Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 25

Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 25
Sunnudagur 19. mai 1974. TÍMINN 25 Rödd hrópandans: Deyjandi byggð Sersam, sem jaí'nframt samdi mest af tónlistinni. 21.20 Lög eftir Leos Janacek Tékkneskur karlakór syng- ur. 21.45 Um átrúnað: Úr fyrir- brigðafræði trúarbragða Jóhann Hannesson prófess- or flytur tólfta erindi sitt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Danslög Heiðar Astvaldsson velur lögin og kynnir. 23.25 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MÁNUDAGUR 20. mai 7.00 Morgunútvarp . Veður- fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for- ustugr. landsm.bl.) 9.00 og 10.00. Morgunleikfimi kl. 7.20: Valdimar örnólfsson leikfimikennari og Magnús Pétursson pianóleikari )alla virka daga vikunnar) Morg- uúbæn kl. 7.55: Séra Gisli Kolbeins flytur (a.v.d.v) Morgunstund barnanna kl. 8.45: Oddný Thorsteinsson heldur áfram lestri þýðing- ar sinnar á „Ævintýrinu um Fávis og vini hans” eftir Nikolaj Nosoff (25). Morgunleikfimi kl. 9.20. Til- kynningar kl. 9.30. Létt lög á milli liða. Morgunpopp kl. 10.25. Tónleikar kl. 11.00: Strengjakvintett i G-dúr op. 77 eftir Dvorák. Franticek Posta leikur á kontrabassa meö Dvorak kvartettinum / Vladimir Asjkenazy leikur á pianó Ballöðu nr. 4 i f-moll op. 52 eftir Chopin / Filharmóniusveitin i Vinar- borg leikur Rúmenska rapsódiu nr. 1 op. 11 eftir Enesco. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.30 Siðdegissagan: „Hús málarans” eftir Jóhannes Helga . Óskar Halldórsson les (8). 15.00 Miðdegistónleikar: Guy Fallot og Karl Engel leika Sónötu i f-moll fyrir selló og pianó eftir César Franck. Arthur Grumiaux og Lamoureux-hljómsveitin leika Fiðlukonsert nr. 3 i h- moll eftir Saint-Saens, Manuel Rosenthal stj. 16.00 Frétfir. Tilkynningar. 16.15 Veðurfregnir. 16.25 Popphornið 17.10 Tónleikar. Tilkynning- ar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.40 Um daginn og veginn Árni Bergur Eiriksson toll- vörður talar. 20.00 Mánudagsiögin 20.25 Fjölbrautaskólinn . Séra Guðmundur Sveinsson skólameistari flytur þriðja erindi sitt. 20.45 Frá útvaépinu i Briissel Flytjendur: Rudolf Werthen og Paul Malfait sem leika á lágfiðlur, Paul De Winter á flautu, Yvan Dudal á óbó og Kammerhljómsveit belg- iska útvarpsins. Stjórnandi: Georges Maes. a. Konsert i a-moll fyrir tvær lágfiðlur og kammersveit op. 3 nr. 8 eftir Antonio Vivaldi. b. Konsert fyrir flautu, óbó og kammersveit eftir Domen- ico Cimarosa 21.10 íslenskt mál.Endurtek- inn þáttur dr. Jakobs Benediktssonar frá laugar- degi. 21.30 útvarpssagan: „Ditta m.annsbarn” eftir Martin Andersen Nexö.Þýðandinn, Einar Bragi, les (26). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Búnaðar- þáttur.Gunnar Jónsson for- stöðumaður Byggingar- stofnunar landbúnaðarins talar um byggingarmál bænda. 