Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 18
18
TÍMINN
Föstudagur 4. janúar 1974
Geir leikur
Ármannsvörn að
FH í kvöld?
Tekst hinni sterku
stöðva siqurqönqu
landsliðsmarkvörður hefur
gefið Ármannsvörninni göð
meðmæli, þegar hann sagði,
að hún væri sterkari en vörn
islenzka landsliðsins. Leikur
Armanns og FH hefst kl. 20.30
og strax á eftir leika Fram og
Vikingur. Það verða þvi tveir
skemmtilegir leikir i Laugar-
dalshöllinni i kvöld.
—SOS
og i Vestur-Þýzka-
landi.
Það verður örugglega
erfiður róður fyrir FH-liðið i
kvöld, þegar það mætir
Armannsliðinu. Armanns-
vörnin er sú sterkasta i
islenzkum handknattleik i
dag, hreyfanleg og baráttu-
glöð. Ragnar Gunnarsson,
GEIR Hallsteinsson
mun að öllum
likindum leika með
FH-liðinu i kvöld,
þegar það mætir Ár-
manni i Laugardals-
höllinni. Geir er nú
staddur hér á íandi,
eins og mönnum er
kunnugt um, hann
mun fara aftur til V-
Þý z k a1a n d s n. k.
sunnudag. F'H-liðið er
nú tapiaust i 1.
deildarkeppninni og
stefnir liðið að
íslandsmeistaratitlin-
um. Eins og kunnugt
er þá leikur Geir með
Göppingen, en liðið á
góða möguleika að
hljóta V-Þýzkalands-
titilinn i ár og væri þvi
óneitanlega gaman
fyrir Geir að hljóta
tvo meistaratitla
sama árið, á íslandi
GEIR HALLSTEINSSON...
leikur með FH-liöinu gegn
Árinanni i kvöid.
AXEL ATTI
STÓRLEIK..
BJORGVIN
B.IÖRGVINSSON.... átti stór-
góðan leik á linu i leiknum við
Bandarikjamenn. Hann kunni
að meta Ifnuscndingar Axels.
... ÞAÐ
KUNNI
Axel Axelsson úr Fram
átti enn einn stórleikinn
með islenzka landslið-
inu, þegar það sigraði
Bandaríkin með tuttugu
marka mun 39i: 19 i
íþróttahúsinu í Hafnar-
firði á miðvikudags-
kvöldið. Hann var pott-
urinn og pannan i leik
liðsins, skoraði 12 mörk
og átti margar stórgóð-
ar linusendingar, sem
gáfu mörk. Axel er nú
tvímælalaust okkar
bezti handknattleiks-
maður, hann hefur
sjaldan verið betri. Ann-
ars er lítið hægt að
dæma landsliðið, því að
mótherjarnir voru ekki
sterkir. En liðið lofar
góðu, það hefði átt að
vinna landsleikinn með
meiri mun.
Slæmur kafli i siðari hálfleik
kom i veg fyrir það, en þá
skoraði landsliðið ekki mark i
heilar sjö min. En þegar fimm
min. voru til leiksloka, tók lið-
ið við sér — staðan var þá
31:16. Gunnsteinn Skúlason,
fyrirliði liðsins, kallaði þá:
„Strákar berjumsí, það eru
fimm minútur eftir!” Lands-
liðið lek þá á fullu og lokastað-
an varð 39:19.
Mörk Islenzka liðsins,
skoruðu þeir: Axel 12 (3 viti),
Björgvin 8, Geir 5 (1 viti),
Ólafur 4, Gunnsteinn 4, Viðar
3, Einar og Auðunn eitt hvor.
Bezti maður bandariska
liðsins, var eins og fyrri dag-
inn, fyrirliðinn Rick Abra-
hamson, sem skoraði sjö
mörk.
BJÖRGVIN Björgvinsson,
hinn snjaili linumaður úr
Fram, fór heldur betur f gang f
siðari hálfleiknum gegn
. Bandarikjamönnum. Það er
ekki að sökum að spyrja, að
þegar Axel á stórleik, þá
leikur Björgvin vel. Hann átti
stórgóðan þátt i byrjun síðari
hálfleiksins, en þá skoraði
hann sex mörk. Þegar staðan
var 18:10 fór hann að láta
kvcða heldur betur að sér.
