Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 18
V IUt I
TíMlNN
.■'l'!' i'ifff r,
Sunnudagur 19. maí 1974.
Menn og málofni
Forusta
Olafs Jóhannessonar
Frá rikisráðsfundi, áður en ágreiningur reis um efnahagsmálafrumvarp rikisstjórnarinnar.
AAesta
umbótastjórnin
Um það verður ekki deilt, að
siðustu þrjú árin hafa verið mesti
framfaratiminn i sögu hins
endurreista islenzka lýðveldis. A
timabilinu 1944-’74 hafa aldrei
orðið meiri umbætur en á þessum
árum. Rikisstjórn Ólafs Jó-
hannessonar hefur verið afkasta-
meiri og framsýnni en nokkur
önnur rikisstjórn á lýðveldistim-
anum. Þar ber hæst útfærslu fisk-
veiðilögsögunnar i 50 milur, sem
þegar hefur dregið stórlega úr
veiðum erlendra skipa á tslands-
miðum, og á þó eftir að gera það
enn frekar. Næst er að nefna hina
þróttmiklu byggðastefnu, sem.
hefur valdið gerbreytingu i mál-
um landsbyggðarinnar. Þótt ekki
væri nema þetta tvennt, myndi
það nægja til að halda nafni rikis-
stjórnarinnar lengi á lofti. En
við þetta bætast miklar framfarir
og umbætur á mörgum öðrum
sviðum, bæði félagslegar og verk-
legar. 1 þvi sambandi er ekki sizt
ástæða til að minna á hinar stór-
auknu bætur ellilifeyrisþega. Þær
hafa á stjórnartimabilinu hækkað
úr kr. 4,900 á mánuði i 18,885
krónur fyrir þá, sem engar aðrar
tekjur hafa.
Þótt kappsamlegast hafi verið
unnið að byggðamálum, hefur
sameiginlegum framfaramálum
þéttbýlisins ekki verið gleymt.
Þannig hefur t.d. sú breyting,
sem Halidór E. Sigurðsson fjár-
málaráðherra beitti sér fyrir, að
létta ýmsum útgjöldum af sveit-
ar- og bæjarfélögum, gert þeim
mögulegt að auka stórlega fram-
lög til verklegra framkvæmda,
sem gerðar eru i sameiginlega
þágu ibúanna. Þannig hefur t.d.
Reykjavikurborg getað veitt
miklu meira fé til slikra
framkvæmda i tið núverandi rik-
isstjórnar en i tið viðreisnar-
stjórnarinnar.
Forusta Ólafs
Jóhannessonar
Það skal viðurkennt, að vegna
óhagstæðrar verðlagsþróunar út
á við og mikilla grunn-
kaupshækkr <a, hefur ekki tekizt
að hafa eins mikinn hemil á verð-
bólgunni og rikisstjórnin ætlaði
sér. Þess vegna beitti rikisstjórn-
in sér fyrir þvi á nýloknu alþingi,
að hafizt yrði handa um róttækar
efnahagsaðgerðir. Stjórnarand-
staðan kom i veg fyrir þetta, og
var þá ekki annað að gera en
leggja þau mál i hendur þjóðar-
innar. Eftir úrskuröi hennar er nú
beðið. En rikisstjórnin hefur hér
sýnt, að hún vill ekki leyna kjós-
endur þvi fyrir kosningar, hvað
fyrir henni vakir, og fer þvi harla
ólikt að og viðreisnarstjórnin
fyrir kosningarnar 1967, þegar
hún beitti falskri verðstöðvun og
sagði allt i bezta lagi, en felldi svo
krónuna strax eftir kosningar.
Þótt ráðherrarnir allir, og
margir stuðningsmenn stjórnar-
innar, egi meiri og minni þátt i
þeirri framfarastefnu, sem stjórn
Ólafs Jóhannessonar hefur fylgt,
er það efalaust, að hlutur for-
sætisráðherrans er langstærstur.
Hann hefur orðið að sameina
meira og minna ólik öfl, og oft
oröið að sýna langlundargeð, en
jafnframt tekiö fast i taumana,
þegarmeðhefur þurft, t.d. i sam-
bandi við landhelgismálið. Hann
hefur lika haft aðalforustuna um
það viðnám gegn verðbólgunni,
sem leiddi til þingrofsins.
