Tíminn - 22.06.1974, Page 17

Tíminn - 22.06.1974, Page 17
Laugardagur 22. júni 1974 TÍMINN 17 Skagamenn voru lukk- unnar pam- fílar . — þe ir halda áfram stig. Víkingsliðið en tapaði 0:1 Víkingar máttu svo sannarlega ganga óánægðir frá leiknum gegn Skagamönnum á fimmtudags- kvöldið, þeir misstu bæði stigin til Skagamanna i leik, sem þeir höfðu algerlega yfirhöldina i allan timann — þeir óðu i mark- tækifærunum, en hinir fótfráu framhverjar Vikings voru ekki á skótskónum, þó svo að hin opna vörn Skagamenna hefði sagt: Gjörið svo vel, gerið mörk ef þið viljið. En hvernig sem leikmenn Vikings reyndu komu þeir knett- inum ekki I netið hjá Skagamönn- um, sem aftur á móti notuðu annað marktækifærið af tveimur, sem þeir fengu í leiknum og stálu báðum stigunum frá Vikingslið- inu. Leiknum lauk þvi 1:0 fyrir Skagamenn og eru það ósann- gjörnustu úrslit, sem hafa verið kveðin upp á Laugardalsvellinum fyrr og siðar. Með réttu hefðu Vlkingar, sem voru betri aðilinn i ieiknum, átt að vinna leikinn þetta 7-1. Það var Eyleifur Hafsteinsson sem færði Skagamönnum sigur i leiknum, en hann skoraði úrslita- markið aðeins fimm min. fyrir leikslok, þegar hann vippaði knettinum yfir Diðrik Ólafsson markvörð, sem var kominn of framarlega. Vikingsliðið getur kennt sjálfu sér þetta mark, þvl að varnarleikmenn Vikings voru illa á verði, þegar Eyleifur fékk stungubolta, sem hann notaði. Og þetta gerðist, þegar Vikingsliðið var búið að sætta sig við jafntefli og leikmenn liðsins voru búnir að draga sig i vörn — léku 7-3 og gáfu Skagamönnum eftir miðjuna, sem að sjálfsögðu bauð hættunni heim. En aftur á móti, þegar Vikingar höfðu tökin á miðjunni, eins og i fyrri hálfleik höfðu þeir algjör- lega öll völd á leiknum og réðu alveg gangi hans. Við skulum lita á þau marktækifæri, sem Vikingar klúðruðu: 3. min.... Kári Kaaber skaut yfir i góðu færi út við markteigs- horn. Hann fékk knöttinn, eftir að Jóhannes Bárðarson hafði misst knöttinn frá sér i opnu færi. 20. min..Jóhannes komst upp að endamörkum og sendi góðan bolta fyrir markið. Kári Kaaber stóð frosinn inni i markteig i dauðafæri og horfði á eftir knettinum fara til Óskars Tómas- sonar, sem hitti knöttinn illa á opnu færi. 21. min.... Gunnar örn átti þverslárskot — hann þrumaði knettinum frá vitateigshorni. 24. min... Jóhannes kemst einn inn fyrir Skagavörnina og á aöeins markvörð eftir. 1 staðinn fyrir aö renna knettinum I netið, þrumaöi hann — knötturinn lenti i markverði og þaðan aftur fyrir endamörk. 25. min...Óskar Tómasson, sem var bezti maður vallarins, stóð einn og óvaldaður fyrir marki Skagamanna — hann skaut óná- kvæmu skoti, sem strauk stöngina. 30. min... Kári Kaaber mis- notar illilega upplagt marktæki- færi, sem hann fékk inni i mark- teig. 34. min.... Gunnar Orn stendur fyrir framan opna leið að marki — i staðinn fyrir að gefa sér góðan tima, skaut hann strax. Hann hitti knöttinn illa og mark- tækifærið rann út i sandinn. 47. min.... Gunnar örn á stangarskot — knötturinn fór i stöngina að utanverðu og aftur fyrir endamörk. 77. min... ÓsKar Tómasson komst einn inn fyrir Skaga- að hala inn heppnis- átti að vinna þá 7:1, vörnina og skaut að marki — knötturinn lenti i stönginni. Þetta eru helztu marktækifæri Vfkingsliðsins, sem lék þokkalega knattspyrnu og réði gangi leiksins á meöan leikmenn liðsins gáfu ekki eftir á miðjunni. Skagaliðið var hvorki fugl né fiskur i þessum leik, en heppnin er með liðinu — það er ótrúlegt að liðið sé nú á toppnum I 1. deild. Liðið leikur ekki mikla knattspyrnu. Eins og fyrri daginn eru langspyrnur látnar ráða ferðinni af þvi að liðið virðist algjörlega treysta á hina snöggu framherja Karl Þórðar- son, Matthías Hallgrimsson og Teit Þórðarson. -SOS. VÍKINGAR SÆKJA AÐ MARKI SKAGAMANNA.... en allt kom fyrir ekki. (Timamynd Jim) „1. deildarkeppnin er orðin keppni á milli ensku þjálfaranna" ,/Víkingsliðið var betra á öllum sviðum knatt- spyrnunnar og átti að vinna 5-6:1 — en meistaraheppnin var með Skagamönnum, því að það er engin knatt- spyrna, sem þeir leika"...sagði marka- kóngurinn kunni úr Val, Hermann Gunnarsson, þegar við spjölluðum við hann eftir leik Víkings og Akraness, en við báð- um hann að segja sitt álit á leiknum, og hvar íslenzk knattspyrna er á vegi stödd í dag. „Þegar leikur þessi er athugað- ur nánar", sagði Her- mann, „þá sést greini- lega hvað er að gerast