Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Föstudagur 14. júni 1974 Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri útgerðarfélags Skagfirðinga. Hann skipar 5. sætið á framboðslista Framsóknarflokksins f Norðuriandi vestra. Stefán Guðmundsson, Sauðárkróki: ATVINNUÁSTAND GJÖR- BREYTT í VINSTRI STJÓRN Skagafjörður er ef til vill meira orðaður viö hesta en skuttogara, sauöfé og kýr, freinur en sjósókn og sjávarafla, en samt er það svo, að óviða á landinu er meiri drift kringum sjó og fisk og þaö má fyrst og fremst þakka stefnu vinstri stjórnarinnar f atvinnu- málum. A dögunum var rætt við Stefán Guömundsson, framkvæmda- stjóra Gtgerðarfélags Skagfirð- inga á Sauðárkróki, en hann skip- ar 5. sætið á framboöslista Framsóknarflokksins i Norður- landskjördæmi vestra. Útgerðarfélag Skagfirðinga Stefan er 42 ára, fæddur og upp alinn á Sauðárkróki. — Hverjir eiga þessa skuttog- ara? — Fyrirtækið heitir Útgerðar- félag Skagfiröinga, og er þannig byggt upp, að það er i eigu fjöl- margra aðila og einstaklinga. Alls munu vera um 300 einstaklingar sem eiga hluti i þessum skipum. Meðal hluthafa eru margir úr sveitunum, þar á meðal margir bændur. Þetta eru ekki stórir hlutir að visu, en þeir eru með. Stærsti hluthafinn er Sauðár- króksbær, Kaupfélag Skagfirð- inga, Fiskiðja Sauðárkróks, og Skjöldur hf., en það eru þessi tvö fiskvinnslufyrirtæki hér. bessir aðilar standa að Útgerðarfélag- inu. — Við eigum nú þrjá skuttog- ara, Hegranesið, sem keypt var frá Frakklandi árið 1972, Drang- ey, sem smiðuð var í Japan, og VÖRUBÍLAR 3ja öxla bílar árg. '66 Volvo FB 88 árg. '67 M-Benz 1413 Turbo 2ja öxla bílar árg. '71 Scania 80 Super árg. '69 Scania 76 árg. '68 M-Benz 1413 Turbo foS/QQ SfMAR 81518 --85162 SIGTÚNI 7 - REYKJAVÍK SIG. S. GUNNARSSON Skafta, sem var keyptur frá Nor- egi. — Ilvernig hafa aflabrögð ver- ið hjá þessum skipum? — Aflabrögðin hafa verið svona þolanleg. Ekki lakara hjá okkur en öðrum, nema siður sé. Ef við tökum Drangey sem dæmi, þá er hún búin að vera hjá okkur i rekstri i eitt ár, alveg nákvæm- lega, og afli skipsins hefur losað 3000 lestir á þessum tima, en það verður að teljast mikill afli miðað við aðra togara. Hin skipin hafa fiskað heldur minna. Ný skip með vinstri stjórn — Hafa þessi skip öll komið hingað f tið vinstri stjórnarinnar? — Já, þau hafa öll komið á stjórnartimabili Ólafs Jóhannes- sonar. Að visu var hér skip fyrir, Drangey, sem útgerðarfélagið keypti hingað af Jóni Gislasyni i Hafnarfirði, það var 250 tonn. Þetta var fyrsta skipið, sem við fengum, en það var siðan elst, þegar við fengum skuttogarana. Auk þess er gerður héðan út fjöldi smábáta. — Þessi skipakaup hafa eflaust gjörbreytt aðstöðunni til fisk- vinnslu og atvinnuástandinu i bænum? — Þaðhefur gert meira en það, það hefur gjörbreytt öllu lifi i þessu byggðarlagi, frá þvi sem var á dögum viðreisnarstjórnar- innar. Þá misstum við fólkið frá okkur, vegha þess að hér var stöðugt atvinnuleysi. Nú er dæm- ið snúið við. Menn sækja hingað i stórum hópum og ef við hefðum meira húsnæði, húsnæði til að taka á móti aðkomufólki, sem hér vill setjast að, þá væru nógir um það.