Tíminn - 22.02.1974, Page 3

Tíminn - 22.02.1974, Page 3
Föstudagur 22. tebrúar l})74. TÍMINN 3 Fyrir enda borðsins Halldór Kristjánsson, formaöur úthlutunarnefndar, innan við borðið Helgi Sæinundsson, Sverrir Hólmarsson og Andrés Krisljánsson og gegnt þeim séra Jóhannes Pálmason, Hjörtur Kristmundsson og Magnús Þórðarson. — Timamynd: Gunnar. Úthlutun listamannalauna 1974: Fimm bættust í efri Verður kjörlistinn næst opinberaður? SP—Reykjavik — úthlutunar- nefnd listamannalauna hefur nú skilað frá sér lista sinum. Hljóta alls 119 listamannalaun þetta herrans ár, 1974. Þar af eru 60 i efra flokki (120 þúsund krónur), en voru 55 i fyrra. Þeir, sem bætt- ust við voru: Jakobina Sigurðar- dóttir og Jón óskará bókmennta- sviðinu, listmálararnir Hringur Jóhannessonog Pétur Friðrik.og loks á tónlistarsviðinu Leifur Þórarinsson. I neðra flokki (60 þúsund krón- ur) eru nú 47, en voru 56 i fyrra. Þar hefur þvi fækkað um 9. Úthlutunarnefnd úthlutaði þvi alls i ár til 107 listamanna (111 i fyrra), en áður voru veitt af Alþingi laun til 12 listamanna. 250 þúsund krónur. t úthlutunarnefnd eiga sæti Halldór Kristjánsson bóndi (for- maður), sr. Jóhannes Pálmason, prestur (ritari), Andrés Kristjánsson, fræðslustjóri, Helgi Sæmundsson ritstjóri, Hjörtur Kristmundsson, skólastjóri, Magnús Þórðarson, fram- kvæmdastjóri og Sverrir Hólmarsson m.litt. Á fundi með blaðamönnum i gær sagði Helgi Sæmundsson það eindregna skoðun sina, að úthlut- unin ætti að fara fram fyrir opn- um tjöldum, jafnvel mætti sjónvarpa frá atkvæðagreiðslu nefndarmanna! Hins vegar sagði hann, að það væri ekki á valdi néfndarinnar að breyta þvi, heldur Alþingis með lagabreyt- ingu. Með þvi að gera störf nefnd- arinnar opnari almenningi, fengi hún meiri reisn, sagði Helgi. Eins og lögin eru, heimila þau hverjum og einum nefndarmanni að skýra frá þvi, hvernig hann hagaði at- kvæðum sinum. 13 manns voru á kjörlista um nýju sætin 5 i eftir flokknum. Fram kom nokkur gagnrýni hjá sumum nefndarmanna, og raun- ar öllum meira og minna, á þvi, hvernig úthlutun er nú hagað og þá um leið, hvernig aðstaða nefndarmanna er samkvæmt þeim lögum, sem gilda nú. Andrés Kristjánsson kvaðst hafa starfað i úthlutunarnefnd bæði eftir nýju lögunum og þeim, sem þar á undan giltu. Kvaðst hann að mörgu leyti hafa verið ánægðari með þau fyrri, m.a. vegna þess, að þar hefðu nefndar- menn haft meiri völd en nú við úthlutunina. Með núgildandi fyrirkomulagi væri þetta allt miklu sjálfvirkara. Þeir gagn rýni, sem fram kom á fundinum varðandi það, hve fáir ungir listamenn væru á listanum, svar- aði Andrés þvi til, að hann væri þvi fyllilega sammála. Það, sem skapaði vandann i þessu sam- bandi, taldi hann hins vegar, vera. að bæði væri fjöldi hinna ungu listamanna mjög mikill og eins vildu atkvæði dreifast mjög á milli þeirra. Þetta taldi Andrés, að hægt væri að ráða bót á að ein- hverju leyti með þvi að breyta lögunum þannig, að nefndarmenn hefðu