Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 3

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 3
Laugardagur 22. júni 1974 TÍMINN 3 Lífeyrissjóðum heimilt að hefja kaup á skuldabréfum — 800 milliónir í byggingasjóð ríkisins HHJ-Rvik. — Húsnæðismála- stjórn rikisins hefur nú samþykkt að hefja sölu verðtryggðra skuldabréfa með rikisábyrgö til lifeyrissjóöa I samræmi viö yfir- lýsingu rikisstjórnarinnar um húsnæðismál frá þvi I febrúar s.l. Aætlað er að ráðstöfunarfé lif- eyrissjóðanna nemi um fjórum milljörðum króna en 20% þess fjár mun variö til kaupa á skulda- bréfum. Byggingarsjóður rikisins mun þvi fá um 800 milljónir króna vegna skuldabréfakaupa lífeyris- sjóðanna, og það fé kemur til út- hlutunar hjá húsnæðismála- stjórn. Auk þessa fjármagns mun 1% launaskatts til viðbótar renna til byggingarsjóðs, og veröur þar um 450-500 milljónir króna að ræða á þessu ári. Auk þess sem hér er talið nýtur byggingar- sjóður hinna föstu tekjustofna sinna. Möguleikar á útlánum hafa þvi rýmkazt mjög verulega. Nokkur töf hefur orðið á þvi, að húsnæðismálastjórn samþykkti móttöku þess fjár, sem nú rennur til byggingarsjóðs vegna skulda- bréfakaupa lifeyrissjóðanna. Orsökin er sú, að meirihluti hús- næðismálastjornar, og þá ekki sizt fulltrúar Sjálfstæðisflokksins i húsnæðismálastjórn, hafa til þessa neitað að veita fénu viðtöku, eins og fram kom hjá Magnúsi Torfa ólafssyni félags- málaráðherra f sjónvarps- umræðum s.l. miðvikudagskvöld og i viðtali við Þráin Valdimars- son, annan fulltrúa Framsóknar- manna i húsnæðismálastjórn og varaformann hennar, i viðtali i blaðinu í gær. Enda þótt orsökin á töfinni sé þessi, hefur þessi dráttur orðið Morgunblaðinu tilefni til þess að birta æsifregnir um lánamálin undir flennistórum fyrirsögnum. Undirrót þessara annarlegu skrifa viðlesnasta dagblaðs landsins er auðvitað sú, að kosningar eru i nánd, og þá svifst Morgunblaðið og aðstandendur þess einskis og wáta sig engu skipta, þótt farið sé með stað- lausa stafi. Rikisstjórnin gaf i gær út tilkynningu um sölu skuldabréfa til lifeyrissjóðanna, og fylgir hún hér á eftir. Þar er ennfremur greint frá lánskjörum byggingar- sjóðs rikisins og þeim lánveiting- um, sem koma til framkvæmda á næstunni. Tilkynning rikisstjórnarinnar hljóðar svo: „Með visan til 2. mgr. 5. gr. bráöabirgðalaga nr. 28 21. mai 1974 hefur rikisstjórnin, að fengnum tillögum Seðlabanka Is- lands og Framkvæmdastofnunar rikisins, ákveðið að lánskjör úr byggingarsjóði rikisins skuli vera sem hér segir: Arsvextir af lánum þessum skulu vera 5%. Þau skulu vera af- borgunarlaus fyrsta árið, en BH-Reykjavik. — Það er dálítið um kal i túnum hérna sunnan- lands, en minna noröanlands. Að visu er það mikið eftir bæjum, mest þar sem svell hafa legið lengst. Astandið mun vera einna lakast I Grafningnum og I Þing- vallasveit, og mjög slæmt á sum- um bæjunum. A öðrum eru það bara einstaka spildur, sem hafa kalið. En vorið hefur nú verið ein- staklega gott, og það er sums staðar farið að koma upp úr skellunum, og þessi tún ná sér vafalaust síðar, þótt ekki verði full uppskera af þeim á þessu sumri. Þessar upplýsingar fengum við hjá Óttari Gestssyni hjá endurgreiðast siðan að fullu á 25 árum með jöfnum ársgreiðslum vaxta og afborgana (annuitet). Hækki almennir vextir i landinu, er Húsnæðismálastjórn, að fengnu samþykki