Þetta eru ekki aðeins gamlir Króksarar, sem vilja koma, heldur margir af Reykjavikur- svæðinu, sem gjarnan vildu setj- ast að úti á landi. Útgerðarsamstarf við Hofsós — Þá má geta þess hér, að við / Þótt hinir nýju skuttogarar hafi tekiö viö hráefnisöflun viða um land eru þó handfæraveiðar sfður en svo úr sögunni. Frá Sauðárkróki er geröur út fjöldi trillubáta og sjást nokkrir þeirra við bryggju á Sauöár- króki á sjómannadaginn, en þá var að sjálfsögðu ekki róið. Frá Sauðárkróki. Skagfirðingar eiga nú þrjá skuttogara, sem geta gefið þeim allt að 10.000 lestir af bol- fiski á ári. Skuttogararnir hafa gjörbreytt atvinnulifinu á Sauðárkróki og hafa útrýmt landlægu at- vinnuleysi og fólksflótta. Betra að berjast við rekstrarleg vandamál en horfast í augu við atvinnuleysið og allt, sem því fylgir fyrir bæjarfélagið kaupin á Skaftá, þá var ákveðið að sameina þessa útgerð, þánnig að útgerðarfélagið Nöf á Hofsósi eignaðist hlut i þessu. Er tekinn upp sá háttur, aö afla er skipt milli fiskvinnsluhúsanna hér og á Hofsósi. Skipin eru gerð út héðan og fiskinum landað hér á Sauðár- króki, en hluta hans siðan ekið út á Hofsós til vinnslu. Gert er ráð fyrir að þeir verði aðilar að Útgerðarfélagi Skag- firðinga og fá um l/3aflans til sin til vinnslu. Þetta hefur gjörbreytt afkomu- möguleikum á Hofsósi. Þar hefur verið landlægt atvinnuleysi, en verður nú i framtiðinni næg at- vinna. — Nú er mikiö rætt um, að það sé ekki rekstrargrundvöllur fyrir þessi skip. Hvað segirðu um það? — Þvi er ekki að leyna, að rekstrarörðugleikar eru fram- undan hjá okkur. Verðum við eins og aðrir að treysta á að rikis- valdið komi þar til hjálpar með aðgerðum. En þegar rætt er um rekstrargrundvöllinn, þá verður að taka meira með i myndina, heldur en aðeins útgerð skipanna sjálfra. Að minu mati væri það skynsamlegast, að hér yrði byggt upp eitt stórt fiskiðjuver, sem skipin eða útgerðarfélagið stæði að lika. Það er ekki verra að berj- ast við rekstarleg vandamál, en horfast i augu viö atvinnuleysiö og allt sem þvi fylgir fyrir bæjar- félagiö. óbreytt bæjarstjórn þrátt fyrir nýtt ástand atvinnumála — Nú skipar þú 5. sætið á fram- boðslista framsóknarmanna i kjördæminu. Hvernig fóru framsóknarmenn út úr bæjar- stjórnarkosningunum ? — Undarfarin ár höfum við unnið hér i bæjarmálum meö Alþýöubandalaginu og þaö er ekkert launungarmál, að við stiluðum upp á að fá hreinan meirihluta hér i bænum, — fjóra bæjarfulltrúa. Við náðum ekki fjórum fulltrúum, þvi miður, og þvi er bæjarstjórnin óbreytt frá þvi sem hún var áður. — Finnst ykkur það ekki skjóta skökku við, að ihaldið skuli halda sinu, þótt búið sé með stjórnar- farinu i landinu að sanna hve það er miklu lifvænlegra nú fyrir fólk- ið úti á landsbyggðinni? — Ég segi fyrir mig, að ég skil ekki hugsunarháttinn hjá þessu fólki, sem hér hefur búið lengi og séð timana tvenna, að það skuli gera slika hluti. Þetta á kannski ekki við um Sduðárkrók einan. Ég get fullyrt, að lif manna hér og at- vinnumöguleikar allir hafa gjör- breytzt i Norðurlandskjördæmi vestra. Það þýðir ekki að tala um það i sama orðinu, sagði Stefán Guð- mundsson að lokum. — JG. Stefán skipar 5. sætið á framboðslista Framsóknar- flokksins í Norðurlandi — vestra

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.