Tíminn - 02.03.1974, Page 4
TÍMINN
Laugardagur 2. marz 1974.
David Frost ennþd einu sinni í óndð hjd BBC!
Hinn snjalli sjónvarpsmaður
David Frost hefur oft verið
nokkuð djarfur
þáttum sínum
1 sjonvarps-
og komið
mörgum merkum mönnum i
mesta bobba með nærgöngulum
spurningum, er hann hefur átt
viðtöl við þá, eða þá sagt
eitthvað sjálfur, sem alls ekki
hefur átt að koma fyrir al-
menningssjónir (eða heyrn).
Stundum hefur hann verið
kallaður vandræðabarn brezka
sjónvarpsins. Honum hefur
samt leyfzt ýmislegt, sem aðrir
venjulegir frétta- eða viðtals-
menn hefðu aldrei komizt upp
með. Loks var svo komið, að
honum var sagt upp.og BBC til-
kynnti honum, að þeir kærðu sig
ekki um fleiri þætti hans.En
sjónvarps- og útvarpsnotendur
vildu heyra meira og sjá til
Davids Frost, svo að BBC samdi
frið við hann á ný, en nú var
hann beðinn að forðast við-
kvæm pólitisk mál og koma ekki
með spurningar, sem yllu
hneykslun eða óánægju valda-
manna i Bretlandi, en einungis
að leggja áherzlu á að vera
fyndínn og skemmtilegur — eins
og hann er frægur fyrir. En
hann gat ekki á sér setið, heldur
varð hann að segja brandara
um verkfall kolanámumanna
og segja skrýtlur um.hvað geti
leitt af húskuldanum og orku-
skorti, og klykkti svo út með að
láta syngja gamanbrag um
ástandið i Bretlandi — og nú
segir i bréfi frá BBC til Davids
Frost, að ,,þvi miður” hafi þeir
ekki not fyrir fleiri sjónvarps-
þætti hans.
Undir fölsku flaggi
Blöð i Bretlandi hafa talað um
. það, að i oliukreppunni, sem
hrjáir Breta, eins og fleiri riki
nú til dags, hafi allar dyr staðið
opnar hjá yfirvöldunum fyrir
hvers konar oliubröskurum, og
hefur verið gert hálfvegis grin
að þvi, hve smjaðrað hefur ver-
ið fyrir þeim. Blaðamaður frá
Lundúnablaðinu Punch getur'
staðfest þetta. Hann gerði sér
litiö fyrir og dulbjó sig sem ara-
biskan oliufursta, og án bess að
sýna nokkurs staðar skilriki,
eða sönnunargögn fékk hann
greiðan aðgang að bústað for-
sætisráðherrans i Downing-
stræti 10 i London. Varðmennir-
nir heilsuðu með hermanna-
kveöju og tóku frá tálmun, sem
var i vegi fyrir fina Rolls
Royce-bilnum, er blaðamaður-
inn hafði leigt sér með bilstjóra,
Ensku prinsessurnar elska hesta!
Marina prinsessa, sem er dóttir
prinsins og prinsessunnar af
Kent, er nýjasta reiðkonan i
brezku konungsfjölskyldunni.
Hún er aðeins sjö ára og fyrir
stuttu var henni gefin brúnn,
litill hestur (pony), sem hún er
mjög hrifin af. Siðan hún fékk
hestinn, hefur allt snúizt um
hann hjá litlu prinsessunni.
Þegar átti að fara að kenna
henni að sitja á hestinum og
byrjunaratriði reiðlistar, þá var
hún svo fljót að læra tökin á
★
svo að hann gæti ekið fyrir-
stöðulaust upp að dyrum. Lög-
reglumaðurinn við dyrnar
hringdi og talaði i dyrasimann,
og áður en ég vissi af, stóð ég
inni i þessu fræga húsi og þar
stóð þjónn tilbúinn að fylgja
mér inn i mótökusalinn, segir
Alan Coren blaðamaður. Hann
notaði samt ekki tækifæriö til að
heilsa upp á Heath, heldur fór
við svo búið.
Seinná fór Coren i sömu klæðum
I kauphöllina i London til að vita,
hvaða áhrif koma hans hefði
þar. Þar var honum tekið með
illilegu augnaráði frá mörgum
fjármálamönnum og sumir
æptu á hann: Komdu þér burtu
héðan, farðu út! eða þá: Olia,
olia olia!
hestinum og hvernig ætti að
sitja hann, að reiðkennarinn
sagði, að það væri engu likara,
en að hún hefði frá frumbernsku
æft hestamennsku, eða alizt upp
með hestum, svo óhrædd og
dugmikil var Marina. Margir
spa' þvi, að Marina litla eigi
eftir að verða fræg fyrir reið-
listina ekki siður en Anna
prinsessa, frænka hennar, sem
eins og allir vita hefur tekið þátt
i mörgum frægustu hesta-
mótum heims við góðan orðstir.
★
Fljótandi
fiskverksmiðja
Hin fljótandi fiskverksmiðja
„Sovétrikin 50 ára” er komin til
baka til Vladivostok eftir vel-
heppnaða reynslusiglingu.
Þetta er hraðskreitt skip,
smiðað i Leningrad. Samtimis
er það mjög fullkomin fiskverk-
smiðja, og er framleiðslan
alsjálfvirk. Hún framleiðir
frosin flök af ýmsum fisk-
tegundum, fiskfars, fiskimjöl og
frosinn fisk i smápökkum. Brátt
mun fiskiskipaflotanum i
austustu héruðum Sovétrikj-
anna bætast annað slikt verk-
smiðjuskip.