Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 04.01.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 4. janúar 1974 TÍMINN 3 Gáttir a\\ar, áðr gangi fram, of skoðask skyli, of skyggnask skyli Upphafsorð verðiaunaóperu Jóns Ásgeirssonar — Edduljóöin hafa alltaf verið lifandi fyrir mér, og sem barn las ég þau mikið, sagði Jón Ás- geirsson, en ópera hans, Þrymskviða, hlaut verð- laun í samkeppni Þjóðleik- hússins. Efnið er tekið úr goðsögunum og styðst við Þrymskviðu, Hévamál, Völuspá, Vafþrúðnismál og Grímnismál. Vorið 1972 auglýsti bjóð- leikhúsið samkeppni i tilefni þjóð- hátíðarársins. Var samkeppnin reyndar þrenns konar: um leik- rit, ballett, bæði efnisþráð og tón- list, og svo óperu, bæði tónlist og texta. Frestur var veittur fram i febrúar árið 1973, en var siðan framlengdur fram i mai. Ekkert verk á ballettsviðinu barst. Fjögur leikrit bárust, en i dóm- nefnd voru Jónas Kristjánsson, Vilhjálmur Þ. Gislason, Brynja Benediktsdóttir, Stefán Baldurs- son, og Sveinn Einarsson. Dóm- nefndin hefur nú skilað áliti og niðurstaða hennar er sú, að ekk- ert ieikritanna hljóti verðlaunin. Sveinn Einarsson þjóðleikhússtjóri afhendir Jóni Ásgeirssyni verðlaunin. —Timamynd: Róbert. íhaldið í Reykjavík klofnar A BORGARSTJÓRNARFUNDI i gær átti að ganga frá ráðningu forstöðumanns Heiisuverndar- stöðvarinnar I Reykjavík, en þvi máii hafði verið frestað frá sið- asta fundi borgarstjórnar. Þau tiðindi urðu á fundinum i gær, að málinu var enn frestað að beiðni borgarstjóra. í SAMTALI við biaðið i gær kvaðst Sverrir Garöarsson, formaöur FtH, álita að þegar hafi veriö sagt upp um 20% af hljómlistarmönnum þeim, er leika i veitingahús- unum, og álika fjöldi myndi fara af launaskrá um næstu mánaðamót. Hljómlistar- mennirnir voru á kaupi sam- kvæmt samningi i 1 mánuð, eftir aö þjónaverkfallið hófst ihaustog uppsagnarfrestur- inn er 30 dagar, miðað við mánaðamót. — Ég vona, að þegar þjóna- deilan leysist, þá lagist þetta Astæðan var sú, að borgar- stjórnarmeirihlutinn gat ekki komið sér saman um að Jón Magnússon lögfræðingur hlyti starfann. Jón Magnússon hefur til þessa starfað á lögfræðiskrifstofu Eyjólfs Konráðs Jónssonar. Borgarfulltrúar minnihluta- flokkanna lögðu til, ásamt Alberti aftur, sagði Sverrir. — Komið hefur til tals, aö manni skilst, aö veitingahús i bænum breyti starfsemi sinni, þannig að ekki verði þörf á hljómsveitum, en ég hef enga trú á þvi persónu- lega, að fólk hætti að dansa, og ég held, að fólk láti ekki bjóða sér það að dansa eftir hljómplötum, og á ég þá sér- staklega við árshátiðir og annað slikt. Og fyrsta flokks veitingahúsin hér, sem við köllum svo, koma aldrei til meö að „lifa á hljómplöt- um.” -Step. Guðmundssyni, að Geir Guð- mundsson fengi stöðuna, en hann er reyndur og traustur borgar- starfsmaður, hefur starfað hjá borginni áratugum saman og uppfyllir allar þær kröfur, sem gerðar eru til forstöðumanns Heilduverndarstöðvarinnar. Geir Hallgrimsson og aðrir forystu- menn Sjálfstæðismanna munu undanfarið hafa lagt mjög hart aö j Alberti Guðmundssyni og skorað á hann að lúta vilja flokksins i þessu efni, en hann hefur ekki | gefið sig, heldur fast við þá sannfæringu sina, að réttara sé og eðlilegra, aö reyndur borgar- starfsmaður hljóti stööuna, en ekki einhver flokksgæðingur Sjálfstæðisflokksins. Þegar ljóst var á fundinum i gær, að ekki næöist samstaða innan meirihlutans um að veita Jóni Magnússyni stöðuna, óskaði borgarstjóri eftir enn einni