Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 23
Athyglisvert framlag Hljóma....
HLJÓMAR — LP.
STEREO.
ÚTG.: HLJÓMAR.
MÉR ER það mikil ánægja að
birta hér persónulegar vanga-
veltur minar um hina nýju LP-
plötu Hljóma, þvi vissulega er hér
á ferðinni eiguleg hljómplata.
Lögin á plötunni eru öll vel
frambærileg, miðað við isl. popp-
músik yfirleitt, og sum eru mjög
góð. Af tiu lögum á plötunni eru
sex eftir Gunnar Þórðarson, og er
ekki að heyra að það sé komin
þreyta i tónskáldið, og þvi siður
að hann sé farinn að endurtaka
sjálfan sig. Rúnar Júliusson á hér
athyglisverðan og dágóðan hlut
Árni Tryggvason i gerfi sinu
(Timamyndir GE)
Elin Sigurvinsdóttlr tekur
lagið.
að máli, en fjögur laganna eru
eftir hann.
Þegar platan er sett á fóninn ,
flæða tónar „Let it flow” til
áheyrendans. .Hér syngja þeir
Berti, Rúnar, Björgvin og Birgir
saman, en sá siðastnefndi var
ekki formlega hættur i hljóm-
sveitinni, þegar platan var tekin
upp, og syngur með i tveim lag-
anna, og leikur auk þess með á
gitar i einu þeirra.
Það er mikil bjartsýni rikjandi i
textunum. Þegar þessi plata er
borin saman við siðustu plötu
Trúbrots, Mandala, kemur i Ijós,
að hún er að öllu leyti mun betri.
Sérstaklega er það áberandi hve
miklu betur hefur tekizt til með
hljóðritunina á Hljóma-plötunni,
en hún er með afbrigðum vel
unnin. Upptakan fór fram i
Shaggy dogs stúdió i Bandarikj-
unum.
Töluvert er um aðstoðarhljóð-
færaleikara á þessari plötu, og er
auðheyrt, að þar eru engir auk-
visar á ferð. Eitt mun þó senni-
lega hafa valdið allhressilegum
umræðum, og jafnvel deilum,
meðal áhugafólks um isl. enska
poppmúsik, en það er sú ráðstöf-
un að gefa Engilbert Jensen frf
frá trommunum við upptölu plöt-
unnar. Persónulega hefur undir-
ritaður ekkert við þá ráðstöfun að
athuga.
„Tasko tostada”. Sá er þetta
ritar á persónulegar minningar
tengdar þessu lagi, og þá sérstak-
lega textanum. Það er Rúnar sem
syngur, en lagið er eftir hann og
er tvimælalaust eitt bezta lagið á
plötunni. Berti og Björgvin
syngja með.
Engilbert Jensen syngur næsta
lag og skilar sinu hlutverki með
stakri prýði, eins og hans var von
og vlsa, og lagið nefnist „Get a
Little Feeling”.
ÞAÐ VAR húsfyllir i Háskólabiói
laugardaginn 11. mai á miðnæt-
urskemmtun, sem Félag Is-
lenzkra leikara og Sinfóniuhljóm-
sveitin efndi til, til ágóða fyrir
sjóslysasjóð, en allir, sem þátt
tóku i þessari skemmtun, gáfu
sina vinnu. Hér var um að ræða
hina fjölbreytilegustu skemmtun,
allt skipulag var upp á hið bezta
og aldrei dauður punktur.
Áður en skemmtunin hófst léku
þeir Sigurður Rúnar Jónsson, Jón
Sigurðsson, Guðmundur Stein-
grimsson og einn hljómfæraleik-
ari til, sem undirritaður kann
ekki að nafngreina.
Siðan kom kynnir kvöldsins -
fram i sviðsljósið og kynnti fyrsta
atriðið, en það var flutningur
Sinfóniuhljómsveitar Islands
undir stjórn Páls P. Pálssonar.
Þá söng Elin Sigurvinsdóttir eitt
lag og var vel tekið af viðstödd-
„Separation Blues”. „Hvers
vegna skyldi ég elska þig eina”,
syngur Rúnar. Lagið er eftir
hann, Berti syngur millirödd.
„Lover Man”.Hérer það Berti,
sem syngur sóló, og vinurinn fer
létt með það.
