Tíminn - 29.06.1974, Qupperneq 7

Tíminn - 29.06.1974, Qupperneq 7
Laugardagur 29. júnl 1974. TÍMINN 7 Raddir úr Reykja neskjördæmi I hita kosningaundirbúningsins litum við inn á nokkrar kosninga- skrifstofur Framsóknarflokksins iReykjaneskjördæmi. Þar hittum við fyrir nokkur þeirra, er að undirbúningnum hafa unnið og tókum þau tali: Fyrst komum við á Austurgötu 26 i Keflavik, inn i fjörlegar umræður um væntanleg úrslit og spurðum Friðrik Georgsson 5. mann á listanum álits á þeim: — Það er að sjálfsögðu ekki hægt annað en að vera bjartsýnn, hugurinn, sem hér rikir smitar auðveldlega út frá sér. Kosningar þessar, eru náttúrulega haldnar i skugga sólar og sumarleyfa, enda held ég að ég megi segja, að fremur dauft hafi verið yfir baráttunni hjá öllum flokkum hér, a.m.k. framan af. Mikið hefur verið kosið utan kjörstaðar, án efa mun meira en nokkru sinni áður. En við erum mjög bjart- sýnir á að úrslit kosninganna i kjördæminu verði okkur i hag. íngvar Björnsson, formaður kjördæmasambandsins, er úr Hafnarfirði, en hafði litið inn, rétt eins og við, til skrafs og ráða- gerða: Ég tel það fremur óliklegt, að Sjálfstæðisflokknum takist að halda fylgi sinu i þessum kosn- ingum til þess hefur áróður hans verið allt of öfgakenndur. Fram- boð Alþýðuflokksins er ákaflega veikt, enda hefur hann nánast þurrkast út úr þjóðmálunum. Leita verður með logandi ljósi að fylgi F-listans. svo litinn hljóm- grunn virðist flokkurinn sá hafa fengið hér. Um framboð Gunnars Sveinssonar vil ég segja, að það er sterkt i anda hinnar ábyrgu stefnu Framsóknarflokksins i efnahagsmálum og i varnar- málum, sem einkennist af öfga- lausum samningsvilja við ná- grannaþjóðir okkar. Orðum er kannski ekki eyðandi á fyrrverandi samstarfsmenn mina i SUF, sem nú nefna sig Möðruvellinga. Breytni þeirra einkennist augljóslega ekki af málefnalegum skoðunum, heldur fyrst og fremst af persónulegri framagirni. Nokkrir voru samankomnir á kosningaskrifstofunni i Njarð- vikum og þar hittum við að máli Jónu Hjaltadóttur: — Hér er prýðisgóð stemming, — mikið rætt og áhugi fólks að minu viti mun meiri á þessum kosningum, en var i bæjar- og sveitarstjórnarkosningunum. Hér er mikið af aðkomufólki við vinnu, sérstaklega norðan af landi og hefur það verið iðið við að kjósa. Stefania Hákonardóttir, tók mjög i sama streng: — Mér lizt sérlega vel á útlitið. Við stöndum vel að vigi með framboði Gunnars Stefánssonar héðan af Nesjunum og stöndum af alhug að baki honum — stefnum að þvi að fá hann á þing. 1 Kópavogi hefur einnig verið unnið mikið starf að undirbúningi og þar hafði aðsókn að kosninga- skrifstofunni aukizt núna siðustu dagana. Hulda Pétursdóttir gaf sér þó tima til að segja nokkur orð: — Auðvitað hefur veðrið og sumarleyfi mikil áhrif á kjör- sókn, en ég held, að aldrei hafi verið kosið jafn mikið utan kjör- staðar og nú. Sumir eru að tala um einhvers konarleiða i fólki, en ég held bara, að fólk sé mikið búið að kjósa, eða þá alla vega búið að gera sér grein fyrir þvi fyrir löngu, hvað það kýs. Gegnt Huldu situr kosninga- stjórinn i Kópavoginum, ung stúlka Helga Jónsdóttir: — Það er eðlilegt að við Fram- sóknarmenn störfum vel. Alls kyns óhróðri hefur verið dreift Kosningastjórinn i Kópavogi Helga Jónsdóttir I simanum, — Hulda Pétursdóttir og Helgi Pétursson Friðrik Georgsson og Ingvar Björnsson fyrir framan skrifstofuna viö Austurgötu 26. um flokkinn af öfundarmönnum hans. Þeir hafa hamrað á kosn- ingaúrslitum frá 1971 um það, að við ættum svo og svo mikið af um- framatkvæðum. Aróður af þessu tagi gæti reynzt okkur hættulegur — sýnt þótti og ætti að vera Framsóknarmönnum ljóst, að með hliðsjón af úrslitum bæjar- og sveitarstjórnarkosninganna, að við þurfum á öllum okkar at- kvæðum að halda. Hvet ég þvi auðvitað fólk til að starfa samhent að sigri flokksins hér i kjördæminu, sem og annars staðar á landinu. Helgi Pétursson situr hjá þeim vinkonum og vill koma