Tíminn - 22.06.1974, Síða 4

Tíminn - 22.06.1974, Síða 4
4 TÍMINN Laugardagur 22. júni 1974 Brandt fyrir fjörutíu Þessi mynd hér til vinstri er af Willy Brandt, fyrrum kanslara Þýzkalands, þegar hann var að- eins sextán ára gamall og við nám i Lubeck, borginni við drum Eystrasalt, Þar ólst hann upp, en varð siðan að flýja þaðan árið 1933, aðeins nitján ára gamall. Hin myndin er tekin fjörutiu árum siðar, þegar hann var útnefndur kanslari af Gustav Heinemann, forseta Þýzkalands. Nú er kanslara- dögum Brandts lokið, eins og allir vita, en myndirnar eru enn i sinu gildi. Munster heitir borg i Vestur- Þýzkalandi. Borgin er talin um 1200 ára gömul, og er meðal annars fræg fyrir það, að árið 1688 var undirritaður þar friðar- samningurinn eftir þrjátiu ára striðið. í þessari borg er nú ris- inn dýragarður, sem á ekki sinn lika. Hann er þannig úr garði ger, að gestir geta gengið um hann i hvaða veðri sem er, án þess svo mikið sem veröa varir við vind eða regn. Gestirnir virða fyrir sér dýrin, en eru sjálfir undir þaki. Hér eru tvær myndir, sem sýna annars vegar fila í gamaldags dýragarði, og hins vegar dýrin i hinum nýja og óvenjulega dýragarði i Munst- er. Þar er fflunum ekkert að- vanbúnaði, og plássið er nægi- legt fyrir þá til þess að hreyfa sig. Serfihæð skýlir borgargarðinum Margir munu spyrja, hvort þetta sé snjór, sem sjá má á þessari mynd, sem tekin var nú fyrir nokkru i Stuttgart i Þýzka- landi. Það er nú heldur ótrú- legt, þar sem veðráttan i Þýzka- landi um þetta leyti árs gefur tæpast tilefni til þess að imynda sér, að þar geti verið snjór. Snjór er það heldur ekki. Þetta er gervihóll, búinn til úr froðu. Froðuhóll þessi er settur ofan á neðanjarðarvilaverkstæði, og tilgangurinn með þvi að koma hólnum þarna fyrir var sá að draga úr hávaðanum frá verk- stæðinu, þar sem skemmti- garður var i næsta nágrenni, og þar vildi fólk gjarna fá að njóta friðar óáreitt. Stuttu eftir að myndin var tekin var mold ekiö á hólinn, og síðan var sáð þar i grasfræi, og nú er þetta orðinn grasivaxinn hóll, og engum gæti dottið i hug, að hann væri búinn til úr plasti. Hávaðinn frá bila- verkstæðinu nær heldur ekki eyrum vegfarenda. DENNI DÆMALAUSI Ég var sofandi, en ég heyröi ein hvern vera að skrjáfa I sælgætis bréfi.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.