Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 24

Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 24
24 TÍMINN Sunnudagur 19. maí 1974. á miðri sléttunni. Þar hvíldi hann sig í þrjár klukku- stundir, fékk mat og óþreyttan hest, og hélt síðan áf ram ferð sinni. Olafur þarínaðist ekki svefns, þegar hann hafði ein- hverju að sinna, og enda þótt komið væri fram yf ir mið- nætti, var þarna næstum eins bjart og í Skarðsstöð, sem þó er miklu norðar. í hálf a klukkustund enn f ylgdi hann veginum, en þegar hann kom að lækjarsprænu, sem rann yfir veginn, beygði hann og fylgdi læknum. Hann reið upp á móti straumnum, og lækurinn rann framhjá honum, syngjandi og þvaðrandi sakleysislega á leið sinni. Enda þótt þarna væru klettar allt í kring, var gilskorningurinn, sem hann fór eftir, grasi vaxinn. En sakleysj lækjarins var blekkjandi útlit illa innrætts barns, og brosandi skorningurinn bjó yf ir dauðanum, því að þarna voru viðbjóðsleg mýrafen og kviksyndi, sem gleyptu manneskju á andartaki. Hesturinn skynjaði hættuna og .gekk varfærnislega með þandar nasir og teygðan háls, en Ólafur var ekki hræddur — þetta var ekki i fyrsta skipti, sem hann kom á þennan stað og hann vissti, hvar hann átti að f ara. Hann hélt sig fast við lækinn, sem varð stöðugt mjórri og mjórri, þangaðtil hann hvarf inn í mosaþembu, og nú stefndi hann á leið, er var mörkuð með steinum. Eftir smástund sá hann kofa, sem var líkastur mauraþúfu, stórri, brúnni mauraþúfu, og eins og vísifingur benti steinaröðin á dyr kofans. Þegar hann nálgaðist kofann, heyrði hann rokkhljóð og rödd konu, sem var að raula. Rokkhljóðið og látlaus söngurinn runnu saman í eitt, og gegnum kofadyrnar sá Olafur Ijósgeisla, sem háði baráttu við Ijósið fyrir utan. Nokkur skref frá kofanum stökk hann af baki og lét hestinn taka niður, þar sem hann stóð. Konan við rokkinn gerðí lát á vinnu sinni, þegar hún sá manpinn standa í dyrunum. Þetta var stór og fyrirferðarmikil kona með vingjarn- lega brosandi andlit, en eftir að hafa virt það betur fyrir sér, skipti maður um skoðun á því. Maður gat ímyndað sér, að hún hefði f itnað af leiðindum, og brosandi ánæg ja hennar virtist ekki eiga sér mannlegar orsakir. Það var litið um húsgögn i kofanum, en hreinlegt út í hvern krók og kima, og hér og þar héngu jurtir til þerris. Konan var klædd íslenzkum þjóðbúningi, og þegar hún sneri sér við, glitraði silfurskraut húfunnar í bjarman- um f rá iýsislampanum, sem stóð á bekk við rokkinn. — Þetta mun vera Ólafur Guðmundsson! sagði hún, þegar birtan féll á andlit gestsins. — Já, það er ég, sem er á ferð, sagði Ölafur. Það er áliðið, og þú ert enn að störfum. — Og þú kemur seint, sagði konan og hló, um leið og hún ýtti rokknum til hliðar. Jæja, hvað get ég gert fyrir þig? Ólafur, sem var ófáanlegur til að setjast, sneri sér strax að erindinu. Þetta var í þriðja skiptið, sem hann kom hingað til að leita ráða og spyrjast fyrir um fram- tíðina. Þessi kona naut mikils álits sem spákona, og það orð iá á henni, að hún væri norn, sem með hjálp illra af la gæti haft áhrif á örlög annarra. Þetta var að sjálfsögðu tómt bull, en engu að síður græddist henni þó nokkurt fé á þvi að selja hinum fáf róð- ari allskonar töframeðöl. ÖlafurJiafði ekki trú á sambandi hennar við ill öfl og myndi ekki hafa gef ið eyri f yrir rottuhala, sem gæti gert öðrum miska, eða heillastein, sem verndaði mann gegn illum öflum en hann trúði statt og stöðugt á hæfileika hennar til að sjá fyrir óorðna hluti. Hann trúði henni fyrir vandamálum sínum alveg eins og sjúklingur talar við lækni, enda þótt hann nef ndi engin nöfn og talaði aðeins um Eirík sem ,,manninn, sem kom til Skarðsstöðvar gagngert til að eyðileggja mig", og Svölu sem ,,stúlkuna, sem ég var að seg ja þér f rá." Hún tók við öllum upplýsingum hans eins og bókhald- ari, sem er að vinna að uppgjöri, og leið og hún tók um báðar hendur hans, tók hún að lesa í lófa hans, eins og þeir væru tvær bækur. Góða stund sagði