nánari samráð sin á milli. Helgi Sæmundsson kvaðst að mörgu leyti ánægður með nýju lögin, m.a. vegna þess að sam- kvæmt þeim væru nefndarmenn kjörnir til kjörtimabilsins, en ekki eins árs eins og áður, og það skapaði þeim óneitanlega betri starfsgrundvöll. Fram kom á fundinum að dæmi voru þess, að listamenn, sem verið höfðu i kjöri til efra flokks- ins, höfðu ekki einu sinni komizt á þann neðri. Nefndi Helgi Sæm. dæmi um mann, sem hann hefði greitt atkvæði til efri flokksins, en siðan hefði hvergi k'omið fram á listanum. I þvi sambandi sagði Helgi, að hann hefði litið svo á, að grundvallarsamkorriulag hefði náðst meðal nefndarmanna um efri flokkinn og hann sæi nú ekki betur, en að nefndarmenn hefðu brugðizt þvi samkomulagi Við samanburð á listanum frá i fyrra og þessum nú, virðist Guð- bergur Bergsson falla undir þetta dæmi. Hann er hvergi á lista i ár. Halldór sagðist finna mörg vandkvæði á núgildandi lögum nefndarinnar, en hins vegar sæi hann ekki, að hægt væri að finna þá leið, sem algjörlega gallalaus væri. Fram kom, að skapazt hefur á siðustu 10-15 árum eins konar ,,hefð” hjá úthlutunarnefnd varð- andi það, að láta þá menn sitja áfram i efra flokknum, sem þar hafa einu sinni komizt, eða eins konar „gentlemen’s agreement”, eins og Helgi Sæm. orðaði þaö, og sagðist hann ekki vita annað, en að fullt samkomulag væri um þetta atriði innan nefndarinnar. Aðspurður um ósamkomulag innan nefndarinnar, eins og manni fannst liggja i loftinu þarna á fundinum, sagði Helgi.að liklega væri vandfundin sjö manna nefnd, þar sem eins gou samkomulag rikti, og tók Halldór formaður undir það- Um fyrrnefnda hefð sagði Hall- dór. að vafalaust yrði erfitt að framfylgja henni til lengdar, þar sem flokkurinn (þ.e. sá efri) væri stöðugt stækkandi. Nefndin hefur ákveðið fjár- magn til úthlutunar og fjölgunin um 5 sæti i efri flokknum hefur auðvitað þýtt það, að möguleikar hafa minnkað verulega (eða sem jafngildir 10 sætum) á sæti i þeirri Leifur Þórarinsson neðri. Fram kom, að samkomulag var ekki sem bezt meðal nefndar- manna um þá, sem voru i kjöri til neðri flokksins. 1 þvi sambandi sagði Helgi Sæm., að sér hefði fundizt gæta alltof mikils handa- hófs með hann, hverjir felldir voru úr og hverjir teknir inn. Sagði Helgi, að sér fyndist vanta alltof marga i þann flokk. — Mér finnst rétt, að nefndarmenn geri hreint fyrir sinum dyrum, sagbi Helgi og bætti þvi við, að gera ætti opinbert hverju sinni, hverjir til greina kæmu til úthlutun. Sverrir kvaðst telja það næsta óhugsandi með núgildandi lögum, að úthlutun gæti verið laus við handvömm. Ennfremur sagði hann, að eiginlega hefði aldrei komið fram, til hvers peningarn- ir, sem úthlutaðir eru, séu ætlaðir. — Og ég lýsi þvi yfir hér —og hef áður gert —, að mér þyk- ir lögin ekki svo góð, sem skyldi. Þess er að geta, að við val sitt munu nefndarmenn hafa tekið til- lit til þess, ef listamenn fengu við- bótarritlaun, starfslaun á siðasta ári eða ferðastyrk frá mennta- málaráði. Sagði Halldór, að full ástæða væri þó til að koma á betra samræmi i þessu. Árið 1974 hljóta þessir 119 listamannalaun: 250 þúsund krónur: Asmundur Sveinsson, Brynjólfur Jóhannesson, Finnur Jónsson, Guðmundur Böðvarsson, Guð- mundur G. Hagalin, Gunnar Gunnarsson, Halldór Laxness, Kristmann Guðmundsson, Páll Isólfsson, Rikharður Jónsson. Tómas Guðmundsson, Þorbergur Þórðarson. Aður veitt sf A.'