Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 9

Tíminn - 22.06.1974, Blaðsíða 9
Laugardagur 22. júnl 1974 TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur I Edduhúsinu viö Lindargötu, simar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Blaðaprent h.f. Mikilvægar staðreyndir Sá áróður er nú rekinn af ýmsum, að Framsókn þoli að tapa atkvæðum i allstórum stil i vissum kjördæmum. 1 þessum kjördæmum er þvi haldið að mönnum, að Framsókn geti hvorki tapað kjör- dæmakosnum manni né fengið uppbótarþing- mann. Þetta er rangt. Hér skulu nefnd þrjú dæmi, sem sanna það: 1. 1967 vann Alþýðubandalagið 3ja sætið af Framsóknarflokknum i Suðurlandskjördæmi. Það þýddi ekki að Alþýðubandalagið fengi i heild einum þingmanninum fleira, en ella, heldur þýddi þetta það, að Alþýðubandalagið fékk einum upp- bótarþingmanninum færra og Sjálfstæðisflokk- urinn einum uppbótarþingmanninum fleira. Þetta hafði þær afleiðingar, að „viðreisnarflokkarnir” fengu 32 þingmenn i stað 31 og þar með var „við- reisninni” gefið lif i 4 ár til viðbótar. 2. í Austurlandskjördæmi beitti Alþýðubanda- lagið mjög stift þeim áróðri 1971, að Framsóknar- flokkurinn hefði umframatkvæði, sem betur væru komin hjá Alþýðubandalaginu. En hvað hefði gerzt 1971 ef 170 kjósendur Framsóknarflokksins i Austurlandskjördæmi hefðu hætt. við að kjósa sinn flokk og fallið fyrir beiðni Alþýðubandalags- ins um bráðabirgðalán á atkvæðum? Það, sem skeð hefði er þetta: Framsóknarflokkurinn hefði tapað kjördæmakosnum manni. Um leið hefði hann komizt nær þvi að ná uppbótarmanni, en þó ekki náð þvi marki. Alþýðubandalagið hefði hins vegar fengið einn kjördæmakosinn mann til við- bótar, en um leið tapað einum uppbótarmanni yfir til Sjálfstæðisflokksins. Þar með hefðu flokkarnir sem stóðu að myndun rikisstjórnar ólafs Jóhannessonar aðeins fengið 31 þingmann i stað 32 og myndun þeirrar rikisstjórnar þar með verið útilokuð. 3. Hefðu 80 kjósendur, sem kusu Jónas Árnason, i Vesturlandskjördæmi 1971, kosið Framsóknar- flokkinn hefði 3. maðurinn á lista hans, Alexander Stefánsson náð kjöri, en Jónas orðið uppbótarþing- maður eins og áður, og um leið fellt Ólaf G. Einarsson, 11. landkjörinn, frá þingsetu fyrir Sjálfstæðisflokkinn á siðasta kjörtimabili. Þar með hefðu stjórnarflokkarnir á siðasta Alþingi haft 33 þingmenn í stað 32. Líkur væru þvi á, að rikisstjórn ólafs Jóhannessonar hefði setið við völd út kjörtimabilið. 4. Hér hefur verið bent á, hve litlu munaði 1971. að Framsóknarflokkurinn tapaði einum kjör- dæmakosnum þingmanni i Austurlandskjördæmi. Ef slikt hefði átt sér stað, hefði ekkert uppbótar- sæti vantað til að ná fullum atkvæðajöfnuði milli flokka. ’ Uppbótarþingsætin eru 11 eins og kunnugt er. Ef uppbótarsætin væru 12 hefði skipting atkvæða á bak við þingmann hvers flokks orðið þessi við út- hlutun 12 uppbótarsætisins: Framsóknarflokkur 1557 atkvæði. Samtök frjálslyndra og vinstri manna 1566 atkvæði. Alþýðuflokkur 1574 atkvæði. Sjálfstæðisflokkur 1590 atkvæði. Alþýðubandalag 1657 atkvæði. Þessar tölur sanna, að ekki hefði þurft að bæta uppbótarþingsæti við til að ná fullum jöfnuði. Mis- munurinn er innan þeirra marka, að auðið er að leiðrétta hann án þess að fara niður fyrir hlut- fallið. Þetta þýðir, að Framsóknarflokkurinn