Tíminn - 24.01.1974, Side 17

Tíminn - 24.01.1974, Side 17
sr*y? y » r »-t> Fimmtudagur 24. janúar 1974. TÍMINN 17 SVEITA- KEPPNI í BAD- AAINTON SAMKVÆMT samþykkt siðasta badmintonþings efnir Badmintonsambandið til sveitakeppni i badminton. Liðum verður skipt i 2 flokka, og fer undankeppni fram á svæðum, sem ákveðin verða, þegar séð verður um þátttöku, og eipnig verður miðað við samgöngumöguleika. Badmintonsambandiö annast siðan um úrslitakeppni, og er stefnt að þvi að henni verði lokið eigi síðar en 15. april. Hins vegar mun keppni á einstökum svæðum verða lokið eigi siðar en 15. marz. í meðfylgjandi reglum, er samþykktar voru á siðasta badminton- þingi, greinir nánar frá fyrirkomulagi keppninnar. Þessi svæðakeppni verður auglýst nánar á næstunni, og þá greint endanlega frá þátttökutilkynningu o.fl. varðandi keppnina. Tillaga um sveitakeppni i badminton. 1. Liðum verði skipað i tvo flokka, fyrsta og annan flokk. I fyrsta fl. séu þau liö, sem hafa þrjá m.fl. leikmenn eða fleiri. t öðrum flokki verða þau önnur lið, sem þátt taka. 2. Hvert lið sé skipað eigi færri en 10 keppendum, ef um karla og kvennakeppni væri aðræða, þó er heimilt að veita undanþágu um fækkun keppenda i B-flokk. 3. Keppt verði i 4 einliðaleikjum karla, þrem tviliðaleikjum karla, tveim einliðaleikjum kvenna, tveim tviliðaleikjum kvenna og tveim tvenndarleikjum. Hver keppandi má ekki taka þátt i fleiri en tveim greinum. 4. Keppni I öðrum flokki fari fram á svæðum, og það lið sem sigrar á hverju svæði, mætir til úrslitakeppni, sem fer fram á svæðunum til skiptis. Fjöldi og stærð svæða fari eftir þátttökutilkynningum og samgöngutilhögunum. 5. Er þau lið, sem mæta til úrslita, hafa keppt, og endanlegur sigur- vegari er fenginn, getur hann (þ.e. sigurvegarinn) tekið þátt i 1. flokks keppninni á næsta ári, ef hann óskar þess. Sigur i öbrum flokki þýðir ekki, að sigurvegarinn verði að keppa i fyrsta flokki. 6. Hvert félag hefur rétt til að senda að minnsta kosti þrjú lið i hvorn flokk. Þá má enginn keppandi taka þátt i keppni nema i öðrum flokknum, og verður að tilkynna viðkomandi keppendum með nægilegum fyrirvara. 7. Lið innan svæðis semja um framkvæmd svæðakeppninnar, t.d. hvort svæðiskeppnin fari öll fram á einum stað á sama tima, eða liðin heimsæki hvort annað. Ekki er reiknað með nema einni um- ferð. Einnig væri reglugerð um það, að svæðakeppninni væri lokið eigi seinna en 15. marz. 8. B.S.l. sjái um skipulag úrslitakeppninnar og veiti fjárhagslegan stuðning til hennar. Endanleg úrslit i öðrum flokki séu kunn ekki seinna en 15. april. 9. t fyrsta flokki sé leikin tvöföld umferð, og sigrar það lið, sem flest stig hefur að annarri umferð lokinni. 10. Stig séu reiknuð þannig, að 1 punktur fáist fyrir hvern unnin leik, en 2 stig fyrir unna keppni. Verði lið jöfn að keppni lokinni, gildi fjöldi punkta. Sé einnig jafnt þá, skal keppt til endanlegra úrslita á hlutlausum velli. öllum ágreiningi um keppnina skal visað til B.S.t. Athuga mætti, hvort ekki væri hægt að halda keppni með svipuðu formi i unglinga- flokkum og væri það æskilegt að mati tillögusemjanda. Einnig ósk um við eftir að menn utan af landi láti i ljós álit sitt á keppninni, hvort sem þeir mæta á þingi eður ei. SEX STÓRMÓT í GLÍAAU í VETUR Glimusamband íslands efnir til 6 glímumóta i vetur. Verða þau sem hér segir: 9.febrúar: Sveitaglima íslands ’73 (úrslit). 16. febrúar: Bikarglima GLl, fullorðnir 17. marz: Bikarglima GLÍ, unglingar. 30. og 31. marz: Landsflokkagliman. 27. aprfl: íslandsgliman. 