Tíminn - 24.03.1974, Page 1
Auglýsingadeild
TÍAAANS
Aðalstræti 7
75 milljón ára magnolíu-
skógar á Vestfjarðarkjálka
NÝJAR ALDURSÁKVARÐANIR Á STEINGERVINGUM FRÁ BRJÁNSLÆK
Laufblöð úr jar&lögunum viö Brjánslæk, Efst eru blöö af magnoliutré,
en neöst blað af Sassfras-viöi, sem er skyldur lárviönum. Fyrir
fimmtán milljonum ára var loftslag annaö og hlýrra á isiandi en nú
gerist. Þá uxu magnoliuskógar hérlendis, en nú þrifst magnoliutréö
ekki hér, nema e.t.v. i gróðurhúsum.
HHJ—Reykjavík — Við Brjáns-
læk á Barðaströnd er einhver
kunnasti staður á isiandi, þar
sem fundizt hafa steingerðar
jurtir. Rannsóknastofa i Leeds i
Bretiandi hefur að undanförnu
unnið að aldursákvörðunum á
jurtaleifunum, og í ljós hefur
komið, að þær eru rösklega 15
miiljón ára gamlar, eða m.ö.o.
elztu jurtaleifar, sem kunnugt er
um hérlendis.
Jurtaleifarnar við Brjánslæk
eru i jarðlögum frá þvi timabili
jarðsögunnar, sem kallað er
tertirertimabilið. Það hófst fyrir
um 70 milljónum ára, og þvi lauk
fyrirum 3milljónum ára. Eggert
Ólafsson fann jurtastein-
gervingana við Brjánslæk fyrstur
manna árið 1753, og getur þeirra i
ferðabókinni 1772. Alla tið siðan
hafa náttúrufræðingar rannskaað
Brjánslækjarsteingervingana.
bar hafa margir merkir náttúru-
fræðingar komið við sögu. Má t.d.
nefna þýzka jarðfræðinginn
Walther Friedrich, sem skrifaði
doktorsritgerð um rannsóknir
sinar að Brjánslæk.
Vatn hefur einhvern tima i
fyrndinni sorfið svo jarðlög á
þessum stað, þannig að þar má
sjá þverskurð af setlögunum, sem
geyma jurtaleifarnar. Þarna
hefur verið litið stöðuvatn, og út i
það hafa borizt laufblöð og jurta-
leifar og sokkið til botns. í
vatninu lifðu kisilþörungar, sem
hafa lagzteins og hvit himna ofan
I jurtaleifarnar. Siöan hafa setlög
lagzt ofan á þörungana, og loks
hefur hraunflóð fært allt saman á
kaf. Neðst i hraunlaginu má
greina bólstrabrotaberg, sem
myndast vegna snöggkælingar,
þegar hraun rennur út i vatn.
Sá gróður, sem þarna hefur
steinrunnið og geymzt allt til
okkar daga, er mjög keimlikur
þeim, sem getur að lita i Banda-
rikjunum suðaustanverðum, þ.e.
Flóridaskaga og héruðunum
norður og norðvestur af honum.
Glögglega má sjá, að á þesum
tima hafa miklir skógar vaxið á
Islandi, þvi að i Brjánslækjar-
gilinu hafa fundizt bútar af trjá-
bolum, sem sumir hverjir eru
rösklega 30 sentimetrar i
þvermál. Þá má i Tröllatungu og
Húsavikurkleif sjá merki þess,
að hraun hafi runnið yfir stór-
vaxna skóga, þvi að þar finnast i
hrauninu holur, sem sumar eru
30-40 sentimetrar i þvermál. Þar
hefur hraun lagzt utan að
trjánum, og siðan hafa stofn-
anirnar brunnið eða rotnað smám
saman, þannig að göt standa eftir
i hrauninu.
Menn hafa löngum velt vöngum
yfir aldri steingervinganna við
Brjánslæk og sýnzt sitt hverjum.
