Tíminn - 24.03.1974, Side 11
Sunnudagur 24. marz 1974.
TÍMINN
11
| Orðabókarhöfundur
í bændastétt
++-+++++++++++++++++++ +++++++++++++
Á siðast liðnu hausti kom út á
landi hér spænsk-islenzk orðabók.
Höfundur hennar er Sigurður Sig-
urmundsson, bóndi i Hvitárholti.
Það þykir sjálfsagt ekki tiðindum
sæta. þótt út komi ný orðabók i
öllum þeim fjölda námsbóka, sem
við gefum út, en hitt er áreiðan-
lega einsdæmi hér á landi, og þótt
viðar sé leitað, að sveitabóndi
semji slikt verk. Það var þvi
sjálfgefið að taka Sigurö taii, þeg-
ar hann skrapp til Reykjavikur á
dögunum, og spyrja hann nokkru
nánar um hans sérstæða framlag
til islenzkra menningarmála.
Saga handritsins
— Hvenær fékkst þú tækifæri
til þess að læra spænsku svo vel,
að þú gætir samið annað eins verk
og orðabókina?
— Ég gerði nú þetta fyrst og
fremst til þess að geta lært málið.
Ég var ekki i neinum skóla, ekki
einu sinni bréfaskóla, en var að
burðast við að læra máliö af sjálf-
um mér með aðstoð orðabóka.
Það var að visu til kennslubók i
spænsku, en hún var mjög þung
og miklu þyngri en svo, að mér
notaðist hún. Orðabók i spænsku
var engin, og ég sá,að ég myndi
gefast upp á þvi að fletta alltaf
upp hverju orði og þurfa til þess
tvær orðabækur, aðra enska og
hina islenzka. Ég tók þá upp þann
hátt að þýða hvert orö og skrifa
það hjá mér jafnóðum. Svona
byrjaði þetta.
— Hafðir þú lært ensku áður?
— Ég hafði lært dálitið hrafl i
henni, svo ég skildi létta ensku, en
meira var það nú ekki.
— Varð þá orðabókin til hjá þér
nokkurn veginn jöfnum höndum
og þú lærðir málið?
— 1 raun og veru má segja, að
svo hafi verið. Ég man nú ekki,
hversu mörg ár þetta tók. Það var
óhemjuverk að skrifa allt þetta
upp, það eru á milli fjórtán og
fimmtán þúsund orð. Ég greip i
verkið stund á hverjum degi og
það smá-tosaðist áfram. Það mun
hafa verið árið 1953, sem ég byrj-
aði á þessu, og það liðu vist ein
sex ár, þangað til handritið var
tilbúið. Siðan lá það hjá mér i
mörg ái; og ég notaði það við lest-
ur. en ég hugsaði ekki þá hugsun,
að þetta yrði nokkru sinni gefið
út. Handritið varðþvæltog máð af
notkun og þarfnaðist hreinritun-
ar.
— Þú hefur ekki vélritað hand-
ritið i upphafi?
— Vélritun hef ég aldrei lært.
Aftur á móti hef ég tamið mér að
skrifa þannig, að hver stafur og
hvert orð sé skýrt og auðlesið.
— Svo hefur þaö oröið úr, að þú
sendir handritið frá þér til birt-
ingar?
— Já, ég sendi tsafold þetta, en
það beið nokkuð, aö tekin væri
ákvörðun um útgáfu, Þaö varð þö
úr að gefa handritið út, enda sölu-
horfur sæmiiegar. einkum vegna
sivaxandi ferðalaga til Spánar.
— En veizt þú um gengi bókar-
innar þessar vikur, sem liönar
eru. siðan hún kom út?
— Mér-er sagt, að henni hafi
verið vel tekið og að salan hafi
orðið fyllilega eins mikil og búizt
haföi verið við.
Langskólanám
freistaði min ekki
— Þú hlýtur að hafa haft góða
undirstööumenntun, fyrst þú
lagðir i annað eins verk og samn-
ingu örðabókar?
— Ja, það er nú svo. Faðir
minn var læknir aö Laugarási i
Biskupstungum, svo aö ég hefði
sjálfsagt getaö gengið hinn svo-
kallaða menntavegjef hugur minn
hefði staðið til þess. En einhvern
veginn var það nú svo, aö mig
langaði aldrei til þess að stunda
langskólanám. Ég var á iþrótta-
verið. En kona min er mikil
hestakona og er þekkt á þvi sviði.
Dætur okkar sömuleiðis. Þær
hafa rekið tamningastöð og eru
orðnar þekktar fyrir þá starf-
semi.
Bændur mega gjarna
vera bókhneigðir
— Þú hefur auðvitaö alltaf lesið
mikið, eins og löngum hefur verið
siður bænda?
— Já, og ég hef meðal annars
lesið talsvert af þvi, sem skrifað
hefur verið um islenzka bændur.
Sveinn Pálsson læknir getur þess,
að hann hafi hitt bónda austur i
öræfum, einhvern tima fyrir
1800. Sá var fjölmenntaður á
evrópska visu, segir Sveinn,
kunni meðal annars skil á
latneskri og griskri málfræði.
