Tíminn - 24.03.1974, Page 23

Tíminn - 24.03.1974, Page 23
Laxeldisstöð ríkis ins í Kollafirði Sunnudagur 24. marz 1974. 1. Klakhús 2. Eldishús 3. Eldishús 4. Útitjarnir 5. Eldisskurðir (i Laxakista 7. Inntak fyrir lax 8. Sjóeldistjörn I. Inngangur Eldisstöðin var stofnsett árið 1961 og hefur uppbygging hennar staðið siðan. Stöðin er tilrauna- stöð fyrir klak og eldi laxfiska og eru helztu verkefni hennar sem hér segir: 1. Gera tilraunir með klak og eldi laxkynjaðra fiska i fersku vatni, sjóblöndu og sjó. 2. Taka þátt i að reyna nýjar fiskræktaraðferðir. 3. Kenna hirðingu og fóðrun fisks i eldi. 4. Framkvæma kynbætur á laxi og silungi. 5. Ala seiði til sleppinga i ár og vötn. 6. Ala lax og silung til neyzlu. Stöðin er að hluta rekin á kostnað rikisins en hefur einnig töluverðar tekjur af seiðasölu og sölu neyzlufisks. Hún hefur sina eigin fjármálastjórn, sem i eiga sæti eftirtaldir menn: Guðmund- ur R. Oddsson, forstjóri, Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri, Sig- steinn Pálsson, hreppstjóri, Svanbjörn Frimannsson, banka- stjóri og Þór Guðjónsson, veiðimálastjóri, sem er stjórnar- formaður og framkvæmdastjóri stöðvarinnar. II. Aðstaða í stöðinni er eftirfarandi útbúnaður I notkun: 1. Klakhús fyrir 3 milljónir hrogna. 2. Eldishús fyrir smáseiði með 40 eldisker úr plasti. 3. Eldishús fyrir stálpuð seiði með 12 steinsteyptar eldisþrær. 4. 6 sniddutjarnir utanhúss fyrir gönguseiði. 5. 6sniddutjarnir utanhúss fyrir ýmsar stærðir af bleikju. 6. Móttökutjarnir og tilheyrandi laxakista til að taka við laxi, þegar hann kemur úr sjó. 7. Sjóeldistjörn og stórar fersk- vatnseldistjarnir niður við sjóinn, tilbúnar vorið 1974. III. Starfsemi Hlutverk eldisstöðvarinnar er fyrst og fremst tilraunastarf- semi, sem er undir umsjón Árna ísakssonar, fiskifræðings á Veiðimálastofnuninni. Daglegum rekstri stöðvarinnar er stjórnað af Sigurði Þórðarsyni, stöðvar- stjóra. Samhliða tilraunastarfseminni eru alin seiði laxfiska til sölu i ár og vötn, svo og til sleppingar i frárennsli stöðvarinnar með það fyrir augum að fá neyzlufisk til baka eftir 1-2 ár. Helztu rannsóknarefni eru sem hér segir: 1. Merking og endurheimta gönguseiða I Kollafirði. 2. Endurbætur á endurheimtu eins árs gönguseiða miðað við tveggja ára seiði. 3. Tilraunir með eldi laxa- og bleikjuseiða i ferskvatni og sjó. 4. Val hæfustu fiskanna til und- aneldis. Eins og búast má við fer seiðaframleiðslan fram meö ákveðnu sniði. Með öðrum orðum, seiðin fara eftir vissu kerfi úr einu húsi i annað. Nú mun verða stuttlega gerð grein fyrir hefðbundnu eldi tveggja ára laxaseiða. A. Klakhusið Hrognin fást úr laxi, sem kemur i laxakistu við botn fjarð- arins. Þessi lax er geymdur niður við sjóinn yfir sumarið og fluttur I hús i september. Hrognin eru tek- , in i okt,- nóv. og sett i klakhúsið. Þau eru ýmist sett i klakskápa eða klakrennur. Miðað við eðli- legt hitastig klakvatnsins (2-4 gr.celsius) eru þau augnhrogn i febrúar og klekjast út i lok marz. Seiðin, sem á þessu stigi eru köll- uð kviðpokaseiði, lifa á kviðpok- anum i 1 1/2 mánuð unz fóðrun þeirra hefst i mai. B. Nýja Eldishúsið Fóðrun seiðanna hefst við fremur hátt hitastig (12 gr celsius). Þessu hitastigi er náð með upphitun lindarvatnsins um 8 gr. celcius með heitu vatni, sem fæst úr borholu á staðnum. Upphitunin skeður i gegnum forhitara en ekki með beinni blöndun, sem hefur reynzt skaðleg fyrir fiskinn. Upphitaöa eldisvatnið hefur tilhneigingu til að vera yfirmettað af súrefni, sem veldur augnskaða á fiskin- um. ef ekkert er að gert. Af þess- TÍMINN um sökum hefur verið komið fyrir blásara