Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 7

Tíminn - 02.10.1974, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 2. október 1974. TÍMINN 7 Þegar Helgi gekk á fjallið fræg að fræðagraut og það svo, að Hermann á Þingeyrum þurfti að dreyma langan draum til þess að grynna eitthvað á grautnum um Höskuld Hvitanesgoða, og kom fyrir litið. Njála segir, að Mörður gigja hafi verið sonur Sighvats rauða. Landnáma þurfti að leiðrétta það. Njála segir, að Rannveig móðir Gunnars hafi verið Sigfúsdóttir Sighvatssonar rauða, og Gunnar á Hliðarenda þvi systursonur Sig- fússona. Þá fór nú grauturinn að skána! Landnáma leiðrétti það, og að Sigmundur hafi verið sonur Sighvats rauða, dreþinn við Sand- hólaferju og faðir Marðar, Rann- veigar og Sigfúsar, föður Sigfús- sona. Eftir Landnámu er Njáll sjálfur sonur ömmu sinnar i Njálu! Svartur langafi Sæmundar fróða er talinn i Landnámu sonur Jörundar góða, en i Njálu sonur Úlfs örgoða. Þetta leikur þá á tveim tungum . Skyldi nú Helgi virkilega trúa þvi, að um 1230 hafi Snorri ekki vitað hvað stóð i Landnámu, eða þeir vissu það ekki, Styrmir fróði, nágranni hans á Gilsbakka, og Sturla bróðursonur hans. Það þykir nú ýmislegt athugavert um laga- ganginn á brennu — þingi. og svo erhundssþottiösjálft i fræðunum. að gömlu annálarnir gera þá at- hugasemd, þegar á að færa Njálubrennu fram á kristinn tima, að sagan segi það sjálf, að Njálsbrenna hafi veriö fyrr en kristni kom á land. Helgi fór upp á Timann og vissi, að hann var hátt fjall og hrópaði: Njálugrautur nútimans! Sem gæti bent á það, að hann þekkti eitthvað um Njálugraut gamla timans. Ég segi bara vesalings Helgi! Svo má benda á það, að i sinni ágætu Snorra-Eddu tekur Snorri ekki eina visu úr Njálu. og i skáldatali telur hann ekkert Njáluskáld. ekki einu sinni Kára. sem á mgrgar visur i Njálu. en hefur visu eftir Njál. sem ekki er i Njálu. Snorri virðist hafa gefið litið fyrir Njálu. Eftir að Landnámsgerðirnar voru komnar til, gat enginn skrifað það i Njálu, að Njáll væri sonur ömmu sinnar, og benda þessar skekkjur i Njálu á for- gamla ritun bókarinnar. Það var Njálugrauturinn á Timafjallinu, sem olli þvi. að ég fór að svara þessu foráttu-bulli úr Helga, sem engum mönnum er sæmandi að gera, samanber loka greinarinnar, þvi það er svo fvrir að þakka, að i menningarerfð Is- lendinga sér til sólar. þegar nefndur er Guðmundur á Sandi. En hversu himinhrópandi og vfir- þvrmandi er ekki heimskan. þegar notað er nið um hann til að litilsvirða annan mann. Aumingja barnið i dalnum. sem datt ofan um gat! Svo er visa um Helga hér. hefur dottið út úr mér. Þegar sól á Sandi er. sýnist Helgi vera ber. Reykjavik. 25. sept. 1974 Benedikt Gislason frá Hofteigi. E.S. Ég óska,i sambandi við við- tal við mig i Timanum 25. ágúst s.L, að taka fram. að þar getur litiö svo út að ég telji. að Snorri hafi ritað formálann fvrir presta- sögu Guðmundar biskups Ara- sonar. Formáiinn er ritaður eftir dauða Sturlu Þórðarsonar 1284. Ég tei, að Snorri hafi ritað presta- söguna. þvi hún er svo fræðilega gjörð að likjast annál eða dagbók. og fræðin örugg, að þvi er nú gefst að skilja. Þorsteinn böllóttur á Helgafelli, Snorrason, bjó Sturlungu i sitt gervi, það er hún hefur siðan haft, og hefur ekki getað stillt sig um aö auka i þessa ágætu sögu, ættarsögum um ætt Arna biskups Þorlákssonar eftir 1267, en óþarft er að láta það rugla sig um höfundinn. En fyrir sliku urðu margar Islendinga- sögur i i afritun, og þar á meðal Njála. þar sem i gjörð hennar auk heldur sýnist hafa verið breytt um timamark. — B.G. Hafnar eru aftur sýningar á Litlu flugunni hans Sigfúsar Halldórssonar á kjallaraviði Þjóðleikhúss- ins. Þessi kabarettsýning var sýnd í tilefni listahátlðar á liönu vori hjá Þjóðleikhúsinu. Sýningar uröu þá alls 7, og var uppselt á þær allar. Leikstjóri er Sveinn Einarsson, en leikendur er þau Edda Þórarins- dóttir, Anna Kristin