Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 3
Föstudagur 14. júni 1974 TÍMINN 3 RÓBERT ARNFINNSSON FÆR FJÖLDA TILBOÐA í VESTUR-ÞÝZKALANDI ÞÓTT það sé engin nýlunda leng- ur að Róbert Arnfinnsson vinni leiksigra erlendis, þá er samt rétt að geta um þann hróður, sem hann vinnur landi sinu og um leið islenzkri leikarastétt. Sunnudaginn 28. apríl s.l. var söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu frumsýndur i Borgarleikhúsinu i Lubeck i V-Þýzkalandi með Ró- bert i aðalhlutverkinu. Sýningin hefur fengið einróma lof, og er aðsókn svo mikil, að ákveðið hefur verið að framlengja leikár- ið um nokkurn tima af þeim sök- um. Leikstjóri er Karl Vibach, sem íslendingum er að góðu konnur frá þvi hann leikstýrði Fást og Kabarett i Þjóðheikhús- inu. Umsagnir dagblaðanna um Ró- bert eru allar á einn veg, en hér skal vitnað i nokkrar þeirra: „Tevje” (Róbert Arnfinnsson) átti kvöldið. Samtöl hans við Drottin, sem efnislega eru hættu- lega nálægt væmni, tókst honum að skila með miklum glæsibrag og gernýta sér, án þess að fara nokkru sinni yfir mörkin”. „Nafn hins fræga leikara Samuel Rodsnsky er orðið óafmáanlega tengt þessari sýn- ingu (en hann lék hlutverkið i 5 ár). 1 uppsetningunni i Lubeck varð islenzki leikarinn, Róbert Arnfinnsson, að keppa við þessa goðsögn, og tókst honum það áreynslulaust, en hann hefur þeg- ar unnið sér nafn fyrir leik sinn i Zorba”. „Tevje Róberts Arnfinnssonar er stærsta afrek sýningarinnar, ekki eingöngu vegna hlutverks- ins, heldur einnig vegna útgeisl- unar hans og sambands við áhorf- endur. Leikur hans og söngur er burðarás sýningarinnar”. Margt fleira hefur verið ritað um Róbert i þessum dúr, enda hefurhann þegar fengið mörg til- boð frá leikhúsum i Þýzkalandi, en hefur ekki tekið neinu þeirra að sinni og mun koma heim i haust og hefja æfingar við Þjóð- leikhúsið. Róbert Arnfinnsson f aðalhlut-' verkinu i Fiðlaranum á þakinu. t gjánnisvokölluðu I Kópavogi getur að llta skilti, þar sem varað er við sprengingum. Þessi skilti eru enn uppi, þótt ekki hafi verið sprengt þarna um alllangt skeið. Þetta er mjög varhugavert, þvi aö afleiðingin er auðvitað sú, aö fólk hættir að takn mark á skiltum sem þessum. Þetta ættu yfirvöld I Kópavogi að taka til athugunar. Tlmamynd Ró- bert. Forstöðu- maður frá Louvre að koma hingað SJ-Reykjavik. Einhvern næstu daga er væntanlegur hingað til lands forstöðumaður skreyti- listardeildar Louvresafnsins i Paris, Francois Maté. Erindi hans hingað er að skoða og kynna sér islenzka myndlist. Þetta er storviðburður, en Louvresafnið er sennilega áhrifamesti aðili um kynningu listar i heiminum. : Engan í útlegð E til Ástralíu © Framleiðni afleiðing kalda sjávarins á siðasta áratug. Þá er heldur ekki fjarri lagi að álykta sem svo, að hlýi sjórinn við landið undanfarin þrjú ár eigi siðar eftir að koma fram i aukinni fiskigengd, að sjálfsögðu með þeim skilyrðum, að ekki verði slakað á verndunar- ráðstöfunum. © Jarðskjálfti brotnað úr steyptu ræsi. Gerði Elias ráð fyrir, að tekizt hefði að gera við veginn i kvöld. — Ég var staddur uppi i Reyk- hultsdal hjá Sturlureykjum, og sat þar inni i bil minum á tali við annan mann, þegar harðasti kippurinn reið yfir. Það var eins og bilar okkar hefðu fengið á sig högg. Ég fór svo fram i Hvitár- siðu og kom við i Hvammi og á Hallkelsstöðum. Húsfreyjan i Hvammi var að laga myndir, sem höfðu skekkzt i jarðskjálftanum, og hagræða bókum, sem höfðu raskazt. Á Hallkelsstöðum, sem eru frammi i svokölluðum Krók, hafði minna kveðið að jarð- skjálftanum, sagði Elias. . Sex létu NTB Tel Aviv — Sex manns létu lifið á miðvikudagsmorgun i skæruliðaárás á israelska sam- yrkjubúið Shamir. Samyrkjubúið er rétt við Gólanhæðirnar. Israelar gerðu gagnárás seinna um daginn.