Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 24
Föstudagur 4. janúar 1974 nr±3 r\t MERKIÐ.SEM GLEÐUR fyrir góöan ntai . Hltto*mrt‘hm,p,<!,a8inu ^ KJÖTIÐNAÐARSTÖÐ SAMBANDSINS Allt að lagast við Búrfell Astandið við Búrfellsvirkjun batnaði til muna i gær, er þiðnaði og tók að rigna. í gærmorgun var dálitið krap eftir i lóninu, en það var horfið siðdegis. Framleiðsla virkjunarinnar var um 112 mw fram undir hádegi, en um fjögur- leytið var hún komin upp i 125 mw. Tiu vindstig voru við virkjunina I gær, fimm stiga hiti og rigning. Ef þiðan helzt áfram, má gera ráö fyrir að framleiöslan aukist jafnt og þétt. Von var á norskum sérfræðingi til landsins i gær, en þar sem ófært hefur verið austur að virkj- un, kemst hann þangaö ekki fyrr en i dag. —SB * ■ Veriö er aö safna i bálköstinn á Melavellinum, sem kveikt veröur I á þrettándanum. Þessir bátar hafa veriö gefnir á brennuna. Tfmamynd G.E. Grýla og Leppalúði kveðja ó þrettándanum Þjóðhátiðardagskrá ársins 1974 I Reykjavik hefst á þrettándan- um, næstkomandi sunnudag, 6. janúar, með álfadansi og brennu á Melavellinum. Með þessu er endurvakinn gamall siður Reyk- vikinga, sem um árabil kvöddu jólin á þennan hátt undir forystu Almenningur í USA viðbúinn því versta — en Nixon og félagar bjartsýnir Iþróttamanna og skáta i borginni. Nú verður þjóðhátiðarári heilsað á þrettándanum og af þvi tilefni efnt til dagskrár við hæfi fólks á öllum aldri. Þrettándaskemmtunin hefst kl. 20.30 með þvi að Birgir Isl. Gunnarsson borgarstjóri, flytur ávarp og setur þjóðhátiðina. Þá leikur Lúðrasveit verkalýðsins undir stjórn Ölafs L. Kristjáns- sonar, en að þvi búnu ganga álfa- kóngur og álfadrottning ásamt friðu föruneyti inn á leikvanginn og syngja álfalög. Kór Mennta- skólans i Hamrahlið syngur og félagar úr Þjóðdansafélagi Reykjavikur stiga' dans. Þvi næst koma fram fimleikamenn i gervi þjóðsagnapersóna og leika listir sinar, en Grýla, Leppalúði og jólasveinar, sy.nir þeirra, ætla að kveðja viðstadda áður en þau halda til fjalla. Þrettánda- skemmtuninni lýkur með mikilli flugeldasýningu. Verð aðgöngumiða að skemmtuninni á Melavellinum er 100 kr. fyrir fullorðna en 50 kr fyr- irbörn. Forsala aðgöngumiða fer fram á Melavellinum frá kl. 16.00 þann 6. jan. Þjóðhátíðarnefnd vill hvetja foreldra til að hafa börn sin vel klædd á þessari kvöld- skemmtun. — kr. NTB-Washington — Þótt banda- riskir fjármálasérfræðingar séu ekki á eitt sáttir um útlitið á nýja árinu, virðist bandariskur al- menningur vera þess fullviss, að erfiðir timar séu framundan. Samkvæmt skoðanakönnun, sem Gallup-stofnun hefur gert, eru 85% þjóðarinnar viðbúin verulegum efnahagsörðugleikum og auknu atvinnuleysi á árinu, en aðeins 7% eru bjartsýn á horfurn- ar. Ýmsir kunnir hagfræðingar og fésýslumenn eru sammála skoð- un meirihlutans, en talsmenn Nixon-stjórnarinnar eru enn á þeirri skoðun, að ástandið verði ekki nærri eins slæmt og flestir búast við. Nixon forseti mun leggja fram drög að fjárlögum ársins 1975 á þinginu i lok janúar, og ljóst er þegar, að i fyrsta sinn i sögunni fer áætlunin fram úr 300 milljörð- um dollara. Fjárlagaráðunautur Nixons, Roy Ash, heldur þvi fram, að hvorki hallinn á fjárlögunum né atvinnuleysið rúuni ná þvi marki, sem gagnrýnendur stjórnarinnar telji. Orkuvandinn muni heldur ekki hafa þær hrikalegu afleið- ingar fyrir fjárhag landsins, sem sömu menn spá, segir Ash. 20 IRA-menn hand- teknir í lýðveldinu — samkvæmt lögum frá 1850 NTB-Dublin— Herinn og lögregl- an I írska lýðveldinu létu i fyrri- nótt til skarar skriða gegn IRA á landamærasvæðunum við N-Ir- land. Að minnsta kosti 20 manns voru handteknir, og voru að- geröirnar