Það mætti öllum vera ljóst, að á
viðsjárverðum timum i
efnahagsmálum og stjórnmálum
skiptir höfuðmáli, að forustan sé
ábyrg og traust. Um það verður
ekki deilt, að Ólafur Jóhannesson
hefur sýnt, að hann er traustasti
stjórnmálaleiðtoginn, sem þjóðin
hefur nú á að skipa. Þess vegna
geta fylgismenn hans haldið þvi
hiklaust fram, að málum þjóðar-
innar verði bezt borgið með þvi að
tryggja honum stjórnarforustuna
áfram, með stóreflingu
Framsóknarflokksins.
Hver vill
„viðreisn"
aftur?
Til samanburðar við framfara-
stjórn undanfarinna þriggja ára,
er ekki ófróðlegt að athuga
stjórnarfarið á siðasta kjör-
timabili viðreisnarstjórnarinnar.
Þá urðu mestu og lengstu verkföll
á Islandi. Arið 1968 töpuðust 222
þús. vinnudagar vegna verkfalla,
árið 1969 150 þús. og árið 1970 304
þús. vinnudagar. Tölur þessar
eru byggðar á útreikningum
kjararannsóknanefndar.
Samkvæmt opinberum alþjóða-
skýrslum var tsland mesta verk-
fallsland heimsins á þessum ár-
um, þegar miðað er við ibúatölu.
tsland átti lika evrópskt
dýrtiðarmet á þessum árum. Frá
þvi i nóvember 1967 og þangað til i
nóvember 1970 jókst framfærslu-
kostnaðurinn um 62.1%, þótt nær
engar verðhækkanir ættu sér stað
á innfluttum vörum. Oll verðbólg-
an var þannig heimatilbúin.
Gengi krónunnar var tvifellt á
kjörtimabilinu, og hækkaði doll-
arinn úr 43 krónum i 88 krónur á
einu ári. Atvinnuleysi var mikið
allt kjörtimabilið, og nam
vinnutapið vegna þess á árinu
1968 270 þús. vinnudögum, árið
1969 590 þús. vinnudögum og árið
1970 334 þús. vinnudögum. Hér er
einnig byggt á útreikningum
kjararannsóknanefndar.
Valdhafarnir predikuðu, að
sjávarútvegurinn væri ótryggur
og stopull atvinnuvegur, land-
búnaðurinn væri dæmdur til að
lifa á styrkjum og iðnaöurinn illa
samkeppnishæfur. Eina vonin
væri aö selja erlendum stóriðju-
fyrirtækjum ódýra orku. Þessi
áróður, ásamt slæmu atvinnu-
ástandi, ýtti undir trúleysi á land
og þjóð. Siðan á dögum
vesturflutninganna hafa aldrei
eins margir íslendingar flúið 1 at-
vinnuleit til útlanda og á siðasta
kjörtimabili viðreisnarstjórnar-
innar.
Þessa mynd af stjórnarháttum
viðreisnarstjórnarinnar mega
menn gjarna hafa i huga og bera
saman við ástandið nú. Hver vill
fá sama ástandið aftur og var hér
á siðasta kjörtimabili?
Alveg einstætt
ábyrgðarleysi
Astæða er til að rifja enn einu
sinni upp hið algera ábyrgðar-
leysi, sem stjórnarandstæðingar
sýndu i þinglokin. 1 viðræðum
þeim, sem forsætisráðherra átti
við leiðtoga stjórnmálaflokkanna
um sex vikna skeið, viðurkenndu
þeir allir, að efnahagsvandinn
væri mikill, og óhjákvæmilegt
væri að gera sérstakar ráðstafan-
ir nokkrum dögum fyrir 1. júni, ef
ekki ætti ný verðbólguholskefla
að steypast yfir þjóðina. Þegar
hins vegar kom til þess, að Sjálf-
stæðismenn, Alþýðuflokksmenn
og Hannibalistar þurftu að taka
afstöðu til ákveðinna atriða,
hrökkluðust þessir aðilar undan
og vildu enga bindandi ákvörðun
taka. Þeir bentu ekki heldur á
neinar aðrar leiðir en þær, sem
forsætiráðherra hafði gert tillög-
ur um. Rikisstjórnin gat þvi ekki
haldið þessum viðræðum lengur
áfram utan þingsins. Meirihluti
hennar lagði þvi fram stjórnar-
frumvarp um aðgerðir i
efnahagsmálum, en lýsti jafn-
framt yfir þvi, að stjórnin væri
fús til viðræðna um breytingar á
frumvarpinu, ef þvi aðalmark-
miði yrði náð, að afstýra verð-
bólguskriðunni, sem var að hefj-
ast um næstu mánaðamót.