23.25 Illjómplötusafnið i um- sjá Gunnars Guðmundsson- ar. 23.20 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. Sunnudagur 19. mai 14.00 Bæjarmáiefnin. Umræður i sjónvarpssal I sambandi við bæja- og sveitastjórnakosningarnar, sem fram fara 26. mai næst- komandi. í þessum þætti ræða frambjóðendur frá Kópavogi og Reykjavik um sjónarmið sin i bæjarmál- um, og hefur hvor hópur tvær klukkustundir til um- ráða. 18.00 Stundin okkar. Nú stend- ur sauöburður sem hæst, og I tilefni þess sjáum við stutta mynd af nýfæddum lömbum með mæðrum sin- um. Þá kemur siðasti þátt- urinn um Jóhann litla, og slðan gerir Skrámur tilraun til að tala við blóm, en Glámur reynir að koma fyrir hann vitinu. Nemend- ur úr Ballettskóla Eddu Scheving dansa Arstiöirnar eftir Glazounou, og gengið verður á fjörur i skeljaleit með Þórunni Sigurðar- döttur. Þættinum lýkur svo með síðari hluta sögunnar um hestinn Sólfaxa. Umsjónarmenn Sigriður Margrét Guðmundsdóttir og Hermann Ragnar Stefánsson. 18.55 Gitarskólinn 14. þáttur endurtekinn. Kennari Eyþór Þorláksson. 19.20 Hlé. 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar. 20.25 65. grein lögreglu- samþykktarinnar. Sjón- varpskvikmynd eftir Agnar Þórðarson. Leikstjóri Baldvin Halldórsson. Leikendur: Valur Gislason, Sigriður Þorvaldsdóttir, Rúrik Haraldsson, Jón Sigurbjörnsson, Hörður Torfason, Sigmundur örn Arngrimsson o. fl. Kvikmyndataka Þórarinn Guðnason. Hljóðupptaka Oddur Gústafsson. Klipping Ragnheiður Valdimars- dóttir. Leikmynd Jón Þóris- son og Gunnar Baldursson. Stjórn upptöku Tage Ammendrup. 21.25 Ferðaleikflokkurinn. Sænskt framhaldsleikrit. 8. þáttur. Sögulok. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Efni 7. þáttar: Leikflokkurinn sýnir „Vestumusterið” eftir Sjövall, en allt kemst i óefni, þar eð ölander er ofurölvi, þegar hann á að fara inn á sviðið. 1 sama mund ber faðir Teódórs kennsl á son sinn og þýtur inn á sviðið og leikur þannig óvart hlutverk ölanders. (Nordvision - Sænska sjónvarpið). 22.20 Að kvöldi dags.Séra Jón Einarsson i Saurbæ flytur hugvekju. 22.30 Dagskrárlok. Mánudagur 20. mai 20.00 Fréttir 20.25 Veður og augiýsingar. 20.30 Sæoturssaga. Bresk fræðslumynd um sæoturinn og lifnaðarhætti hans. Sýnt er, hvernig oturinn veiðir sér til matar og notar jafn- vel frumstæð verkfæri við fæðuöflunina. Þýðandi og þulur Ellert Sigurbjörns- son. 21.05 Steinaldartáningarnir. Bandariskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Heba Júliusdóttir. 21.30 Bandarikin. Breskur fræðslumyndaflokkur um sögu Bandarikjanna. 8. þáttur. Gróandi þjóðiif. Þýðandi og þulur óskar Ingimarsson. 22.25 Dagskrárlok. MIÐVIKUDAGINN 6. febr. siðastliðinn birtir dagblaðið Timinn aillanga grein eftir Björn Haraldsson bónda i Austur- görðum, og fræðslufulltrúa Norður-Þingeyjarsýslu um langt árabil. Ég hefi orðið þess var, aö grein þessi hefir vakið allmikia athygli, sökum hinnar dapurlegu og næstum hrollvekjandi myndar, sem þar er brugðið á loft og á að sýna þá hættu, sem vofir yfir þessum friðu byggðum Norður-Þingeyjarsýslu, um að skammt muni i það að þær leggist i auðn. Ég er mjög óánægður með þann boðskap, sem grein þessari er ætlað að túlka, þó að hann sé vel fram settur og studdur þeim rökum, sem Björn Haraldsson telur helzt frambærileg. Vegna þessa langar mig til að taka þessi mál til nokkurrar athugunar, ef það mætti verða til þess að varpa ofurlitilli ljósglætu á þessi mál, sem greinarhöfundur telur svo dapurlega horfa. Greinar- höfundur skiptir ritsmið sinni i tvo meginkafla, sem þó að miklu leyti styðja hvorir annan. Annars vegar eru fræðslumál sýslunnar og fyrirhugaðar skölabyggingar að Lundi I öxarfirði, en hins vegar er búseta og framtiðarspár