rikis- stjórnarinnar, heimilt að hækka þessa vexti frá sama t!ma,svo og dráttarvexti af lánum i samræmi við slika hækkun. A vexti af lán- um þessum fyrsta árið, og af árs- greiðslum af þeim siðar, skal skuldari greiða hlutfallslega viðbót, sem svarar 3/10 — þremur tiundu — þeirrar hækkunar, er hverju sinni kann að hafa orðið á gildandi visitölu byggingar- kostnaðar frá lántökutima til hvers gjalddaga ársgjalds eða greiðsludags, dragist greiðsla fram yfir gjalddaga. Lán þessi skulu tryggð með fyrsta veðrétti i viökomandi ibúð. Hafstofa Islands skráir visitölu byggingarkostnaðar á grundvelli núgildandi laga um hana nr. 25 Frh. á bls. 6 Búnaöarfélagi Islands. Þegar við spurðum hann að þvi, hvort hann teldi, að kal I túnum hefði veruleg áhrif á heyfeng á þessu sumri, sagði hann, að það væri I rauninni afskaplega erfitt um að segja. Vissulega yrði heyfengur litill sem enginn af kölnu spildunum, en hitt gæti vel verið, að gras- sprettan yfirleitt bætti þetta upp. — Útlitið er mjög gott sagði Óttar. Það er allt svo snemma á ferðinni i ár. Þetta er eitthvert bezta vor á allri öldinni, túnin oröin græn fyrr en nokkru sinni áður, og sláttur viða hafinn. Nei, það er ekki hægt að segja annað en að útlitið sé mjög gott, hvað svo sem verður. Kal í túnum sunnanlands — slóttur víða hafinn SH níðist á verka- fólki í Maryland — að sögn fulltrúa Alþjóðasambands matvælaiðnaðarins SJ—Reykjavík. — Horf- ur eru á, að i fiskverk- smiðju Coldwater Sea- food, dótturfyrirtækis SH i Maryland i Banda- rikjunum, geti komið til vinnudeilu i haust, sem gæti haft alvarlegar af- leiðingar. Verksmiðju- stjórnin— sem að mestu er skipuð Islendingum — neitar að hækka kaup starfsfólks, nema ákvæði um að starfs- menn skuli vera i stéttarfélagi sé numið brott úr samningum. Þarna beita landar okk- ar sér fyrir þvi, að svartir bandariskir verkamenn verði sviptir réttindum, sem hér hafa verið viðtekin um ára- tuga skeið. í verksmiðj- unni i Cambridge, Maryland, vinna 325 manns, allt blökkufólk. Mikil fátækt er á þessum slóðum og tala atvinnu- lausra há. íbúar eru flestir blökkumenn. Fulltrúi Alþjóðasam- bands matvælaiðnaðar- ins (IUF) gerði sér ferð hingað nú i vikunni vegna þessa máls, og leitaði eftir viðræðum við Eyjólf ísfeld, aðal- forstjóra Sölumiðstöðv- ar hraðfrystihúsanna, og Einar Sigurðsson, stjórnarformann SH og Coldwater, en þeir neit- uðu afdráttarlaust að tala við hann á þeim for- sendum að hé sé um mál að ræða, sem forstjóri verksmiðjunnar og stjórn verkalýðsfélags- ins verði að leysa sin á milli af eigin rammleik. Timinn reyndi i gær árangurslaust að fá um- sögn forráðamanna SH hér um þetta mál. A blaðamannafundi á skrifstofu Alþýðusambands Islands með Laurent Enckell fulltrúa Alþjóða- sambands matvælaiðnaðarins, sem jafnframt kom fram sem fulltrúi verkalýðsfélagsins i Bandarikjunum, sem verkafólk fiskverksmiðjunnar tilheyrir, kom fram, að kjarasamningarnir við verksmiðju SH i Cambridge Maryland, renna út i október. Verkalýösfélaginu hefur gengið erfiðlega að semja við verk- smiöjustjórnina á staðnum og stjórn þess er þeirrar skoðunar aö verkfall sé óhjákvæmilegt, ef viss höfuöatriði fá ekki viðunandi lausn. Framkvæmdastjóri verk- smiðjunnar er Guðni Gunnars- son, en að sögn beitir hann fyrir sig i samningum lögfræðilegum ráðgjafa, griskum Ameríkana. Forstjóri Coldwater Seafood er Þorsteinn