Slikar frásagnir hljóta að festast i
manni. og um mig er það að
segja. að mig langaöi til að sýna
fram á,að þetta væri lika hægt á
tuttugustu öld. Að bændur gætu
verið sæmilega aö sér nú á dög-
um, engu siður en áður. þrátt fyr-
ir allt það sem glepur fyrir mönn-
um nú. Það hafa alltaf verið til
bændur. sem vissu ýmislegt og
áttu sér áhugai^iál utan sins dag-
lega verkahrings, og mér finnst
það gjarna mega halda áfram og
vera svo. Þrátt fyrir alla sérhæf-
ingu nútimans get ég ekki séð
neitt, sem mælir með þvi, að
bændur og aðrir, sem stunda
likamlega vinnu, þurfi endilega
að vera sálarlausir aular, enda
verður það vonandi aldrei svo.
— En er ekki orðið litiö um
næði i sveitum, eins og annars
staðar, til þess að stunda fræða-
störf?
— Það hefur óneitanlega
versnað mikiö og er oröiö gerólikt
þvi sem áður var. Það er ekki að-
eins ónæðið. sem fylgir blessuö-
um börnunum, á meðan þau eru
litil. heldur eru sjónvarp og út-
varp lika komin til sögunnar. Það
er ákaflega timafrekt, ef maður
ætlar að fylgjast með þvi, sem
fjölmiðlarnir hafa upp á að bjóða.
— Átt þú sjálfur mörg börn til
þess að glepja þig?
— Þau eru átta, en að visu eru
flest uppkomin nú. Kona min
heitir Elin Kristjánsdóttir. Hún
fæddist i Haukadal i Biskupstung-
um, en foreldrar hennar bjuggu
siðar á Felli i sömu sveit. Eins og
ég sagði áðan, er hún fræg fyrir
hestasýsl, en þaö er ég aftur á
móti ekki. Ég hef aldrei blandað
mér neitt inn i þau mál, þótt bæði
kona min og dætur hafi náð þar
miklum árangri.
Hef þar nokkra
sérstööu
— Nú hefur þú mikiö grúskað i
tslendingasögunum. Hvaö viltu
segja mér um þær?
— Helzt ekki neitt. Ég synja
ekki fyrir að hafa áhuga á þeim.
og hann meira aö segja mikinn,
en það er á nokkuð annan hátt en
algengast hefur verið um bændur.
Ég hef þar nokkra sérstöðu. sem
ekki er staður eða stund til að
ræða hér. Svo hef ég lika veriö
handgenginn sögum Jóns Trausta
og þekki þá islendinga. sem þar
koma fram.
Það mun vera regla. þegar
menn hafa nýtega sent frá sér
bók, að spyrja hvort ekki sé önnur
á leiðinni. Má ég ekki spyrja þig
að þessu, Sigurður?
— Vitanlega er heimitt aö
spyrja. en hins vegar veit ég ekki
hverju svara skal. Ef þessi bók
selst upp, er ekki óhugsandi að
einhvern tima þyrfti aö prenta
hana upp aftur. Og ef til þess á
eftir að koma. er vel liklegt, aö
nauðsynlegt yrði að gera á henni
einhverjar endurbætur, ef mér
ynnist til þess timi.
—VS
Langskólanám freistaði mín ekki
Bóndastaðan var lokatakmarkið
Sigurður Sigurmundsson
þar. Seinna var ég einn vetur i
búnaðarskólanum á Hólum, en
þar var ekki málakennsla. Aftur
á móti fékk ég að halda áfram
með iþróttaiðkanirnar.
Bóndastaðan var
lokatakmarkið
— Þaðhefur ks.nnski alltaf ver-
ið búskapurinn. sem heillaði þig?
Eiginlega veit ég ekki. hvort
rétt er að segja. að hann hafi
heillað mig. Ég var ekki talinn
neitt sérlega gefinn fyrir skepnur.
Þó held ég nú, aö þaö hafi alltaf
verið mitt lokatakmark að vera
bóndi, og sjálfur tel ég ekki, að ég
hafi lent á rangri hillu i lifinu.
Mér hefur verið gefinn hraustur
likami og gott starfsþrek. og ég
held. að það hefði átt illa við mig
að fara á mis við líkamlegt erfiði.
Það er hollt að reyna á sig.
— Ertu eingöngu með kúabú-
skap?
— Nei, ekki er það nú. Ég hef
lika talsvert af kindum. Framan
af árum þóttu mér kýr skemmti-
legastar alls búpenings, en eftir
þvi sem árin hafa liðiö, hefur mér
þótt æ meira variö i blessaöar
kindurnar. Og nú er svo komið. að
ég hef langmestar mætur á að
fást við þær. Svona breytist mað-
ur.
— En’ hestarnir?
— Hestamaður hef ég aldrei
skólanum hjá Sigurði Greipssyni i
Haukadal, kom þangað haustið
1930, þá fimmtán ára. Ekki var ég
þó neitt sérstaklega hrifinn af
iþróttum, en reyndi þó að gera
mitt bezta, enda er það rikt i eðli
minu að vilja ná eins góöum ár-
angri og ég get i hverju þvi, sem
ég tek mér fyrir hendur. íþróttir
stundaði ér svo fjóra vetur. bæði i
Haukadal og annars staðar, og
held að ég hafi komizt dálitið
áleiðis.
I Haukadal fékk ég dálitla
nasasjón af ensku og reyndar
fleiri tungumálum. Þegar ég var
sautján ára, var ég einn vetur i
Samvinnuskólanum i Reykjavik,
en það er sannast að segja, að ég
bætti ekki miklu við lærdóm minn
++++++++++-