á suðurhluta Libanon. Ekki hefur verið látið uppi um mannfall, en vitni að árásinni sögðu, að margar byggingar hefði eyðilagzt i þessari hálftima löngu árás israela. Það voru fjórir arabiskir HP.-Reykjavik. — MikiII undir- búningur var að kvöidstund þeirri i Háskólabiói, er Andre Previn, Arni Egilsson og hjónin Cleo og John Dankworth stóðu fyrir i gærkvöidi. Strax upp úr hádeginu voru tæknimenn hljóðvarps og sjón- lífíð hermdarverkamenn. dulbúnir sem hippar, sem réðust á Shamir. Ætlun þeirra var að ná gislum, sem þeir hugðust nota i skiptum fyrir 100 hermenn, sem eru i fangelsum i ísrael. Mordechai Gur hershöfðingi, sem kom til Shamir seinna um daginn, sagði að hermdarverkamennirnir fjórir hefðu náðst og verið gerðir óskað- legir. Fregnir frá Damaskus herma, að helmingur hinna látnu hafi verið konur á samyrkjubú- inu, þar af ein frá Nýja-Sjálandi. varps mættir til þess að stilla upp hljóðnemum, og miklu hátalara- kerfi var komið fyrir á sviðinu. Notast átti við kerfi hússins, en menn komu fljótlega auga á að það myndi ekki standa undir nafni, og var þvi tint saman ýmis- legt úr eigu poppmanna hér i borg. Verður sá greiði þar með eina framlag popphljómlistar- manna á listahátið að sinni. Æfing átti að hefjast um kl. 2.30, en klukkan var langt gengin i fjögur, þegar listamennirnir mættu, að undanskildum Arna Egilssyni, sem beið þolinmóður. Previn greip i flygilinn og fór um hann fimum fingrum, og sið- an voru æfð, eða gripið niður i nokkur lög. Að þvi búnu héldu listamennirnir á brott, en eftir sátu tæknimenn hljóðvarðs, sem glima áttu við þann vanda að senda fyrri hluta tónleikanna beint út i gærkvöldi. Vörubílstjórar Fjaðrirnar i Scania og Volvo vörubilana komnar. Pantanir óskast sóttar strax. Annars seld- ar öðrum. VAKA H.F. Stórhöfða 3 — Simi 33-700 Popp-hljómlistarmenn lánuðu hátalarakerfi Möguleikar Framsóknarflokksins Framsóknarflokkurinn getur vissulega gert sér rökstuddar vonir um að halda 30. júnl öllum þeim þingsætum, sem hann fékk I slöustu kosningum. Fyrir nokkrum þessara þingsæta veröa Framsóknar- menn þó aöheyja varnarbaráttu og má þar t.d. nefna, annaö sætiö I Reykjavik, er Einar Ágústsson skipar og þriöja sætiö á Austfjörö- um. Flokkurinn getur i þessum ksoningum unniö aftur þingsæti, sem hann hefur haft áöur, eins og þriöja sætiö á Suöurlandi og þriöja sætiö á Norðurlandi vestra. Flokkurinn á einnig möguleika á aö vinna þriöja sætiö á Vesturlandi og þriöja sætiö á Vestfjörðum. A Vestfjörðum gæti nokkuð jöfn skipting atkvæöa milli Samtakanna, Alþýöuflokks, og Alþýöubandalags leitt til þess aö baráttan stæöi rnilli þriöja manns á lista Framsóknarflokksins og þriöja manns á lista Sjálfstæðisflokksins. 1 slöustu kosningum fékk Framsóknar- flokkurinn hærri atkvæðatölu en Sjálfstæöisflokkurinn I Vestfjaröa- kjördæmi, og á þvl aö standa nær honum aö vinna þingsætiö. A Vesturlandskjördæmi skal minnzt hér á eftir. Hjálparhellur Sjálfstæðisflokksins Sjálfstæðismenn gera sér vonir um aö Möðruvellingar, sem bjóöa fram i þessum kjördæmum reynist Sjálfstæöisflokknum þær hjálparheilur, aö Framsóknarflokkurinn vinni ekki þessi þingsæti aftur heldur haldi Alþýöubandalagið þeim þingsætum áfram, sem þaö vann af Framsóknarflokknum i Suöurlandskjördæmi 1967 og I Noröurlandskjördæmi vestra 1971. Ef þær vonir Sjálfstæöisfiokks- ins rætast, fær Alþýöubandalagiö kjördæmakosna menn í þessum kjördæmum, en missa i staöinn uppbótarsæti til Sjálfstæöisflokks- ins eins og geröist þegar Aiþýöubandalagiö vann þessi þingsæti af Framsóknarflokknum. Þaö er þvl ekki aö undra aö Sjálfstæðis- flokkurinn gerir sér nú þær vonir aö Mööruvellingar geti komið I veg fyrir aö Framsóknarflokkurinn vinni þessi þingsæti meö þvi aö taka frá B-listunum herzlumuninn til aö vinna ný sæti. Aðvörun Eysteins Jónssonar i ávarpi til Austfirðinga, sem Eysteinn Jónsson ritaði á forsiöu