Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 13

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 13
Laugardagur 22. júni 1974 TÍMINN 13 „HUSFREYJA VEIT HVAÐ ÉG HEITI" EKKI ÉG get bara ekki að þvi gert: Ég má til með að stinga niður penna. Það er 13. júní. t gærkvöldi horföi ég á flokkakynningu þá, er fram fór i sjónvarpinu. Mér fannst ein- hvern veginn, að magafylli Sjálf- stæðisfloksins speglaðist ekki nógu vel I andlitum formælenda þeirra. Það er orðið svo langt siðan „Stóra bomban” var skrifuð, ein frægasta blaðagrein á tslandi, að varla er reiknandi með, að nokk- ur viti það lengur, hvað i henni stóð. En mér flaug samt i hug, að mörg eru meðul dagsins i dag, enda óspart notuð* og kannski arfgengar sumar af þeim upp- skriftum. En það var ekki mein- ingin að hrófla við sálarró þeirra. „Við munum hann Jörund”, kannski hann sé nú loks alkom- inn, svo að við þurfum ekki að baksa i kosningum meir. Allt kemur á færibandi, eilifur, alvit- ur flokkur á bak við hann, og við lesum loks aldin af trjánum og fá- um fikjublaðið fritt. Með þennan möguleika nær þvi alveg viðblas- andi, þar sem þjóðin hefur nú loks fundið hvar réttlætið, mátturinn og dýrðin bjó, var það kynning þeirra frjálslyndra og vinstri- manna, sem algjörlega „stal sen- unni” þetta kvöld. Þarna rann hver Framsóknarmaðurinn eftir annan inn á skerminn, og ég hélt nær niðri I mér andanum til þess að missa nú ekki af lausnarorði þeirra, þvi að hverjum skyldi detta það i hug, að I kjörklefanum 26. mai hafi þeir ekki þekkt i sundur á sér hendurnar, þá hægri frá þeirri vinstri. Þeir hlutu þvi að mæta þarna til leiks i nýju fötunum sinum, standandi á yztu nöf vinstri jaðarsins, þar sem bliðan og lognið umvefur hinn fljúgandi, frjálsa anda, þar sem réttlæti þeirra rikir. Ég tel mig nokkuð kunnuga þvi, sem þeir hafa áður sagt, og ég var tilbúin að frelsast fyrir hinn stóra sannleika, sem þeir hefðu höndl- að til dreifingar til þeirra, sem ekki höfðu haft vit á að kjósa til hægri. En — ég þekkti myndina, Framsóknarmenn voru ramminn utan um hana. Hún var i engu breytt, ekki orði frá vikið, en þeir vildu setja nýjan ramma utan um hana. Og nú skulu þeir, sem illa eru haldnir og vita ekki, hvar þeir vilja vera, velta þvi fyrir sér, hve mörg greindarvisitölustig þeir ætla þeim hlustendum sinna þetta kvöld, er þeir hugðust vinna tii fyigis við sig. 1 Aldamótaljóði sinu segir Ein- ar Benediktsson: „Sjálft hugvit- ið, þekkingin, hjaðnar sem blekk- ing, sé hjartað ei með, sem að undir slær”. Má ég spyrja, hvernig tengið þið, kjósendur, saman þessa þrenningu Einars Ben. I þeirri framkomu að senda flokksfélögum sinum dagskipan i gegnum f jölmiðla, um að nú skuli þeir ekki kjósa eins og þeir sjálfir hafi kannski hugsað sér, heldur eins og Möðruvellingar segja þeim að kjósa. Er þetta hugvit, traustvekjandi hugvit? Er þetta þekking langskólagenginna manna, sem þeir hafa öðlazt til miðlunar hinum, sem baráttan ein gegnum árin hefur menntað? Ég bara spyr — þvi aldrei fyrr hefur pólitik eins gengið „fram af mér”, eins og sagt er, — aldrei eins og þegar ég heyrði þessa dagskipan. Er þetta kannski dag- skipan hjartalagsins? Ég fékk ekki skýringuna gegnum kynn- inguna. Fyrir mér hljómaði hún eins og söngur Gilitruttar I hóln- um: Hæ, hæ og hó, hó húsfreyja veit ekki hvað ég heiti. Gilitrutt heiti ég, Gilitrutt heiti ég. Þetta var sjónarspil, grófleg Alþekjur það, sem Iroma ckril— segir Alcoating- l\V/l