Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 11

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 11
10 TÍMINN Laugardagur 22. júni 1974 Laugardagur 22. júni 1974 TÍMINN 11 1 sambandi viö heiibrigöismálin er ráögert aö byggja heilsugæzlu- stöö á Þórshöfn og sjúkraskýli á Raufarhöfn. Ennfremur heilsu- gæzlustöö á Kópaskeri”. Timamynd: Róbert — Það hefur verið geysilega góður og mikill skilningur, og gott samstarf við heimamenn um þessa áætlun. Að minum dómi, þarf enginn að óttast annað, en að blómleg byggð verði áfram i Norður-Þingeyjar- sýslu, — svo framarlega sem al- menn bjartsýni rikir með mönn- um, — þvi ekkert hefst með bölsýni. Stjórnvöld verða einnig að sýna vissan skilning i vandamálum sýslunnar og veita aðstoð við upp- bygginguna. Það kom uppgjöf i fólkið á árstimabilinu 1965-1971, en núna virðist miklu meiri bjartsýni gæta með Norður-Þingeyingum. —Hvenær verður landshluta- áætluninni endanlega lokið? — Gagnasöfnun er á lokastigi og frumskýrsla komin mjög langt á leið. 1 framhaldi af þessu mun- um við samvinnuaðilar fjalla um einstaka þætti skýrslunnar og gera hugsanlegar breytingar, en siðan verður hún endanlega lögð fyrir Alþingi. Þess skal getiö hér i lokin, aö gerö landshiutaáætlunar, sem þessarar, er aö mörgu leyti nýj- ung. Hún nær til mun fleiri þátta, sem varða búsetu, og er unnin á annan hátt, en áður hefur tiökast. Ber þar sérstaklega að nefna, aö mikil áherzla er lögö á gott sam- starf viö heimamenn um gerð hennar. Hefur Guömundur Óskarsson, verkfræöingur og þeir aörir, sem unnið hafa aö áætluninni, rutt nýja braut, ef svo má segja, og þaö er vissulega von okkar, aö starf þeirra eigi eftir aö bera rikulegan ávöxt, Noröur-Þingey- ingum og þjóöinni allri til heilla. — Gsal. Þórshöfn I vetrarbúningi. Á ÁRUNUM 1965 1971 en núna virðist miklu meiri bjartsýni gæta með Norður-Þingeyingum Unniö aö kappi I frystihúsinu „ÞAÐ KOM UPPGJÖF í FÓLKIÐ Þannig kemst Guðmundur Óskarsson verkfræðingur m.a. að orði, en hann hefur ósamt öðrum unnið að landshlutaáætlun fyrir Norður-Þingeyjarsýslu vantaði ekki nema tvo ibúa til að ná sömu ibúatölu I sýslunni og voru þar 1965, eða 1018 ibúar. ...nema almannaheill krefji — Þott jarðir séu farnar i eyði og þær séu hentugar til ábúðar, þá er i mörgum tilfellum ekki hægt að fá þær keyptar, — þótt um sé að ræða unga og áhugasama menn, sem vilja hefja búskap. — Og hver er ástæðan? — Astæðan er i flestum tilfellum sú, að eigendur jarðarinnar vilja lúra á þeim, oft vegna tilfinninga- legra ástæðna og eins vegna jarðarhlunninda, s.s. veiði- hlunninda. Afleiðingin verður sú, að þétt- býlismenn halda i jarðirnar og þeir koma kannski einu sinni til tvisvar á ári. Þótt sveitarfélögin vilji taka þessi býli eignarnámi, er það hægara sagt en gert, þvi sam- kvæmt núverandi löggjöf má ekki taka upp jarðir, nema almanna- heill krefji — og það er nú æði teygjanlegt hugtak. Hér er auðvitað ekki eingöngu átt við Noröur-Þingeyjarsýslu. „Aðeins litilsháttar fækkun i Axarfjarðarhreppi” — 1 flestum strjálbýlishreppun- um hefur verið nokkur fækkun, eins og ég áður sagði. i Sauðanes- hreppi hefur fækkunin orðið gífurleg og sömu sögu má raunar segja um Fjallahrepp. Þessi fækkun hefur orðið jöfn og þétt á siöustu tiu.tuttugu árum. Hins vegar er aðeins litilsháttar fækkun I Axarfjarðarheppi, og þeir hafa að mestu leyti haldiö i sinn mannskap, — enda eru hæstu meöaltekjur i þeim hreppi, miðað við strjálbýlishreppana. — Eru bú þar kannski eitthvað stærri, en i hinum hreppunum? — Ég get ekki sagt til um það, þvi könnun á bústærð hefur ekki komizt til framkvæmda, en vonir standa til að I sumar verði gerð úttekt á búskaparstöðu, afkomu og viöhorfum á hverju einasta búi i sýslunni og verður sú úttekt — ef að henni verður — unnin á vegum Landnáms rikisins. Þaö veröur vonandi hægt að finna skýringuna á betri afkomu fólks I Axarfjarðarhreppi, en hin- um strjálbýlishreppunum. Væntanlega verður einnig gerð neyzlukönnun i sýslunni I sumar. Þróun atvinnu- og búsetumála — En svo við snúum okkur að áætlanagerðinni. Hver eru aðal- atriöi hennar? Við gerum okkur grein fyrir hvernig atvinnu- og búsetumál hafa þróazt i sýslunni á undan- förnum áratugum. 