frest- un sem fyrr segir. Nú mun i ætlunin að reyna að *fá Jón Magnússon til þess að reyna að j draga umsókn sina til baka. — HHJ. „Þau lifa aldrei á hljómplötum" Þó hvetur dómnefndin einn höf- undanna „Kasandra” til að gefa sig fram, en umslögin með höfundanöfnunum hafa ekki verið opnuð, þvi hún telur, að væri verkið umsamið gæti það orðið gott til flutnings siðar. Vonast dómnefndin þvi til að Kasandera gefi sig fram við forráðamenn hússins, en þaö er siður að opna ekki umslögin með nöfnum höf- unda nema hjá þeim, sem verð- launin hlýtur. Einnig vonast nefndin til aö hinir höfundarnir þrir gefi sig fram, þvi sú hug- mynd hefur komið fram, að verk þeirra verði lesin upp i Þjóð- leikhúskjallaranum. Eitt óperuverk barst, bryms- kviða eftir Jón Aseeirsson,. og hlaut þaö 200 þúsund króna verðlaun. Verðlaun fyrir hin verkin voru 150 þúsund. Mælti dómnefndin með verkinu til flutnings i leikhúsi með ákveðn- um breytingum. Sagði Jón Asgeirsson við af- hendingu verðlaunanna, að hann hefði unniö við samningu þessa verks meira og minna siðustu fimm árin. Útdráttur úr verkinu hefði verið fluttur á árshátið Kennaraskólans fyrir átta árum, og þá veriö fyrsta óperan, sem flutt hefði veriö hér á landi eftir islenzkan höfund. Verkið er tveir timar i flutningi. Einsöngshlutverk eru sjö ásamt kór, en i kór Þjóöleikhússins eru nú 32. Sagði Sveinn Einarsson Þjóð- leikhússtjóri að verkið yrði flutt á listahátiðinni i sumar, og þetta væri i fyrsta skipti i sögu Þjóð- leikhússins, sem þar væri flutt ópera eftir islenzkan höfund. Dómnefndina skipuðu Vil- hjálmur Þ. Gislason, dr. Róbert A. Ottóson, Páll Isólfsson, Gunn- ar Egilson, Sveinn Einarsson og Rut Ingólfsdóttir. — kr. Miranda kyrr fyrir vestan Brezki togarinn farinn heirri EFTIRLITSSKIPIÐ Miranda var enn úti fyrir Vestfjörðuni I gær- morgun. Þrátt fyrir itrekaöar fyrirspurnir til brezka sendiráðs- ins, hafði ekkert svar borizt um það, hvort skipiö ætlaði að not- færa sér heiniild til að kanna staösetningu brezka togarans Sáint Dominic. I gær fékk togarinn heimild til aö halda út fyrir fiskveiðitak- mörkin. Þegar skýrsla hefur bor- izt frá varöskipinu til dómsmála- ráðuneytisins, tekur ráðuneytiö ákvörðun er varöar leyfissvipt- ingu. Saint Dominic frá Hull var tek- inn á miðvikudaginn að ólögleg- um veiðum á friðaða svæöinu austur af Glettinganesi. Hann mun nú vera á leið til Bretlands. —SB. Sex sem pund ullar af ungu fé, er rúið að vetrinum Viðhorfin í kjara- samningamdlunum hafa gerbreytzt frd því í haust 1 Verkamanninum á Akur- eyri, tnálgagni Samtaka frjálslyndra og vinstri manna á Norðurlandi, er i siðasta tölublaöi rætt I forystugrein um kjarasamningana og þau nýju og versnandi viðhorf, sem hljóti að setja mark sitt á samningsgeröina. t greininni segir, að verkalýöshreyfingin verði nú að slaka á kröfum sinum. i grein þessari, sem skrifuð var áður en samningar við BSRB voru undirritaðir segir, að hinn hagstæði grund- völlur, sem verið hafi fyrir hendi I haust, hafi brostið með oliukreppunni og hinum miklu verðhækkunum á oliu, sem framundan séu. Samt verði að halda fast við verulega hækkun á lægstu laununum. Áhrif olíukreppunnar t greininni segir: „Þau tiðindi hafa gerzt I heiminum á síöustu vikum og mánuöum, sem gerbreytt hafa aðstööu verkafólks til að knýja fram verulegar kjara- bætur, og þegar er Ijóst, að verkalýösfélögin veröa að draga til baka margar af þeim kjarakröfum, sem settar voru fram I haust. Slikt hiö sama hljóta félög innan