hún ekkert. Það var rétt eins og hún væri á villigötum, eða þá, að hún vildi alls ekki tala um það. % En svo fór hún að segja frá: — Þú hef ur haft heppnina með þér siðan þú komst síð- ast hingað, en það hefur einhver maður boðið þér byrg- inn. — Það var hann, sem ég var að segja þér frá, svaraði Ólafur. — Þú þarf t ekkert að óttast f rá hans hendi. — Fer hann frá Skarðsstöð? — Það veit ég ekki, en hann treður þér ekki lengur um tær. — Og stúlkan? — Þú kvænist henni aldrei. — En hún — giftist hún honum? — Já, en þau eignast engin börn. — Maðurinn, svo að hann treður mér ekki urji tær — kannski verð það ég, sem hrek hann á brott — getur þú sagt mér, hvað ég á að gera? — Þú getur ekkert gert, Ólaf ur Guðmundsson. Þú ert að fara í langa ferð. — Já, það er alveg satt, sagði hann. Ég er að fara til Leith. — Þú ferð lengra. f Bonni, hvaða ár varð Kristján Eldjárn V forseti? Þú sýnist áhyggju! v fullur, xHaddi. Hvers vegna7\\ spyrðu ekki litlu,^, .x' sætu Bonni? (h^ynd> Já, mig vantar ártal. liiil ílil I i SUNNUDAGUR 8.00 Morgunaiulakt. Séra Pétur Sigurgeirsson vigslu- biskup flytur ritningarorð 8.10 Fréttir og veðurfregnir. 8.15 Létt morgunlög.Þjóðlög — frá Slóvakiu og Kaustinen- héraðrF^innlandi. 9.00 Fréttir. Öcdráttur úr forustugreinum ' 4agblað- anna. 9.15 Morguntónleikar. (10.10. Veðurfregnir) a. Sembal- konsert i d-moll eftir Carl Philipp Emanuel Bach. Fritz Neumeyer og Ein- leikarahljómsveitin i Vin leika, Wilfried Böttcher stj. b. Klarinettukonsert i A-dúr (K622) eftir Mozart. Rudolf Jettei og Pro Musica hljóm- sveitin i Vinarborg leika, Leopold Emmer stj. c. Sin- fónia nr. 4 i B-dúr eftir Beet- hoven. Columbiu-sinfóniu- hljómsveitin leikur, Bruno Walter stj. 11.00 Almennur bænadagur: Messa i Kcflavikurkirkju Prestur: Séra Björn Jóns- son. Organleikari: Geir Þórarinsson. 12.15 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. Tónleikar. 13.20 Um manngildishug- mvndir islendinga aö fornu, Dr. Bjarni Einarsson flytur hádegiserindi. 14. Aö skrifa til aö lifa — eða • lifa tii að skrifa? Um rithöf- unda og útgáfustarfsemi á tslandi, — siðari þáttur. Umsjónarmenn: Gylfi Gislason og Páil Hreiðar Jónsson 15.15 Miðdegistónleikar: Frá útvarpinu i Beriin. Ernö Sebastyen leikur á fiðlu og Luigi Alberto Bianchi á lág- fiðlu með Sinfóniuhljóm- sveit útvarpsins i Berlin. Stjórnandi: Jacques Dela- cotte a. ..Galimathias musi- cum”, quodlibet (K32) eftir Mozart. b. Konsertþáttur i D-dúr fyrir fiðlu og hljóm- sveit eftir Schubert. c. Són- ata fyrir lágfiðlu og hijóm- sveit eftir Paganini. d. Sin- fónia nr. 2 i D-dúr eftir Mé- hul. 16.30 Kaffitiminn.Allan og Lars Eriksson leika á harmónikur. 16.55 Veðurfregnir. Fréttir. 17.00 Barnatfmi: Eirikur Stefánsson stjórnar: a. „Blessuð veri hún Búkolla min” 1: Sögur og sagnir um kýr, þar á meðal saga af Skógakúnum 2: ólöf Þórarinsdóttir les Lofkvæð- ið um kýrnar eftir Davið Stefánsson frá Fagraskógi og fleira. b. Sögur af Munda, — þriðji þáttur Bryndis Viglundsdóttir seg- ir frá fálkanum, örnunum og nautunum. 18.00 Stundarkorn með pianó- leikaranum Michaei Ponti sem leikur verk eftir Karl Tausig. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19 Fréttir. Tilkynningar. 19.25 Sjaldan lætur sá betur, sem eftir hermir. Umsjón: Jón B. Gunnlaugsson. 19.40 Sjötta aukaþing Samein- uðu þjóðanna . Baldur Guðlaugsson ræðir við Ingva Ingvarsson ambassa- dor og Gunnar G. Schram varafastafulltrúa um orku- mál hráefni og auðlindir. 20.20 Ljóð og djass.Sænsk-is- lensk ljóða- og djassdag- skrá, hljóðrituð i Norræna húsmu 19. janúar i vetur. Jóhann Hjálmarsson, Jón Óskar, Lasse Söderberg og Jacques Werup lesa úr ljóð- um sinum. Lesarar auk þeirra: Guðrún Ásmundar- dóttir, Helga Hjörvar og Margrét Helga Jóhanns- dóttir, sem m.a. flytja ljóð eftir Matthias Jóhannessen og Þorstein frá Hamri. Hljóðfæraléikarar: Árni Elvar, Guðmundur Stein- grimsson, Gunnar Ormslev, Jón Sigurðsson og Rolf

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.