Tíminn - 19.05.1974, Blaðsíða 32
32
ItMINN
Sunnudagur 19. ihai 1974.
ARFURINN
(Skozk þjóðsaga)
Sigriður Ingimarsdóttir þýddi
Einu sinni var rikur
bóndi, sem átti þrjá
syni. Hann lá fyrir
dauðanum og kallaði þvi
syni sina að rúmi sinu.
Hann sagði við þá:
„Synir minir! Ég mun
nú brátt yfirgefa ykkur.
Ég vil ekki, að þið hef jið
neinar deilur ykkar á
milli, þegar ég er horf-
inn. Þið munuð finna
peningaupphæð i skúffu
i dragkistunni, sem
stendur i innra herberg-
inu. Skiptið peningunum
heiðarlega á milli ykk-
ar, yrkið jörðina og búið
saman eins og þið hafið
gert hingað til.”
Skömmu siðar andað-
ist gamli maðurinn.
Synirnir greftruðu hann,
og að þvi loknu gengu
þeir að dragkistunni, en
fundu enga peninga i
skúffunni.
Þeir voru hljóðir um
stund. Svo sagði yngsti
bróðirinn:
„Peningarnir voru
þarna áreiðanlega, hvar
sem þeir eru nú”.
Elzti sonurinn sagði:
,,Hann faðir okkar talaði
aldrei ósatt orð. Ég er
viss um, að peningarnir
voru þarna, þótt ég hafi
ekki hugmynd um, hvar
þeir eru nú. Komið nú,”
bætti hann við, ,,við
skulum fara til karlsins,
sem var vinur föður
okkar. Þeir voru skóla-
bræður og þekktust vel.
Enginn vissi betur en
hann um hagi föður okk-
ar. Við skulum fara og
spyrja hann ráða.”
Bræðurnir fóru þvi
heim til gamla manns-
ins og sögðu honum upp
alla söguna.
„Dveljið hjá mér,”
sagði gamli maðurinn.
„Ég ætla að hugsa mál-
ið. Ég skil ekki, hvernig
i þessu liggur. Við vor-
um góðir vinir, og ég
varð aldrei var við nein-
a skreytni i tali föður
ykkar.”
Bræðurnir dvöldu hjá
honum i tiu daga. Þá
kallaði hann þá til sin og
lét þá setjast hjá sér.
Siðan sagði hann þeim
þessa sögu:
„Einu sinni var ungur
maður, Hann var mjög
fátækur, og hann varð
ástfanginn af dóttur
rikismannsins, ná-
granna sins. Hún elskaði
hann einnig, en þau gátu
ekki gifzt, vegna þess
hvað hann var fátækur.
Þau gátu aðeins bundizt
heitum og bjuggu þvi
eftir sem áður hvort i
sinu lagi.
Að nokkrum tima liðn-
um bar annan biðil að
garði hjá föður stúlk-
unnar. Hann var vel efn-
um búinn, og varð stúlk-
an þvi, föður sins
vegna, að heita honum
eiginorði. Skömmu siðar
giftust þau. En þegar
brúðguminn kom til þess
að sækja brúðina, grét
hún og barmaði sér.
„Hvað gengur að
þér,” spurði hann.
Brúðurin þagði langi, en
að siðustu sagði hún
honum allt eins og var,
að hún væri heitbundin
öðrum manni.
„Klæddu þig,” sagði
maðurinn, „og fylgdu
mér eftir.”
Hún klæddist brúðar-
skartinu. Hann sótti hest
sinn, lét hana á bak fyrir
aftan sig og reið heim að
húsi hins mannsins.
Hann barði að dyrum og
hrópaði: „Er nokkur
inni?” Og þegar hinn
svaraði, skildi hann
brúðina eftir við dyrnar
og reið heimleiðis.
Þá klæddi hinn
maðurinn sig og kveikti
ljós og sá þá enga aðra
en brúðina i fullum
skrúða.
„Hver fylgdi þér hing-
að?” spurði hann.
„Bóndi minn,” sagði
brúðurin. „Við vorum
gefin saman i dag, en
þegar ég sagði honum,
að ég væri þér heitin, fór
hann sjálfur með mig
hingað.”
„Fáðu þér sæti,”
sagði maðurinn.
Siðan steig hann á bak
hesti sinum, reið til
prestsins og bað hann að
koma til húss síns. Áður
en presturinn gæti leyst
konuna frá hjúskapar-
heitinu, lyfti maðurinn
henni á bak hestinum og
sagði: „Farðu nú aftur
til eiginmanns þins.”
Brúðurin reið nú af
stað i skartklæðunum.
Dimmt var úti, og ekki
hafði hún langt farið,
þegar hún kom i þéttan
skóg. Þar lágu þrir
ræningjar i leyni. Þeir
stöðvuðu hana og tóku
hana höndum.
„Hæ, hæ,” sagði einn
þeirra. „Lengi höfum
við beðið og litinn feng
hlotið, en þar kræktum
DAN
BARRV