.bir.gi Veitt af nefndinni: 120 þúsund krónur: Agnar Þórðarson, Armann Kr. Einarsson, Árni Kristjánsson, Björn Ólafsson, Bragi Asgeirs- son, Eirikur Smith, Elinborg Lárusdóttir, Guðmunda Andrés- dóttir, Guðmundur Danielsson, Guðmundur Frimann, Guðmund- ur Ingi Kristjánsson, Guðrún Á. Simonar, Gunnar M. Magnúss, Halldór Stefánsson, Hannes Pétursson, Hannes Sigfússon, Heiðrekur Guömundsson, Hringur Jóhannesson, Indriði G. Þorsteinsson, Jakobina Sigurðar- dóttir, Jóhann Briem, Jóhann Hjálmarsson, Jóhannes Geir, Jóhannes Jóhannesson, Jón Björnsson, Jón Helgason, prófessor, Jón Helgason, ritstjóri, Jón Nordal, Jón Óskar, Jón Þór- arinsson, Jón úr Vör, Jökull Jakobsson, Karl Kvaran, Kristján Daviðsson, Kristján frá Djúpalæk, Leifur Þórarinsson, Maria Markan, Matthias Hringur Jóhauncsson flokk Jóhannessen, Ólafur Jóh. Sigurðsson, Ólöf Pálsdóttir, Pétur Friðrik, Róbert Arnfinnsson, Rögnvaldur Sigurjónsson, Sigurður Sigurðsson, Sigurjón Ólafsson, Snorri Hjartarson, Stefán Hörður Grimsson, Stefán Islandi, Svavar Guðnason, Sverr- ir Haraldsson, Thor Vilhjálms- son, Valtýr Pétursson, Valur Gislason, Þorsteinn frá Hamri, Þorsteinn ö. Stephensen, Þor- steinn Valdimarsson, Þorvaldur Skúlason, Þórarinn Guðmunds- son, Þórarinn Jónsson, Þóroddur Guðmundsson. 60 þúsund krónur: Alfreð Flóki, Arnar Jónsson, Ágúst Fr. Peter- sen, Árni Björnsson, Benedikt Gunnarsson, Birgir Sigurðsson, Einar Hákonarson, Eyborg Guð- mundsdóttir, Eyþór Stefánsson, Filippia Kristjánsdóttir (Hug- rún), Gréta Sigfúsdóttir, Guð- mundur L. Friðfinnsson, Guörún frá Lundi, Gunnar Dal, Gunnar Reynir Sveinsson, Gunnar Orn Gunnarsson, Hafsteinn Aust- mann, Hallgrimur Helgason, Haraldur Guðbergsson, Hörður Ágústsson, Indriði Úlfsson, Hafsteinn Austmann, Hallgrimur Helgason, Haraldur Guðbergs- son, Hörður Ágústsson, Indriði Úlfsson. Ingólfur Kristjánsson, Jóhannes Helgi, Kári Eiriksson, Kristinn Pétursson (listmálari), Magnús Á. Árnason, Magnús blöndal Jóhannsson, Oddur Björnsson, ólöf Jónsdóttir, Óskar Aðalsteinn, Ragnar Páll Einars- son, Róbert A. Ottósson, Rut Ingólfsdóttir, Sigurveig Hjalte- sted, Skúli Halldórsson, Stefán Júliusson, Steindór Hjörleifsson, Steinþór Sigurðsson, Sveinn Þór- arinsson, Sverrir Kristjánsson, Unnur Eiriksdóttir, Veturliði Gunnarsson, Vigdis Kristjáns- dóttir, Vilhjálmur Bergsson, Þorkell Sigurbjörnsson, Þóra Friðriksdóttir, Orlygur Sigurös- son. Jakobina SigurðardóUir Tekjuskattur og undanskot Ungur lögfræðiugur, I.eó Lövc, skrifaði i siðustu viku athyglisverða grein