Samkvæmt öllum venjum, þegar
um timabundnar aðgerðir vegna
efnahagsvanda er að ræða, hefði
frumvarpið átt að ganga til þing-
nefndár og þar hefðu svo farið
fram áframhaldandi viðræður og
samningar milli flokkanna um
lausn málsins. Þingmenn áður
greindra flokka fengust þó ekki til
að fallast á þessa málsmeðferð. 1
stað þess hótuðu þeir að fella
frumvarpið strax við fyrstu um-
ræðu, án þess að koma sjálfir með
nokkrar raunhæfar tillögur. Hér
var að ræða um vinnubrögð, sem
eru einstæð aö ábyrgðarleysi og
ráðleysi. Þrátt fyrir þessi vinnu-
brögð taldi forsætisráðherra rétt
að gera enn eina tilraun til sam-
komulags og bar fram tillögu um
myndun þjóðstjórnar, sem sæti
fram yfir þjóðhátið og leysti um-
ræddan vanda a.m.k. með bráða-
birgðaaðgeröum fram yfir
kosningar 1 september. Þessu var
einnig hafnaö. Þegar stjórnar-
andstöðuflokkarnir voru þannig
meö algeru ábyrgðarleysi og
ráðleysi búnir aö gera þingið
óstarfhæft, var ekki um annan
réttan kost að ræða en að leggja
málin sem fyrst i hendur þjóðar-
innar með þingrofi og nýjum
kosningum.
Hver getur treyst flokksleiðtog-
um, sem höguðu sér eins og for-
ustumenn Sjálfstæðisflokksins,
Alþýðuflokksins og Hannibalista
gerðu i þinglokin?
Samvinna um
bæjarmál hefur
reynzt vel
A kjörtimabilinu 1970-1974
hefur Framsóknarflokkurinn
tekið þátt i meirihlutasamstarfi i
niu bæjarstjórnum. Óhætt er að
segja, að þetta samstarf hefur
hvarvetna borið mikinr 'rangur.
Það hefur verið unnið af samhug
og kappi að framfaramálum
viðkomandi kaupstaða. Viða
hefur það verið snar þáttur i hinni
miklu uppbyggingu, sem hefur
gerzt utan Reykjavikursvæöisins
á umræddum árum. Jafnframt
hefur þetta samstarf komið i veg
fyrir að myndazt hafi einráð sér-
réttindaklika, likt og orðið hefur
hér i Reykjavik vegna langvar-
andi meirihlutastjórnar Sjálf-
stæðisflokksins.
Reynsla þessara niu bæjar-
félaga, en meðal þeirra eru öll
stærstu bæjarfélögin utan
Reykjavikur, eins og Akureyri,
Kópavogur, Hafnarf jörður,
Keflavik og Akranes, afsannar
ótvirætt þá villikenningu Sjálf-
stæðismanna i Reykjavik, að það
leiði til glundroða i málum bæjar-
félaga, ef einn flokkur fer ekki
meö völdin. Viðtækt samstarf um
bæjarmálin tryggir þvert á móti
meira framtak og betri stjórn en
ella. 1 framfaramálum bæjar-
félaganna skiptir það miklu máli
aö samstilla kraftana sem mest,
en kljúfa þá ekki i andstæðar
fylkingar vegna yfirdrottnunar
og sérhagsmunastrits einnar
kliku.
Reykjavik hefur goldið þess um
langt skeið, að búa við yfirdrottn-
un sömu hagsmunaklikunnar.
Það er þvi meira en timi til, að
völdum hennar sé hrundið og
komið á samstarfi fleiri flokka
um borgarmálin.