BSRB að gera. Orsakir þessa eru öðru fremur og aðallega þær gifur- legu verðhækkanir á oliu og vörum framleiddum úr olíu cða meö aðstoð oliu, sem ýmist hafa þegar orðið eöa eru fyrirsjáanlegar. Hér veröur um svo gífurlegan skatt á þjóðina að ræða um- fram þaö, sem búizt var við, að sú kaka, sem til skiptanna verður, hlýtur aö smækka og nettóupphæö meðaltekna lækkar. Sá hagstæði grund- völlur mikillar kröfugerðar, sem var fyrir hendi, er brostinn. Og þvi miður veröur bakslagið meira en æskilegt heföi veriö, en orsök þess er sú, að pólitiskir yfirborðs- menn réðu miklu um kröfu- gerðina á siöastliönu hausti, og afleiðingar af ráðum slikra verða illar, sem oftast áður. Þyngra dfall en eldgosið í Eyjum En þrátt fyrir það mikla áfall, sem þjóðin hefur nú orðiö fyrir, og verða mun stórum alvarlega fyrir efna- haginn en nokkurn tima eld- gosiö í Eyjum, dugir ekki aö verkalýöshreyfingin leggi árar í bát, — enda þótt henni beri að taka tillit til allra að- stæðna og láta skynsamlegt mat ráöa. á Arnarvatni í Búnaðarblaðinu Frásögn Eysteins „í MYVATNSSVEIT er sauöfjár- búskapur um margt frábrugðinn þvi, sem annars staðar gerist. Þar hefur til dæmis um langt ára- bil verið frjósamara fé en gengur og gerist —algengt, að þar fæðist 185-190 lömb á hundraö ær, þar er fé og fóðraö til hámarksafurða, þar hefur hver bóndi fremur fátt fé en mikinn arð af hverri kind, og þar hefur um margt veriö farið inn á nýjar brautir I sauðfjár- rækt”. Þessi orö eru upphaf spjalls, sem Sveinn Hallgrlmsson ráðu- nautur hefur átt viö Eystein bónda Sigurðsson á Arnarvatni og birtir i Búnaðarblaðinu. Fjallar viötalið um vetrarrúning á fé, sem mjög er tíökaður i Mývatns- sveit. Eysteinn segir I viötalinu, að hann alrýi þrjá til fjóra yngstu árgangana aö vetrinum, og taki vanalega eitthvað af öllum ám. Gimbrarnar eru rúnar fyrir jól, en eldra féð byrjar hann oftast aö rýja I marzmánuði. Með þessum hætti hefur bóndinn á Arnarvatni fengiö nær fjögur pund af ull af hverri kind, en af yngra fénu hef- ur veriö hátt I sex pund af hverri kind. Eysteinn segir, að þau skilyrði, sem fullnægja þarf til þess, aö vel gefist aö rýja að vetrinum, séu fyrst og fremst þau, að nóg fóöur sé til, vel gefið og húsin góð, þurr og laus viö dragsúg. Hann segir kostina vera þá, að meiri og betri ull fáist, tími sparist viö göngur og smalamennsku, féð sé laust við ónæði, er þaö er komiö i sumarhaga, og velfóðraðar vetarrúnar ær séu betur undir hret og úrfelli búnar á fjalllendi en nýrúiö sé aö sumrinu. Þar aö auki telur Eysteinn tvimælalaust, aö ungt fé fóörist betur og skili vænni lömbum, ef það er vetrar- rúiö. í lok viötalsins er þess getið, að viö tilraunir á Hesti, Reykhólum og víðar hafi komiö í ljós, að miklu vænni lömb fengust undan vetrarrúnum lambgimbrum heldur en vorrúnum, og sömu- leiðis heldur vænni undan tvæ- vetlum. öllum virðist, að betri ull fáist meö þessum hætti, en góö hús og góö hirðing er frumskil- yröi, að þessi aöferð gefi góöa raun. Enda þótt margar kröfur og óskir veröi nú aö leggja á hilluna, hljóta verkalýös- félögin og einnig BSRB aö lialda fast viö þá grund- vallarkröfu, aö lágmarkslaun fyrir fullvinnandi karl eöa konu veröi 35 þúsund krónur á mánuöi. Meöan ýmsir taka margföld laun á mánuöi er ekki ástæöa til aö taka þessa kröfu til baka. Þaö er ekki ástæöa til þess, aö þaö væri óverjandi aö halda aö viö þessa kröfu eru allar aörar aukaatriöi.” -TK.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.