Tíminn - 22.06.1974, Síða 2

Tíminn - 22.06.1974, Síða 2
2 TÍMINN Laugardagur 22. júnl 1974 Laugardagur 22. júní 1974 Vatnsberinn: (20. jarb-18. febK) Þú skalt taka á þig krók i dag. Það er mjög lik- legt, að einhvers staðar utan alfaraleiðar, ef svo má að orði komast, veröir þú einhvers þess vis- ari, sem þú ekki aöeins hefur ánægju, heldur lika hag af. Fiskarnir: (19. febr-20. marz) Það er hætt við þvi, að þú komir ekki miklu i verk i dag, og sannast að segja er þetta ekkert sérstakur dagur. Þér er ráðlegast að hafa sem minnst um þig, en ef þú ferö út að skemmta þér, farðu þá að öllu með gát. Hrúturinn. (21. marz-19. april) Rólegur dagur hjá þeim eldri — rómantiskur hjá þeim yngri. Það er rétt eins og trúlofaða fólkið hagnist eitthvað, en eldra fólið lyftir sér að likindum eitthvað upp seinni hluta dagsins eða undir kvöldið. Nautið: (20. april-20. mai) Þetta er góður dagur, sérstaklega til alls undir- búningsstarfs. Sérstaklega er hann vel fallinn til að semja um ýmislegt, og þá sér I lagi greiðslur, eða innheimta skuldir og jafnvel laun, ef um slikt er að ræða. Tvíburamerkið: (21. mai-20. júni) Þú skalt einbeita þér aö þvt, sem þú þekkir til, I dag. Þaö gæti lika vel farið svo, að leitaö yröi til þin i sambandi við sérþekkingu þina, og þá skaltu láta þá aöstoö fúslega I té, — það kemur sér vel siðar. Krabbinn: (21. júni-22. júli) Þessi dagur kemur þér sennilega á óvart, — og sannast að segja er þér ráölegast að fara var- lega I dag. Sérstaklega gildir þetta i sambandi við hvers konar vélar, en það litur út fyrir hættu af þeirra völdum. Ljónið: (23. júli-23. ágúst) Kimnigáfan er þér oft hjálpleg, en I dag er hún blátt áfram nauðsynleg, þvi að hún hjálpar þér til að losna úr klipu sem annars gæti orðið þér fjári erfiö. Hugaöu að smávandamálum innan fjölskyldunnar og lagaðu þau. Jómfrúin: (23. ágúst-22. sept) Hvað er nú þetta? Skapið i lágmarki I dag, og liklega á öndverðum meiði við flesta? Reyndu að stilla þig. Þetta er ekki eins alvarlegt og það lit- ur út fyrir, og það leysir enginn þin vandamál, nema þú sjálfur. Vogin: (23. sepL-22. oktj Fjármálin eru betri en oft áður, en þaö er samt ■b engin ástæða til þess aö eyða og spenna. Þú gæt- ir átt gott og ánægjulegt kvöld i hópi góðra félaga eða kunningja, ef þú kærir þig um i raun og veru, og það miklu oftar. Sproðdrekinn: (23. okt.-21. nóv.) Þú hittir einhvern eða kynnist einhverjum þeim aðila I dag, sem hugsanlega á eftir að hafa tals- verð áhrif á tilveru þina. Að minnsta kosti er hætt við, að samtal ykkar verði þér minnisstætt, eftir að annaö er gleymt. Bogmaðurinn: (22. nóv-21. des.) Það geristeitthvað það I dag, sem kemur þér til þess að sjá lifið og tilveruna öðrum og bjartari augum en hingað til. Þetta verður til þess að létta skapið, en hitt er annað mál, að þú skalt ekki gera þér vonir um hagnað i þessu sam- bandi. Steingeitin: (22. des.