Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 8

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Laugardagur 22. júni 1974 Hlutur kvenna í at- vinnulífinu mestur í Austur-Evrópu Um allan heim býr fólk enn i þjóOfélögum þar sem karlmenn ráöa nær öllu, og konum er refsaö vegna þess eins aö þær eru konur. Þessi orö er aö finna I nýlegri skýrslu frá ILO, alþjóöa vinnu- málastofnuninni. i þessari skýrslu, sem ber heitiö: „Konur viö störf í breytingaheimi”, er aö finna margvíslegar upplýsingar, i senn fróðlegar og á stundum ótrú- legar. 1 skýrslunni er metin sú þróun, sem orðiö hefur siöan alþjóöa vinnumálastofnunin fyrst sendi frá sér skýrslu um þetta efni fyrir tiu árum, réttum. i niöurstööum skýrslunnar segir, aö langt sé enn I land meö þaö, aö konur standi jafnfætis karlmönnunum aö þvi er snerti störf, menntun, laun og framamöguleika. Einn meginþáttur skýrslunnar er, að fyrir hendi sé i raun viss verkaskipting eftir kynjum, þannig aö sum störf séu eingöngu ætluö konum, önnur körlum, og aö viö ráðningu til starfa sé oft lögö meiri áherzla á kynferði, en hæfileika og dugnað. Þaö kemur fram i skýrslunni að þriöji hluti vinnandi fólks i heiminum eru konur, og að siöastliðin tlu ár hafi ekki orðið verulegar breytingar á stöðu kon- unnar á vinnumarkaðnum. Sumar af þeim tölfræðilegu upplýsingum, sem fram eru sett- ar um þessi efni ber að líta á með nokkurri varkárni, þvi ekki er alls staðar notaður sami mæli- kvaröi á störf eða hlutdeild kvenna I atvinnulifinu. Það er þó talið að I sumum Afrikulöndum sé hlutdeild kvenna i atvinnulifinu ekki nema um það bil 5 prósent, en til dæmis i Sovétrikjunum og Rúmeniu sé hlutur kvenna 50 pró- sent. i flestum rikjum Austur- Evrópu er hlutur þeirra um 40 prósent, en i flestum Vestur- Evrópulöndum milli 30 og 40 pró- sent. Hið sama gildir um Norður- Ameriku. Þessu til skýringar má bæta þvi, að I þessum tölfræðiupplýs- ingum eru hvergi metin störf kvenna á heimilum, og gefur þetta þvi I rauninni alls ekki rétta mynd af framlagi kvenna til at- vinnulifsins. 1 skýrslu alþjóða-vinnumála- stofnunarinnar, ILO, er eins og áður sagði meðal annars fjallað um það hvar miðað hefur I áttina i þessum efnum, niðurstaðan er nánast sú, að lausn vandamála virðist alveg jafn fjarlæg nú og var fyrir tiu árum. Yfirleitt er það svo, að kynja- greiningin hefst strax i barnæsku og hún heldur siðan áfram að þjaka konuna ævina á enda. I fæstum löndum er það svo, að stúlkur hafi jafnan rétt til menntunar á við pilta, og jafnvel þótt svo sé i orði, er það sjaldnast svo á borði. I vissum starfsgrein- um er það mjög erfitt, ef þá ekki gjörsamlega útilokað fyrir konur að vinna, og draumurinn um al- gjört launajafnrétti á þvi miður enn langt i land með að rætast. 1 skýrslunni segir: „Svo virðist sem störf konunnar i karlmanna- þjóðfélaginu, séu án nokkurrar frambærilegrar ástæðu minna metin en störf karlmanna”. Frá náttúrunnar hendi er það hlutverk konunnar að ala börn Þetta mannlega og félagslega hlutverk konunnar verður að vernda. Enn er það svo, að það er meginvandi kvenna, sem starfa utan heimilis, hvernig þær eiga að samræma störf sin heima, störfum utan heimilis. Konunni er refsað fyrir að vera móðir, og ef ekki fyrir að vera móðir, þá fyrir að geta hugsanlega orðiö móðir. ■ Þetta er þó samt vandamál, sem tiltölulega