Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 9
Föstudagur 14. júni 1974 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarfiokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Pórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karisson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aöalstræti 7, simi 26500 — af- greiöslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. v _____ ' Ólafur og Geir í kosningunum 30. júni verður fyrst og fremst kosið um það, hverjum beri að votta traust til að fara með forystu þjóðarinnar i landsmálum næsta kjörtimabil. Eins og málefni og kosningar ber að þjóðinni nú snúast kosningarnar ekki sizt um það, hvort þjoðin vill veita Ólafi Jóhannessyni traust til að fara áfram með embætti forsætisráðherra og forystuhlutverk i næstu rikisstjórn — eða hvort hún telur, að Geir Hallgrimsson sé hæfari til að fara með embætti forsætisráðherra og forystu i næstu rikisstjórn. Spurningin um stjórnarforyst- una er aðeins um það, hvort Framsóknar- flokkurinn eða Sjálfstæðisflokkurinn fari með hana. Aðrir flokkar koma ekki til greina i þvi sam- bandi. Það verður árangur Framsóknarflokksins i kosningunum, sem ræður þvi, hvort Ólafi Jóhannessyni verður falin stjórnarmyndun og stjórnarforysta i næstu rikisstjórn. Hvernig stjórn og hvaða stjórn verður mynduð að kosningum loknum hlýtur svo að ráðast að verulegu leyti af þvi, hverjir geta komið sér saman um ábyrga og farsæla lausn efnahagsvandans. Undir stjórnarforystu Ólafs Jóhannessonar hef- ur orðið á gjörbreyting I umbótamálum lands- byggðarinnar og stór áfangi hefur náðst i land- helgismálinu. Efling Framsóknarfl. er bezta trygging þess, að sókninni i þessum málum verði örugglega fylgt áfram. Þá hefur Ólafur Jóhannesson og Framsóknarflokkurinn sýnt það, að hann hikar ekki við að gripa til róttækra að- gerða i efnahagsmálum, þegar hann telur þess brýna þörf og Ólafur Jóhannesson hefur lagt til- lögur sinar fyrir þjóðina og reynir ekki að leyna hana þeim vanda, sem við verður að fást eftir kosningar. Þessi ábyrga og trausta forusta Ólafs Jóhannes- sonar hefur unnið honum traust og virðingu langt út fyrir raðir Framsóknarmanna. Ekki er óeðlilegt að kjósendur geri i þessari kosningabaráttu nokkurn samanburð á þeim flokksleiðtogum, sem munu keppa um forsætis- ráðherraembætti og stjórnarforystuna i þessum kosningum. 1 þvi sambandi mætti minna á Everton-málið svokallaða, þegar Ólafur Jóhannesson sýndi styrk og festu samfara fullri aðgát i skiptum varðskips við brezkan landhelgisbrjót. Er togarinn hafði þverskallazt við öllum stöðvunarskipunum var skotið á hann föstum skotum. Þá kom Geir Hallgrimsson, formaður Sjálf- stæðisflokksins, fram i fjölmiðlum og gagnrýndi aðgerðir Ólafs og boðaði þjóðinni algera undan- haldsstefnu gagnvart brezkum landhelgisbrjótum. Almenningsálitið stóð með Ólafi, en Geir setti mjög ofan bæði innan sins flokks og utan og var raunar hirtur fyrir af þingflokki Sjálfstæðis- manna. Þegar ólafur undirbjó þær aðgerðir, sem sköpuðu honum stöðu til að knýja Breta til samninga um landhelgismálið, er tryggðu hags- muni íslendinga og fólu i sér óbeina viðurkenningu Breta á 50 milunum, varð Geir á móti þeim aðgerðum. Þegar samningarnir, sem reynzt hafa persónulegur sigur Ólafs Jóhannessonar komu til atkvæða á Alþingi klofnaði Sjálfstæðisflokkurinn i málinu. Þessi dæmi og hin