um eyðingu byggðarinnar i þessu útkjálkadreifbýli, sem hann telur hér vera. Einhvenn tima hefði maður nú haldið, að Björn Haraldsson tæki sér ekki slika nafngift i munn, að minnsta kosti hvað Kelduhverfi áhrærir. Greinarhöfundur telur, að liðin séu að minnsta kosti 10 ár, siðan hér I sýslu var hafin bárátta fyrir byggingu héraðsskóla og siðar gagnfræðaskóla. Allan þann tima hefir hann verið fræðslufulltrúi i sýslunni og þvi öðrum fremur haft yfirsýn um, hvert horfir i þeim málum, og leitazt við að hafa þau áhrif á' framvindu þeirra, sem hann taldi best, og til heilla horfa hverju sinni. Nú að þessum tima liðnum vaknar hann upp við þann vonda draum, að skólamál hér I sýslu séu komin i hið mesta óefni og það sé nú hin mesta fásinna að hyggja á nýja skólabyggingu fyrirþessa þrjá hreppa sýslunnar vestan öxarfjarðarheiðar, þvi skammt muni þess að biða, að hér sé ekki þörf fyrir skóla til að veita ungmennum i þessum hluta sýsl- unnar lögskipaða fræðslu, þvi þau muni engin verða að nokkrum árum liðnum. Það er raunalegt að lesa þessa yfir- lýsingu frá þeim manni, sem falið hefir verið að vera oddviti sýslu- búa i skólamálum um langt árabil. Ég hef engin afskipti haft af þessum málum og þvi ókunnugur gangi þeirra ieinstökum atriðum. Hitt er mér þó ljóst, eins og öðrum ibúum þessara hreppa, að eigi hefir verið staðið að þeim með þeim heilindum, sem æskileg væru til að koma sliku nauðsynja- og menningarmáli áleiðis. Það er flestum ljóst, að frá upphafi hefir staðið togstreita um, hvort fyrirhuguð skóla- bygging skuli sett niður að Skúla- garði i Kelduhverfi eða Lundi i Öxarfirði, og hefir hin illræmda hreppapólitik ráðið þar ferðinni. Það má vist telja, að gagnfræða- skólabygging væri nú risin hér, hefðu forgöngumenn skólamál- anna borið gæfu til að sameinast um, að skólinn skyldi standa að Lundi, enda mun það nú vera ákveðið. Þar er þegar komið nokkuð áleiðis. Byggðar hafa verið tvær kennaraibúðir. Viöun- andi aðstaða til iþrótta- og leik- fimikennslu, sett upp sundlaug með tilheyrandi hreinlætisað- stöðu og fleira mætti telja. Annar meginþáttur i grein Björns Haraldssonar er um fram- tiðarhorfur byggöar i sveitum sýslunnar. Tekur hann þar einkum fyrir þrjá vestustu hreppana og þau vandamál, sem skapast kunna, ef allt unga fólkið flyzt á brott. Hann virðist hafa lagt allmikla vinnu i að kanna aldursskeið fólksins, sem þar býr, og gerir áætlanir og spádóma um, hvað við taki, og er sú mynd allt annað en glæsileg. Hann talar um. að á árunum 1983-’85 verði ekki nema 5 unglingar á gagn- fræðaskólaaldri, og hann er svo viss i sinum spádómi, að hann kallar það staðreynd. Annars er margt athyglisvert i þessum kafla, er gefur augljósar bendingar um hvert horfir. Þvi miður er það viðar en hér i Norður-Þingeyjarsýslu, sem þessi þróun i byggðamálum ógnar stórum landshlutum, og má raunar segja að það sé alþjóð- legt vandamál við að glima. Þó er það nú svo, að ég get ekki alls kostar samþykkt útlistanir Björns um þessi efni. Hver sá maður, sem fer hér um sveitir, hlýtur að sjá aðra og betri mynd, en þá, sem hann dregur upp. Ibúðarhús og útihús eru öll byggð úr varanlegu efni, og viðast vel við haldið. Rætkun er viða mjög vel á veg komin, og vel i samræmi við þann bústofn er á jörðunum hvilir. Vélakostur