Bretar halda
samkomulagið
Bersýnilegt er, að Bretar kapp-
kosta að halda vel það sam-
komulag, sem náðist á fundi
þeirra Ólafs Jóhannessonar og
Heaths á siðastliðnu hausti. 1
viötali, sem Mbl. birti 14. þessa
mánaðar við Gunnar Ólafsson hjá
Landhelgisgæzlunni, sagði m.a.:
„Sagði Gunnar, að brezkir
skipstjórar væru mjög pössunar-
samir um að fara ekki inn á bann-
svæöi, þvi það væri dauðadómur
yfir þeim og togurunum um leið.
Skipstjórum á þeim togurum,
sem hefðu lent inn á bannsvæöi og
misst hefðu veiðiheimild við
ísland, hefði verið sagt upp
störfum sem skipstjórum við
komuna til Bretlands. Mikil
vandkvæði væru á að gera út þá
togara, sem misst hefðu
veiðiheimildina, þvi þeir væru of
litlir til að stunda veiðar við Nor-
eg, i Hvita hafinu eða við
Nýfundnaland og of stórir til að
stunda veiðar i Norðursjó. Þeir
geta aðeins stundað veiðar við
Færeyjar, en það þykir mjög
hæpið að gera út togara frá Bret-
landi, sem aðeins getur stundað
veiðar á einum miðum.”
Samkvæmt samkomulaginu,
sem gert var við Breta á siðast-
liðnu hausti, hafa fjórir brezkir
togarar verið sviptir veiðileyfum
fyrir brot á þvi. Bretar hafa full-
komlega viðurkennt sviptingu
veiðileyfanna og taka samkvæmt
áðurgreindri frásögn Gunnars,
mjög hart á þessum brotum.
Vestur-Þjóðverjar hafa enn
ekki samið við Islendinga um
undanþágur, en veiða sáralitið
innan 50 mílna markanna. Um
þetta segir Gunnar Ólafsson i við-
talinu við Mbl.:
,,Að sögn Gunnars Olafssonar
hjá Landhelgisgæzlunni hafa
nokkrir v-þýzkir togarar verið að
veiðum við landið og hafa þeir
reynt einstöku sinnum að fara
innfyrir 50 milna mörkin. Togar-
arnir hafa þó verið reknir jafn-
óðum út fyrir og varðskip hafa
orðið vör við þá, eða Land-
helgisgæzlunni tilkynnt um þá.”
Togarar annarra þjóða halda
sig undantekningarlaust utan 50
milna markanna.
Gerbreytt
ástand
Frásögn Gunnars Ólafssonar i
áðurgreindu viðtali i Mbl. sýnir
vel þá gerbreytingu, sem orðið
hefur á landhelgismálinu siðan
núverandi rikisstjórn kom til
valda. Siðustu misserin fyrir
þingkosningarnar 1971 höfðu
brezkir togarar aukiðmjög ágang
sinn á Islandsmiöum. öðrum
erlendum togurum stórfjölgaði
einnig á miðunum. Þáverandi
rikisstjórn hélt samt að sér
höndum og gerði ekkert raunhæft
i landhelgismálinu. Á þingi feng-
ust þingmenn Sjálfstæðisflokks-
ins og Alþýðuflokksins ekki til að
samþykkja neinar ákveðnar til-
lögur um útfærslu fiskveiðilög-
sögunnar, heldur gáfu til kynna,
að slikt yrði að biða fram yfir
væntanlega hafréttarráðstefnu.
Þá vildu þeir ekki láta hrófla neitt
við landhelgissamningunum við
Breta og Vestur-Þjóðverja frá
1961, en þeir stóöu i vegi fyrir þvl,
að hægt væri að færa út fisk-
veiðilögsöguna.
öll sólarmerki benda til þess,
aö þetta ástand hefði haldizt
áfram, ef viðreisnarstjórnin hefði
haldið velli i þingkosningunum
1971.
Þannig hefur orðið gjör-
breyting i landhelgismálinu,
siðan viðreisnarstjórnin lét af
völdum. Sá árangur sem núver-
andi rikisstjórn hefur náð i þess-
um efnum, mun vissulega halda
nafni hennar lengi á lofti.
Hver vill fá aftur forustu
viðreisnarflokkanna i landhelgis-
málinu? Þvi verður svarað i
kosningunum. — Þ.Þ.