einarða og ábyrga afstaða forsætisráðherra við þingrofið eiga að gera kjósendum valið milli Ólafs og Geirs auðvelt. -TK. ERLENT YFIRLIT Varfær leiðtogi í ótraustu sæti Assad forseti fær óvenjulega heimsókn Hafez Assad MARGT bendir til þess, að ferðalag Nixons forseta til Arabalandanna og tsrael, ætli að verða mikil sigurför. Til þess benda m.a. móttökurnar, sem Nixon fékk í Egyptalandi. Óneitanlega hafa þeir Nixon og Kissinger áorkað miklu til bættrar sambúðar i þeim hluta heims, þar sem ófriðar- hættan hefur verið einna mest, þótt enn sé eftir að jafna mikil og viðkvæm deilumál. Sam- búðin milli Bandarikjanna og Arabarikjanna hefur komizt i vinsamlegt horf, án þess að tengslin hafi nokkuð rofnað milli Bandarikjanna og tsra- els. Merkilegast af öllu er þó ef til vill það, að Bandarikja- stjórn hefur tekizt að gera þetta, án þess að sambúð Bandarikjanna og Sovétrikj- anna yrði fyrir áfalli. Fljótt á litið mætti t.d. álita, að Rússar væru ekki neitt hrifnir af bættri sambúð Bandarikjanna og Arabarikjanna eða þeim viðtökum, sem Nixon hefur fengiði Kairó. Svo virðist þó ekki, eða a.m.k. láta valdhaf- ar i Kreml þetta kyrrt liggja. Astæðan er sú, að þeir Nixon og Kissinger hafa gætt þess, að hafa náið samstarf við Rússa um þessi mál og iðulega fengið þá til að beita áhrifum sinum á bak við tjöldin. Þykir vist, að Rússar hafi beitt áhrifum sinum við Sýrlands- stjórn og stuðlað þannig að þvi, að vopnahléssamningar næðust milli hennar og fsra- elsstjórnar. Nixon og Kissing- er hafa lika látið hiklaust koma fram, að Rússar hefðu átt sinn þátt i þvi, að vopna- hléssamningarnir komust á. Þvi má lika búast við, að Nixon forseta verði einnig vel fagnað, þegar hann heimsækir Moskvu siðar i þessum mán- uði. I sambandi við Nixon for- seta má vissulega telja það kaldhæðni örlaganna, að á sama tima og hann liggur undir þungum ákærum i sam- bandi við Watergatemálið og getur jafnvel átt á hættu að þingið svipti hann völdum, þá hefur sennilega enginn Bandarikjaforseti náð meiri árangri i alþjóðamálum. Það sýnir ótvirætt, að Nixon er mikill stjórnmálamaður, þótt gallaður sé. Á FERÐALAGI Nixons að þessu sinni, er ekki ósennilegt að koma hans til Damaskus veki einna mesta eftirtekt. Það gekk mun verr að koma á vopnahléssamningum milli Sýrlands og fsraels en milli Egyptalands og tsraels. Þar réðu miklu landfræðilegar ástæður. Þvi til viðbótar kom svo það, að Assad Sýrlands- forseti taldi sér ekki fært að semja, nema Sýrlendingar fengju aftur eitthvað af þvi landi, sem fsrael hertók i sex daga striðinu 1967. Að öðrum kosti óttaðist Assad, að samningarnir yrðu svo óvin- sælir, að stjórn hans yrði steypt af stóli. Astæðan er sú, að Sýrlendingar eru einna mestir þjóðernissinnar allra Araba. Þar hafa stjórnir lika löngum verið ótraustar i sessi. Assad er búinn að fara með stjórnartaumana lengur en flestir aðrir, og virðist gera sér vel ljóst, hvers þarf að gæta, ef hann á ekki að eiga stjórnbyltingu yfir höfði sér. Af ýmsum ástæðum hefur Assad sérstöðu meðal þjóðar- leiðtoga Araba. Hann er ekki eins litrikur persónuleiki og flestir hinna. Honum er sýnna um að vinna að tjaldabaki en að koma fram opinberlega. Hann er i senn gætinn og hóf- lega tækifærissinnaður til að halda völdum i þvi landi Araba, þar sem þau hafa verið einna fallvöltust. Sennilega hefur hann styrkt nokkuð að- stöðu sina með