auðvelt ætti að vera að leysa. Það er engin fram- bærileg ástæða fyrir þvi að gert sé upp á milli kynjanna i atvinnu- lifinu. Og til marks um það hve enn er langt i land i þessum efn- um er sú staöreynd að samþykkt alþjóöa vinnumálastofnunarinn- ar frá árinu 1951 um sömu laun fyrir sömu vinnu hefur enn sem komið er aðeins hlotið náð fyrir augum rikisstjórna 78 landa, fleiri riki hafa enn ekki treyst sér til að staðfesta þessa samþykkt. Við verðum að koma í veg fyrir efnahags- legt hrun — af völdum orkukreppunnar, segir Waldheim „Þetta er ekki orkukreppa, sem vara mun i eitt eöa tvö ár, og siö- an kemst allt I gott lag aö nýju. Grundvallarbreyting er að veröa á I orkumálum heimsins og ástandiö veröur aldrei aftur eins og þaö var, áöur en þetta kreppu- ástand hófst”. A þessa leið mælti Janez Stanovink formaöur Evrópu-efnahagsmálanefndar Sameinuöu þjóöanna, ECE, fyrir nokkru, og vist er aö margir, bæöi embættismenn og stjórnmála- menn innan og utan Sameinuöu þjóöanna eru honum fullkom - lega sammála. A sérfræðingafundi, sem ný- lega var haldinn i Genf benti Stanovnik á að siðustu verð- hækkanir á oliu mundu geta haft i för með sér veruleg greiðslu- jafnaðarvandamál hjá ýmsum Evrópulöndum og hafa alvarleg- ar afleiðingar i för með sér fyrir hagvöxt i þeim löndum, þar sem þessar hækkanir koma harðast niður. Ef litiö væri hins vegar til lengri tima væru áhrif olíu- hækkananna önnur, þvi fyrir- sjáanlegar væru miklar tækni- breytingar og eðlisbreytingar I atvinnu- og viðskiptalifi. Þessar breytingar mundu hafa það i för með sér, að auðugu löndin einbeittu sér að nýjum orkulind- um I stað hinna hefðbundnu. Stanovnik lagði á það megin- áherzlu að spurningin væri ekki hvort menn fyndu nýjar leiðir og áður litt nýttar orkulindir, heldur sú hvort þróunin mundi verða þannig, að ýmislegt færi úr bönd- um. Tillaga Frakka: Það var i janúarmánuði siðast- liönum, að Frakkar komu fram með tillögu um, að efnt yrði til alþjóölegrar orkumálaráðstef nu á vegum Sameinuðu þjóðanna. Til- Indverjar ætla að flytja fjöll með kjarnorkunni við munum ekki nota kjarnorku í hernaði, segja þeir Indverjar sprengdu fyrir skömmu fyrstu kjarnorku- sprengju sina og eru þar með orönir meölimir kjarnorku- klúbbsins, seni svo cr nefndur, en þaö heiti cr oft notaö um þau lönd, sem eiga vitissprengjur af þessu tagi i fórum sinum. Afl indversku sprcngjunnar, sem sprengd var neðanjarðar, samsvarar sprengi- magni 15,000 smálesta af hinu venjulega sprengiefni TNT. Indverskir visindamenn hafa unnið að gerð þessarar sprengju og rannsóknum, sem að þessu lúta, undanfarin fimm ár. Miklu lengur hefur þó verið unnið að rannsóknum i kjarneðlisfræði i Indlandi eða allt frá þvi að landið heimti sjálfstæði sitt árið 1948. Indverjar búa svo vel i þessum efnum, að þeir eiga sjálfir plút- ómium, sem nauðsynlegt er við gerð kjarnorkusprengju og eru ekki öðrum háðir um tækni- kunnáttu. Indland er fátækt þróunarland og Indverjar eiga við marevis- lega örðugleika að str.'