mikill og góður, enda mikið af honum keyptur á nokkrum siðustu árum. A flestum bæjum eru bifreiðir ein eða fleiri og efnahagur margra bænda góður. Ég lit svo á, að það sé hinn mesti barlómur að tala um, að menn berjist i bökkum við að hafa til hnifs og skeiðai; eins og greinarhöfundur telur. Þá er ekki uppörvandi hugvekjan til unga fólksins sem hygðist setjast að i sveitunum. Það skal hafa 10-15 milljónir i sjóði til að byrja með, sem væri þó mjög óráðlegt, þar sem annars staðar bjóðist betri og auveldari aðstaða til lifs- afkomu. Björn Haraldsson getur þess I grein sinni, að það haf-i kostað sig nokkra fyrirhöfn að sætta sig við „planið með Lund,” og er það vist ekki ofsagt, en vel ef svo væri nú. Mér kemur I hug frásögn af manninum, sem i fljótfærni veðjaði á skakkan hest i kapp- reiðum og vonaði i lengstu lög,að hann myndi sigra, en varð i lokin ’ að bita i súra eplið og greiða veðféð. Það kemur raunar i ljós við lestur greinarinnar, að Björn Haraldsson er ekki fullkomlega sáttur við „planið með Lund,” það er, að þar verði haldið áfram með skólabyggingu. Ég er honum sammála um, að eigi sé skynsamlegt að ráðast i að byggja yfir 50-150 nemendur eins og hann orðar það. Vandinn er að meta rétt, hvað skólinn þurfi að vera stór, og gera þá ráð fyrir að byggð haldist hér i sveitum með eðlilegum hætti. Hann drepur og á þá lausn, að ef til vill sé skólinn bezt settur á Kópaskeri. — Er sú uppástunga ný frá hans hendi, þvi að sá staður virðist ekki vera hátt metinn, og kem ég að þvi siðar i þessari grein. Ef við litum til nágranna okkar i Suður-Þingeyjarsýslu, þá sjáum við, að þar hafa risið á umliðnum árum glæsilegar og nauð- synlegar gagnfræðaskóla- byggingar. Þar hafa fleiri hreppar sameinast um bygging- arnar og standa að þeim i sam- einingu. Þeir menn, sem þar höfðu forustu, munu vafalaust hafa þurft að samræma ólik sjónarmið, en mátu þaö meir að koma i framkvæmd félagslegum umbótum. Engum er alls varnað, og ekki heldur okkur Norðursýslubúum. Við eigum að dómi Björns tvo ljósa reiti i byggðinni, sem gefa fögur fyrir- heit, en það eru þorpin Raufar- höfn og Þórshöfn. Um Kópasker segir hann aðeins þetta „til eru þeir sem telja, að Kópaskers- byggðin eigi möguleika á útgerð, þar hefir verið starfækt fiskmót- taka nokkur siðastliðin sumur” Minna mátti það nú varla vera um þann stað, sem hefir veriö höfuðvigi vesturhluta sýslunnai; siðan Kaupfélag Norður-Þing- eyinga hóf þar starfsemi sina fyrir átta áratugum. Þar er öllu vel við haldið og á siðastliðnu hausti var flutt þar i sex nýbyggð hús, og þörf er á fleiri húsum til ibúðar. Það má fullvist telja, að allgóð aðstaða sé þar til útgerðar fyrir smærri báta, ef fiskigengd eykst, svo sem menn gera sér vonir um, með aukinni friðun og stækkaðri landhelgi. Vel má þá svo fara, að á Kópaskeri verði sá byggðakjarni, sem nærliggjandi sveitir muni i framtiðinni hafa að bakhjarli. Ef til vill er sú uppástunga Björns, að væntanleg skóla- bygging sé bezt sett þar, byggð á von um, að svo verði. Ég get al- gjörlega fallizt á það, sem hann segir um ljósu reitina á Þórshöfn og Raufarhöfn, að vonandi haldist sú þróun áfram, sem hafin er nú á siðustu árum. Þó er skammt að minnast þess, að mjög þunglega horfði þar, þegar sildarævin- týrinu lauk svo skyndilega. Mér