12. mai: Sveitaglima Islands ’74 (ljúki i mai). Keppnisstaðir verða auglýstir siðar, en þátttökutilkynningar þurfa að hafa borizt mótanefnd GLl, Box 997, Reykjavik, eigi siðar en 14 dögum fyrir viðkomandi mót. Stjórn Glimusambands Islands hefur skipað mótanefnd GLÍ fyrir árið 1974.1 nefndinni eru: Sigurður Ingason, Reykjavik, formaður, Sigurður Geirdal, Kópavogi, Gunnar R. Ingvarsson, Reykjavik. Stjórn GLI hefur falið eftirtöldum aðilum að sjá um fjórðungs- glimur 1974. Héraðssambandi Snæfellsness- og Hnappadalssýslu: Fjórðungs- glimu Vesturlands. HéraðssambandiSuður-Þingeyinga: Fjórðungsglimu Norðurlands. Ungmenna- og Iþróttasambandi Austurlands: Fjórðungsglimu Austurlands. Héraðssambandinu Skarphéðni: Fjórðungsglimu Suðurlands. OPPSAL LEIKUR FYRRI LEIKINN HEIAAA Liðið mætir rússnesku meisturunum í Evrópukeppninni í handknattleik NORSKA meistaraliðið i handknattleik, Oppsal leikur gegn rússneska liðinu 1. mai i 8-liöa úrslitunum i Evrópu- keppni meistaraliða. Oppsal leikur fyrri leikinn i Noregi 24. marz, en síðari leikurinn fer fram i Rússlandi 31, marz. VILJA KAUPA MORRIS TVÖ AF botnliðunum i ensku 1. deildinni, Stoke og Norwich, vilja nú kaupa miðvallarspilarann Peter Morris frá Ipswich. Þá hefur 2. deildarliðið Crystal Palace einnig áhuga á Morris, en liðiö er i fallhættu i 2. deild- inni. V-ÞJOÐVERJAR OG TÉKKAR ERU BJARTSÝNIR... peir tei|a sig oru úrslitin í HAA VESTUR-ÞJÓÐ- VERJAR og Tékkar, sem leika i sama riðli og íslendingar i heimsmeistarakeppn- inni i handknattleik i Austur-Þýzkalandi, eru nú byrjaðir að undirbúa sig fyrir keppnina af fullum krafti. Vestur-Þjóð- verjar og Tékkar leika nú hvern lands- leikimUá fætur öðrum og ekki nóg með það, því að þeir taka þátt i alþjóðlegu handknatt- leiksmóti, sem fer fram i Vestur-Þýzka- landi um helgina. Sú keppni er fjögurra landa keppni og taka Tékkar, V-Þjóðverj- ar, Júgóslavar og Norðmenn, þátt i keppninni. Á þessu sést, að Vestur- Þjóðverjar og Tékkar telja sig örugga i 8-liða úrslitin og þvi skiptir það engu máli fyrir þá, þó að landsliðin þeirra leiki i sama æfingarmótinu, svona rétt fyrír HM-keppnina. Á meðan landslið V-Þjóðverja og Tékka undirbúa sig sem bezt fyrir HM-keppnina, þá leika lslendingar og Danir, sem leika i sama riðli, af full- um krafti i deildunum hjá sér. Á þessu sést, að það er nauðsynlegt að islenzka lands- liðið fái að minnsta kosti 1-2 landsleiki fyrir HM-keppnina. Stjórn HSl verður þvi að róa að þvi eins og hægt er að fá landsleiki. Hluti af keppendum unglingamóts KIÍ i badminton ásamt þjálfara sinum, Reyni Þorsteinssyni. Badminton: UNGUNGASTARF KR BER ÁRANGUR KR-ingar ættu að eignast marga ógæta badminton-leikmenn ó næstu órum Innanfélagsmót ung- linga í badminton var haldið i KR-húsinu 19. janúar. Mikill fjöldi þátttakenda mætti til leiks, og var keppnin oft mjög skemmtileg. Það er auðsýnt, að þjálfun unglingaflokkanna i KR, undir stjórn Reynis Þor- steinssonar, ber góðan árangur, þvi að á móti þessu mátti sjá, að keppendur eru i mikilii framför. Með sliku áframhaldi á unglinga- starfsemi ætti KR að eignast marga ágæta badminton-leikmenn á næstu árum. Athyglisverðustu leikmennirnir er fram komu á mótinu voru: i sveinaflokki: Jón Bergþórs- son, Kristinn Helgason, Reynir Guðmundsson, Ágúst Jónsson, Friðrik Halldórsson og Kjartan Birgisson. Flokkur 12 ára og yngri: Þor- valdur Þorsteinsson og Valdimar Guðlaugsson. Meyjaflokkur: Arna Steinsen. Björg Sif Friðleifsdóttir og Þór- unn óskarsdóttir. Úrslit: Mey jaflokkur : Arna Steinsen sigraði Björgu Sif Frið- leifsd. 11-6, 11-2. Flokkur 12-ára ogyngri: Þorvaldur Þorsteinsson sigraði Valdimar Guðlaugsson i aukalotu 11-5, 5-11, 11-4. Sveina- flokkur: einliðaleikur: Jón Bergþórsson sigraði Ágúst Jóns- son 12-9, 11-2. Sveinaflokkur. tviliðaleikur: Jón Bergþórsson og Ágúst Jónsson sigruðu þá Kristin Helgason og Reyni Guðmundsson i aukalotu: 18-14, 13-15, 15-10. Á þessu ári verður KR 75 ára, og i tilefni þeirra timamóta mun verða efnt til afmælismóts i bad- minton. þar sem keppt verður i A- flokki og meistara-flokki. Mótið verður auglýst siðar.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.