Tíminn - 12.01.1974, Page 4

Tíminn - 12.01.1974, Page 4
4 TÍMINN Laugardagur 12. janúar 1974 Hunang hækkar gífurlega Nýlega bárust biflugnaeigend- um um allan heim þau gleði- tiðindi, að eftirspurn eftir hun- angi vex óðfluga þessa dagana. Og þessa eftirspurn* telja menngleðileg tiðindi vegna þess, að það eru hin fátæku þró- unarlönd, sem framleiða mest af þvi hunangi sem selt er ðg neytt er i veröldinni. Eftirspurnin er sögð hafa vaxið svo mikið, að þau 60 prósent hunangsframleiðenda i heimin- um, sem i þróunarlöndunum búa, og hafa hingað til aðeins getað sinnt hunangsræktinni i fristundum, geta nú snúið sér að biflugnaræktuninni sem aðalat- vinnu. Það munu vera Japanir. sem þjóða mest hafa kippt við sér og eru farnir að.skófla i sig hunangi eins og sáluhjálpar- meðali upp á siðkastið. Tæknin og stórfyrirtækin 1 haust var mikil sýning á vélum og tækninýjungum fyrir stór- fyrirtæki nútimans. Sýningin var haldin i Hamborg og vakti þar margt mikla athygli, eins og gengur á sýningum. Meðal annars kom þar fram hugmynd, sem reyndar er byrjuð að ryðja sér til rúms i Þýzkalandi, en hún er sú, að fólk fái að koma til vinnu nokkrum stundum siðar en nú gerist almennt eða fara heim fyrr en ella, ef það af ein- hverjum ástæðum þarf þess nauðsynlega. 1 staðinn þarf það að vinna upp þessar fristundir utan venjulegs skrifstofutima. Til þess að hægt sé að hafa eftir lit með að allir vinni tilskilinn tima þarf fullkomnar stimpil- klukkur, sem sjálfar sjá um timaútreikning fyrir fólkið. Annað var þarna á sýningunni, sem á að geta sparað nokkuð hjá stórfyrirtækjum. Þetta tæki sjáið þið hér á myndinni, en það er skrifvél, sem undirritar skjöl fyrir forstjórann með hans eigin penna. Stúlkan á myndinni stjórnar vélinni með mikilli ánægju, en vélin getur skrifað allt að 20 þúsund sinnum undir skjöl fyrir forstjórann. Vonandi verður þetta þó ekki til þess að auðvelda svikahröppum og fölsurum að ná raunverulegum undirskriftum manna, sem eiga mikla peninga eða eru áhrifa- menn á ýmsum sviðum. DENNI DÆAAALAUSI Það eina góða við hrein föt er lyktin af þeim, þegar verið er að strauja þau.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.