í íslenzkri knattspyrnu. Bæði liðin leika með „sviber", eða aftur- liggjandi miðverði — en það eitt sýnir bezt hvað er að ske. islenzk félagslið, sem hafa enska þjálfara, eru byrjuð að leika meiri varnarleik, en þau hafa leikið undanfarin ár. Það er gert á kostnað sóknarleiksins, sem er nú orðinn tilviljunar- kenndur og leiðinlegur fyrir áhorfendur". — Hver er ástæðan fyrir þvi, að liðin eru nú byrjuð að leika varnarleik, Hermann? — Þvi er fljótsvarað — varnarleikurinn kemur með ensku þjálfurunum, sem eru — Þeir ætla sér greinilega að nota íslenzka knattspyrnu sem stökkpall á þjálfaraferli sínum, segir Hermann Gunnarsson. Þeir reyna að koma liðum sínum sem efst í deildinni, alveg sama hvernig knattspyrnan er leikin nú hérna. Þeir koma með varnarleikinn frá Englandi, þar sem knattspyrnan er á niðurleið og 5 ára gamlar að- ferðir Englendinga eru nú úr- eltar. — Harkan er á undan- haldi i knattspyrnu i heimin- um. Enska kerfið er þannig, að leikurinn berst fram og aft- ur miðjuna og oft sést markið ekki fyrir leikmönnum. Það eina, sem dugar i dag, er tækni og hraði, en ekki harka, sem hér er algjörlega látin liggja i fyrirrúmi. — Er varnarleikurinn þá, að skemma islenzka knatt- spyrnu? — Jú, hann skemmir mjög mikið. Það er allt i lagi fyrir okkur að leika varnarleik gegn sterkum þjóðum, sem eru með lið skipuð atvinnu- mönnum, en ekki i 1. deildar- keppni hér á tslandi — á norðurhjara veraldar, þar sem áhugamenn leika knatt- spyrnu i fristundum. Með komu ensku þjálfaranna hefur verið tekin röng stefna — það er ekki nóg að kosta hingað er- lenda þjálfara, ef ekkert er hægt að læra af þeim. Enda er það nú komið svo, að 1. deildarkeppnin er orðin inn- byrðis keppni á milli ensku þjálfaranna —- þ.e.a.s. að koma liðum sinum sem efst i deildinni, alveg sama hvernig knattspyrnan er leikin og hvernig stigin eru fengin. Þeir ætla sér greinilega að nota Is- lenzka knattspyrnu sem stökkbretti á sinum þjálfara- ferli, stökkbretti út á við, — sem auglýsingabrellu. Enda setja þeir þunga pressu á leik- menn sina, sem skemmir leik- gleði 1 e i k m a n n a n n a . Þjálfararnir segja við þá fyrir leiki: „Það er nr. eitt að ná einu stigi og ef möguleiki er fyrir hendi — taka þá bæði”. Með þetta i huganum fara leikmenn inn á völlinn — og leika varnarleik, sem á að geta tryggt jafntefli (eitt stig) og siðan er leikinn tilviljunar- kenndur sóknarleikur, sem með heppni getur gefið mark og þá eru bæði stigin komin. Þessi keppni um stigin er þung pressa á leikmönnunum — og ánægjan verður að vikja hjá þeim. — Þú gefur i ljós, að það þurfi að gera breytingar i is- lenzkum knattspyrnumálum? — Já, það þarf að gera breytingar. Það er ekkert annað en sóknarfótbolti, sem þarf að innleiða aftur i is- lenzka knattspyrnu, eins og Skagamenn (Gullaldarliðið) og KR-ingar (liöið i kringum 1960) léku á sinum tima. Það er sóknarleikurinn, sem gerir knattspyrnuna skemmtilega fyrir áhorfendur og leikmenn. Sóknarleikurinn er tvimæla- laust það sem kemur aftur, þvi til sönnunar er hægt að benda á árangur landsliðs Hollands og V-Þýzkalands til að sjá þróunina, sem er i sóknarátt. Og við þurfum ekki að fara lengra en til Danmerk- ur og Noregs, til að sjá, að sóknarfótboltinn ræður þar rikjum. Stifur varnarleikur og harka tilheyrir fortiðinni. Gott dæmi um það, hvað islenzk knattspyrna er orðin hörð, er að meiðsli leikmanna hafa aldrei verið eins mikil og á þessu keppnistimabili. Leik- menn hreinlega hrynja niður. — Ástæðan? — jú, það er hin gifurlega harka, sem er farin að setja ljótan svip á knatt- spyrnuna hér. — En snúum okkur þá aftur að leik Vikings og Akraness, Hermann. Hverja telur þú ástæðuna fyrir þvi, að sóknar- leikmenn Vikings geti ekki skorað mörk úr þeim mý- mörgu marktækifærum, sem þeir fengu i leiknum? — Það hefur legið eins og mara yfir Vikingsliðinu undanfarin ár, að geta ekki skorað mörk. Astæðan fyrir þessu er, að það gripur leik- menn liðsins mikil örvænting, þegar þeir eru i marktækifæri — þeir ætla sér að skora mark á stundinni. Sóknarleikmenn Vikings verða að gefa sér meiri tima — aðeins að hugsa, áður en þeir binda endahnút- inn á sóknina — þá er ekki að sökum að spyrja. Ég er hræddur um, að ef þetta lag- ast ekki — þessi mikla ör- vænting upp við markið, þá vinni Vikingsliðið ekki marga leiki i sumar”. SOS

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.