er kunnugt um, að á Raufarhöfn var á árunum 1966-1968 stór hluti ibúanna á atvinnuleysisskrá, og svo var viða um land á þessum árum. Þar sannaðist hið forn- kveðna, að svipull er sjávarafli. Til að punta upp á staðinn birtir greinarhöf. myndir frá þeim tima, er silfur hafsins flæddi þar allar bryggjur og allt lék i lyndi, en það er vonandi, að hann eigi engarmyndir frá mögru árunum. Hann birtir einnig þriðju myndina, er virðist eiga að vera táknmynd fyrir byggðina. Þar er samankominn allstór hópur fólks, og hefir slegiöupp tjaldbúðum, en i baksýn drúpir gamalt og yfir- gefið hús I fögru umhverfi. Ekkert atriði i grein Björns snart mig eins óþægilega og þessi mynd. Er það virkilega ætlan hans, að I framtiðinni veröi þannig umhorfs i þessum gjöfulu og góðu sveitum. Verður þá að engu gert það mikla starf og sú fjölþætta uppbygging, sem hér hefir áunnist, bæði á félagslegum og efnahagslegum grundvelli. Sú kynslóð, það fólk, sem á siðustu 4- 5 áratugum hefir verið svo lánsamt að fá að vera þátttak- endur á þvi mesta framfara- skeiði, sem þjóðin hefir lifaö, verður að hafa trú á þvi, að I sveitum landsins og sjávar- þorpum sé sá Vitaðsgjafi,sem eigi muni ósáinn standa. í fólkorustum fornaldar var það jafnan háttur góðra herkonunga að velja hina mestu garpa til að vera útverði herja sinna. Ég lit svo á, að við, sem byggjum útsveitir og kveinkum oickur eigi, þótt við mætum mótblæstri eða njótum ekki sæl- lifis á borð við þá, sem i þéttbýli búa, séum útverðir byggðarinnar i þessu landi. Og ég vona, að við bregðumst i engu þvi hlutverki, sem landvættir hafa lagt okkur á herðar. Sannarlega hafa aldrei áður á landi hér verið eins miklir möguleikar á þvi að lifa mann- sæmandi og góðu lifi i sveitum landsins og nú. Rafmagn er nú komiðá flest býli, unnið er að þvi að gera þjóðvegakerfi landsins svo gott sem kostur er á, og mun sú sókn standa um langa hrið. Bílakostur er mikill og góður og flytur fólkið nær hvort öðru en áður vart jafnframt þvi að annast nauðsynlega fyrirgreiðslu, og þannig mætti lengi telja. Það var þvi hæpinn ávinningur að hef ja upp rödd hrópandans og segja, að allt sé i kalda koli og þýðingarlaust sé annað en berast með slraumnum, sem til óheilla horfir fyrir land og lýð. Við gerumst nú gamlir, Björn Haraldsson, og eigi liklegir til aö axla þungar byröar i framtiðinni. En við skulum reyna eftir mætti að létta undir með þeim, sem byrðarnar bera og vandamálin þurfa að leysa. Þvi það er alveg vist, að framtiðin mun fá öllum landsmönnum næg verkefni til að vinna á þessu stóra og góða landi, sem á svo svo mikla möguleika,ef rétt er á haldið. Það eru ýms atriði i áðurnefndri grein, sem má draga i efa, en ég hirði ekki um að gera þau hér að umtals- efni. enda vist nóg komið af svo góðu. Ég vil svo ljúka máli minu með þvi að þakka Birni Haraldssyní fyrir skrii'hans, þvi að hann tekur þar til meöferðar tvö rnerk mál. sem hljóta að vera efst á baugi hér I sýslunni, og krefjast þess aö þau verði tekin til úrlausnar sem allra fyrst. Mörgum kann að finnast, að hann hafi notað helzt til of dökk gleraugu við ritsmiðarnar, en hann gerir einnig öðrum atriðum glögg og góð skil, svo sem vænta mátti af hans hendi. 1. marz 1974 Einar Benediktsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.