Arngrimsdóttir, Erlingur Glslason og Halldór Kristinsson. Undirleik annast Carl Billich. Myndin er af leikendum, höfundi og undirleikara. Valgarð Thoroddsen, rafmagnsveitustjóri: Rafveitustjórarnir fara með rangt mál í fréttaauka út- varpsins 21. þ.m. var greint frá fréttatil- kynningu félags raf- veitustjóra sveitar- félaga um verðjöfnunar- gjald raforku, en til áréttingar þvi var viðtal við rafmagnsstjórann i Reykjavik. í fréttatilkynningunni, sem einnig hefur birzt i blöðum, og viðtalinu voru harðar ádeilur á Rafmagnsveitur ríkisins og að þeirra áliti bornar fram villandi og rangar upplýsingar. Rafmagnsveitur rikisins vilja þvi fara þess á leit, að birtar verði neðangreindar upplýsingar. Þar sem nefnt er hér félag raf- veitustjóra sveitarfélaga er i raun aðallega félag rafveitu- stjóra stærstu bæjarfélaga i landinu. Sveitarfélög landsins eru nú 240 að tölu, en nefnt félag er samtök rafveitustjóra 17 fjöl- mennustu bæjarfélaganna, og má þar sem dæmi nefna Reykjavik, Akureyri og Hafnarfjörð. Þessir 17 rafveitustjórar geta þvi á engan hátt komið fram sem fulltrúar sveitarfélaga i rafveitu- málum, þótt þéttbýli sé mikið á þeirra svæðum, þvi i strjálbýlinu eru það um 190 sveitarfélög, sem þeim eru óviðkomandi og þar sem Rafmagnsveitur rikisins hafa með höndum alla raforkusölu til notenda. Til að forðast misskilning i fréttatilkynningu rafveitustjór- anna skal þess getið, að 13% verð- jöfnunargjaldið verður sett á raf- orkusölu allra svæða á landinu, jafnt I dreifbýli sem i þéttbýli. Hins vegar er verðjöfnunar- gjaldið ætlað til að jafna aðstöðu- mun dreifbýlis og þéttbýlis i raf- orkumálum. 1 fréttatilkynningu bæjarraf- veitustjóranna er sagt, að meðal- verð hjá Rafmagnsveitum rikisins sé lægra en flestra annarra rafveitna. Slikur frétta- flutningur er mjög villandi, þvi meðalverðið gefur enga hugmynd til samanburðar um heildar- raforkuverð. Raforkuverð til hús- hitunar er hið lægsta, sem til er hjá rafveitum. Þar sem mikið er um rafmagnshúshitun, veröur meðalverðið lágt, en það segir ekkert til um verð til ljósa, he i m i 1 i snotkunar eða iðnrekstrar, sem er miklu hærra. Þar sem hitaveita er, er engin raforka seld til húshitunar, og hlýtur meðalverðið þar að vera mjög hátt. Þannig rugla rafveitustjórarnir málunum og bera saman meðal- verð t.d. Rafveitu Selfoss, Rafveitu Hveragerðis og Rafmagnsveitu Reykjavikur, þar sem hitaveitur eru og engin raf- orka er seld til hitunar, við dreif- býlissvæði Rafmagnsveitna rikisins, þar sem aðeins er tveggja kosta völ, olia eða rafmagn, og allflestir kjósa rafmagn. Yfir 30% af allri raforkusölu Rafmagnsveitna rikisins fer til húshitunar, og lækkar þessi mikli þáttur hitunar að sjálfsögðu meðalverðið. Réttara er að bera saman hina einstöku þætti raforkusölunnar, og má þar nefna verð til heimilis- notkunar, sem er 43% hærri hjá Rafmagnsveitum rikisins en hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, og verð til iðnaðar 38% hærra hjá Rafmagnsveitum rikisins en hjá Rafmagnsveitu Reykjavikur, hvort tveggja miðað við árið 1973. Rafveitustjórar bæjanna lýsa þvi yfir, að nauðsynlegt sé að fela sveitarfélögum alla raforku- dreifingu. Hér virðast þeir ekki gera sér grein fyrir að tala sveitarfélaga i dreifbýli og þéttbýli er 240 að tölu, en þessir 17 bæjarrafveitustjórar þekkja gjörla aðeins rekstur sinna 17 rafveitna. Þeir áttu einnig þátt i störfum margra stjórnskipaðra nefnda til að kanna það mál, að sveitarfélögin tækju að sér hlut- verk Rafmagnsveitna rikisins um raforkusöluna. Allar þessar nefndir hafa siglt i strand, einfaldlega vegna þess að aðstaða og hagsmunir hinna 240 sveitar- félaga eru svo gjörólikir. Rafmagnsstjóri Reykjavikur segir I viðtalinu, að rikisrafveitur séu ekki til á Norðurlöndum. Þetta er ekki rétt.Rikisrafveitur Sviþjóðar, sem upprunalega voru stofnaðar til að byggja stór orku- ver og háspenntar tengilinur um alla Sviþjóð, hafa