Ilvað eftir annað skoraði hann
stórgóð mörk, eftir frábærar
linuscndingar frá Axel, það
var stórkostlegt að horfa á
samleik þessara leikmanna,
scm þekkja livor annan eins
og puttana á sér. A þeim tfma
skoraði Björgvin fimm mörk.
Þegar hann fór útaf til að hvila
sig, var staðan orðinn 26:11.
—SOS
BJORGVIN AÐ AAETA
1. DEILD
Staðan cr nú þessi i 1. deildar-
keppninni i unni: ensku knattspyrn-
Leeds 24 16 8 0 43 13 40
Liverpool 24 13 6 5 30 19 32
Burnley 23 11 8 4 31 22 30
Leicester 24 9 9 6 31 25 27
Everton 24 10 7 7 27 24 27
Ipswich 23 11 5 7 37 33 27
Newcastle 23 11 4 8 32 25 ; 26
QPR 24 8 10 6 37 32 26
Derby 24 9 8 7 26 23 26
Southampton 24 8 9 7 31 33 25
Coventry 25 9 6 10 26 30 24
Arsenal 25 8 7 10 27 32 23
Sheff. Utd. 23 8 6 9 30 29 22
Manc. City 23 8 6 9 24 25 22
Wolves 24 7 7 10 303621
Tottenham 24 7 7 10 24 33 21
Stoke 23 6 8 9 31 27 20
Chelsea 23 8 4 11 36 34 20
Birmingham 23 5 7 11 24 39 17
Manch. Utd. 23 5 6 12 20 30 16
West Ham 24 4 7 13 26 41 15
Norwich 23 2 9 12 17 35 13 k.
2. DEILD
Staðan er nú
ensku:
Middlesb.
Orient
Luton
Carlisle
Nott. For
Blackpool
W.B.A.
NottsC.
Hull
Portsmouth
Fulham
Sunderland
Aston Villa
Bristol C.
Preston
Millwall
Cardiff
Bolton
Oxford
Sheff. Wed.
Swindon
C. Palace
þessi I 2. deildinni
’Ingólfur
BYRJAÐUR
AÐ ÆFA
INGÓLFUR Óskarsson, fyrr-
um fyrirliði Fram og lands-
liðsins, er nú byrjaður aftur að
æfa með Framliðinu. Ingólfur,
sem var markhæsti leikmaður
Fram sl. keppnistfmabil, lagði
skóna á hilluna eftir það. Nú
hefur hann tekið þá aftur fram
og er byrjaður að æfa af
fullum krafti. Hann mun
örugglega styrkja Framliðið
mikiö, þvi að hann er mjög
góður stjórnandi.
OLAFUR
VEIKUR
ólafur Benediktsson, mark-
vörður i Val, átti að taka þátt i
siðari landsleiknum við
Bandarikjamenn sl. miðviku-
dagskvöld. ólafur gat ekki
leikiö landsieikinn og til-
kynnti veikindi, en Gunnar
Einarsson, Haukum, kom i
hans stað. islenzka landsliðið
var þvi óbreytt frá fyrri lands-
leiknum.
Bandaríska
landsliðið
sýndi
misjafna leiki
Bandariska landsliðið hefur
átt misjafna leiki hér á landi.
Liðið átti góða leiki I HSÍ-
mótinu, sérstaklega gegn FH.
Aftur á móti sýndi banda-
riska liðið ekki góða leiki gegn
islenzka landsliðinu.hvort sem
það hefur nú stafað af minni-
máttarkennd gegn islenzka
landsliðinu, þegar út i lands-
leikina var komið, eða ein-
hverju öðru. Bandarisku
landsliðsmennirnir gerðu sér
það til gamans, að spá um úr-
slit sfðari landsleiksins. Þeir
voru flestir á þvf, að siðari
landsleikurinn myndi ekki
tapast nema með svona fimm
mörkum, og voru spár þeirra,
21:16, 20:15 og 22:17. Þegar út
i leikinn var komið, náðu
Bandarikja mennirnir sér
aldrei á strik, sérstaklega þó I
vörninni.