Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 12

Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 12
12 TÍMINN Föstudagur 4. janúar 1974 Ilvaft cr radíóarnatör? Það er maður, sem hefur lært radiótækni og mors og tekið i þvi próf, sem veitir honum leyfi til að eiga og starfrækja sendistöð til að hafa samband við aðra radió- amatöra á amatörbylgju- sviðum. Ilvcrsvegna radióamatör, en ckki radfóáhugamaður? Knattspyrnuáhugamaður hefur áhuga á knattspyrnu, en það er ekki vist að hann kunni að sparka bolta. Kins þarf radióáhugamaður ekki að Þannig er sam- bandinu KAI.LMKIIKI Allir radióamatörar hafa sitt eigið kallmerki. Venju- lega eru fyrst einn eða tveir bókstafir, siðan einn tölu- stafur og þar á eftir tveir eða þrir bókstafir. Frá þessu eru þó til undantekningar. Fyrstu einn eða tveir staf- irnir tákna land það sem stöðin er i. Tölustafurinn er oft notaður til að segja til um hvar i landinu stöðin er, og er landinu þá skipt niður i svæðisnúmer, siðustu staf- irnir eru svo einkenni hvers amatörs. C <1 ALMKNNT KAIJ. C Q er almennt kall og þýðir að hver sem vill svara er velkomið að gera það. Q S O K»A SAMBANI) Þegar radióamatör sem við getum kallað TF3AA ætlar að eyða einhverjum tima við ta'kin sin, byrjar hann á þvi að hlusta og komast að hvernig skilyrði eru i loftinu i það skipti. Hann velur siðan tiðnisvið og stillir tæki sin þar. Hann kallar siðan út CQ og sitt kallmerki á eftir, tf3aa. Sú stöð, sem svarar, sendir hans kallmerki og siðan sitt, t.d tf5zz. 3aa kemur þá aftur og þakkar 5zz fyrir að svara sér og gefur honum upplýs- ingar um hvernig heyrist t.d. 599. gefur honum siðan upp QTH og hvað hann heiti. Oft segir hann einnig hvernig tækin eru sem hann notar. 5zz kemur siðan aftur inn og gefur sömu upplýsingar og þar á eftir fer það eftir hverjum og einum hvað talað er um og hve lengi. Þegar þeir svo hætta að tala saman segja þeir 73, sem er stytting fyrir bestu árnaðar- óskir eða eitthvað i þeim dþr, og ef t.d. 5zz er kona bætir hún gjarnan við 88 sem þýðir ,,love and kisses”. Konur kalla amatörar YL ef hún er ógift en XYL annars. Karl- kynsamatörar eru hins vegar alltaf kallaðir OM eða old man. kunna neitt i radiótækni eða fjarskiptum. Orðið radióama- tör er hins vegar notað ein- göngu yfir þá áhugamenn, sem hafa tekið amatörpróf. Þeir hafa með leikni sinni og kunnáttu öðlazt leyfi til að starfa sem virkir fjarskipta- menn. Ilvc langt draga tækin? Það er misjafnt eftir skilyrðum og tiðni sendisins. Yfirleitt næst vel til Evrópu og Ameriku. Stundum næst lika til Asiu og Astraliu. Um hvaðtala radióainatörar? Ef menn þekkjast ekki og vita ekki hvað þeir ciga að tala um, segja þeir kannski: „Híilló... ég heyri vel i þér... bless”. Annars tala þeir um allt milli himins og jarðar. Radióamalörar koma úr öllum starfsgreinum, þeir eru læknar, kóngar, verkfræð- ingar, húsmæður.... o.s.frv. Þeim gefst þvi gott tækifæri til að kynnast margvislegu fólki frá mörgum þjóðum. Stöðina má þó ekki nota til að flytja mikilvæg skilaboð, sem annars hefðu verið send með pósti eða sima, nema um neyð sé að ræða. Ilvernig get cg orðið radió- amatör? Með þvi að læra radiótækni, t.d. með þvi að lesa og smiða einhver tæki. Einig verður að læra mors. Gangast siðan undir amatörpróf. Ilvcrjar cru prófkröfurnar? Próf eru tvennskonar: Fyrir nýliðapróf er krafizt að menn kunni skil á: a. Helztu atriðum i lögum um fjarskipti og tilheyrandi reglum varðandi radióvið- skipti. b. Viðtöku og sendingu á mors-merkjum (hraði 35 bókstafir á minútu), nokkrum helztu Q-skamm- stöfunum og grundvallar- atriðum radiótækni. Fyrir A-próf eru kröfurnar: a. Helztu atriði laga um fjar- skipti og tilheyrandi reglna varðandi radióviðskipti, svo og i þeim greinum al- þjóða radióreglugerðar- innar, er snerta stöðvar áhugamanna og neyðar- viðskipti, svo og gildandi reglum um raforkuvirki. b. Viðtaka og sending morse- merkja (hraði 60 stafir á min), leikni i viðskiptum og notkun algengustu Q- skammstafana. c. Undirstöðuatriði raffræði og radiótækni, leikni i stillingu senditækja, bylgjumælingu o.þ.l. Verk- lega verður krafizt leikni i meðferð mælitækja, vönduðum frágangi, öryggi i stillingu tækjanna o.þ.l. Kru aldurstakmörk? Já, nýliðapróf 14 ára og A- próf 16 ára. Ilvaða leyfi veita þessi próf? a. Nýliðaleyfi, sem gildir i tvö ár og er óendurnýjanlegt. Leyfir 5 watta sendi á morsi eingöngu i tveimur bylgjusviðum. b. A-leyfi leyfir 50 Vött á morsi. Tal-leyfi fæst ári seinna. Tiðnisviðin eru fimm. Úti cr stormur, og I miðjum kliðum veröur aö fara út og strengja stögin á loftnctsstöngina við gamla golfskálann á Öskjuhlfð. Ekki dugar annað en þreifa sig áfram, þvi aö með reynslunni fæst leiknin. Sitthvað af þvl, sem notað er við fjarskiptatæknina.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.