1 ljósi þeirra staöreynda, — og með hliðsjón af þeim skilyrðum sem fyrir hendi eru i sýslunni til búsetu, atvinnu- lifs og atvinnuuppbyggingar, — Að minum dómi er mjög jákvætt að auka samstarf sveitarfélaga i sameiginlegum hagsmunamálum þeirra, og ég efa ekki að samvinna þriggja hreppa um sama sveitarstjórann leiðir af sér jákvæð sjónarmið og sé öllum ibúum hreppanna til hagnaðar. í sambandi við heilbrigðismál- in er ráðgert að byggja heilsu- gæzlustöð á Þórshöfn og sjúkra- skýli á Raufarhöfn. Þessum stöð- um eiga að þjóna tveir læknar, — en einn læknir er núna á Þórs- höfn. Byggja á heilsugæzlustöð á Kópaskeri fyrir einn lækni, — en þar er enginn i dag. Hvað viðkemur menntunar- málum sýslunnar get ég aðeins sagt, að min von er sú, að núna sé að nást samstaða með heima- mönnum um lausn þeirra mála til frambúöar. I félagsmálunum vantar tölu- vert átak og t.d. er engin félags- aðstaða á Kópaskeri. Það er min skoöun, að hægt sé að bæta þar mikið, — þótt svo að engin áætlun geti þar ráðið nokkru um. Félags- málin verða að leysast af h'eima- mönnum og ég trúi ekki öðru, en I þeim málum verði gerð mikil endurbót á næstu árum. Félagsmálin eiga sennilpga mjög mikinn þátt I fækkun ibúa i sveitunum, — meira en almennt er taliö. Það er litiö um að vera og nálgast kannski leiðindi á stund- um. Ekkert hefst með böl- sýni — Hvernig hefur þetta sam- starf ykkar við heimamenn ver- iö? gerum við áætlun þar að lútandi. Þetta verður höfuðatriði land- hlutaáætlunarinnar. Viö erum búnir að gera fólks- fjölgunaráætlun til 1985, sem byggir á kyn- og aldurssamsetn- ingu fólks i sýslunni Þar er gert ráð fyrir, að án fólksflutninga- áhrifa, verði ibúatala sýslunnar komin i tæp 2200, en er i dag 1790. Ef við hugsun okkur að halda þessari fjölgun i sýslunni, þ.e. að fólksflutningar verði engir úr sýslunni, — þótt það sé i reynd sennilega óframkvæmanlegt, — þá þurfum við meðal annars, að skapa 170-180 atvinnutækifæri, sem mundu að iangmestu leyti verða á þéttbýlisstöðunum við sjávarsiðuna. Jafnhliða þyrfti að bæta heilbrigðisþjónustu, félags- og menntunaraðstöðu og stjórn- sýslumál. Allar likur benda til að okkur hafi tekizt að finna átvinnumögu- leika fyrir þennan mannfjölda, þ.e. i formi stækkunar fyrirtækja og nýrra fyrirtækja. — Hvers konar fyrirtæki yrðu þetta? — Aö langmestu leyti þjónustu- fyrirtæki, — trésmiðaverkstæði, vélaverkstæði og annað. Einnig framleiöslufyrirtæki, bæði i sam- bandi við fiskvinnslu og annan iðnað í landi. Frá Raufarhöfn. Þrir hreppar sameinist um sveitarstjóra — Hvað um hin atriöin, heilbrigöismál, menntunar- og félagsmál og stjórnsýslu? — A sviði stjórnsýslu er farið að tæpa á samvinnu þriggja hreppa um einn og sama sveitar- stjórann, og höfum við verið að vinna með heimamönnum að framgangi þessa máls. ,,Að minum dómi, þarf enginn að óttast annað, en að bíómleg byggð verði áfram I Norður-Þingeyjarsýslu, svo framarlega sem al- menn bjartsýni rikir þar með mönnum — þvi ekkert hefst með bölsýni Stjórnvöld verða einnig að sýna vissan skilning i vandamálum sýslunnar og veita aðstoð við uppbygginguna. Það kom uppgjöf i fólkið á árstimabilinu 1965-1971, en núna virðist miklu meiri bjartsýni gæta með Norður-Þingey