-19. janj. Þessi dagur er alveg sérstaklega heppilegur til feröalaga, heimsókna og endurnýjunar á göml- um kunningsskap. Skemmtanir eru hins vegar vafasamari, og eitthvað gæti orðiö til leiðinda i miklu fjölmenni. AUSTUR- Um Grimsnes — Laugarvatn — Geysi — Um Selfoss — Skeiðaveg — Hreppa — CCDHID Guiifoss. I C l\l^ I |\ Um Selfoss — Skálholt — Guilfoss — Geysi. Daglega frá BSI — Simi 2-23-00 — ólafur Ketilsson. Einar Þorsteinsson, sem er annar eigandi verzlunarinnar Virkni h.f., sézt hér Ihinum nýju húsakynnum verzlunarinnar að Árinúla 38. Gunnar Þorsteinsson, bróðir hans er hinn eigandinn, og sér um rekstur útibúsins I Vestmannaeyjum. (Timamynd G.E. Mesta úrval vegg- fóðurs ó landinu — ennfremur 10 þúsund málningalitir og margar tegundir veggflísa — litasérfræðingur mun aðstoða við að velja málningu á húsin Fyrirtækið Virkni h.f. opn- aði skömmu eftir siðustu páska nyja verzlun að Armúla 38. Er hin nýja verzlun i um 330 fermetra húsnæöi, en fyrirtækiö var áður með verzlun að Armúla 24. Verzlunin Virkni er sérhæfö i sölu veggfóðurs og málningarvara, og mun hvergi á landinu vera unnt aö fá annað eins úrval af vegg- fóðri á einum stað. Verzlunin selur 7 tegundir af veggfóðri, en megnið af þvi flytur verzlunin inn sjálf, og mun þvi vera þar að fá ýmis mynstur og liti, sem ekki fást annars staðar. Auk þess eru alltaf að berast ný og ný mynstur, og i næsta mánuði koma t.d. 60 nýjar gerðir, sem ekki hafa verið fáanlegar hér á landi áður. Fyrir þá, sem eru með mjög sprungna eða, af öðrum ástæð- Fögur Árbók F. í. um Aust- fjarðafjöll ARBÓK Ferðafélags tslands árið 1974 er komin út, og fjallar hún um Austfjarðafjöll. Höfundur hennar er Hjörleifur Guttorms- son í Neskaupstað. Bókin er mjög vel úr garöi gerð, svo sem árbækur Ferðafélagsins hafa verið um langt skeið, og prýdd fjölda mynda, þar á meðal litmynda, þar sem hin litauðugu, formfögru fjöll á Austfjöröum njóta sin vel. Arbókin er rösklega tvö hundruð blaðsiður að stærð og upplagið átta þúsund eintök. Kennara boðið til Noregs BINDINDISFÉLAG norskra kennara býður einum islenzkum kennara ókeypis dvöl á fjögurra daga námskeiði I Utgarden Folkehögskoie, Kopervik, (I grennd viö Haugasund), dagana 31. júli - 3. ágúst n.k. Feröa- kostnaður I Noregi verður einnig greiddur. Þeir kennarar sem hafa hug á að þiggja þetta boð, tilkynni þátt- töku sina, eigi siðar en 1. júli n.k. til skrifstofu Afengisvarnarráös, Eiriksgötu 5, Reykjavik, simi 19405. (Fregn frá Bindindisfélagi islenzkra kennara.) um, mjög illa farna veggi, hefur verzlunin upp á að bjööa algera nýjung, sem hlotið hefur nafnið veggjavoðir. Eru þær mjög áferðafallegar eins konar vefnaður, og fást I 18 litum. . Veggjavoðirnar eru nokkuð 1 þykkar og þvf ákjósanlegar til aö þekja með illa farna veggi, eins og áður gat, en talsvert dýrari en venjulegt veggfóður. 1 verzluninni Virkni er hægt að velja úr hvorki meira né minna en 10 þúsund litum I málningu, svo allir ættu að geta fundið þar eitthvaö viö sitt hæfi. Er þar að finna m.a. öll islenzku litakerfin. Ennfremur fæst þar fúavarnar- efni I fjölda lita. Það gæti hvarflað að einhverj- um, að erfitt eða næstum ómögu- legt sé að velja úr öllum þessum litum, menn verði bara snar- ruglaðir, og viti ekkert hvað þeir vilja. Það má ef til vill segja, að nokkur hætta sé á þessu, en geta má i þessu sambandi, að alveg á næstunni verður