getur átt möguleika á uppbótarþingsæti —TK Ritstjórnargrein úr The Economist: Bandaríkin og Saud Arabía semja Samningur, sem getur markað tímamót EKKI stóð á þvl, að Banda- rikjamenn nytu fljótt góðs af þeim sigri, sem dr. Kissinger utanrikisráðherra vann i samningunum um aðskilnað herja Israelsmanna og Sýr- lendinga. Fahd prins skrapp til Bandarikjanna og var tekið þar með kostum og kynjum. Að þremur dögum liðnum, eða hinn 8. júni, undirrituðu hann og Kissinger utanrikisráð- herra samning milli Banda- rikjanna og Saudi Arabiu um viðtæka hernaðaraðstoð og efnahagssamvinnu. Fhad prins er hálfbróðir Faisals konungs og liklegur eftirmaður hans. Máðuði áður en samningurinn var undirrit-- aður, var kunngert um för prinsins til Washington, en stjórn Saudi-Arabiu var treg til þess að ganga frá ákveðn- um samningi meðan Israels- menn og Sýrlendingar háðu blóðuga bardaga I Golanhæð- um. Faisal konungur lýsti meira að segja yfir, þremur dögum eftir að dr. Kissinger fór frá Riyadh, að hann væri reiðubúinn að taka til athug- unar þann möguleika, að setja Bandarikjamenn i oliubann að nýju, ef bardögunum yrði haldið áfram. ÞÖTT llklegt kunni að virö- ast, er orðið oliu hvergi að finna i samningi Bandarikj- anna og Saudi-Arabiu, og er það orð þó báðum aðilum að sjálfsögðu efst i huga. Þetta hefur ekki valdið Bandarikja- mönnum neinum vonbrigðum. Þeir segja hiklaust, að þeir geri sér vonir um, að Saudi- Aröbum þyki nú ómaksins vert að auka oliuframleiðslu sina og árangur samningsins gæti meira að segja komið fram I verðlækkun hráoliunn- ar. Saudi-Arabar hafa fyrir sitt leyti engin loforð gefið. öllum er kunnugt, að þeir hafa hall- azt að þvi að lækka oliuverðið, en hitt er gersamlega hulið, meö hverjum hætti það eigi að veröa. Þeir hafa gert sér jafn- mikið far um það og Banda- riikjamenn aö forðast að gefa I skyn, að samningurinn, sem undirritaður var I Washing- ton, snerti á nokkurn hátt ollu- viðskipti rikjanna tveggja, en þeir Kissinger og Nixon forseti hafa einmitt fordæmt slika samninga. BANDARISKUR embættis- maður lét svo um mælt, að þetta væri einungis „samning- ur tveggja þjóöa um samvinnu i skjóli alþjóða samvinnu”. En hvaða nafni, sem samningur- inn er nefndur, verður hinu ekki neitað, að vegna hans verða samskipti Bandarikj- anna við mesta oliufram- leiðslurikið með alveg sér- stökum hætti. Sennilega er fyllilega rétt- lætanleg sú von Bandaríkja- manna, að samningurinn hrökkvi langt til þess að tryggja, að þörfum þeirra fyr- ir oliuinnflutning verði full- nægt I framtiðinni. Þeir segja raunar, að hann eigi einnig að stuðla að þvi, að fullnægt verði þörfum annarra vestrænna rikja, sem mesta oliu nota. Nixon forseti gerir sér að minnsta kosti vonir um, að bandariskur almenningur liti þannig á málið. SAGTer, að Fahd prins hafi fullvissað sendiherra Araba- rikjanna i Washington um, aö hann hafi tekið mjög skýrt fram við Nixon forseta og Kissinger utanrikisráðherra, að sambúð Araba og Banda- rikjamanna I framtiðinni velti algerlega á áframhaldandi brotthvarfi ísraelsmanna af landssvæðum Araba, svo og á viöurkenningu á þjóðarrétti Palestinumanna. Engin slik skilyrði er þó að finna i samningnum eða fylgi- skjölum með honum, og prins- inn nefndi hvorki tsrael né Palestinumenn