i enda eldishússins til þess að lofta vatnið áður en það er leitt niður i eldiskerin. Við upphaf fóðrunar eru látin ca. 20.000 seiði i hvert eldisker en 40 slik ker eru i húsinu. Ekki vantar þvi rými til að byrja með, þó um 300.000 seiði sé að ræða, en seiðin vaxa ört og brátt þarf að flokka seiðin eftir stærðum og grisja i kerjunum. Sjálfvirkir fóðrarar gefa þurrfóður, sem ým- ist er sænskt (Ewos) eða islenzk framleiðsla (FiFó). íslenzka verksmiðjan hefur enn sem komið er átt i nokkrum erfiðleik- um með að anna fóðurþörf stöðv- arinnar. Seiðadauði er fremur hár i byrjun fóðrunar og má reikna með 30% dauða á fyrstu þremur mánuðum. Seinni part sumars fer að verða mjög þröngt um seiðin i þessu eldishúsi og er þá byrjað að flytja hraðvöxnustu seiðin i eldishús með stærri eldiseining- um úr steinsteypu. C. Gamla Eldishúsið Þegar seiðin fara i þetta eldishús eru þau venjulega orðin 5 grömm að þyngd. Mögulegt er að hafa um 10.000 seiði i hverri þró, allt upp i 30 gramma seiði. Það er þvi ekki óalgengt að hér séu um eða yfir 100.000 seiði. Seiðin eru geymd hér fyrsta veturinn og ekki er nauðsynlegt að þau vaxi mjög mikið þann tima ef þau eiga að vera tvö ár i stöðinni. Á öðru eldissumri er reynt að flýta vextinum svo seiðin séu 40-50 grömm i september. Þetta er venjulega ekki erfitt ef hægt er að hafa góða hita, þvl að við beztu aðstæður geta laxaseiðin tvöfald- 23 að þyngd sina á einum mánuði. I september þurfa seiðin að vikja fyrir næsta árgangi og eru sett i sniddutjarnir utanhúss. D. Útitjarnir Rannsóknir hafa leitt i ljós að laxaseiðin þurfa eðlileg ljósa- skipti i ca 1/2 ár áður en þau ganga i sjó. Þetta er ein aðal- ástæðan fyrir þvi að seiðin eru sett i útitjarnir i staðinn fyrir að hafa þau innanhúss, þar sem auðvelt er að fylgjast með þeim og baða þau til að losa þau við snikjudýr, ef þörf er á. Mataræði seiðanna breytist nokkuð, þvi nú er að hluta farið að gefa þeim hakkaða loðnu blandaða rækju- skel. Seiðin eru höfð i útitjörnum fram i lok mai árið eftir og er þá sleppt beint úr tjörninni i lækina, sem renna til sjávar. Þetta hefur reynzt vel, þar sem öll meðhöndl- un laxaseiða á göngutima er óæskileg. Seiðin eru venjulega Framhald á bls. 23 Eftirsóttasta dráttarvclín Zetor 4718—47 hö. er sú vél sem mest selst. Zetor 4718 er millistærð sem sameinar kosti minni og stærri véla. Lipur og aflmikil dráttarvél með fullkomnum búnaði, s. s. loftþjöppu, vökvahemlum, lyftudráttarkróki og stillanlegu loftpúðasæti svo eitthvað sé nefnt. Kostar með öryggishúsi og miðstöð um kr. 320 þús. Zetor 5718—60 hö. og Zetor 6718—70 hö. Þær hafa meiri og betri tæknibúnað en flestar aðrar dráttarvélar, svo sem vökvastýri, tveggja hraða aflúrtak (vinnudrif), loftþjöppu og vökvalyftu dráttarkrók. Rúmgott, upphitað hús og stillanlegt loftpúðasæti. 5718 kostar um kr. 420 þús. 6718 kostar um kr. 445 þús. Zetor Crystal 85 hö. er stærsta, aflmesta og fjölhæfasta dráttarvélin frá Zetor. Ein tæknilega fullkomnasta vélin á markaðnum, með meiri og betri tæknibúnaði en aðrar dráttarvélar. Kostar um kr. 680 þús. í fyrstu keyptu bændur Zetor dráttarvélarnar vegna þess að þær voru mun ódýrari en sambærilegar vélar. Það eru þær enn. En nú er fengin reynsla af afköstum þeirra, endingu og rekstri. Þess vegna eykst eftirspurnin. í öllum dráttarvélunum er „Zetormatic“, fjölvirkt vökvakerfi, sem fullnýtir dráttarafl og er stillanlegt á mismunandi starfsrásir. Biðjið um mynda- og verðlista, með yfirliti um tæknilegan búnað. Leitið frekari upplýsinga sem fyrst. ÍSTEKKf Lágmúla 5 Sími 84525

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.