Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 6

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Laugardagur 22. jdni 1974 Styrktarfélag lamaðra Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur ákveðið að gangast fyrir allsherjar konnun á þvi, hve mörg lömuð og fötluð börn á skólaskyldualdri i landinu hafa nú ekki aðstöðu til að njóta eðlilegrar skóla- göngu. Aðstandendur umræddra barna eru hér með vinsamlegast beðnir að gefa félaginu allar nánari upplýsingar um þau einstöku börn og hagi þeirra er þannig kynni að vera ástatt um. Vinsamlegast sendið Styrktarfélagi lam- aðra og fatlaðra Háaleitisbraut 13, Reykjavik, skriflega lýsingu um ástand hlutaðeigandi barna, ásamt læknis- vottorði, eigi siðar en 10. júli. Stjórn Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Háaleitisbraut 13 Reykjavik \y Sunnlendingar HESTAAAÓT GEYSIS á Rangárbökkum við Hellu verður haldið 6. til 7. júli n.k. TIL SKEMMTUNAR: Góðhestasýning i A og B flokkum. — Unghrossasýning. — Kappreiöar: 1500 m brokk (1. verölaun 4000). 250 m stökk (1. verðlaun 4000). 350 m stökk (1. verðlaun 6000). 800 m stökk (1. verölaun 10.000). 1500 m stökk (1. verðlaun 15.000). 250 m skeiö (1. verðlaun 15.000). — Einnig verða dæmdar og sýndar ungar kynbótahryssur. Þátttaka tilkynnist til deildarstjóra félagsins eða for- manns, Magnúsar Finnbogasonar, Lágafelli, fyrir 1. júli n.k. DANSLEIKIR: Hvoli laugardagskvöld. — Hellubíó sunnu- dagskvöld. Hljómsveit Þorsteins Guð- mundssonar leikur bæði kvöldin. Stjórn Geysis. Norður-Þingeyingar B-LISTA SKEMMTUN i félagsheimilinu Raufarhöfn laugardag- inn 22. júni kl. 9. Jón Gunnlaugsson fer með gamanmál. Ávörp frambjóðenda. Dansað til kl. 2. — Gautarnir sjá um fjörið. NÝ SÍMANÚMER Simanúmer okkar eru eftirfarandi: 1- 36-48 SKIPTIBORÐ 2- 28-90 SKIPTIBORÐ 2-88-99 SKIPTIBORÐ 2-89-38 FORSTJÓRI Vinsamiegast færið þetta i simaskrá yðar. Ferðaskrifstofan LA IM □ S V N "t Alþýðuorlof Laugavegi 54 — Reykjavik JÓN ARASON Á HÓLUM — Skagfirðingar í aukahlutverkum HHJ-Rvik Jón Arason, leikrit Matthiasar Jochumssonar, hefur að undanförnu verið sýnt í Þjóð- leikhúsinu. Nú hafa forráöamenn leikhússins, i samráði og sam- vinnu við Skagfiröinga, ákveðið að sýna leikritið að Hólum i Hjaltadal á Þjóðhátið Skag- firöinga sunnudaginn 23. júni. Leikið verður undir beru lofti á túninu á Hólum. Tæknimenn leik- hússins eru þegar farnir norður til þess að setja upp svið og annað sem til þarf. Þá eru leikarar farn- ir norður til æfinga, þvi aö ætlunin er, að i öllum aukahlutverkum verði heimamenn. Þrymskviða, ópera Jóns As- geirssonar, sem fengið hefur hina ágætustu dóma, veröur sýnd þris- var sinnum I viðbót, i kvöld, sunnudagskvöld og þriðjudags- kvöld. 24. júli-8. ágúst verða teknar upp að nýju sýningar á Jóni Ara- syni og Ég vil auðga mitt land, leikriti þeirra Matthildinga I til- efni þjóðhátiðarársins. o Lífeyrissjóðir frá 24. april 1957, samkvæmt nánari ákvörðun hennar. Ef breyting verður gerð á grundvelli visitölu byggingarkostnaðar, skal nefnd skipuð þremur mönnum koma saman og ákveða, hvernig vlsitala samkvæmt nýjum eða breyttum grundvelli skuli tengd núgildandi visitölu byggingar- kostnaðar. Seölabankinn tilnefnir einn nefndarmann, hæstiréttur annan, en hagstofustjóri skal vera formaður nefndarinnar. Skulu úrskuröir nefndarinnar vera fullnaðarúrskurðir. Til greiðslu á kostnaöi veödeildar Landsbankans vegna starfa hennar i þágu byggingar- sjóðsins skulu skuldarar árlega greiða sem svarar 1/4% af láns- fjárhæðinni. Skal gjald þetta reiknað á sama hátt og árlegir vextir, og við það skal lögð hlut- fallslega sama vísitöluviðbót og greidd er á ársgreiðslu af láninu hverju sinni. Heimilt er húsnæðismálastjórn að stytta lánstimann vegna sér- stakra byggingarhátta eöa tak- markaðs leigutima lóöarréttinda. Húsnæðismálastjórn ríkisins hefur samþykkt að hefja sölu á verðtryggðum skuldabréfum með rikisábyrgð til þeirra lífeyris- sjóða, sem reiðubúnir eru til að kaupa slík bréf, samanber