Tíminn - 29.06.1974, Síða 9

Tíminn - 29.06.1974, Síða 9
Laugardagur 29. júni 1974. TÍMINN 9 Útgefandi Framsóknarflokkurinn Framkvæmdastjóri: Kristinn Finnbogason. Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson, Auglýsingastjóri: Steingrimur Gislason. Rit- stjórnarskrifstofur i Edduhúsinu við Lindargötu, símar 18300-18306. Skrifstofur i Aðalstræti 7, simi 26500 — af- greiðslusimi 12323 — auglýsingasimi 19523. Biaðaprent h.f. ■V__________________ v Heiðarleg vinnubrögð 1 viðtali við Ólaf Jóhannesson forsætisráðherra, sem birtist hér i blaðinu i gær, vék hann m.a. að ólikum vinnubrögðum fyrir kosningar hjá ,,við- reisnar”-stjórninni og núverandi stjórn. „Viðreisnar”-stjórnin kappkostaði að leyna efna- hagsvandanum fyrir kosningar, og benti þvi siður á nokkur úrræði. Nú lagði forsætisráðherra hins vegar fram ákveðnar tillögur um lausn efnahags- málanna, ásamt itarlegum upplýsingum um efna- hagsþróunina, ef ekkert yrði að gert. Forsætisráð- herra sagði siðan: „Ég vil vinna heiðarlega i stjórnmálum. Ég tel, að þjóðin eigi rétt á þvi að fá sem gleggstar upp- lýsingar um stöðu þjóðmálanna. Ég tel lika, að hún hafi skyldu til að kynna sér þau sem bezt, þeg- ar þau eru refjalaust undir dóm hennar lögð. Ég hef hagað minni kosningabaráttu og mins flokks i þessum anda. Við Framsóknarmenn höfum jafnan höfðað til dómgreindar þjóðarinnar og treyst henni. Við munum lika hlita þeim dómi, sem upp verður kveðinn, með jafnaðargeði, hver sem hann verður. En þvi er ekki að leyna, að við teljum okk- ur geta átt von á trausti þjóðarinnar, þvi að jafn- framt þvi að segja frá erfiðleikunum og hvernig við viljum mæta þeim, leggjum við verk þeirrar rikisstjórnar, sem við höfum veitt forystu siðustu þrjú ár, undir dóm þjóðarinnar”. Framfarir og velmegun Forsætisráðherra fórust þannig orð um efna- hagstillögur þær, sem hann lagði fyrir Alþingi: „Efnahagstillögur okkar eru við það miðaðar að tryggja áframhaldandi framfarir og velmegun, rekstrargrundvöll atvinnuveganna og atvinnu- öryggi. Með bráðabirgðalögunum, sem ég gaf út i mai, hefur verið komið i veg fyrir stöðvun atvinnu- veganna. En þau gilda ekki nema til 30. ágúst. Með þeim hefur nýju Alþingi, sem kallað verður saman strax að loknum kosningum, verið veitt svigrúm til þess að takast á við þessi mál. Það verður það að gera. En þær aðgerðir, sem óhjákvæmilegar eru, ættu engum að verða ofraun, eins og þjóðin er nú i stakk búin, en Alþingi getur ekki skotið sér undan þessari skyldu eins og stjórnarandstaðan, og sá hluti Samtaka frjálslyndra og vinstri manna, sem gekk til liðs við hana i vor, gerði. Það liggur i augum uppi, að það er ekki sama, hverjir standa fyrir þessum aðgerðum, þ.e. hvort aðgerðirnar verða miðaðar við það að framfarir og uppbygg- ing geti átt sér stað áfram, eða hvort gömlu við- reisnarúrræðunum, með samdrætti og „hæfilegu atvinnuleysi”, sem menn heyrðu formann Sjálf- stæðisflokksins tæpa á i sjónvarpinu á miðviku- dagskvöldið, verður beitt”. Engin umframatkvæði 1 tilefni af áróðrinum um umframatkvæðin, fór- ust forsætisráðherra orð á þessa leið: „Framsóknarflokkurinn á engin umframat- kvæði. öll atkvæði honum greidd koma honum til góða og auka styrk hans, þvi styrkur flokks er ekki siður kominn undir atkvæðamagni en þingmanna- tölu, enda er augljóst, að lokað yrði fyrir vaxtar- möguleika flokks, ef menn tækju talið um „um- framatkvæði” alvarlega”. Þ.