vopnahlés- samningnum, enda hélt hann lika uppi miklu þófi, og lét sig ekki fyrr en verulega hafði verið gengið til móts við kröf- ur hans og mun meira en fsra- elsstjórn hafði ætlað sér. HAFEZ AL-ASSAD er fædd ur 1928, kominn af fátækum bændaættum. Honum tókst með miklum dugnaði að afla sér nokkurrar skólamenntun- ar og ruddi það honum braut- ina til inngöngu i helzta her- skóla Sýrlands. Þaðan lauk hann prófi 1953. Siðar hóf hann flugnám og var um skeið i Sovétrikjunum, þar sem hann lærði að stjórna MIG-þotum. Árið 1963 tók hann þátt i stjórnarbyltingu, sem Baath- flokkurinn gekkst fyrir, og hófst frami hans fljótlega eftir það. Hann varð bráðlega yfir- maður flughersins. Árið 1966 tók hann þátt i nýrri stjórnar- byltingu, og varð yfirmaður alls herafla Sýrlands að henni lokinni. Eftir það var farið að tala um hann sem hinn „sterka mann” landsins, þótt Solad Jadid væri að nafnitil mesti valdamaður landsins. Jadid var leiðtogi vinstri arms Baath-flokksins, sem telur sig þjóðernissinnaðan sósialskan flokk, og stefndi hann að þvi að koma á sósialisma i Sýr- landi. 1 september 1970 réði Jadid þvi gegn vilja Assads, að Sýrland réðist með her inn i Jórdan vegna átaka, sem þá voru milli Husseins konungs og skæruliða frá Palestinu. Sýrlenzki herinn beið ósigur i þeirri viðureign. og greip Ass- ad tækifærið að henni lokinni til að steypa Jadid af stóli og hefur hann siðan verið bæði forseti landsins og yfirmaður þersins. Árið 1971 efndi Assad til þjóðaratkvæðagreiðslu. sem m.a. tryggði honum for- setavald næstu fimm árin. Á siðastl. ári, var svo sett ný stjórnarskrá og kosið til þings samkvæmt henni. Assad hefur einnig stefnt að þvi, að færa stjórnarhættina i lýðræðis- legra form, þótt völd Baat- hista hafi jafnframt verið tryggð. Jafnframt hefur hann dregið úr ýmsum áformum um þjóðnýtingu og sósialisma og leyft meiri einkarekstur en áður. Allt hefur þetta verið gert án snöggra breytinga, heldur i áföngum. Það er sú stjórnunaraðíerð, sem virðist láta Assad bezt. 1 utanrikismálum hefur Assad lagt áherzlu á gott sam- starf Arabaþjóðanna og hefur honum tekizt að hafa gott samstarf bæði við hina ihalds- samari og róttækari leiðtoga Arabarikjanna, t.d. notið stuðnings bæði Saudi-Arabiu og Alsirs. Hann hefur haft náið samstarf við Sovétrikin og hyggst bersýnilega að halda þvi áfram, þótt sambúðin við Bandarikin fari batr.andi og stjórnmálasamband milli Sýr- lands og Bandarikjanna verði nú tekið upp að nýju. Þá hefur hann haft nánari tengsl við Palestinu-Araba en nokkur þjóðhöfðingi Araba annar, en jafnframt hefur hann haft þann hátt á, að skæruliðasam- tök, sem Palestinu-Arabar hafa i Sýrlandi. heyra óbeint undir stjórnvöld þar. Assad hefur lagt mikla áherziu á efl- ingu sýrlenzka hersins siðan hann tók við yfirstjórn hans og þykir nú sýnt. að honum hafi orðið vel ágegnt i þeim ef num. Framganga hersins var allt önnur og betri nú en i sex daga striðinu 1967. Assad er sagður hlédrægur að eðlisfari. Hann er hægur i framgöngu og ekki margmáll i samræðum. Tómstundum sin- um eyðir hann mest með fjöl- skvldu sinni. en kona hans og börn sýna sig litið opinber- lega. Hann leggur mikla stund á gönguferðir Qg er sagður lesa mikið, ekki sizt söguleg rit. Hann er sagður lifa mjög óbreyttu lifi og berast eins litið á og staða hans frekast levfir. Þ.Þ.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.