Tíminn - 22.06.1974, Page 5

Tíminn - 22.06.1974, Page 5
Laugardagur 22. júni 1974 TÍMINN 5 Forseti islands, dr. Kristján Eldjárn, tekur viö einvigisútgáfu tímaritsins Skákar. Jóhann Þ. Jónsson ritstjóri afhenti honum gjöfina, en meö þeim á myndinni, t.v., er Guðmundur Þórarinsson, sem var for- seti Skáksambands isiands, þegar heimsmeistaraeinvigiö var háö hér og meðan á undirbúningi þess stóð. Þrír forsetar fá einvígis- útgáfu Tímaritsins Skákar SJ-Reykjavik. í gærmorgun, fimmtudag, veitti forseti islands, dr. Kristján Eldjárn viðtöku, við- hafnarútgáfu af þeim 23 heftum timaritsins Skákar, sem út voru gefin meðan á heimsmeistaraein- viginu i skák stóð hér árið 1972. Bók þessi er bundin i kiðlinga- skinn og prýdd skjaldarmerki is- lands. Timaritið Skák gefur for- seta islands, Nixon Bandarikja- forseta og Podgorni forseta Sovétrikjanna slika viðhafnarút- gáfu, en fleiri eru eintökin ekki af þessari gerð. I morgun veitti sendiherra Bandarikjanna á is- landi viðtöku gjöfinni til forseta Bandarikjanna, heimalands Fischers, en ekki hefur verið ákveðið hvenær gjöfin til Pod- gornis forseta heimalands Spasskis verður afhent. Forseti Islands og ambassador Banda- rikjanna létu i ljósi mikla ánægju með gjafir þessar i gærmorgun og töldu þær verðugan minjagrip um skákeinvigið hér, sem hefði verið einstæður atburður i sinni röð. Einvigisútgáfa Skákar kom út á þrem tungumálum, islenzku, Hassmenn reknir frá Eyjum Gsal-Reykjavik Fyrir nokkru lét lögreglan i Vest- mannaeyjum til skarar skriöa gegn hassneytendum, sem hún hafði lengi haft grunaða. Við húsleit hjá þeim fannst nokkurt magn af eiturlyfjum eða fimmtán til tuttugu grömm af efni, sem lögregl- an telur að sé hass. Eigendur hassins voru allt aðkomu- menn i Eyjum, Svii, Banda- rikjamaður og islendingur. Voru þeir sendir burt frá Vestmannaeyjum og verður mál þeirra rannsakað frekar i Reykjavik. Búið að selja 2/3 — af blautfiskframleiðslu þessa árs — 75% hærra meðalverð en í fyrra -hs—Rvík. Fyrir skömmu var haldinn fundur Sölusambands is- lenzkra fiskframleiðenda. Var það 41. aðalfundur sambandsins. Flutti formaður, Tómas Þor- valdsson, setningarræðu I upphafi fundarins, þar sem hann minntist látinna félaga og sjómanna. Siðan minntist hann á efnahagsvand- ann og minnkandi þorskafla um- hverfis landið, en eftir hádegi fundardaginn, var flutt skýrsla stjórnar. Þar kom fram i upphafi, að birgðir af blautsöltuðum fiski um áramótin 1973/1974 voru um 2400 lestir, en siðasti hluti framleiðslu siðasta árs fór til viðskiptaland- anna um 20. marz s.l. Kom einnig fram, að útlit og horfur á blaut- fiskmarkaðinum er gott, verð hefur farið hækkandi og tiltölu- lega litlar birgðir eru, bæði i neyzlu- og framleiðslulöndunum. Ekki hefur enn tekizt að selja all- ar birgðir af þurrkuðum fiski, en framleiðsla hans nam á siðast ári um 3.100 lestum. Eftir er að selja 100-150 lestir af þurrkuðum ufsa. Þann 1. júni s.l. höfðu verið saltaðar 27 þúsund lestir af þorski og 1700lestiraf ufsa, sem er mjög likt og s.l. ár. Búið er að ger. sölusamninga upp á 21 þúsum lestir, sem er 2/3 af ágizkaðr. heildarframleiðslu. Samningarn- ir hljóða upp á um 3.5 milljarða, sem er nálægt 75% hækkun verðs að meðaltali frá þvi i fyrra. ensku og rússnesku, og kom blað út eftir hverja skák og auk þess eftir setningarathöfnina og loka- hófið. Hvert blað var 16 siður, nema hið siðasta sem var 48 sið- ur. Rit þetta naut mikilla vin- sælda og seldist upp, en i það skrifuöu margir helztu rithöfund- ar okkar og skáld um skák, auk sérfræðinga i iþróttinni. Eftir einvigið var ákveðið