Gislason. Aöalatriði deilunnar snúast um kauphækkun og lifeyrissjóð. Verksmiöjustjo’rnin neitar að gefa tryggingu fyrir kauphækk- un, nema áðurnefnt ákvæði um að starfsfólk skuli vera I stéttar- félagi verði fellt niður úr samningum. Að sögn Enckell er það einsdæmi að vinnuveitendur i matvælaiðnaðinum fari fram á slikt. Verksmiðjustjórnin neitar einnig að leggja niður verk- smiðjulifeyrissjóðinn og greiða i staðinn til lifeyrissjóðs á vegum verkalýðsfélagsins. Enckell sagði, að laun starfs- fólks verksmiðjunnar i Cam- bridge væru nú lægri en meðal- laun félagsbundins verkafólks i kjöt- og fiskiðnaöi i Bandarikjun- um. Dótturfyrirtæki SH, Coldwater Seafood Corporation, hefur starf- að I Bandarikjunum siðan 1947. Arleg sala þess er talin nema milli 50 og 100 milljónum dala. Starfsfólk verksmiðjunnar i Cambridge, Maryland eru allt félagar I Amalgated Meat Cutters Unga fólkið og Framsóknarflokkurinn Sjálfstæðismenn og kommúnistar rífast ákaft um það, hvort straumur unga fólksins liggi til Sjálfstæðisflokksins eða Alþýðu- bandalagsins, eins og að ungt fólk geti ekki fylkt sér um aöra flokka en öfgaflokka. Sem betur fer er ungt fólk skynsamara en það, aö það telji sig tilneytt að fylgja öfgum annaö hvort til vinstri eða hægri. Þess vegna er þetta rifrildi Mbl. og Þjóöviljans út I hött. Unga fólkið gerir sér æ betur grein fyrir þvi, að alger forsenda aukinnar hag- sældar og framfara i landinu öllu byggist ekki sizt á þvi, að þjóðleg- ur umbótaflokkur eins og Framsóknarflokkurinn veröi efldur. Það er Framsóknarflokknum sérstakt gleöiefni, að i kosningunum til Al- þingis 30. júni n.k. skipar ungt fólk þýðingarmikil sæti á framboðs- listum flokksins i öllum kjördæmum landsins. Öfgastefnur íhalds og kommúnista Einn hinna ungu frambjóðenda, er skipa sæti á lista hjá Fram- sóknarflokknum, er Hjálmar W. Hannesson, er skipar 5. sætið á listanum i Reykjavik. Hann hefur verið i forsvari fyrir framfarafélag Breiðholtsbúa I Fella- og Hólahverfi, en sá félágsskapur hefur mikiö látið að sér kveða og unnið að framfaramáluni hverfisins. í viðtali, sem birtist við Hjálmar hér i blað- inu, benti hann á muninn, sem er á öfgastefn- um kommúnista og Sjálfstæðismanna I varnarmálunum: „Línurnar i varnarmálunum liggja þannig, að annars vegar við okkur eru Sjálfstæðis- menn með sina stefnu, sem i þessu máli, eins og öðrum, er I sjálfu sér ekki stefna, heldur fyrst og fremst varðveizla á ástandiÞó svo að þeir segi, aö þeir séu reiðubúnir að endurskoða varnarsamninginn eftir breyttum aðstæðum. t þessu máli er Sjálfstæðisflokkurinn þvi eiginlega stefnulaus, eins og I flestum öðrum málum. Síðan koma svo hernámsandstæðingar og kommúnistar, sem vilja að varnarliðið hverfi burt af landinu, án þess að máliö sé skoð- að og krufið til mergjar. Vilja sem sagt algjört varnarleysi og að við segjum skilið við þær þjóðir, sem við höfum átt mest samskipti við i varnarmálum og öryggismálum. Ég tel okkar stefnu vera lausa við öfgar til hægri og vinstri og aö leysa beri þessi mál I samvinnu við bandalagsþjóðir okkar, þannig að við megi una fyrir okkur og fyrir hinar sameiginlegu varnir.” Hugsjónir ungra jafnaðarmanna Af ungu fólki I Alþýðuflokknum hafa nokkrar vonir verið bundnar við Helga Skúla Kjartansson, sem skipar sæti ofarlega á lista flokksins i Reykjavik. En þvi miður virðist þessi annars