tekin upp sú nýbreytni hjá verzluninni, að hún hafi á sinum snærum litasér- SAMEIGINLEG þjóöhátlö fyrir Skagafjaröarsýslu, Sauöárkrók og Sigíufjörö veröur haldin aö Hólum I Hjaltadal á sunnudaginn. Hátiöin hefst kl. 13.00 með lúðrablæstri Lúðrasveitar Sauð- árkróks og siðan setur Haraldur Arnason, formaður fram- kvæmdanefndar, hátiðina. Þá er helgistund i umsjá Péturs Sigur- geirssonar, vigslubiskups á Akureyri, en að henni lokinni syngur karlakórinn Heimir i Skagafirði. Kl. 13.30 hefst flutningur þjóöleikhússins á leikriti Matthiasar Jochumsson- ar, Jóni Arasyni, með aðstoö Þjóöleikhúskórsins og Skag- firzku söngsveitarinnar 11 eykja- vik, svo og skagfirzkra hesta- manna. Leikritið veröur flutt á þremur pöllum með fullkomnum sviösbúnaði undir berum himni. Er þetta I fyrsta skipti, sem svo viðamikið leikverk er flutt á ein- um fornhelgasta sögustað landsins, og raunar á heimastað aðalpersónunnar, Jóns biskups Arasonar. Að lokinni leiksýningu veröur messa I Hóladómkirkju, sem Hólafélagið sér um. Aö henni lokinni verður afhjúpuð stytta Gunnfriöar Jónsdóttur af Guðmundi biskupi góða. fræðing, sem aðstoða mun alla þá sem það vilja við litaval á hús sin og gera efnis- og kostnaöar- áætlun. Þessi þjónusta verður ókeypis. Ætlunin er að koma upp miklu úrvali flisa fyrir eldhús og baö- herbergi með haustinu, og verður lögð mikil rækt við það verkefni. Þegar eru fáanlegar 14 gerðir af flisum. Ennfremur eru fáanlegar flestar gerðir ýmiss konar skreytivara til heimilisins, þ.e.a.s. hurðalistar og þess hátt- ar. Virkni h.f. var stofnað 1972, en það rekur, auk verzlunarinnar að Armúla 38, útibú I Vestmannaeyj- um og verktakaþjónustu á höfuð- borgarsvæðinu, sem annast m.a. pappalagnir i heitt asfalt og einangrun frysti- og kæliklefa. Við fyrirtækið starfa að jafnaði 15 manns. I framtiðinni mun verzlunin Virkni leitast við að sérhæfa sig i sölu veggfóðurs, málningar, flisa og þess háttar, og nú þegar er þar fáanlegt liklega mesta úrval þessara vara á landinu. Þa áyngur Skagfirzka söng- sveitin og dr. Broddi Jóhannesson flytur hátiöarræðu. Eftir ræðuna syngur söngfélagið Harpa í Hofsósi. Þar næst flytja Sigl- firðingar sögusýningu I saman- tekt Hlöðvers Sigurðssonar á Siglufirði. Lúðrasveit Sauöárkróks leikur, og sýndir verða vikivakar undir stjórn Reginu Guðlaugsdóttur á Siglu- firði. Að lokum veröa gamanmál eða léttara efni. Þess skal getið, að Karlakórinn Heimir og Skagfirzka söngsveitin frumflytja lög eftir Jón Björnsson á Hafsteinsstööum við ljóö eftir Ingimar Bogason á Sauðárkróki og Emmu Hansen á Hólum. Frá kl. 20 til 22 veröur svo dansað á palli og leika Miðalda- menn á Siglufiröi fyrir dansinum. Það skal brýnt fyrir væntanleg- um hátiöargestum, aö koma timanlega, því að búast má við miklum mannfjölda. Æskilegt væri, að fólk byrjaði að koma milli 8 og 9 á sunnudagsmorgun, og þeir, sem vilja tjalda á laugar- dagskvöld, geta fengiö tjaldstæði um 10 minútna gang frá hátiöar- svæðinu. Almenn bilastæði veröa á svipuðum stað. Velkomin heim að Hólum. Þjóðhátíð Skagfirðinga að Hólum á sunnudaginn

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.