*:“ mikill hluti io--' ...lua g v,:_ • .aiiusmanna byr við •nn ómurlegustu kjör, og hafa vart eða ekki i sig og á, en samt hafa ráðamenn landsins talið, að landinu væri svo mikill hagur að þvi að hafa umráð yfir kjarnorku- sprengju, að þeir hafa varið til þessara mála sem svarar um tuttugu milljörðum islenzkra króna. Pakistanir eru áhyggjufullir Pakistanir og Indverjar hafa löngum eldað grátt silfur sem kunnugt er og þess vegna hefur indverska kjarnorkusprengjan valdið Pakistönum miklum áhyggjum, þótt Indira Gandhi, forsætisráðherra Indlands, og H :H. Sethna, formaður indversku kjarnorkunefndarinnar, fullyrði bæði að sprengingin hafi verið lið- ur i rannsóknum varðandi frið- samlega hagnýtingu kjarnork- unnar. Japanir og aðrar Asiuþjóðir hafa einnig ókyrrzt vegna sprengingarinnar og á fundi leið- toga þeirra rikja, sem aðild eiga að hernaðarbandalaginu CENTO, vöktu Pakistanir máls á þessu. Sá fundur var haldinn i Washington nú fyrir skömmu, en Bandarikin eru forysturiki CENTO, sem er svipaðs eðlis og NATO. Kjarnorkuveldin fimm, sem fyrir voru, hafa fátt sagt um til- raunir Indverja enn sem komið er, þótt þess sé vænzt að Kinverj- ar reyni að færa sér h=»" ' stiórnmiS'"1- , . *'“iI 1 "Y' ; ___„iaiega, en þeir eru taldir vinveittir Pakistönum, en and- snúnir Indverjum. llernaðarlegt gildi Indverjar hafa að undanförnu varið sem svarar u.þ.b. 4300 milljónum islenzkra króna til kjarnorkurannsókna árlega. Gjaldeyrisforði Indverja er i rýr- ara lagi, en þvi er haldið fram af indverskri hálfu, að þessi kostn- aður skerði hann ekki þvi að fénu sé m.a. varið til launa handa vis- indamönnum, sem þegar vinni á rannsóknarstofnunum rikisins. Þá er og á það minnt, að Indira Gandhi hafi allt frá 1963 lagt á það áherzlu, þegar kjarnorkurann- sóknir Indverja hefur borið á góma, að þeir myndu aðeins nota kjarnorkuna á friðsamlegan hátt. Hins vegar draga hvorki vis- indamenn né stjórnmáiamenn i efa, að indverska sprengjan hafi hernaðarlegt gildi i sjálfu sér, þótt tilgangurinn með smiði hennar hafi ekki verið hernaðar- legur. Áuk þess getur enginn, hvorki indverski forsætisráðherrann né forystumenn annarra kjarnorku- velda, þvertekið fyrir, að ekki kynni svo að fara, að kjarnorku- þekkingin yrði notuð i hernaði, ef það land sem i hlut ætti, færi halloka i striði, þótt ætlunin hafi upphaflega verið að hagnýta hana á friðsamlegan hátt. Við þetta bætist einnig aö k ^ vitao er ao 11K1) sem til þess hafa ekki framleitt kjarnorkusprengj- ur, eiga þau hráefni, sem til þarf og næga tækniþekkingu til þess að búa til kjarnorkusprengju á skömmum tima. Nú kann svo að fara að eitthvert þessara rikja telji sér nauðsynlegt aö eignast kjarnorkusprengju og þá er hætt við að fleiri fylgi i kjölfarið og lik- urnar á þvi að kjarnorkusprengj- um verði beitt i hernaði aukast þar af leiðandi. Indverjar segja hins vegar sem svo, að þeir hafi allt til þessa setið við fótskör stórveldanna og orðið að láta sér nægja að hlusta á frá- sagnir af þvi hvernig nota megi kjarnorku til þess að breyta far- vegi stórfljóta, mynda stór stöðu- vötn og jafnvel flytja fjöll. — Ef okkur á að takast að bæta kjör okkar þurfum við á kjarn- orku að halda, segja þeir. gangurinn með þeirri ráðstefnu, átti að mati Frakka að vera sá að reyna að ná valdi yfir þróuninni, þannig að hægt væri að berjast gegn hinum skaðlegu áhrifum orkukreppunnar og að unnt yrði að setja fastar reglur um sam- vinnu orkufrarrileiðslulanda og orkuneyzlulanda. Franski utanrikisráðherrann Michel Jobert skrifaði I bréfi til Kurt Waldheims aðalfram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að orkukreppan gæti ekki aöeins stöðvað hagvöxt I iðn- væddu