IIU 1 þjónustan í Reykjavík FYRIRTÆKIÐ Alcoatings- þjónustan I Reykjavik hefur upp- lýst okkur um, að fyrir nokkrum árum kom á markaðinn nýtt efni frá Bandarikjunum frá fyrirtæk- inu Alcoating Company, en þetta efni er fyrst og fremst til notkun- ar á steinþök, járnþök, tanka og einnig á sprungur og á veggi. Efni þetta hefur reynzt sérstak- lega vel og er það þar að auki eld- Nýr meiri hlutiá Saudár k róki GÓ—Sauðárkróki. Hin nýja bæjarstjórn Sauðárkróks hélt fyrsta fund sinn á þriðjudaginn, og var frá þvi skýrt I upphafi fundar, að tekizt hefðu samningar milli Framsóknarmanna og Aiþýðufiokksmanna, sem fengu einn fulltrúa kosinn, um myndun nýs meirihluta. Aldursforseti bæjarstjórnar, Sæmundur Hermannsson, las sameiginlega yfirlýsingu þessara aðila, er hann hafði sett fundinn, og var Jón Karlsson siðan kosinn forseti bæjarstjórnar, en Stefán Guðmundsson og Sæmundur Her- mannsson til vara. 1 bæjarráð voru kosnir Mart- einn Friðriksson, Jón Karlsson og Halldór Þ. Jónsson. traust. Þjónustan tryggir þetta efni ásamt vinnu til 7 ára og endur- nýjar viðskiptavininum að kostnaðarlausu, ef eitthvað skyldi fara úrskeiðis á timabilinu. Efni þetta hefur verið notað ýmist á heil þök eða hluta af þökum, og einnig á sprungur I þökum og veggjum. Sparnaðurinn við notkun þessa efnis er fyrir utan endinguna, sá, að ekki þarf að mála þökin á eftir og að ál-húðin ryðgar ekki, og má þvi láta þakið eiga sig eftir að * það hefur verið horio, og engin hætta að i;osta þurfi til þess meiru íé. Ef þetta efni er notað er báru- járnsklæðning óþörf, og skal þá sérstaklega haft i huga, að þarna verður ekki um fokhættu að ræða, þar sem vindurinn kemst ekki undir efnið. Innanhúss er þetta efni mjög hentugt til hitaeinangrunar, þvi sé það borið á loft, endurkastar það hitanum niður aftur, og verður þvi hitaþörfin mun minni en ella, en þó málað sé yfir þetta efni innanhúss, heldur það samt einangrunargildi sinu engu að siður. Forstjóri fyrirtækisins Alcoatings-þjónustunnar er Gunnar F. Kristjánsson múrari, og er hann byggingastörfum gagnkunnur um árabil, og hefur góða þekkingu á þessum störfum. Hefur hann farið til Banda- rikjanna til náms og tilsagnar I notkun þessa efnis, og hefur einn tekið ábyrgð á vinnu með þetta efni hérlendis. ógnun við heilbrigða skynsemi. Okkur vantar ekki marga ramma utan um sömu myndina. Það þótti heldur litið „forstand” i minni sveit að álpast beint af augum og „detta ofani” eins og kallað var. Þetta kalla ég að detta ofani upp fyrir augu. Það er guðlast að vera búiö að gera hersetumálið, að „glæpnum” fræga hjá Laxness. Nota það til að hræra upp mold- viðri blekkinga og útúrsnúninga og hugsa sér að vinna þannig fylgi sér til handa, hver á sinn máta. Mál/Sem I gegnum aldir hefur skipt sköpum heilla þjóða, og ver- ið kallað frelsi eða ást á föður- landinu. Mái, sem hefur kallað meira blóð til moldar og fleiri tár af hvörmum en nokkuð annað i heiminum. — Það mál hafa is- lenzkir pólitikusar i flimtingum og breiða tungur sinar yfir þann stóra sannleika, að heimurinn er i dag eitt taflborð. En föðurlands- ástin er okkur i blóð borin, og enginn sannur íslendingur vill til- heyra hersetu, ætti hann annarra kosta völ. Dagblaðið Vísir mætti gjarnan birta linu- eða örvarit af þvi, hvernig þræðirnir liggja frá blekkinganetinu og inn að hinum eina sannleika i þessu máli. Það er til mikið af myndum, sem tengja mætti saman og kannski sljákkaði þá i sumum