að gefa út á ný 1000 eintök af einvigisblöðun- um bundin i kiðlingaskinn, tölu- sett og árituð af þeim, sem að út- gáfunni stóðu. Siðar varð úr að gefa út þrjú eintök af sérstakri viðhafnarútgáfu tii að gefa þjóð- höföingjum landanna þriggja, sem að einviginu stóðu. Þeir Jóhann Þ. Jónsson ritstjóri skákar, Ingvar Asmundsson, Birgir Sigurðsson og Jón Kristinsson árita bækur þessar, ásamt Helga Sæmundssyni, sem ritaði i öll eintökin, og Gligoric sem skrifaði skýringar við allar skákirnar. Það var geysilega mikið átak að gefa út einvigisblað þetta á sinum tima, en 21 af blöðunum 23 komu út á um 50 dögum, og aðeins átta menn unnu að útgáfunni. Mikill áhugi hefur verið á tima- ritum þessum erlendis. M.a. hef- ur ritstjóri eins stærsta iþrótta- blaðs Bandarikjanna látið þess getið, að af 30 bókum, sem hann hefði lesið um skákeinvigið, tæki engin fram einvigisútgáfu Skák- ar. Jóhann Þ. Jónsson lét þess get- ið við Timann, að hann teldi það einhvern mesta atburð, sem hér hefði orðið að það tókst, að skák- einvigið var haldið hér, og það væri verðugt þess að til væri góð- ur minjagripur um það. Einvigisbókin hefur ekki verið seld á almennum markaði, hún kostar 20.000 kr. Skógardðstefna Rauðsokkahreyfingarinnar RAÐSTEFNA Rauðsokkahreyf- ingarinnar að Skógum undir Eyjafjöllum dagana 15.-17. júni sl. samþykkti eftirfarandi: I. Ráðstefna Rauðsokkahreyfing- arinnar haldin að Skógum 15.-17. júni gerir þá kröfu til mennta- málaráðherra, að hann sjái um, að bundinn verði endi á þau hættulegu uppeldisáhrif, sem út- sendingar Keflavikursjónvarps- ins hafa i för með sér og þvi verði lokað þegar i stað. II. Ráðstefna Ráuðsokkahreyfing- arinnar haldin að Skógum 15.-17. júni 1974 skorar á komandi Al- þingi að samþykkja frumvarp það óbreytt, er lagt var fyrir á sl. þingi um ráðgjöf og fræðslu varð- andi kynlif og barneignir og um . fóstureyðingar og ófrjósemisað- gerðir. III. Ráðstefna Rauðsokkahreyfing- arinnar haldin að Skógum dagana 15.-17. júni 1974 krefst þess, að heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra beiti sér fyrir þvi, að allar konur, sem eru launþegar, hafi jafnan rétt til fæðingarorlofs á launum i a.m.k. 3 mánuði. Ófrúlega lágff verÖ tóíth&Æ* ^&OTUUn SLÆR Einstök gaeði OLL MET BARUM BREGST EKKI simi nse. EINKAUMBOD: TEKKNESKA BIFREIDAUMBOÐID Á ÍSLANDI SoLUSTAOIR: Hjólbarðaverkstæðii Nýbarði, Garðahreppi, simi 50606. Skodabúðin, Kópavogi, simi 42606. Skodaverkstæðið á Akureyri h.f. simi 12520. Varahlutaverzlun Gunnars Gunnarssonar, Egilsstöðum, Verktakaþjónusta Gefum föst verðtilboð í efni og vinnu EINANGRUN frystiog kæliklefa ÞAKPAPPAIDGN i heittasfalt ÁRMÚLI H Yiwum í Vestmannaeyjum • Simi 290 • Reykjavík • Sími 8-54-66 AUGLÝSIÐ í TÍMANUM Útboð Vestmannaeyjakaupstaður óskar eftir til- boði i tilbúið iþróttahús og sundhöll i Vest- mannaeyjum. íþróttasalurinn er 22x44m , sundlaugarkerið er llx25m, og heildar- gólfflötur byggingarinnar er um 4000 ferm. Útboðsgögn verða afhent frá og með fimmtudeginum 20. júni 1974 á Verkfræði- stofu Sigurðar Thoroddsen s.f. Ármúla 4, Reykjavik og á skrifstofu bæjartækni- fræðings i Vestmannaeyjum gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboð verða opnuð i skrif- stofu bæjartæknifræðings i Vestmanna- eyjum 1. ágúst 1974 kl. 14.00. Bæjartæknifræðingurinn i Vestmannaeyj- um. afl<östmeá* FHaJHMR HD 300 HEYBINDIVÉL Ný gerð heybindi Léttari, liprari, en samt aukin af köst — FAHR heybindivél — FAHR gæði — íslenzk eigendahandbók. ÞÚR HF 55. REYKJAVIK SKÓLAVÖROUSTÍG 25 TRAKTORAR

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.