Timans si. miöviku- dag, varar hann mjög sterklega viö klofnings- iöju Möðruvellinga. Eysteinn telur aö þriöja þingsætiö á lista Framsóknarfiokksins I Austurlandskjördæmi gæti oröiö i hættu, ef menn leggja eyru við blékkingartali F-lista- manna og þaö yrði þá Alþýðubandalagiö, sem ynni þriðja sætiö af Framsóknarflokknum. í ávarpi sinu segir Eysteinn m.a.: „Ástæöa er tii að benda á, aö vegna uppbóta- kerfisins mundi þaö fækka þingmönnum af Austurlandi um einn, ef Alþýöubandalagiö ynni þetta þingsæti af okkur, en þaö er sú hætta, sem fyrirbyggja þarf. Nauðsyn ber til þess að vara menn sterklega viö þvi aö Ijá fylgi klofningsframboði Samtaka frjalslyndra og vinstri manna en i þvi framboði taka þátt nokkrir menn, sem skorizt hafa úr leik I Framsóknarflokknum, og bjóða sig nú fram fyrir annan flokk gegn okkur Framsóknarmönnum. Það má aldrei henda, aö nokkur sá, sem hlynntur er stefnu Framsóknarflokksins, Ijái þessu sprengiframboði liö, enda gæti þaö orðið til þess aö við töpuðum þingsæti á Austurlandi, og væri þaö þungt áfall fyrir Austurland og Framsóknarflokkinn, og gæti fært „viðreisnarflokkunum” stöövunarvald á Alþingi. Ég vil ekki trúa þvi, að Austfiröingar telji ráöiegt aö efla „viö- reisnarflokkinn” á ný til valda meö einu eöa ööru móti, þar sem augljós eru hverju mannsbarni þau algeru umskipti til bóta, sem uröu, þegar valdi þeirra var hnekkt i siöustu alþingiskosningum. Ég bið alla þá, sem einhvers vilja min orö meta, aö halda vel vöku sinni, vera i sókn, vara viö sundrung og tryggja meö þvi kosningu þriggja þingmanna af lista framsóknarmanna á Austurlandi”. Hættulegur og ósannur áróður Alþýðubandalagsins Þá ber að vara mjög viö þeim lævisa áróðri Alþýöubandalags- ins, að það séu „umframat- kvæði hjá Framsókn”, sem vinstri menn eigi að greiöa Alþýðubandalaginu. ikosningunum 1967 varð þessi áróður Alþýöubandalagsins til þess aö bjarga áframhaldandi setu „viðreisnarflokkanna” I rikisstjórn. Þessi áróöur leiddi þá til þess, að Framsóknar- flokkurinn missti 3ja þingsætiö á Suðurl. og frambjóöandi Alþýöubandalagsins varö kjördæma- kosinn i þvi kjördæmi en haföi áöur verið uppbótarþingmaöur. Þetta leiddi aftur til þess aö uppbótarþingmenn Alþýöubandaiags- ins uröu einum færri en ella.cn uppbótarþingmenn Sjálfstæöisflokks- ins einum fleiri og „viöreisnarfiokkunum” voru þvf tryggöir 32 þingmenn meö þvi aö Alþýöubandalagið vann þingsæti af Framsóknarflokknum. Ef Framsóknarflokkurinn hefði þá haidiö þingsæti sinu heföu „viöreisnarflokkarnir” aöeins fengið 31 þing- mann kjörinn og þar meö misst starfhæfan meirihluta á Alþingi. 1 kosningunum 1971 vann Alþýöubandalagið viöa talsvert fylgi. t Vesturlandskjördæmi varö Jónas Árnason kjördæmakosinn þing- maöur, en haföi áöur veriö uppbótarþingmaöur. Ef Framsóknar- flokkurinn heföi þá fengiö 80 af þeim atkvæöum, sem þá voru goldin Aiþýöubandalaginu, heföi þriöji maðurinn á iista Framsóknar- flokksins náö kjöri. Jónas Arnason heföi þá oröiö uppbótarþingmaö- ur og Alþýöubandalagiö fengiö einu uppbótarþingsæti meira en ella. Jónas Arnason heföi þá fellt Ólaf G. Einarsson frá þingsetu fyrir Sjáifstæöisflokkinn á siöasta kjörtimabili. Stjórnarflokkarnir heföu þá fengið 33 þingmenn aö baki rikisstjórninni i staö 32. Tryggið bæði Jónasi og Alexander þingsæti Ef B-listinn i Vesturlandskjördæmi heföi fengiö þessi 80 atkvæöi, sem hann vantaöi til aö fá þrjá menn kjörna, en þau ekki goldin G-listanum, heföu þeir Jónas Arnason og Aiexander Stefánsson báðir oröiö þingmenn fyrir Vesturlandskjördæmi, Alexander kjördæmakosinn en Jónas uppbótarþingmaöur kjördæmisins. Vest- lendingar geta tryggt 30. júni báöum þessum stuðningsmönnum rikisstjórnar Ólafs Jóhannessonar þingsæti og þar meö fjölgað fulltrúum sinum á Alþingi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.