yfir- lýsingu rikisstjórnarinnar um húsnæðismál, dags. 26. febr. s.l. Skuldabréf þessi endurgreiðist á 15 árum með 5% vöxtum á ári, auk þess sem greitt er verötryggingaálag sem hlutfalls- leg viðbót við árgjaldið, sem svarar til þeirrar hækkunar, er hverju sinni kann að hafa orðið á gildandi visitölu byggingar- kostnaðar frá lántökutíma (grunnvisitölu) til hvers gjald- daga árgjalds. Samkvæmt iramansögðu hefst lánveiting i júlimánuði n.k. til þeirra, sem fengu frumlán hjá Húsnæðismálastjórn í september og nóvember 1973, og verða á næstu dögum sendar út til- kynningar til lánþega þar að lút- andi. SNOGH0J Nordisk folkehojskole (v/den gl. Lillebælts- broen) 6 mdrs. kurs f ra 1/11 send bud eftir skoleplan DK7000 Fredericia, Danmark tlf.: 05-95 22 19 .liiiiiWiii afTTTÍI ■1 -íb -—>fTIMIl 11111IIJ Skrífstofa ó Húsavík Skrifstofa Framsóknarflokksins á Húsavik er að Garðarsbraut 5, II. hæð. Hún er opin daglega frá kl. 17 til 19 og 20. til 22. Slmi 4-14-54. Stuðningsfólk B-listans er beðið að koma, eða hafa sam- band við skrifstofuna og veita upplýsingar. Viðtalstímar Patreksfirði Frambjóðendur Framsóknarflokksins I Vestfjarðakjördæmi verða til viðtals á kosningaskrifstofu flokksins Aðalstræti 15. Patreksfiröi kl. 21 til 23 sem hér segir: 25. júnl — Gunnlaugur Finnsson 26. júnl Steingrímur Hermannsson og Bogi Þóröarson 27. júnl Steingrlmur Iiermannsson og ólafur Þórðarson 28. júni Ólafur Þórðarson og Bogi Þóröarson Kosningasjóður Tekiö er á móti fjárframlögum I kosningasjóð á skrifstofum B-listans. Norðurlandskjördæmi vestra Á Hvammstanga föstudaginn 21. júnl kl. 20:30 A Skagaströnd laugardaginn 22. júnl kl. 15. 1 Miðgarði mánudaginn 24. júni kl. 20.:30. Á Hofsósi þriðjudaginn 25. júnl kl. 20:30. Frambcðsfundur í Vestur- landskjördæmi t Stykkishólmi 21. júni kl. 20 A Hellissandi 22. júnl kl. 14 Að Logalandi 24. júní kl. 20 1 Borgarnesi 25. júnl kl. 20 A Akranesi 27. júni kl. 20 Útvarpað verður frá öllum fundunum, nema þeim að Loga- íandij ó212 metrum og/eða 1412khz. Snarræðið varð þeim til lífs Gsal-Reykjavik. — Snarræði konu við bifreiðarstýri varð henni og farþegum i bifreiðinni til llfs uppi I HvalfirðW fyrradag. Kona sem ók Range-Rover bifreið, hafði stöðvaö bifreiöina við ræsi skammt frá Botns- skálanum I Hvalfirði, vegna þess að flutningabifreiö kom á móti. Veit konan þá ekki fyrri til en fóiksbifreið af Cortina-gerö skell- ur aftan á bifreið hennar með þeim afleiðingum, að bifreiðin hendist út af veginum. Þarna er brekkan snarbrött og um 70-100 metrar niður I sjó og failhæðin 30 metrar. Konan, sem ók bif- reiðinni, greip þá til þess ráðs að stýra henni beint niöur hailann, og missti aldrei stjórn á henni. Var þetta hin mesta glæfraför, og Stöðug atvinna í öllum kauptúnum x B gat hún ekki stöðvaö bifreiöina fyrr en hún var komin tiu metra út í sjó. Snarræði konunnar varð þarna áreiðanlega til þess að bjarga mannslífum, þvi að með henni i bifreiðinni voru móðir konunnar og tvö börn. Sluppu þau öll ómeidd, og hlýtur slikt að teljast undravert, miðað viö kringum- stæður. Bifreið konunnar — Range Rover — skemmdist litið sem ekkert, að sögn lögreglumanna, sem komu þarna á staðinn, en Cortina-bifreiðin var hins vegar talsvert skemmd. Hestamót að Ölveri Hið árlega mót Hestamanna- félagsins Dreyra á Akranesi og I nágrenni, verður haldið að öl- veri, sunnudaginn 23. júni kl. 14. Þarna mæta til leiks margir landsþekktir knapar með kapp- reiðahross sin. Um hádegi á laugardag verða góðhestar félagsmanna dæmdir eftir spjaldadómum. Þetta er i 10. sinn, sem Dreyramenn halda hátíö slna i fögru umhverfi 01- vers. Á viðreisnartíma Viðreisnarstjórnin svaraði öllum launa- hækkunum verkalýðsins með gengisfellingum, enda lækkaði gengi krónunnar um 248% á við- reisnarárunum. Hvað eftir annað var visitalan tekin úr sambandi og kjör láglaunafólks að engu tryggð t.d. með niðurgreiðslum eða öðru móti. Ekki var haft samráð við verkalýðsfélögin. K.Sn.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.