og
ekki hefur verið fært út úr henni,
nema á stálbátum. En það hefur
orðið fjáreigendum i Stykkis-
hólmi, sem áttu fé sitt út i eyjum,
mjög til hjálpar, að Konráð
Júliusson útgerðarmaður, sem
keypti i haust hundrað lesta stál-
bát, Sigurvon, frá Akranesi, hefur
af mikilli lipurð og greiðasemi
verið boðinn og búinn til þess að
brjótast út i eyjar, eftir þvi sem
unnt hefur verið. Hann var i svo
að segja látlausum fjárflutning-
um um hátiðarnar á báti sinum.
Þó varð hann sums staöar að
snúa frá. Til dæmis komst hann
ekki til Akureyjar á Gilsfiröi, þar
sem isinn var orðinn svo mikill,
aö útilokað var að brjótast gegn
um hann. Eru nokkur hundruð áa,
sem ekki hefur tekizt að koma
hrúta til, úti i Breiðafjarðareyj-
um, og eru ekki horfur á, aö það
takist á næstunni, nema snögg og
mikil veðrabrigði komi til. En þó
að til bráðrar leysingar og
hvassviðra komi, verður isrek,
gifurlegt fyrst i stað.
Þess vegna hafa fjáreigendur hér
I Stykkishólmi rætt um að leita á
náðir Landhelgisgæzlunnar og fá
hjá henni þyrlu til þess að koma
hrútum til ánna. Var kannað i
fyrradag, hve margt fé sem ekki
hefur reynzt kleift að komast til,
Hólmarar eiga úti i eyjum, og
kom þá i ljós, að þeir vildu allir
eiga hlutdeild i þvi að fá þyrlu til
eyjaflugs, ef þess væri kostur,
enda mikið tjón manna, ef ærnar
fá ekki tima fyrr en seint og um
siðir.
Timinn spurði Pétur Sigurðs-
son, forstjóra Landhelgis-
gæzlunnar, hvort hann væri búinn
aö fá beiðini um aðstoð, og kvað
' hann svo vera. Til sin hefði verið
leitað þegar á miðvikudaginn, og
hefði hann lofað að athuga, hvað
gera mætti til þess, að ærnar i umkringt, færu þess ekki á mis, ekki tök á sendaþyrluá vettvang
eyjunum, sem isinn hefur er þeim ber, en eins og stæði væru með hrútana vegna veðurlagsins.
Konráð Júliusson, hjálparhella Hólmara, hefur brotizt gegn um isinn á Sigurvoninni eins nærri einni
eynniog unnt, er, og féöer flutt fram á litlum árabáti. Ljósmynd: KG.
GÖNGUBRÚ ÚT í VIÐEY?
EINS OG kunnugt er hefur fólki
verið boðið upp á ferðir með bát
út i Viðey undanfarin sumur, og
hafa þær ferðir verið allvinsælar,
enda sameinast þar heimsókn á
friðsælan, sögufrægan og næsta
ósnortinn stað og hressandi, stutt
sigling. Hins vegar er nú mögu-
leiki á þvi, að menn eigi þess kost
eftir fáein ár að komast fótgang-
andi út i Viðey, með þvi að aka
fyrst á Gufunes.
Þróunarstofnun Reykjavikur er
um þessar mundir að vinna að at-
hugun á þeirri hugmynd, sem upp
kom i sumar, að byggja brú út i
Viðey frá Gufunesi. Að sögn
Trausta Valssonar arkitekts hjá
Þróunarstofnuninni virðist vera
töluverður möguleiki á þessu.
Brúin yrði þá væntanlega göngu-
brú úr timbri á steyptum stöpl-
um, og myndi hún liggja út frá
Gufunesinu, skammt fyrir sunn-
an brú áburðarverksmiðjunnar.
Hún yrði um sjö hundruð metrar
að lengd.
Mjög grunnt er á þvi svæði, sem
brúin myndi liggja yfir, eða varla
meira en tveggja metra dýpi.
Kostnaður ætti þvi ekki að þurfa
að verða mikill, en talað hefur
verið um 3 milljónir. Þarna i
sundinu er skjól frá úthafsbylgj-
unum, og einnig var af skerjum
allt i kring. Geta má þess, að
vegna skerjanna og þess, hve
sundið er grunnt, fara hafnsögu-
bátarnir ógjarna þarna um. Brú-
in myndi þvi vart trufla ferðir
þeirra.
Fyrir um 2 árum, er rikið
keypti hluta af Viöey (kringum
Viðeyjarstofu), áætlaði Vega-
Framhald á bls. 23
■
Þannig mun brúin frá Gufunesi út i Viöey væntanlega liggja, ef af smföi hennar veröur.
Tvö heimili fyrir
taugaveikluð börn
Mikil þörf er á heimilum og
meðferðar- og skólastofnun-
um fyrir taugaveikluð börn.
Fræðsluráð Reykjavikurborg-
ar telur nauðsynlegt, að hið
allra fyrsta verði komið á fót
þrem meðferðarheimilum
fyrir taugaveikluð börn og
unglinga, og er stofnun
þriggja slikra heimila i at-
hugun hjá borgarráöi.
Heimilissjóður tauga-
veiklaðra barna og Hvita-
bandið munu ieggja fé til
þessara framkvæmda að
hluta.
Aætlað er, að eitt
heimilanna sé ætlað 12-15
nemendum og rekið sem
skólastofnun meö heimavist,
sem jafnframt þvi að veita
lögskipaða fræðslu sjái vist-
börnum fyrir þeirri sérfræði-
legu meðferð i lækningaskyni,
sem nauðsynleg er talin. Þá
skuli reist tvö fjölskyldu-
heimili, ætiuðu 5-8 börnum
hvort. Vistbörnin sæki al-
menna skóla og njóti þar og á
heimilunum nauðsynlegrar
sérfræðilegrar þjónustu til
náms og i lækningaskyni.
Fræðsluráð telur, að rekstur
heimilanna þriggja ætti að
vera i höndum samvinnu-
nefndar fræðsluskrifstofunnar
(sálfræðideildar skóla),
Félagsmálastofnunar og Geð-
deildar Barnaspitala
Hringsins, sem sameiginlega
sæju heimilunum fyrir
nauðsynlegri sérfræðilegri að-
stoð.
-SJ.
Bindindisfræðsla
félaga úr AA
A UNDANFÖRNUM árum
hefur farið fram með ýmsum
hætti bindindisfræðsla i gagn-
fræðaskóium borgarinnar.
Eitt áriö önnuöust t.d. lækna-
nemar þessa fræðslu en að
þessu sinni sjá félagar úr AA-
samtökunum um hana.
Bindindisfræðslan er nú
hafin, en þetta er umfangs-
mikið starf, þvi farið er i alla
bekki gagnfræðaskólanna. Við
höfum frétt, að sú nýjung að
láta félaga I AA-samtökunum,
annast þessa fræðslu, hafi
gefizt vel, sem komið er, og
hafi þeir náð eyrum
unglinganna. -SJ.