af þeim ,sem hæst láta, hvorri sveifinni sem þeir snúa. Vinur minn og skólabróðir, Magnús Torfi, hlusta þú við hól- inn — Gilitrutt syngur. Finnst þér hún aufúsugestur, reikna ég dæmið skakkt. Þeir, sem nú eru i sporum húsmóðurinnar, sem ekki hélt vöku sinni, eigandi von á Gilitrutt i heimsókn, þeim vil ég benda á, að það er ekki lausn á neinum vanda að gizka á út i loft- iö. Þetta er berskjaldað her- bragð, sem aldrei mun standast veðrun raunveruleikans. Hér er ekki verið að koma með nýja mynd, sem draga má lausnarorð- ið út úr. Hér er á ferðinni blekking reiðra manna, sem ala með sér hatur til annarra manna. Ekki felli ég dóm á það, hversu verðugt það er, og læt mig það engu skipta, — það mun vart á minu valdi um að bæta. En ég mótmæli harðlega þess- um vinnubrögðum og neita þvi sem Framsóknarmanneskja, að önnur eins heimska verði fyrir mig borin af nokkrum þeim, sem settir eru i æðstu stöður landsins til að verja réttlætið fyrir rang- lætinu, eins og t.d. mætti halda að borgardómur Reykjavikur gerði eða skjaldborg islenzkrar menn- ingar, sjálfur háskólinn. Þá er seint hægt að móðga kjós- endur þessa lands, ef þeir láta blekkjast af gylliboði Gilitruttar. Látum gólfið gleypa glapræði þeirra, þetta er eiginhagsmuna- barátta, en ekki uppdráttur af neinni nýrri mynd. Við eigum þá mynd, sem okkur hentar, — stefnu Framsóknarflokksins, og hún er i ágætum ramma þessa stundina. Ég harma það að sjá frændur mina og vini leita á r.áuí'r heimsk- unnar og íávisinnar. Dæmin eru aeginum ljósari. Þessir menn fórna hugviti sinu og þekkingu, i þeirri trú, að margir séu heimskir og trúi þvi, að þeir einir séu fyrir fólkið fæddir, af þvi að þeir hafa lært að tala fagurlega. Klofnings- dæmin hafa aldrei gengið upp á íslandi, og munu aldrei gera það, hversu lengi sem hverjum arf- takanúm af öðrum tekst að halda þeim á reikningstöflunni og láta spá 1 þau. Þessi gönuhlaup með nýja flokka er pest, sem hrjáir óánægðar sálir. Þær eru i upp- gjöri við sjálfa sig, en þekkja ekki sinn vitjunartima. Það eru nógu margir flokkar til, og ætti að vera hverjum nóg að randa milli þeirra, meðan skapgerð þeirra er að ná þeirri þjálfun sem ábyrgur stjórnmáiamaður þarf að hafa. Það á ekki að fara i fýlu og hlaupa, það á að berjast og kalla til skynsemi fólks, og sigra þannig að heiður hljótist af, en ekki smán, sem engar borgir byggir upp. Jónina Jónsdóttir frá Gemlufalli Kosninga SKEMMTUN GRINDAViK í kvöld kl. 9 OBARNA— sænskt þjóðlagatríó — og ÓAAAR RAGNARSSON skemmta Næturgalar leika fyrir dansi GUNNAR SVEINSSON flytur óvarp Miðar á skemmtunina fást á kosningaskrifstofunum og við innganginn Hópferð — upplýsingar á skrifstofunum Kjördæmisráð Reykjaneskjördæmis \ >> i*a. Sjálfboðaliðar óskast í dag og næstu daga Hafið samband við skrifstofuna á Rauðarárstíg 18 — Sími 2-82-61 Félag ungra framsóknarmanna Framlag til neyðarhjálpar S. Þ. FASTAFULLTRCI tslands hjá Sameinuðu þjóðunum, Ingvi Ingvarsson, afhenti hinn 19. þ.m. i aðalstöðvum samtakanna i New York 40.000 Bandarikjadala ávisun, sem framlag ísiands til ney ða rh já lpa r Sameinuðu þjóðanna. A aukaþingi Sameinuðu þjóðanna um hráefna- og þróunarmál, sem haldið var dagana 9. april til 2. mai s.l. var framkvæmdastjóra samtakanna falið að skipuleggja neyðarhjálp sem fyrsta skref i aukinni aðstoð til þeirra þróunarlanda, sem nú eiga við mesta efnahagsörðug- leika að striða.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.