sem birt- ist hér í blaðinu i þættiuum „Raddir ungra manna”. Ræddi liann uin skattamál, og skaut m.a. fram þeirri hug- mynd að afnema tekjuskatta og útsvör með öllu. I.eó sagði m .a.: „Þeir skattar, sem helzt er reynt að svikjast undan, eru tekjubundnir skattar og gjöld. Það liggui i augum uppi, aö vopn skaltsvikara yrðu slegin úr höndum þeirra nieð þvi að afnema skattana gjörsam- lega. Þar að auki ætla ég aö nefna þá röksemd, sem mér finnst einna veigamest: Unga fólkið i landinu leggur ofur- kapp á að eignast þak yfir höfuðiðog byggja upp heimili. Af þessu leiðir, að bæði hjóna þurfa að leggja á sig mikla vinnu til þess að geta greitt liáar upphæðir vegna ibúða- kaupa o.s.frv. En einmitt vegna liinnar miklu vinnu, vcrða skattarnir liærri eftir núverandi fyrirkomulagi og minna eftir til þess að leggja i heimilið. Með afnámi tekjuskatta gæti hver og einn unnið að vild og þyrfti ekki að liafa áhyggj- ur af þvi, að helmingur auka- vinnunnar færi i skatta. Þar að auki þarf þjóðfélagið á mikilli vinnu að lialda, og hvi þá að letja fólk til að vinna aukavinnu eins og núverandi kerfi gerir? Að sjálfsögðu má ekki taka af tckjustofna án þess að finna aðra nýja. Þvi nefndi ég eignaskatta hér að framan, auk neyzluskatta. Er ég tala um eignaskatta, á ég fyrst og fremst við fasteignaskatta. Fasteignaskattar á ibúðar- húsnæði ná örugglega til allra, vegna þess, að einhvers staðar verða allir að búa. Flestir eiga eigin ibúðir og myndu þvi greiða skatta sina af eigin eignum. Innheimta slikra skatta yrði mjög auð- veld, þvi að þar stendur fast- cignin að veði ef greiðslufall verður. Þeir, sem ekki búa i eigin ibúöum myndu greiða gjöld sin með liærri luisaleigu, þvi að húseigendur þvrftu aö standa skii á eignaskatti sin- um. Hlutverk almannatrygginga Ilér kann einhver að staldiL við og benda á, að stórar fjol- skyldur þurfi stórar ibúðir. þyrftu þar af leiðandi að greiða háa skatta auk þungrar framfærslu. Vissulega er þetta rétt, en hér verður að hafa i liuga, að almanna- tryggingakerfinu er einmitt ætlað hæta slikt i nu vcrandi kerfi og myndi vera látið gera enn ineira í umræddu kerfi. Það er vert að benda á þjóð- hagslega mikilvægt atriði i sambandi við fasteignaskatta. Það yrði ugglaust stighækk- andi skattlagning, sem stæði i sambandi við fjölskyldustærð. Litlar fjölskyldur i stóru hús- næði fcngju þá mun hærri skatt fyrir eignina en stór fjiil- skylda i samskonar íbúð. Þetta myndi liafa áhrif i þá átt, að húsnæði það, sem til er i landinu nýttist betur, eftir að fólk sa>i sér hag af að búa i hæfilega stóru húsnæði, gagn- stætt þvi sem nú er, þegar fólk sér mikinn hag af að eiga dýr- ar eignir sem standast ágang verðbólgualdanna. Þaö feng- ist með þessu móti mun betri nýting þess fjármagns, sein liggur bundið i steinsteypu. Eignaskattar yrðu, auk fasteignaskatta, lagðir á bíla og verðbréf — nema spariskir- Pélur Friörik

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.