löndunum heldur, og einnig i mörgum auðlindasnauð- um þróunarlöndum. „Réttlæti” Stuttu eftir að Kurt Waldheim hafði fengið ofangreint bréf frá franska utanrikisráðherranum, lagði Houari Boumedienne forseti Alsir fram aðra tillögu. Fyrir hönd hlutlausu ríkjanna lagði hann til, að allsherjarþing Sam- einuðu þjóðanna yrði kallað saman til aukafundar til að ræða orkuskortinn, og auðlindamálin almennt i tengslum við efnahags- lega og félagslega þróun i veröld- inni. I febrúarmánuði var fenginn stuðningur meirihluta aðildar- rikja Sameinuðu þjóðanna við þessa tillögu, og studdu Frakkar hana einnig. Þegar Boumedienne skrifaði Waldheim og lagði fram tillögu sina sagði hann meðal annars i bréfi sinu, að á þessum aukafundi allsherjarþingsins skyldi ræða, „um nýtt kerfi efna- hagslegra tengsla milli rikja heimsins, sem byggði á jafnrétti og sameiginlegum hagsmunum allra.” Boumedienne hélt þvi ennfremur fram i bréfi sínu, ,,að vissir aðilar hefðu rangtúlkað sjónarmið oliuframleiðslurikj- anna. Hér væri ekki eingöngu um að ræða verðið á oliunni, heldur það að skapa aukið réttlætishlut- fall i samskiptum iðnvæddra rikja og þróunarrikja.” Boumedienne minnti á að á fundi leiðtoga hlutlausu rikjanna i Alslr i fyrra hefði það komið fram i samþykkt fundarins, að menn teldu, að stefna allsherjarþings- ins I sambandi við annan þró- unaráratug Sameinuðu þjóðanna hefði mistekizt. Orsakir þess hefðu að mati leiðtogafundarins fyrst og fremst verið þær, að skort hefði á að riku löndin hefðu veitt næga aðstoð, ekki hefðu ver- iö sett rétt markmið, og þá hefðu og veröbólga og greiðslu- Framhald ú 15. siðu. Suður-Afríka: 19% 74% íbúanna fá af tekjunum I SIÐUSTU kosningum I Suður- Afriku sigruðu stjórnarflokkarnir með miklum meirihluta atkvæöa. Astæöan er sú, aö aðeins fjórar milljónir af þeim 23 milljónum manna, sem bveei" njóta 'úúsmngaréttar. Þeldökkir menn i Suður-Afriku, sem eru 68% ibúanna, njóta engra lýðréttinda. Misréttið er hið sama á öðrum sviöum. Þjóðartekjurnar skiptast svo, að i hlut þeldökkra koma 19% af tekjunum, en hvitir menn, sem eru 22% ibúanna, sölsa undir sig 74%. Ef litið er á einstakar atvinnu- greinar kemur i ljós, að hvitur námaverkamaður hefur tuttugu sinnum meira kaup en þeldökkur maður við sömu störf, hvitur byggingaverkamaður sjö sinnum meira en þeldökkur starfsbróðir hans og hvitur bankastarfsmaður hefur fimm sinnum hærra kaup en þeldökkur maður I sams konar vinnu. __ Þói* laun verkamanna hafi hækkað töluvert á undanförnum árum, búa margir þeirra enn við svo bág kjör, að þeir hafa varla eða ekki i sig og á. iUUl g eriend fyrirtæki og auðhringir hafa útibú i Suður- Afriku, og mörg þeirra beita þeldökka starfsmenn sina misrétti. Þeir fá lægri laun en hvitir menn, hækka siður i tign og eiga ekki aðgang að menntun i starfi sinu til jafns við hvíta. Launin, sem hin erlendu fyrir- tæki greiöa, eru oft svo lág, að þau nema ekki þeirri upphæð, sem stjórnvöld i landinu segja vera lágmark til þess að menn hafi til hnifs og skeiðar. Þeldökkir menn geta ekki rétt hlut sinn með aðstoð verkalýös- félaga i landinu, þvi aö innan þeirra ráða hvitir ménn lögum og lofum og þeldökkir njóta hvorki atkvæðisréttar né kjörgengis, þótt þeim sé skylt að vera i félögunum og meinað að mynda eigin verkalýðsfélög.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.