að nokkrum orðum: — Sú einfalda kosningabrella Sjálfstæðismanna, að gera her- stöðvarmálið að aðalmáli kosn- inganna, má náttúrulega ekki glepja fyrir fólki. Samninga- og skynsemistefna Framsóknar- flokksins á að vera mönnum næg trygging fyrir þvi, að vel verði á þeim málum haldið. Við lausn efnahagsmála þjóðarinnar verður fólk að vera samhent og láta ekki öfgaflokka til hægri og vinstri leiða sig í gönur. Jóna Hjaltadóttir og Stefania Hákonardóttireru á kosningaskrifstofunni i Njarðvikum. „Hóflegt atvinnuleysi" — ógnun ,,viðreisnar"-stefnunnar x B Fró einum, sem var í AAöðruvallahreyfingunni Siðast liðið sumar voru stofnuð samtök innan Framsóknarflokks- ins, sem fengu nafnið Möðru- vallahreyfing. Þeim var ætlað að vinna að tveimur aðalmálum: 1. Að vinna að mikilli endurnýj- un á þingliði flokksins vegna þess að litið hefði verið gert að þvi i undanförnum kosningum. 2. Að vinna að sameiningu allra þeirra, sem aðhyllast stefnu jafn- aðar og samvinnu, i einn flokk, svo fljótt sem mögulegt væri. Við, sem sátum þennan fund, vorum að ég hygg allflestir með eflingu Framsóknarflokksins i huga, en höfðum ekki á stefnu- skrá okkar að leggja hann niður. Ólafur R. Grimsson og Elias Snæ- land Jónsson töluðu lika um að þetta gæti tekið langan tima, allt að hálfu öðru kjörtimabili, en lögðu á það áherzlu, að ekki mætti missa kjarkinn, þótt illa gengi i fyrstu. Svo gerðist það, að kosningar SANNLEIKURINN UAA F-LISTANN voru ákveðnar fyrr en ætlað var, og var þá komið að baráttunni fyrir endurnýjun þingmanna flokksins. Og viti menn, listarnir komu hver af öðrum, og flestir eða allir mikið breyttir, svo breyttir, að ef Framsóknarflokk- urinn fær sömu þingmannatölu nú og i siðustu alþingiskosningum (17), verða i þeim hópi 7 nýir menn, sem kallast má krafta- verk, svo ekki sé meira sagt. Nú skyldi maður ætla, að Ólaf- ur R. og Elias hefðu verið montn- ir af sinum störfum, en það voru þeir alls ekki. Þeir höfðu nefni- lega reiknað dæmið þannig, að ef breytingar yrðu gerðar á þing- sætum, þá væru það þeir, sem ættu vis þingsæti, en ekki aðrir. Það voru þá eftir allt saman eigin hagsmunir og metnaður, sem réðu ferðinni, en ekki málefna- legur áhugi á endurnýjun þing- manna. Þegar ljóst var, að flokkurinn ' hafði endurnýjað stórlega i liði sinu, án þess að þessir heiðurs- menn úr stjórn S.U.F. kæmust á lista, var aðeins einn möguleiki eftir. Það hafði strandað skip, sem hét Samtök frjálslyndra og vinstri manna. Skipstjóri og fyrsti stýrimaður- voru stokknir fyrir borð og búnir að ná landi (Hannibal og Björn), en Karvel maraði i kafi og Magnús stóð einn eftir á skipinu. Og nú hófst björgunin. Allir þessir góðu menn komust i fram- boð, flestir i fyrsta eða annað sæti, og Karvel á að vera flotholt- ið, þótt hann væri næstum drukknaður, þegar slysið varð. Þeir þykjast ætla á þing til þess að tryggja vinstri stjórn áfram, en eru sennilega búnir að gleyma vantrauststillögunni, sem Karvel flutti á stjórn ólafs Jóhannesson- ar siðast liðið vor, og telja hann nú sinn sterkasta mann. Ég segi nú ekki annað en það, að þeir eru aumir hinir. Að lokum þetta, kjósandi góð- ur: Vinstri stjórn verður ekki mynduð eftir kosningar, nema með þátttöku Framsóknarflokks- ins. Það er þvi algjör forsenda vinstri stjórnar, að Framsóknar- flokkurinn komi sterkur út úr komandi kosningum, og að hinni þingfararsjúku björgunarsveit Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem vinnur nú hvað harð- ast að þvi að Sjálfstæðisflokkur- inn komist i hreinan meirihluta með aðstoð Gylfa, takist ekki að koma i veg fyrir að 3. maður Framsóknar felli 2. mann Ihalds- ins hér i Norðurlandskjördæmi vestra, og svona mætti lengi telja. Þvi skulum við öll veita B-list- anum brautargengi á sunnudag- inn kemur. Með þvi tryggjum við sterka vinstri stjórn næstu fjögur árin. Valdimar Guðmannssonbóndi Bakkakoti, A-Hún.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.