Geta má þess, að svissneski
fornjurtafræðingurinn Oswald
Heer hélt þvi fram þegar árið
1868, að jurtaleifarnar væru frá
Miocene-timanum, sem svo er
nefndur, þ.e. 25-27 milljón ára,
eftir að hafa borið saman jurtir
frá íslandi, Spitzbergen og Græn-
landi.
Nú er sýnt, að tilgáta Svisslend-
ingsins var ekki mjög fjarri réttu
lagi. Að undanförnu hefur ungur
islenzkur jarðfræðingur, Leifur
A. Simonarson, unnið að rann-
sóknum á steingervingum frá
Brjánslæk, Mókollsdal og Húsa-
vikurkleif, ásamt þýzka jarð-
fræðingnum Walter Friedrich,
sem áður er nefndur. Fyrir
skömmu lauk I Leeds aldurs-
Opiö öll kvöld til kl. 7
Laugardaga til kl. 2
Sunnudaga kl. 1 til 3
Sími 40-102
-
Leifur A. Simonarson
jarðfræðingur.
greiningu á sýnum frá Brjánslæk,
og reyndust þau vera 15,2 og 15,4
milljón ára gömul. Skekkjumörk
hafa enn ekki verið ákveðin, en að
áliti Leifs kann i þessu tilviki að
skakka 700 þúsund til einni
milljón ára, þannig að jurtaleif-
arnar kunna að vera eldri eða
yngri, sem þvi nemur.
Hér er m.ö.o. um að ræða elztu
þekktu jurtaleifar, sem fundizt
hafa á tslandi.
Aldursgreiningin var gerð með
svo kallaðri Kalium-argon-
aðferð. I leifunum er kalíum, og
sumar kaliumsamsæturnar eru
geislavirkar og eyðast og
breytast i argon. Mönnum er
kunnugt um, hvern tima þessi
breyting tekur, þannig að unnt er
að komast að aldrinum með þvi
að mæla hlutfalliö á milli kaliums
og argons. Hins vegar reyndist
aðeins unnt að aldursgreina sýni
frá Brjánslæk, en ekki frá
Mókollsdal eða Húsavikurkleif,
þvi að sýni þaðan höfðu ekki að
geyma kalium, svo að nægði til
aldursgreiningar.
Menntaskólinn við Tjörnina í
Laugalækjar- eða Vogaskóla?
HHJ — Rvik. — Menntaskólinn
við Tjörnina er sem kunnugt er til
húsa I Miðbæjarskólanum gamla.
Það húsnæði er þó aðeins til
bráðabirgða og s.l. haust var
skólanum sagt upp húsnæðinu,
þvi að ætlunin er að Námsflokkar
Reykjavikur fái húsið til afnota.
— Mér skilst, að ætlunin sé að
við rýmum húsið i haust, sagði
Jóhanna Hjörleifsdóttir, rektors-
ritari i MT, i viðtali við Timann.
Reykjavikurborg á húsið og mun
ætla það Námsflokkum Reykja-
vfkur og ýmissi félagsstarfsemi.
MT hefur fengið lóð við Holta-
veg norður af Glæsibæ. 1 fyrra
voru veittar tvær milljónir til
byggingarinnar og fimmtán núna
og það hrekkur auðvitað skammt.
Þess vegna hefur verið rætt úm
að MT fái inni i einhverjum öðr-
um skóla til bráðabirgða, fari svo
að okkur verði úthýst úr Mið-
bæjarbarnaskólanum. Þar koma
aðeins sæmilega stórir skólar til
greina, ’pvi að i MT eru 666 nem-
endur i 31 bekk. 1 þessu sam-
bandi hefur verið rætt um Lauga-
lækjarskólann og Vogaskólann,
en engin ákvörðun mun enn hafa
verið tekin i þessu efni, sagði
rektorsritari.
