Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 8
TÍMÍNN Sunnudagur 19. mai 1974. Tónlistarskóli Árnessýslu: . Jónas Ingimundarson, skólastjóri viö flygilinn 250 nemendur eru í skólanum ó þessu starfsóri A FERÐ okkar um Selfoss hittum viö að máli Jónas IngimundáT- son, skólastjóra Tónlistarskóla Árnessýslu. Skólinn hefur nú eig- ið húsnæði fyrir sina starfsemi og við Timamenn litum þar inn i fylgd Jónasar. I þessu húsnæði eru tvær kennslustofur, auk skrifstofu. önnur kennslustofan er nokkuð stór og þegar við litum þar inn, var Loftur S. Loftsson að kenna ungum dreng orgelspil. I hinni kennslustofunni var eiginkona Jónasar skólastjóra, Ágústa Hauksdóttir að kenna ungri snót á pianó. Þetta er 19. starfsár Tónlistar- skóla Árnessýslu og samkvæmt upplýsingum Jónasar Ingi- mundarsonar eru á þessum vetri um 250 nemendur i skólanum. Að skólanum standa 18 sveitarfélög i sýslunni og kennsla fer fram i 9 sveitarfélögum, þ.e. i öllum helztu þéttbýliskjörnunum. Kennarar ferðast á milli og sumir hafa fast aðsetur utan Selfoss. Frá fimm sveitarfélögum koma nemendur til náms i skólann á Selfossi. Kennt er á mörg blásturshljóðfæri auk pianós, orgels og gitars. Tónfræði er kennd i skólanum, en ekki hefur enn hafizt nám i strokhljóðfæra- leik. Tónlistarskóli Árnessýslu starfrækir forskóla fyrir yngsta aldurshópinn, þótt nokkur eldri börn slæðist þar með. I þessari undirbúningsdeild er kenndur nótnalestur og blokkflautuleikur. — Er ekki mikið tónlistarlif hér á Selfossi, Jónas? — Hér er starfræktur hundrað manna kór, hundrað nemendur eru i Tónlistarskólanum frá Sel- fossi og tuttugu eru i lúðrasveit. Þessi 220 manna hópur er meira og minna i tónlist allan veturinn, þannig að ég tel, að útkoman úr þessu litla dæmi gefi okkur gott prósentuhlutfall miðað við ibúa. Á hitt ber þó að lita, að i barna- og gagnfræðaskólanum er engin söngkennsla og á Laugarvatni er engin skipulögð tónmennt. Við Tónlistarskóla Árnessýslu eru starfandi niukennarar, þar af þrir fastráðnir. Miðvikudaginn 27. marz siðast- liðinn var efnt til skólatónleika i Selfossbiói á vegum samkórs Sel- foss. öllum nemendum i bænum var gefið fri i skólunum og efnis- skráin var fjölbreytt, m.a. kór- söngur, einleikur á pianó, ein- söngur og ýmislegt fleira til skemmtunar. — Hvernig tókst þetta til? — Ég er ákaflega ánægður með þessa tónleika. Húsið fylltist fimm sinnum og lætur nærri að um 1200 manns hafi hlýtt á dag- skrána, sem tók um klukkutima i flutningi. Allt skólafólk staðarins mætti, frá 6 ára til 17 ára aldurs og tóku þátt i tónleikunum. Allir, sem stóðu að þessari skemmtun, eru mjög ánægðir og skólastjórar og fleiri aðilar lýstu yfir þakklæti * sinu á einn eða annan hátt. — Má kannski búast við, að skólatónleikar verði árlegur við- burður i tónlistarlifi Selfoss? — Já, það vona ég satt að segja. Svona tónleikar ættu að komast viðar i framkvæmd og þeir mættu vera oftar. Þeir hljóta að vekja áhuga. Tónlistarskólinn er rekinn með styrk frá sveitarfélögum og riki, auk skólagjalda. — Skólagjöldin eru of mikil, segir Jónas, hér nema þau tólf þúsundum fyrir hvern nemenda yfir skólaárið, og það er að min- um dómi of há tala. Það er of mikill skattur fyrir fólk, sem hef- ur t.d. 2 til 3 börn, sem öll vilja læra. Skólagjöldin mega ekki vera það há, að foreldrar velti þvi fyrir sér, hvort þau hafi efni á þvi að láta börnin læra. Heppilegast væri, að sveitarfélögin og rikið kæmu hér meira við sögu, — ég — Rabbað við Jónas Ingi- mundar son, skóla stjóra Loftur S. Loftsson kennari situr hér með nemenda sinum, Einari Helga Haraldssyni við orgelið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.