i þeim ræðum, sem hann flutti opinberlega i Washington. Nixon forseti kom hins vegar við i Riyadh i för sinni til landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins og þá hefir Faisal konungur fengið tækifæri til að leggja áherzlu á, að Arabar ætlist til þess af Bandarlkjamönnum, að þeir haldi áfram að knýja tsraels- menn til eftirgjafa. SAMNINGURINN er form- leg staðfesting á þvi sam- komulagi, sem rætt var i höf- uðdráttum I byrjun april i vet- ur, þar sem gert var ráð fyrir, að Bandarikjamenn hjálpuðu Saudi Aröbum að iðnvæðast og þjálfa herinn og efla hann. Nú á að skipa tvær sameiginlegar nefndir. önnur á að kanna efnahagssamvinnuna, hin á að kynna sér hernaðarþarfir Saudi Araba. Sameiginlega nefndin i efnahagsmálunum sezt á rök- stóla I október i haust og hún á aö fá til athugunar skýrslur fjögurra vinnuhópa. Mikil- vægasti hópurinn á að kanna möguleika á að nýta til iðnað- ar gasið, sem nú er brennt á oliusvæðunum. Um 4 milljarðar rúmfeta af gasi fara nú til spillis á oliu- svæðunum dag hvern. Saudi Arabar setja oliuefnaiðnað og stáliðnað efst á óskalista sinn. Aörir vinnuhópar munu at- huga möguleikana á þvi að auka tæknikunnáttu Saudi-Ar- aba, eimingu sjávar, nýtingu sólarorku og eflingu landbún- aðar i eyðimörkinni. HERNAÐARNEFNDIN mun endurskoða þær áætlanir, sem nú eru i gangi um þjálfun Saudi Arabiu-hers og nútima- búnað. Bandaríkjamenn hafa átt þátt i að sjá hernum fyrir búnaði undangengin tuttugu ár. Varnarmálaráðuneytið hefir þó haldið fram, að Bandarikjamenn hafi siðan i októberstyrjöldinni 1973 hald- ið aftur af kröfum Saudi Ar- aba um nútfmabúnað og ekki fallizt á að selja þeim sprengju- eða orrustuþotur af Phantom-gerð. A þessu ári hafa Banda- rikjamenn samþykkt vopna- sölu til Saudi Arabiu og þjálf- unaraðstoð fyrir um 400 millj- ónirdollara. Fullyrt hefir ver- iö I Washington, að ekkert samkomulag hafi verið gert um varnarskyldu af hálfu Bandarikjamanna, en samn- ingurinn kunni hins vegar að leggja Bandarikjamönnum á heröar siðferðilega skyldu um hernaðaraðstoð, séð frá sjón- arhóli Saudi Araba. Bandarikjamenn selja Iran miklu meiri hergögn en senni- legt er, að Saudi Arabar falist eftir. Arangurinn af stefnu Bandarikjamanna i málum rikjanna við Persaflóa er að mestu undir þvi kominn, að hve miklu leyti tekst að fá Faisal konung og transkeisara til þess að beita áhrifum sin- um I samvinnu i stað þess að keppa um undirtökin. Nixon forseta var ráðlagt að fljúga ekki frá Riyadh til Teheran, og má af þvi ráða, að enn er samvinnan ekki á marga fiska. HALDIÐ er fram i Washing- ton, að hinn nýgerði samning- ur sé fyrirmynd að samning- um Bandarikjamanna við önnur Arabariki. Þegar hefir verið komiö á fót fámennri nefnd til þess að kanna sam- vinnu við Egypta. Jordanir myndu einnig glaðir ganga til svipaðra samninga. En Jord- anir og Egyptar hafa engan verulegan oliuauð fram að leggja. Iönvæðing gerði rikisstjórn Saudi Arabiu kleift að nýta oliuarð sinn. Sú nýting yrði henni hvöt til þess að leyfa Ar- amco (samsteypu fjögurra bandariskra oliufélaga) að auka framleiðslu sina, en heita má, að samtökin hafi einkarétt á olíunámi I Saudi Arabiu. Bandarikjamenn munu hagnast mest ef úr þessu verður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.