Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 1
Affglýsingadeild TÍMANS Aðalstræfi 7 MINNA LENGRA Tékkneska bifreiða- umboðið á íslandi Auðbrekku 44-46 Kópavogi Sími 42606 _________ SJÁLFSTÆÐISMENN KOMU í VEG FYRIR AÐ VANDI FJÁRFESTING- ARSJÓÐANNA YRÐI LEYSTUR Morgunblaðið býsnast nú dag eftir dag yfir þvi að ýmsir fjárfestingasjóðir eigi nú i erfiðleikum með að svara þeirri miklu eftirspurn, sem er eftir fjár- magni til uppbyggingar i landinu og kaupa á nýjum atvinnutækjum. Segja þeir þetta skýrt dæmi um ó- stjórn rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar í efna- hagsmálum. Sannleikurinn er hins vegar sá, að fjárhagserfið- leikar stofnlánasjóðanna og Vegasjóðs stafa af þvi, að Sjálfstæðisflokkurinn og Alþýðuflokkurinn neit- uðu öllu samstarfi um að leysa vanda efnahags- og atvinnulifsins fram til haustsins. I frumvarpi þvi, sem Olafur Jó- hannesson lagöi fram voru tillög- ur og ákvæöi um aö leysa vanda fjárfestingarsjóöanna ogveita viö nám gegn ofþenslunni i efnahags- lifinu. Sjálfstæöisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn vildu ekki ræða þessar tillögur. Þeir lýstu þvi meira að segja yfir, að þeir myndu ekki einu sinni leyfa frum- varpinu að fara til þingnefndar til athugunar þar og hugsanlegra samninga allra flokka um málin. Eftir að ölafur Jóhannesson hafði þrautkannað möguleika á myndun rikisstjórnar á breiðum grundvelli til að leysa efnahags- vandann til bráðabirgða eða fram til haustkosninga og Sjálfstæðis- flokkurinn og Alþýðuflokkurinn hafnað aðild aí slikri rikisstjórn, og eftir að það lá einnig fyrir að útilokað var að mynda starfhæfa rikisstjórn á Alþingi segði hann af sér, þá átti Ólafur Jóhannesson engra annarra kosta völ til að gæta hagsmuna þjóðarinnar en rjúfa þingið og visa málum I dóm þjóðarinnar. Sjálfstæðisflokkurinn vissi, að ékki var unnt að mynda starfhæfa rikisstjórn á Alþingi. Hann vildi samt ekki leyfa kjósendum að velja nýtt Alþingi er gæti tryggt landinu nýja starfhæfa stjórn, þvi að hann var alveg æfur yfir þing- rofinu eins og allir vita. Og er það ekki dálitið kátbros- legt, að þeir, sem komu i veg fyrir að vandi fjárfestingasjóðanna og Vegasjóðs yrði leystur, að þeir, sem klifað hafa á þvi að fram- kvæmdir hins opinbera og útlán peningakerfisins séu allt of mikil, að þeir, sem segjast ætla að stór- lækka útgjöld ríkisins og draga úr þenslu efnahagslifsins með þvi að draga úr útlánum, skuli gera það að aðaluppistöðunni I kosninga- baráttunni, að ekki séu nægir peningar til I sjóðum til að svara hinni gífurlegu eftirspurn eftir lánsfé, sem þeir á öðrum stöðvum segja að verði að gera ráðstafanir til að stemma stigu við. Það væri skynsamlegra fyrir Sjálfstæðisflokkinn, að tala nokkru minna um fjárhagsvanda fjárfestingarsjóðanna og hætta að hneykslast á þvi að bankakerfið getur ekki sinnt öllum þeim, sem vilja fá lán þessa dagana. Eftir- spurnin eftir lánsfé er óhemju- lega mikil, en ástæðan er sú, að Sjálfstæðisflokkurinn fékkst ekki til að eiga samstarf um viönáms- aðgerðir gegn þenslunni I efna- hagslifinu. Tónninn i skrifum Mbl. gefur vissulega til kynna, til hvers Sjálfstæðisflokkurinn ætlaðist og hvilikt ábyrgðarleysi og fyrirlitn- ing' á hagsmunum þjóðarinnar stjórnaði gerðum hans á siðustu dögum þingsins. Sjálfstæðisflokk- urinn vildi, að Ólafur Jóhannes- son neyddist til aö segja af sér og að löng stjórnarkreppa