Tíminn - 24.03.1974, Síða 13

Tíminn - 24.03.1974, Síða 13
Sunnudagur 24. marz 1974. ^ 13 i Skáldatalsins að greiða fyrir þvi. Höfundar segjast leggja að jöfnu frumprentun leikrita og frumflutning á sviði, ef leikritið er óprentað. Þetta er ófullnægj- andi. Lesandinn vill gjarnan vita, hvenær leikrit kom fram, þvi að stundum liða nokkur ár frá frumsýningu til frum- prentunar. Má þar nefna leikrit Jökuls Jakobssonar, Hart i bak. — Getið er um kvikmyndanir á skáldverkum Gunnars Gunnarssonar (Borgarættin), Halldórs Laxness (Salka Valka, Brekkukotsannáll), Jóhanns Sigurjónssonar (Fjalla- Eyvindur) og Indriða G. Þor- steinssonar (79 af stöðinni). Á hinn bóginn eru ekki nefndar kvikmyndir eftir bókum Guð- mundar Kambans (Hadda Padda, Hús i svefni) né Krist- manns Guðmundssonar (Morgunn lifsins). Ef til vill stafar þessi gleymska af þvi, að islenzka sjónvarpið hefur enn ekki sýnt þessar siðartöldu myndir, en vitanlega ber þvi að sýna allar myndir af islenzkum skáldverkum, sé kostur á að fá þær til sýningar. Um flest fyrri tiðar skáld, og mörg núlifandi, eru taldar heimildir i lok hverrar greinar, bækur og ritgerðir sem um þau hafa birzt, þó ekki beinir rit- dómar. Allmörg samtiðarskáld eru raunar þannig sett, að um þau er ekkert skrifað nema blaðadómar. Þannig er ekki unnt að benda á neina heimild um skáldskap eins mikilvirk- asta skáldsagnahöfundar sam- timans, Guðmundar Daniels- sonar. Segir þetta sina sögu um islenzka bókmenntafræðinga. En við val heimilda koma vitan- lega upp álitamál. Þó eru aug- ljós mistök, að ekki skuli nefnd lengsta og rækilegasta ritgerðin, sem til er um Guðmund G. Hagalin, inngangur Stefáns Einarssonar að Þreih skáld- sögum (Ritsafni Hagalins) 1948. Ekki virðist nein samræmd regla á þvi.i hvaða röð heimildir eru taldar. Þar kæmi til greina aldursröðun, stafrófsröð höf- unda, og i þriðja lagi að fyrst séu nefndar veigamestu rit- smiöarnar. En svo virðist sem höfundar bókarinnar hagi þessu sitt á hvað, og verður þvi heimildatalið óhrjálegra en skyldi. Skal nú sleginn botn i þessa þulu. Þær misfellur, sem ég hef fundið á Skáldatalinu, eru vart fleiri né alvarlegri en búast má við i frumsmið eins og þessari. Á hitt ber að leggja áherzlu, að Menningarsjóður vinnur þarf- legt verk með útgáfunni. Bókin er einnig hinn snotrasti gripur, uppsetning og prentun góð, og prýdd er hún myndum af all- mörgum skáldum (væntanlega þeim sem höfundar telja merkust), einnig nokkur rit- handasýnishorn og kápusiður. — Heildarmat á bókinni verður að biða, þar til seinna bindið kemur i haust. Siðan ættu ekki að liða mörg ár, þangað til Skáldatalið verður endur- prentað með þeim leiðrétt- ingum og viðaukum, sem þurfa þykii; að fenginni reynslu af notkun þess. Gunnar Stefánsson. Helgi Sæmundsson. TtMINN Vinna veldur dauða Walter Morris, 56 ára gamall maður, hraustlegur i útliti, sem starfaði við viðskipti, var mikið fyrir útivist. Á sumrin lék hann tennis, á veturna fór hann á skiði. Fyrir tveim árum fór hann að finna til sársauka fyrir brjóstinu. Hann fór tillæknis, sem raunar fann ekki að neitt væri að honum. Verkirnir héldu áfram, og Walter Morris fór i rækilega rannsókn á sjúkrahúsi. Sjúkdómsgreiningin kom eins og reiðarslag. Hann