Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 2

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 2
2 TÍMINN Miðvikudagur 2. október 1974. Miðvikudagur 2. október 1974 Vatnsberinn (20. jan.—18. febr.) Það er þetta meö peningamálin. Þaö er vara- samt aö eyða of miklu og einhvern veginn er þaö svo, aö þér helzt illa á fé núna. Þú ættir aö leita ráöa hjá eldri vini eöa ættingja, sem vill þér vel. Fiskarnir (19. febr.—20. marz.) Þaö er mjög líklegt, aö erfiöleikar setji svip sinn á daginn, og þá llklega erfiöleikar einhverra, sem eiga heima langt I burtu. Vera má, aö þú sætir einhvers konar gagnrýni, sem þú skalt hugsa um. Hrúturinn (21. marz—19. april) Það litur út fyrir, að einhvers konar aðstoö, sem þú veitir öörum, veröi sjálfum þér aö fótaskorti i dag. Þú skyldir þó varast aö láta þetta fara i taugarnar á þér, þvi aö þetta leiöréttist síðar. Nautið (20. april—20. maí) Þetta er svolítiö furöulegur dagur, og hætt viö þvi, aö veöriö hafi talsverö áhrif á skap þitt I dag. Þaö er sérstaklega I ástamálunum, sem einhverjar blikur eru á lofti. Faröu varlega. Tviburarnir (21. maí—20. júni) Þú veröur aö temja þér enn betur aö gera skil á smáatriöum og aöalatriöum og láta hin slðar- nefndu ganga fyrir. Vertu reiöubúinn aö rétta öörum hjálparhönd, og þér verður goldiö I sömu mynt. Krabbinn (21. júni—22. júli) Þaö lltur ekki út fyrir neinar breytingar frá þvl sem veriö hefur. Hitt er annað mál, aö þú skalt ekki kippa þér upp viö þaö, heldur taka lifinu meö ró, en reyna aö skipuleggja framtlöina. Ljónið (23. júlí—23. ágúst) Þetta er athafnadagur hjá þér, en þaö lltur ekki út fyrir, aö þetta sé neitt I sambandi viö vinnuna. Þú skalt samt fara varlega I aö gefa þessu of mikinn gaum, þvi aö vinnan veröur aö ganga fyrir öllu. Jómfrúin (24. ágúst—22. sept.) Framkvæmdir útheimta aukiö átak. Vertu nægjusamur og geröu þér engar grillur I dag. Mundu það, aö meö þvi aö skipuleggja hlutina, geturöu komizt langt. Einbeittu þér að starfinu I dag. Vogin (23. sept.—22. okt.) Það er hætt við þvl, aö einhverjir erfiðleikar skjóti upp kollinum I dag, og stafa þeir liklega af þvi, hvernig þú skiptir tlmanum á milli vinnunn- ar og heimilisins. Reyndu aö sjá málin frá ann- arra hlið. Sporðdrekinn (23. okt.—21. nóv.) Þaö er ekki ólíklegt, aö eitthvert samband, sem þú hefur viö háttsetta menn eða valdamikla, geti komiö sér vel fyrir þig, en þú veröur aö leggja heilann I bleyti til aö finna réttu aöferöina. Bogmaðurinn (22. nóv.—21. des.) Það er alveg nauösynlegt að lita björtum augum á llfiö og tilveruna. Með þvl aö skipuleggja mál- in svolitið ættir þú aö ná ákjósanlegum árangri og þaö áöur en langt um llður, og þú skalt ein- beita þér aö þvi- Steingeitin (22. des.