„Slamat Djalan Mas” er
þrumu-gott lag eftir Rúnar
Júliusson. Höfundurinn syngur og
leggur sig auðheyrilega allan
fram, „filingin” er mikil og út-
koman eftir þvi. Tiu manna stað-
arkór aðstoðar, samkvæmt
upplýsingum á plötuumslaginu.
„When We Get 01der”,Þetta er
mjög falleg „melodia”, sem Berti
syngur, og hann syngur auk þess
millirödd ásamt Gunnari. Reglu-
lega góður texti minnir mann dá-
litið á einn textann i „LIFUN”.
Þá er loksins komið að Björg-
vini Halldórssyni, en hann syngur
aðeins tvö lög á plötunni. Björg-
vin er hér i feikna stuði, er hann
syngur „Rock Me”. Þetta er
verulega gott rokklag. Undirrit-
aður færðist allur i aukana, er
hann heyrði það, og átti erfitt með
að brenna ekki upp á Röðul og
svæla út eitt óskalag.
„Moments”.Ég véitekki, hvort
textinn við þetta lag hefur að
geyma einhverjar persónulegar
minningar Rúnars, allavega er
textinn hörkugóður. Rúnar syng-
ur og Berti syngur millirödd.
„Silver Morning”. Hér kveðja
Hljómar að sinni, frábær texti,
sem Björgvin syngur, og hann
syngur auk þess millirödd með
þeim Betra og Gunnari. Þetta er
undurþýtt fallegt lag, þannig
að maður hallar sér ósjálfrátt
aftur á bak og lygnir augunum.
Textinn er sá albezti á plötunni.
Hljómar mega svo sannarlega
vel við una hvað þessa plötu
snertir, og það er svo sannarlega
ánægjulegt til þess að vita, að
þetta er aðeins upphafið. — B.V.
um. Siðar á skemmtuninni flutti
Sinfóniuhljómsveitin „Yester-
day” eftir Paul McCartney.
Eftir hæfilegan skammt af tón-
list birtist hinn óborganlegi Árni
Tryggvason á sviðinu i gervi
Dana, sem gaf allkostulegar ráð-
leggingar varðandi laxveiðar. Þá
var flutt atriði úr Brekkukotsann-
ál og Atómstöðinni eftir Halldór
Laxness, en á milli atriða komu
kaffibrúsakarlarnir fram og
skemmtu áheyrendum af sinni al-
kunnu snilld.
Það vakti óskipta kátinu áhorf-
enda, þegar Bessi Bjarnason tók
að sér að stjórna Sinfóniuhljóm-
sveitinni, enda var þetta eitt
skemmtilegasta atriði skemmt-
unarinnar.
Omar Ragnarsson er heldur
betur snöggur að gripa viðburði
liðandi stundar og setja þá fram á
sinn kostulega máta, en hann
Bessi Bjarnason stjórnar Synfóniuhljómsveitinni.
Sérstaklega vel-
heppnuð mið-
næturskemmtun
Hljómsveit spilar f hléinu.
flutti m.a. stórskemmtilegan
brag um þau mjög svo umdeildu
mál, sem gerzt hafa á Alþingi
undanfarið. Ómar gat þess i for-
mála, að hann hefði farið niður i
Alþingishús, þegar þessi mál
stóðu sem hæst, og komizt að
raun um, að hann væri búinn að
eignast skæða keppinauta i
skemmtanabransanum á meðal
þingmannanna.
Bragur Omars hlaut mjög
góðar móttökur og var honum
óspart klappað lof I lófa. Árni
Tryggvason birtist á ný og nú i
gerfi heimsfrægs rússnesks
söngvara og gerði mikla lukku,
Sinfóniuhljómsveitin sá um
hljómsveitarflutninginn. Þessir
einstæðu miðnæturskemmtun
lauk er Sinfóniuhljómsveit Is-
lands og Karlakór Reykjavikur
flutti tónverkið góðkunna Fin-
landia eftir Sibelius og er
flutningur þessi undirrituðum
ógleymanlegur. Félag isl. leikara
og Sinfóniuhljómsv. á miklar
þakkir skildar fyrir þessa mjög
svo kærkomnu skemmtun. — B.Y.
ómar Ragnarsson syngur við undirleik stórrar hljómsveitar.