upphefð- ist á Alþingi en algert öngþveiti og ringulreið yrði I landinu eftir 1. júni. Siðan átti að skella skuldinni af ófremdarástandinu á Ólaf Jó- hannesson og rikisstjórn hans. Ólafur Jóhannesson kom I veg fyrir þessi áform með þingrofinu, og af þvi stafaði þessi ofsalega reiði forystumanna Sjálfstæðis- flokksins. Sjá nú ýmsir betur en áður, hve auðveldlega þjóðar- hagsmunir vikja hjá Sjálfstæðis- flokknum, þegar forystumennirn- ir telja, að flokkshagsmununum og valdaaðstöðu verði þjónað með þvi að fórna hagsmunum þjóðar- innar. — TK. Hjónin Cleo og John Dankworth, André Previn og Arni Egilsson gripu I hljóðfærin á æfingu fyrir kvöld stundina i Háskólabiói i gær. Timamynd: G.E Hroðaleg lýsing q rekstri Álafoss birt í Vísi í gær: „SKÝRSLAN ER FÖLSUÐ" SEGIR FORSTJÓRINN — sem borinn var fyrir henni, en hefur nú kært málið — SKÝRSLAN, sem vitnað er til i Visi i dag, er fölsuð — hún er hvorki samin af mér né neinum öðrum á vegum fyrirtækisins, og ég hef þegar farið fram á saka- dómsrannsókn. Þannig fórust Pétri Eirikssyni, forstjóra Álafoss h.f., orð við Timann i gær. Tilefnið var út- dráttur úr skýrslu, sem eignuð var forstjóranum og birtur i Visi i gær, þar sem þvi er haldið fram’, að skuldir fyrirtækisins séu orðn- ar nær 500 milljónir króna, sam- dráttur ráðinn i fiestum greinum, þótt þvi fylgi enn aukið tap, fram- leiðsluvaran gölluð, birgða- skcmmur fullar og pólitiskar gjafir gefnar og farnar ellefu flugferðir með 84 gesti, útlenda og innlenda, til Vestmannaeyja á kostnað fyrirtækisins. Itekstur fyrirtækisins „megi kalla umbun og styrktaraðstoð”. Pétur Eiriksson hafði samband við Timann, er Visir var kominn út i gær, og fór þess á leit, að hann fengi birta svolátandi yfirlýs- ingu: „Vegna fréttar dagblaðsins Visis i dag, 13. júni 1974, óska ég að taka fram eftirfarandi: Skýrsla sú, sem vitnað er til, er ekki samin af mér né nokkrum öðrum starfsmanni Álafoss h.f., enda er skýrslan röng i öllum að- alatriðu Verður ekki annað séð en skýrs in hafi verið samin i þeim tilgangi að skaða fyrirtækið og mig persónulega. Ég hef þvi i dag óskað eftir sakadómsrannsókn á málinu”. Timinn spurði Pétur Eiriksson, hvaðan hann teldi skýrslu þessa runna, en hann kvaðst ekki vita það, og ekki vilja leiða getum að þvi við fjölmiðla. Timinn átti i gær tal við Hauk Helgason, blaðamann hjá Visi, og kvað hann skýrslu þessa, sem Visi var send, hafa verið þrjú þétt-vélrituð blöð, og hefði hún verið merkt með stöfunum P.E. og A.G., er hann hefði ályktað, að væru upphafsstafir forstjóra Ála- foss og vélritunarstúlku i þjón- ustu hans. Ennfremur hefði stað- ið: „Gert i mai 1974 — forstjóri”. Stjórnmálaflokkarnir: Sjónvarpskynning Siðari hluti sjónvarpskýnningar stjórnmálaflokkanna verður i kvöld, og verður Framsóknar- flokkurinn fyrstur. Ragnheiður Sveinbjarnardótt- ir, þriðji maður á B-listanum i Reykjaneskjördæmi, verður kynnir, en aðrir, sem fram korna, eru Eysteinn Jónsson, forseti Sameinaðs þings, Guðrún Bene- diktsdóttir, þriðji maður á B- listanum i Norðurlandskjördæmi vestra, Ólafur Þórðarson, þriðji maður á B-listanum á Vestfjörð- um. Guðmundur G. Þórarinsson, þriðji maður á B-listanum á Suðurlandi, Halidór Ásgrimsson, þriðji maður á B-listanum á Austurlandi og Einar Agústsson utanrikisráðherra, annar maður á B-listanum i Reykjavik. Kynningin hefst klukkan 21.25.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.