Þ. Sören Nielsen, Politiken: Senn verður gullið venjulegur málmur Það verður ekki lengur kvarði á verðgildi peninga Gullið verður varla notað I annað en tannviðgerðir og trúlofunarhringa. SENN verður gullið venju- legur og illnýtanlegur múlm- ur, sem varla verður notaður i annað en tannviðgerðir og trú- lofunarhringa. Töframúttur þess sem mælikvarða á verð- mæti peninga i nokkur þúsund úr er nú loks að engu orðinn. Þegar er búið að ákveða, hvaö skuli taka við sem kvarði á verðgildi peninga. Það er dularfull tala, sem reiknuð verður út daglega I tölvum Al- þjóða gjaldeyrissjóðsins i Washington. Að fáeinum sekúndum liðnum kemur tal- an fram á fjarritum seðla- banka 135 rikja og er Dan- mörk eitt þeirra. Þetta fyrir- komulag verður aðildar- rlkjunum álika mikilvægt og metrakerfið, svo að dæmi sé • nefnt. HIN sérstöku yfirdráttar- réttindi i Alþjóða gjaldeyris- sjóðnum eiga framvegis að veröa sameiginlegur mæli- kvaröi á verðgildi mynta allra rikja, sem ekki lúta stjórn kommúnista. Þetta má raunar oröa á þann hátt, að gjaldeyrir viðkomandi rikja verði verð- lagöur I hlutfalli við verðmæti yf irdráttarréttindanna. Hin sérstöku yfirdráttar- réttindi hafa til þessa verið bundin föstu verði, eða 0,888671 grömmum gulls ein- ingin. Gullverð i þjóðbanka- kerfinu hefir verið ákveöið 42,2 dollarar únzan (28,3 grömm). Nýjungin er I þvi fólgin, að verðmæti yfirdráttarréttind- anna verður ákveðið með hlið- sjón af blöndu 16 helztu gjald- miðlanna. Hundraðshluti nokkurra gjaldmiðla i blönd- unni er þessi: Dollar 33, þýzka markið 12,5, sterlingspund 9, franskur franki 7,5, sænsk króna 2,5, en danska krónan og norska krónan reiknast báðar 1,5. Gjaldeyrissjóðurinn reiknar gengisbreytingu þessara gjaldmiöla dag hvern og ákveður þannig meðalverð blöndunnar. Það verður svo verðgildi dráttarréttindanna þann dag og sérhvern gjald- miðil er svo unnt að meta I hlutfalli við verð blöndunnar. 'ALÞJOÐLEGI gjaldeyris- sjóðurinn var stofnaður að striðinu loknu og var af- sprengi gjaldeyrissamkomu- lagsins I Bretton Woods. Markmiöið með sjóðnum var að mynda skipulegan markað, þar sem gjaldeyrislán væri fá- anlegt fyrir þau riki, sem við halla búa. Aðildarriki sjóösins greiða stofngjald I hann, en auk þess tekur hann við fé frá þeim rikjum, sem hafa veru- lega hagstæðan greiðslujöfnuð og eiga þar af leiðandi mikinn gjaldeyrisforða. Hin sérstöku yfirdráttar- réttindi eru hluti af þessu út- lánakerfi. Þau veita rikjum rétt til takmarkaðs láns i hlut- falli við framlag þeirra til sjóðsins. Þetta er i raun sama kerfi og gilti hjá dönskum bönkum þegar launareikning- ur einstaklingsins veitti hon- um rétt til láns að vissum tima liönum. EININGARVERÐ yfir- dráttarréttindanna er látið gilda sem gengiskvaröi bein- linis vegna þess, að gulli verð- ur ekki við komið nú á timum. Sérhver seölabanki gat lagt fram dollara og fengið gull fyrir þá allt fram til 1971. Dollarinn var talinn sameigin- legur gjaldeyrisforði og gullið gilti þvi sem óbeinn verðmæl- ir. Arið 1971 var horfið frá gull- lausnarskyldu á dollar, meðal annars vegna þess, að franski seðlabankinn skipti milljörð- um