efnilegi, ungi maður hafa smitazt af þeim forystumönnum flokksins, sem mesta áherzlu leggja á Ihaldssamvinnu. Þannig segir hann I opnu bréfi til ungra kjósenda I Alþýðublaðinu I gær, að atkvæði greitt Al- þýöuflokknum sé ekki krafa um nýja vinstri stjórn. Alþýðuflokknum er sannarlega vorkunn, þegar svo er komið, aö jafnvel unga fólkið, sem fylgir flokknum, virðist ekki eiga aðrar hugsjónir en þær að mynda nýja „viðreisnarstjórn" ineö Sjálf- stæðisflokknum. Þá er skammt i endalokin. Og enda þótt Ólafur Jó- hannesson, forsætisráöherra hefði lýst þvi yfir eftir sveitarstjórnar- kosningarnar, að eftirsjá yrði að Alþýðuflokknum á Alþingi, er ekki mikil eftirsjá að flokknum, ef hann er svo gegnsýrður af þeirri „hugsjón” að ganga til samstarfs við ihaldið, að jafnvel unga fólkiö, sem fylgir honum, á sér ekki háleitari hugsjónir en Ihaldssamvinnu. Persónugervingurinn Gylfi Þ. Gislason hlaut þá viðurkenningu i leiðara Visis I fyrradag að vera kallaður persónu- gervingur samstarfs Alþýöu- flokksins við Sjálfstæðisflokkinn I viðreisnarstjórn. Yfir slikri viðurkenningu hlýtur Gylfi að vera mjög ánægður. En það er annars furðulegt, aö jafnreynd- ur stjórnmálamaður og Gylfi er, skuli ekki sjá, að hann er að leiða flokk sinn i algera glötun með órjúfandi samstöðu við Sjálfstæðisflokkinn. Fylgi flokksins hrapaði svo gifurlega i siöustu kosningum, sérstaklega i kjördæmi Gylfa, Reykjavik, að óvist er taliö, aö Alþýðuflokkurinn hljóti kjördæmiskosinn mann þar, en þaö getur þýtt, aö Alþýöu- flokkurinn hljóti engan mann á þing og þurrkist þar með út. Gylfa væri nær að hlusta á viðvörunarorð flokksbróður sins, Björgvins Guðmundssonar, borgarfulltrúa, sem er i engum vafa um.hvers vegna fylgið hrynur af flokknum. Hann kennir þjónkun Gylfa við íhaldið um, og er ekki minnsti vafi á, að sú kenning er hárrétt. Sú þjónkun hefur gengið svo langt, að gamalgrónir Alþýðuflokksmenn hafa lýst þvi yfir, að erfitt sé aö greina á milli stefnu flokkanna. Svo verður enn um sinn, a.m.k. á meðan persónugervingur „viðreisnar- innar” Gylfi Þ. Gislason ræður feröinni i Alþýðuflokknum. — a.þ. and Butchers Workers of North America, sem hefur um 500.000 félaga i Bandarikjunum og Kan- ada. Þetta ameriska verkalýös- félag fól IUF að hafa samband við verkalýösfélög á Islandi og ræða við stjórnendur SH til að forða þvi að til vinnudeilu komi. IUF er alþjóðlegt samband verkalýðs- félaga verkafólks i matvælaiðn- aði, hótelum og tóbaksiðnaði, og hefur innan sinna vébanda, 2,2 milljónir félaga i 56 löndum. Aaðlstöðvar sambandsins eru i Genf I Sviss. Félag islenzkra kjötiðnaðar- manna er aðili að IUF. FÍK hefur lýst fullum stuðningi við viðleitni IUF til að miðla málum i þessari deilu og lýsir undrun sinni yfir þvi að stjórnendur SH skuli hafa neit- að að ræða málin við Enckell. Laurent Enckell, sem er Finni, kvaðst hafa orðið fyrir miklum vonbrigðum vegna viðbragðs SH- manna hér og taldi þau fyrirhyggjuleysi af þeirra hálfu i þessu alvarlega vandamáli, sem snert getur þúsundir verkafólks og sjómanna hér, sé ekki fundin lausn I tæka tið. Enckell lét hins- vegar vel af skiptum sinum við kjötiðnaðarmenn og aðra aðila verkalýöshreyfingarinnar hér. Þess má einnig geta, að Enckell ræddi m.a. við fulltrúa Félags framleiöslumanna um verkfail þeirra og vinnudeilu nú i vetur.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.