var með krabba i innyflum og lungum, þessi tegund sjúkdómsins er köll- uð mesothelioma og orsakast af asbesti. Eins og timasprengja. ,,En ég hef aldrei komið nálægt asbesti!” sagði Morris vantrúað- ur. Svo mundi hann skyndilega eftir þvi, að skömmu fyrir strið hafði hann unnið i skipasmiða- stöð, þar sem notað hafði verið asbest við sprautun. „En ég var þar aðeins i eittár, áður en ég var kvaddur i herinn,” mótmælti hann og gat enn ekki skilið, hvað átt hafði sér stað. Hann dó hægfara og sársauka- fullum dauðdaga. öll meðferð var til einskis. Þegar sjúkdómurinn komst i öndunarfærin, kafnaði Morris og hann var jarðsettur i mai i fyrra. Þessi sjúkdómur, sem asbest kallar fram, er eins og tima- sprengja, — 25-30 ár liða þar til hún springur. Þeir sem veikjast þurfa ekki að hafa orðið fyrir áhrifum frá asbesti i mjög langan tima. Fáeinir mánuðir nægja til þess að rykið frá efninu siist inn i likamann og hefji skemmdarverk sitt. Auk krabbameins veldur asbest sjúkdómi, sem veldur örkumlum, asbestose. Lungun skemmast og súrefnisskortur verður i blóðinu. Milljónir manna í hættu Að dómi dr. Irvings J. Selikoff, bandarisks sérfræðings i asbest- sjúkdómum, mun helmingurinn af þeim milljón verkamönnum i Bandarikjunum, sem vinna i asbestiðnaðinum eða hafa unnið þar deyja úr krabba eða alvarleg- um asbestose. Milljónir manna — fólk sem vinnur við framleiðslu einangrunarefnis, byggingar- verkamenn, starfsmenn oliu- vinnslustöðva, plast- og vefnaðarvöruverksmiðja, já meira að segja geimferða- iðnaðarins — anda A degi hverj- um að sér talsverðu magni mann- skæðs ryks. Jafnvel þótt nú þegar yrði lagt bann við að fólk þyrfti að anda að sér asbestryki, héldi fólk áfram að deyja af völdum þess- ara sjúkdóma fram á næstu öld. Og ekki er ástandið betra hvað snertir meðferð annarra hættu- legra efna á vinnustöðum Benzi- din, efni sem veldur krabba- meini, er enn notað i iðnaði. 1 Tékkóslóvakiu dóu fyrir skömmu tveir drengir eftir að hafa unnið við umskipun á pokum með skordýraeitrinu, benzol hexaklórið. Annar dó úr bráðum blóðkrabba átta mánuðum eftir að hann var hættur i þessari vinnu. Þrem mánuðum siðar dó hinn drengurinn. 600.000 efni i iðnaðinum Eftir þvi sem iðnvæðing hefur aukizt hafa sifellt fleiri hættuleg efni verið tekin i notkun i framleiðslunni. Sumar atvinnu- greinar hafa reynzt hættulegri heilsu manna en aðrar. Þegar i byrjun þessarar aldar komust menn að þvi, að námuverka- mönnum t.d. var mjög hætt við að fá sjúkdóma i öndunarfæri. Siðar uppgötvaðist, að þeir sem komu nálægt blýi, arseniki, fosfór og sinki fengu eitranir. A siðari timum hafa komið til skjalanna ýmsir nýir málmar, og menn fóru að hagnýta sér þá án þess að vita, hvaða varúðarráð- stafanir bæri að viðhafa. Þetta voru t.d. beryllium, cadmium króm, mangan, nikkel, nikkelsölt, osmium. platina selen, tellur, thallium, vanadium, og úranium. Allt að átta prósent vinnandi fólks i sumum iðnaðarlöndum verður fyrir geislun, sem hefur jónisk áhrif, samkvæmt könnun Alþjóða vinnumálastofnunarinn- ar. Daglega eru nú notuð um 600.000 efni i iðnaði — og mörg þúsund ný koma fram árlega. Mörg þessi efni geta haft skaðleg áhrif á heilsu fólksins, sem notar þau við vinnu. Eftir 1961 hafa fundizt 