dollara fyrir gull. Gull- forði Bandarikjanna I Ford Knox hrökk þá ekki til. Ariö 1968 sást greinilega, hvað verða vildi. Bandarikja- menn höfðu fram aö þeim tima ráðið gullverði á alþjóða- markaði með þvi ýmist að kaupa gull eða selja, en gull- verðiö var fast I dollurum. Frá þessu varð aö hverfa og þar með voru gullmarkaðir orðnir tveir I reynd, annars vegar opinn markaður og hins vegar lokaöur markaður seðlabank- anna en verð á þeirra gulli var ákveöiö 42,2 dollarar únzan. NÚ er gullverðið ekki bund- ið við neina mynt eða verö- bréf. Yfirdráttarréttindin voru siðasta vigið, sem féll. Þarna var ekki sizt að verki siaukin þörf á greiðslueyri vegna ört vaxandi heimsviö- skipta. Gullbirgðir hefði blátt áfram þurft aö auka jafn ört ef siaukinn dollarastraumur I heimsviðskiptunum hefði átt að vera innleysanlegur. Gull- forðinn jókst ekki og þess vegna glataðist trúin á dollar- ann. Yfirdráttarréttindin veita möguleika til miklu liöugra kerfis, þar sem unnt er að auka þau með bókhaldsaögerö einni saman. Næsta rökrétta skrefið er að veita seðlabönkunum leyfi til að selja eða kaupa gull á hin- um frjálsa markaði. Þá væri gullfótur peningakerfisins i raun úr sögunni, þar sem seðlabankarnir gætu þá alveg eins varðveitt eign sina i hvaöa varningi, sem væri I stað gulls. GREINILEGA vill rikis- stjórn Bandarikjanna stuðla að þessarri framvindu, þar sem verið er að undirbúa lög- gjöf, sem heimilar bandarisk- um þegnum að eiga gull. Þann rétt hafa Bandarlkjamenn ekki haft, og Danir til dæmis ekki heldur. Með þessu móti eignast Bandarikjamenn nýj- an verömætamarkað ef þeir vilja af einhverjum ástæðum ekki verja sparifé sinu til kaupa á hlutabréfum eða öör- um verðbréfum. Hinn lokaði gullmarkaður seðlabankanna er senn frá, þar sem þeim er nú leyfilegt að nota gullforða sinn sem tryggingu fyrir lánum sin I milli. Þá þarf ekki að miða við opinbera veröið, 42,2 dollarar únzan, heldur eitthvert annað verö, sem fer nær veröinu á opnum markaði, en það er um 150 dollarar únzan. ÍTALIR hafa ákaflega brýna þörf fyrir gjaldeyrislán til þess aö jafna viðskipta- halla, sem nemur rúmum 1000 milljónum dollara á mánuði, og hefir þessi mikla þörf átt sinn þátt I þeirri breytingu, sem oröin er á. Tveir þriðju af gjaldeyrisforða Itala eru i gulli, eins og sakir standa. Aðalbankastjóri Italska þjóö- bankans er þvi þannig settur, aö heita má að hann tróni á gullfjalli og tilkynni þaðan, að hann geti ekki einu sinni greitt afborganir af þeim lánum, sem hann hefur þegar tekið. Það nálgast að jafngilda þvi að lýsa ítalska rikið gjald- þrota, og er það óskemmtilegt ástand fyrir iðnaðarriki áriö 1974. Ólíklegt er, aö nokkurn fýsi að veita ítölum lán, eins og sakir standa. En lánstraust ítallu eykst að sjálfsögðu, þegar gullforði hennar fjór- faldast allt I einu I verði. Vandinn er sá, að enginn þjóðbanki viröist hafa áhuga á að taka við Italska gullinu sem greiöslu og eiga á hættu að brenna inni með það. Ef og þegar gullið hefur lokið hlut- verki slnu I peningaviöskipt- um Iheiminum er ekki sérlega fýsilegt, hvorki fyrir þjóö- banka né aðra, að eiga stórar fjárhæöir bundnar i málmi, sem hefir I raun minna nota- gildi en flestir aðrir málmar.

x

Tíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.