— Það er okkar draumur að fá
inni I Miðbæjarbarnaskólanum,
sagði Guðrún Halldórsdóttir
skólastjóri Námsflokkanna. Eins
og er fer kennsla á vegum Náms-
flokkanna fram i tiu stöðum i
bænum og það er auðvitað mjög
óhagkvæmt. Auk þess væri hægt
að koma við dagkennslu, ef við
fengjum inni i Miðbæjarbarna
skólanum. Eðli sinu samkvæmt
yrðu Námsflokkarnir aldrei til
húsa á einum stað einvörðungu,
þvi að kenna þarf i úthverfunum
lika, þvi að annars væri of langt
fyriribúana þar að sækja, en hins
vegar þurfum við á miðstöð að
halda og þar kæmi Miðbæjar-
barnaskólinn að góðum notum.
U.þ.b. eitt þúsund manns
stunda nú nám i Námsflokkunum
og þar af eru tveir þriðju konur.
Nemendur okkar eru á öllum
aldri, allt frá niu ára börnum til
fólks á áttræðisaldri. 1971—72
voru nemendastundir um 37 þús
en þeim hefur fjölgað mjög, eins
og sjá má á því, að fyrri hluta
vetrar í vetur voru þær næstum
eins margar, eða tæplega 37 þús.
Námsgreinum hefur fjölgað
mjög að undanförnu og eru nú 44.
1 námsflokkunum geta menn lært
margvislega hluti. Sem dæmi má
nefna bifreiðaviðgerðir, leik-
listarkynningu, geimfræði, sem
ekki er kennd annars staðar hér-
lendis, svo að mér sé kunnugt,
sagði Guðrún, og fjallar um
himingeiminn og árangur af
geimferðum. Þá munu náms-
flokkarnir verða fyrsti skólinn,
sem tók upp kennslu i færeysku,
en nú i vetur var einnig hafin
kennsla i færeysku i lýðháskól
anum i Skálholti.
Þess má lika geta, að kynslóða-
bilið margumrædda er óþekkt hjá
okkur. Til marks um það mætti
nefna, að um skeið var i Náms-
flokkunum 13 ára drengur, sem
lærði tréskurð ásamt ömmu sinni
sjötugri.
Það leiðir af sjálfu sér, að
Námsflokkunum er full þörf á
góðu húsnæði, þegar kennslan er
orðin svona margþætt og um-
fangsmikil, sagði Guðrún að lok-
um.
— Ég geri nú ekki ráð fyrir þvi
að MT verði settur á götuna,
sagði Kristján Gunnarsson
fræðslustjóri, þegar Timinn
spurði hann um þetta mál, og enn
hefur ekki verið ákveðið hvað
gera skuli. Hins vegar er þvi ekki
að leyna að húsnæðisleysi háir
Námsflokkunum.
— Þetta mál er allt á umræðu-
stigi, sagði Baldvin Tryggvason
formaður fræðsluráðs Reykjavik-
ur. Menntamálaráðuneytið hefur
ekki enn lagt þetta mál formlega
fyrir fræðsluráð.
— MT verður áfram i Miö-
bæjarbarnaskólanum i bili. sagði
Birgir Thorlacius ráðuneytis-
stjóri i menntamálaráöuneytinu.
Okkur eru ljós þessi vandkvæði
og þetta mál er til umræðu. þótt
ekkert hafi enn verið ákveöið.
Verið er að athuga húsnæðis-
mál menntaskólanna yfirleitt.
Þeir eiga margir við örðugleika
að striða i þeim efnum þannig að
MT er ekki einn á báti og fjár-
þörfin er gifurleg. Til dæmis má
nefna, að Menntaskólinn i Kópa-
vogi er i bráðabirgðahúsnæði i
Kópavogsskólanum, Menntaskól-
inn á Isafirði er ekki fullbyggður.
Menntaskólinn á Austurlandi er
óbyggður, og Menntaskólann viö
Hamrahlið vantar iþróttahús.
Þá þarf einnig að huga að mál-
um fjölbrautaskólans i Reykja-
vik.
A þessu sviði er þvi við marg-
visleg vandamál að striða. sagöi
Birgir og þau þarf að leysa á
næstunni.