hin seinni ár einnig tekið að sér raforku- dreifingu til notenda i stórum hluta Norður- og Mið-Sviþjóðar. Þær hafa að fjárhagslegum bakhjarli, til að fjármagna veitur dreifbýlisins, hin stóru og arðbæru orkuver sin. Rafmagnsveitur rikisins hér á landi hafa hins vegar ekki slikan fjárhagslegan stuðning innan sinnar stofnunar, og verða þvi annað tveggja að leita fjárhags- legs stuðnings rikisins eða jafna kostnaðarmun dreifbýlis og þétt- býlis með verðjöfnunargjaldi. Rafmagnsstjóri Reykjavikur lætur hjá liða að geta þess, hvernig þessum málum sé háttað i öðrum Evrópuiöndum. Stað- reyndin er hins vegar sú, að i 16 löndum Evrópu, með riflega 300 milljónir ibúa, hefur rikið eitt með höndum alla raforkuöflun og dreifingu til notenda. Slikri skipan var komið á vegna þjóðarhagsmuna og til aðstöðu- jöfnunar ibúa um orkumál, þrátt fyrir sterka andstöðp margra bæjarrafveitustjóra i þeim löndum. Helgi á Hrafnkelsstöðum hefur nú gefið fræðum sinum nýtt og viðeigandi nafn: „Njálugrautur nútimans” og prentar Tíminn þetta á breiðum borða, þvert yfir opnu með viðeigandi eldfjalla lit. Ég hef nú gengið svo hart að þessum Njálugraut Helga, að hann tekur sig til 18. sept. s.l., og bullar langa grein út i bláinn. Leitar hann nú skjóls hér og þar hjá fuglunum, sem komnir eru úr eggjunum, sem hanarnir urpu, og kenna það að sögurnar, sem gerðust á Islandi, séu lygasögur. Þarna á Helgi heima, og þjóð- sögurnar segja okkur, hvaða fuglar þetta eru, og öll þjóðin kann að nefna þá rétt. Helgi kann ekkert i Islenzkum fræðum og enn minna til rann- sókna á eigin hönd, og verður að sækja allt til fuglanna. Ekki ber að eyða einu orði á þessa fugla- fræði Helga. Ég vorkenni honum, að geta ekki nema vaðið elg og vitleysu I öllu sem hann ritar, hvort það er um Fjalla-Eyvind eða Njáluhöfund, en sterta sig sem mest hann má af öllum vaðlinum, og neita að læra nokkurn hlut af þvi, sem ágætir fræðimenn á fleiri öldum hafa rannsakað og fært i niðurstöður um Islenzk fræði, forn og ný, og neita að heyra sjálfar heimildirn- ar, eins og þær, að tslendinga- sögur flestar eru ritaðar fyrir 1200, og þar á meðal Njálssaga. Að eiga orðastað við slika fugla er eingöngu vegna þess, að þjóð- sagan segir okkur, að slika fugla hafi þurft að færa niður. Og þetta er bæði gaman og auðvelt, vegna þess hvað Helgi er yfirburða stertinn af ekki neinu. Og það hef- ur munað litlu með Helga, þegar hann sá nafnið á Njáluhöfundi, þvi nú slettir hann úr klaufunum og visindamaðurinn þykist vera að gera grin, eins og þetta væri sjálfur Njáluhöfundur! En svo var það, að viðtal birtist viö mig i Timanum 25. ágúst s.l. Ég gerði þar tilraun til þess að Helgi athugaði örlitið sinn gang i þvælunni. Þegar við töluðum saman i Höllinni, var sambandið haft þannig, að ég er ekki farinn að heyra enn orð af þvi sem Helgi sagði I sinni Njáluvizku. Mér var alveg sama. Ég vissi hvað Helgi hafði að segja. Nú lagði ég á hann að athuga sambandið milli Snorra-Eddu og Njálu. Edda er vandaðasta fræði- bók, sem við eigum: Njála er grautur i fræðum. Helgi kvað kunna Njálu, svo þetta gat orðið vitlegt athugunarefni, ef Helgi gæti þá nokkuð athugað. Nei, Helgi athugaði ekkert og kann náttúrlega enga Njálu. Hann rauk upp með vandlætingu að tala um graut i Njálu. Setti hann nú upp heimspekisvip og fór i Timann með þessa ósvinnu, eins og hér fyrr gat. Bjó hann nú til heitið á sinni Njálufræði, sem ég um gat. Nátturlega vissi Helgi ekkert hvað hér var á baugi. en Njála er Nýskipaður sendiherra Kenya.hr. LeoPius Odero, afhenti I dag forseta Islands trúnaöarbréf sitt að við- stöddum Ólafi Jóhannessyni, dóms- og viðskiptaráðherra, er gegnir störfum utanrlkisráðherra I fjar- veru Einars Agústssonar. Sfðdegis þá sendiherrann boö forsetahjónanna aö Bessastöðum ásamt nokkr- nm fleiri gestum. Sendiherra Kenya hefur búsetu i Stokkhólmi.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.