sagðar hinar viðtæk- ustu, sem yfirvöld hafa gripið til gegn IRA i 20 ár. Landsins forni fjandi hefur ekki náð tökum Hafisástand sjávar fyrir Norður- og Austurlandi er fremur hagstætt og nýismyndun getur ekki orðið að óbreyttum skilyrð- um, þrátt fyrir að isrek er fyrir öllu Norðurlandi og horfur hafa virzt slæmar. Meginisbrúnin er utar en isrekið, sem nú er komið upp að ströndinni. Þessar niðurstöður fengust m.a. af athugunum á hafisástandi i Austur-tslandsstraumi, sem gerðar voru á „Arna Friðriks- syni” I loðnuleitarleiðangri i desember. En ástand sjávar ræð- ur úrslitum um nýismyndum á sjónum jafnframt þvi sem það ræður straumum, sem geta haft áhrif á isrek. Astand sjávar i desember '73 var svipað og á sama tima 1969, 70 og 71, en árið 72 var mun mild- ara. A þessum árum gætti hafiss- ins litið hér við land I samanburði við hafisárin 1965-69. Svend-Aage Malmberg haf- fræðingur hefur meðal annarra unnið að hafisrannsóknum og rit- ar um þær I 8. tbl. Ægis 1973. Fylgzt verður með hafisnum i janúar og febrúar, en sem kunn- ugt er nær hann oftast mestri út- breiðslu með vorinu, að þvi er segir i fréttatilkynningu frá Haf- rannsóknastofnun. SJ öryggissveitir tóku til höndum i þorpum og bæjum i þremur greifadæmum, sem liggja að N- Irlandi, en þar er vitað, að IRA- menn hafa leitað skjóls eftir myrkraverk sin undanfarin ár. Handtökurnar fóru fram eftir að yfirvöld i báðum landshlutun- um tóku að nýju i notkun lög, sem veita ákæruvaldinu á báðum stöðum heimild til að ákæra fólk og stefna þvi fyrir rétt, án tillits til, hvar i landinu það hefur brotið lögin. Þessi lög, sem eru siöan um miðja fyrri öld, hafa ekki verið i gildi siðan Irlandi var skipt árið 1922. Cosgrave forsætisráðherra Irska lýðveldisins lofaði nýju héraðsstjórninni á N-Irlandi á mánudaginn, að hann myndi ekki láta viðgangast, að Irska lýðveld- ið væri notað sem felustaður hryðjuverkamanna á flótta frá brezku hersveitunum i norður- hlutanum. Talsmaður stjórnarinnar i Dublin sagði i gær, að aðgerðirn- ar i landamærahéruðunum i fyrrinótt væri eðlileg afleiðing af þessu loforði Cosgraves. Herforingjarnir misstu vænsta sauðinn: Birtist í byltingar- afmælinu á Kúbu NTB-Havana — Carlos Alta- mirano, einn þeirra manna, sem herforingjastjórnin i Chile hefur leitað hvað ákafast, birtist öllum að óvörum i Havana á Kúbu á miðvikudaginn, þegar menn voru þar að halda upp á 15 ára byltingarafmæli Castros. Ekki er vitað, hvenær né hvernig Alta- mirano komst frá Chile. Hann var framkvæmdastjóri sósialistaflokks Chile og fór i fel- ur, þegar herforingjarnir steyptu Allende forseta i september. Valdhafarnir hafa siðan leitað hans um allt landið með logandi ljósi. Meðal gesta i byltingaraf- mælinu á Kúbu var einnig sænski ambassadorinn, Harald Edel- stam, sem var visað úr landi i Chile. I fyrsta sinn i sjö ár var nú haldin hersýning i Havana á þjóð- hátiðardaginn. Skriðdrekar og fallbyssuvagnar óku um borgina, og yfir sveimuðu MIG-orrustu- þotur. Hersýningin stóð I hálfa klukkustund. Ástæðan fyrir þvi, að hersýningar voru felldar nið- ur, var sú, að þær voru taldar of dýrar. I ræðu i Havana sagði Raoul Castro, bróðir forsætisráðherr- ans, að stjórn Kúbu stæði nú sterkari fótum en nokkru sinni fyrr, þótt Bandarikjamenn hefðu öll 15 árin stundað undirróðurs- starfsemi I þvi skyni að steypa henni af stóli. Hann tilkynnti einnig, að ibúar Kúbu mættu bú- ast við hækkandi verðlagi á næst- unni, vegna orkuskortsins i heiminum. Blaðburðarfólk óskast: Vogar, Mávahlíð, Stórholt, Miðbær, Seltjarnarnes, Laugavegur, Laugarnesvegur og Þórufell SÍAAI 1-23-23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.