ingum. ’ ’ Það er Guðmundur Óskarsson, verkfræðingur, sem þannig segir I viðtali við Timann, en honum var I mai 1973 falið að vinna að landshlutaáætlun um Noröur- Þingeyjarsýslu. Annars vegar i samvinnu við Framkvæmda- stofnun Rikisins, Fjórðungssam- band Norðurlands, — og hins vegar í samvinnu við heima- menn. Umræða um málefni Norður- Þingeyinga hefur verið nokkuð á dagskrá I fjölmiölum á undan- förnum mánuðum, og þvi þótti okkur tilhlýðilegt, að ræða við Guðmund um gerð þessarar áætlunar og hvernig búsetumál virðast vera þar I sýslu i fram- tiðinni. áætlunargerðina á tveimur stöð- um I sýslunni — á Raufarhöfn og Þórshöfn. A fundina voru boðaðar allar sveitarstjórnir og helztu for- svarsmenn atvinnufyrirtækja. Allir boðaðir fundarmenn komu til fundarins, utan sveitastjórnar- menn i Fjallahreppi, sem ein- hverra hluta vegna sáu sér ekki fært aö mæta á fundinum. önnur ferðin var farin norður i byrjun júli 1973 og fóru þá Guðmundur Óskarsson, verk- fræöingur og Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðurlands. Heimsóttu þeir öll sveitarfélög, ræddu við stjórn Búnaðarsam- bands Norður-Þingeyinga og héraðslækni Þórshafnarhéraðs. Ennfremur voru lögð fram eyðublöð til útfyllingar fyrir Sveitarfélögin og atvinnutæki I þessari ferð. Þriðja ferðin var svo farin fyrstu dagana I desember 1973. Guðmundur óskarsson, verk- fræöingur og Gunnar Gislason fulltrúi hjá Fjórðungssambandi Norðurlands fóru þessa ferð. Héldu þeír fundi með öllum odd- vitum sveitarfélaganna, sem til náðist, en oddvitar Axarfjarðar- hrepps og Kelduneshrepps náðu ekki til fundarboðenda, sakir snjóþyngsla. Rækilega voru rædd mál sveitarfélaganna, — sérstaklega þau mál, sem sameiginleg eru þeim öllum, s.s. stjórnsýslumál, heilbrigðismál og menntamál, Þá voru rædd mál einstakra at- vinnufyrirtækja og rætt um ný at- vinnutækifæri — en það er: stækkun eða breyting á fyrirtækj- um og/eða ný fyrirtæki. Fjórða ferðin var farin I byrjun maí i vor. Að henni stóðu Guðmundur óskarsson, verk- fræðingur, Askell Einarsson, framkvæmdastjóri Fjórðungs- sambands Norðlendinga og Gunnar Gislason fulltrúi. Áttu þeir fundi með hreppsnefndum allra hreppa i sýslunni, og þar að auki sérstaka fundi meö oddvit- um, héraðslækni og dýralækni. Þá voru fundir með forsvars- mönnum atvinnulifs og sérstök ferö var gerð til Grimsstaða I Fjallahreppi og rætt itarlega við hreppsnefndarmenn um vanda- mál hreppsins. Auk þessara fjögurra ferða voru haldnir fjöldamargir fundir i Reykjavik um málefni Norður Þingeyinga s.s. með Fiskifélagi tslands, Skipulagsstjóra rikisins og fleiri aðilum. Fjölgun í þéttbýliskjörn- um — Það er alvarlega mikil fækkun I strjálbýli, segir Guðmundur. Samkvæmt skýrslum er „eðlileg” fækkun i strjálbýli á öllu landinu hálft prósent á ári, sem hefur orðið að mestu vegna vélvæðingar landbúnaðarins — en fækkunin er talsvert meiri I Norður-Þingeyjarsýslu. Þetta segir þó ekki alla söguna, þvi á árunum 1965-1971 fækkaði ibúum sýslunnar verulega, og orsökin var sú, að þéttbýliskjarnarnir tóku ekki á móti eðlilegri fjölgun I sveitarfélagingu, og ekki heldur á móti fækkuninni i sveitunum. Arið 1965 voru Ibúar I þéttbýlis- kjörnum sýslunnar 1018, en árið 1970 hafði þeim fækkað i 938. Siðan vinstri stjórnin komst til valda hefur fjölgunin orðið mjög mikil — þannig að i árslok 1973 ... g-, Ga gnasöfnun og skoðunarferðir — Við fórum I fjórar skoðunar- feröir norður I sýslu til gagna- söfnunar, hóf Guðmundur mál sitt. Fyrsta skoðunarferðin var farin noröur i mai 1973 og var sú ferð meira kynnisferð en skoöunarferð. Bergur Sigur- björnsson, hjá Framkvæmda- stofnuninni hafði framsögu um

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.