—19. jan.) Þaö sem virðist liggja beint viö, er ekki rétta lausnin. Smáatriöin hafa villt þér sýn, en þú þarft aö athuga málin af alvöru og festu, og þá muntu koma auga á það, sem þú átt aö gera, fyrr en varir. Auglýsítf i Tímanum Norðlenzk tímarita- og bókaútgdfa JH getur I Timanum 21. þ.m. lofsamlega timarita, sem út eru gefin á Akureyri, og hann telur „verulegan sóma að”, og vil ég taka undir það sem hann hefir lofsamlegt um þessi rit að segja, og þá menn sem veg og vanda hafa af útgáfu þeirra. Við lestur greinarinnar (Lofsverð Akur- eyrarrit, Timinn bls. 3, 21/9) kom fram I huga mér hve þjóðin má vera þakklát fyrir mikið og gott bókmenntalegt starf, sem mætir menn á Akureyri, hafa innt af höndum, á liðnum tima. Min fyrstu kynni fékk ég á unglings- árum við lestur á Nýjum kvöld- vökum hins þjóðkunna merkis- manns sr. Jónasar á Hrafnagili, sem voru vinsælt um land allt (við útgáfunni tók siðar Þorsteinn M. Jónsson). Ég fékk lika snemma áhuga fyrir Arsriti Ræktunarfélags Norðurlands, sem alltaf var læsilegt og fróð legt rit, og Hlin, ársriti norð- lenzkra kvenna en það kom út að ég hygg I 40 ár, og var ritstjóri þess alla tíð hin þjóðkunna merkiskona, Halldóra Bjarna- dóttir. Ég nefni þesi rit vegna þess hve snemma á ævinni ég fékk áhuga fyrir þeim, og þó einkum vegna þess, að áhrifin af lestri þeirra voru þroskandi og fann ég það betur slðar. — A slðari árum, i heimsóknum nyrðra, hefi ég I bókasöfnum á sveitaheimilum rekizt á fjölda merkra bóka, sem gefnar voru út Heimilis ánægjan eykst með Tímanum - nyrðra, af hinu kunna forlagi Odds Björnssonar, héraðs- og félagasamtökum, og komst að raun um, að sumra hafði ég hvergi heyrt getið og smeykur er ég um, að í blöðum og timaritum sunnanlands hafi þeirra verið að litlu getið og sumra ekki. Nú var það ekki meining mln, að minnast nema á örlitið brot af þvi, sem fram kom I hugann við lestur, greinarkorns JH, sem ég vona, að verði upphaf þess, að norðlenzkri bókmenntalegri starfsemi verði veitt meiri athygli hér syðra en verið hefir. Eitt rit enn vil ég þó minnast á, sem er landskunnugt og á miklum og vaxandi vinsældum að fanga, en ritstjóri þess er Steindór Steindórsson frá Hlöðum fyrrverandi skóla- meistari, mánaðarritsins Heima er bezt, þar sem sérstök rækt hefir verið lögð við að segja sögu sem flestra þeirra, sem gert hafa garð sinn frægan i sveitum landsins, auk margs annars, en það eru einmitt hin sterku, órofa- tengsl við landið og fólkið I landinu, sem er ekki hvað sizt athyglisvert og lofsamlegt, þegar um er að ræða norðlenzka timarita- og bókaútgáfu. A.Th. BÍLA- VARAHLUTIR Notaðir varahlutir í flestar gerðir eldri bíla Gipsy - Willys - Volkswagen - Cortina Hillman - Imperial - Saab - Benz -Volvo Fiat - Opel - BMC - Gloria - Taunus Skoda - Moskwitch - Vauxhall Renault R8 og R4 Höfðatúni 10 • Sími 1-13-97 BÍLA- PARTASALAN Opið fró kl. 9-7 alla virka daga og 9-5 laugardaga &■ Verzlunarmannafélag Reykjavikur heldur félagsfund að Hótel Esju miðvikudaginn 2. október kl. 20.30. FUNDAREFNI: Uppsögn kjarasamninga. Verzlunarmannafélag Reykjavikur. Verum virk í VR jó-hjólbarðar til sölu í flestum stærðum góð snjó-mynstur HAGSTÆTT VERÐ Sólum flestar stærðir ÁBYRGÐ Á SÖLNINGU Sendum í póstkröfu 8ÖUONB HE Nýbýlaveg 4 • Simi 4-39-88 Kópavogi

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.