59 nýir atvinnusjúkdómar, sem orsakast af rykögnum. Hvað er gert? Sú spurning, sem ósjálfrátt vaknar, þegar menn fá þessar fregnir, er: Hvað er gert til að vernda starfsmennina? Venjulega er sett ákveðið hámark, sem menn geta þolað af vissu efni. Þannig er það bæði i Sovétrikjunum og Bandarikjun- um. Vandinn er aðeins sá, að mörkin eru ekki hin sömu i þess- um tveim rikjum hvað fjölda efnanna snertir. A mengunarvarnarráðstefnu i Genf nýlega skýrði fulltrúi Sovétrikjanna frá þvi, að banda- riskir og sovézkir visindamenn hefðu tekið upp samstarf til að reyna að finna sameiginlegan mælikvarða á þessu sviði. Það samkomulag getur e.t.v. orðið upphafið að þvi, að samþykktur verði alþjóðlegur mælikvarði um loftmengun. Verkamanni sýnd lungnamynd. Hann er meö sjúkdóminn asbestose. I sumum löndum hefur verið tekið upp reglulegt lækniseftirlit með starfsmönnum, sem koma nálægt hættulegum efnum og áhrifum. Sérfræðingar Alþjóða vinnumálastofnunarinnar mæla með þvi, að aðildarlönd hennar geri slikar rannsóknir að skyldu — einnig fyrir verkamennina. Samþykktir um geislun og benzol Eitt af hlutverkum Alþjóða vinnumálastofnunarinnar er að stuðla að þvi, að heilsu fólks sé ekki stofnað i hættu á vinnustað. Á siðari árum hefur stofnunin birt niðurstöður margra rannsókna á umhverfi, sem er hættulegt fýrir þá, sem i þvi vinna. Samþykktir hafa verið gerðar um verndun gegn fareindageilsun og benzoli. Á aðalráðstefnu Alþjóðavinnu- málastofnunarinnar i sumar verður tekin afstaða til tillagna um alþjóðlegan mælikvarða um bann við notkun krabbameins- miklu magni geta komið og eiga að koma hættulaus eða meinlausari efni. — Ef ekki er unnt að komast hjá að nota hættuleg efni, skal notkun þeirra takmarkast við það magn, sem ekki stofnar starfs- fólki i hættu — setja ber upp sér- stök tæki til umhverfisverndar, þar sem eitraðar eða mengunar- Asbestagnir valdandi efna i þeim mæli, að heilsu starfsmanna sé stefnt i voða — og um tæknilegar og læknisfræðilegar varúðarráð- stafanir. Skoðanir sérfræðinga á umhverfisvernd Nýlega voru haldnar tvær sérfræðingaráðstefnur i aðal- stöðvum Alþjóðavinnumála- stofnunarinnar — önnur um loft- mengun almennt og hin um asbest. Þar voru lögð á ráðin um baráttuna gegn „dauðanum i andrúmsloftinu”. Mikilvægustu atriðin i áætlun- um þeirra eru eftirfarandi: — 1 stað~ hættulegra efna i Orðsending frá Hótel Húsavík Getum enn tekið að okkur fundi og ráð- stefnur. Nokkrir dagar lausir fyrripartinn i júni. Einnig i april og mai. Kynnið ykkur okkar glæsilegu aðstöðu. Hringið i sima 96-4-12-20. Hótel Húsavik býður yður vel- komin. Hótel Húsavik. valdandi efnabreytingar eiga sér stað. — Starfsmönnum skal séð fyrir útbúnaði til verndar gegn heilsu- spillandi áhrifum. — Með löggjöf á m.a. að sjá svo um, að vinnutimi verði styttur við sérstaklega hættuleg störf og að starfsmenn, sem vilja skipta um starf, fái styrk til þess. Sérfræðingarnir hvöttu til auk- innar samvinnu vinnuveitenda og verkalýðsfélaga i baráttunni gegn mengun og fólu Alþjóða- vinnumálastofnuninni að ganga eins fljótt og kostur er frá alþjóð- legum mælikvarða yfir, i hve miklum mæli notkun asbests er verjandi. (SJþýddi).

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.